Tíminn - 17.07.1977, Side 30

Tíminn - 17.07.1977, Side 30
30 Sunnudagur 17. júll 1977 Hans Eide, umboössali Síöbúin minning hins mætasta manns, sem raunverulega hefði áttaö birtast fimm árum fyrr, en af óviöráðanlegum ástæöum hef- ur þaö dregizt fram til þessa. Úr þessu skal nú bætt aö nokkru leyti, enda þótt ýms atriði séu nú falin gleymsku. Sé vel hrist upp i tölvu heilabúsins munu þó ýmsar minningar enn til staðar. Ber þá aö vinna úr þeim eftir þvi sem efni stendur til, enda þótt þaö veröi á engan hátttæmandi, enda ekki meiningin aö minnast alls er i hugann kemur. Hans Eide var fæddur 17. janú- ar 1892 i Kopervik á eynni Karmöy (Karmt) viö Haugasund i Noregi. Hann kom til tslands með móöur sinni frú Kristine Eide (fædd Waage), sem þá var orðin ekkja Hans Ole Eide, liös- foringja i norska hernum. Þegar Eide kom til Islands mun hann hafa verið á fimmta ári. Móöir hans varö bókhaldari hjá mági sinum Per Stangeland, sem sett- ist aö á Fáskrúösfiröi og rak þar verzlun i mörg ár. Þaö voru talsverö viöbrigöi fyr- irhinn unga svein, aö setjast aö i landi, þar sem norskan (móöur- mál hans) var yfirleittekki töluö, nema meöal fjölskyldunnar. Meðal leikfélaga sinna var hann þó furöu fljótur aö læra islenzku, enda var hann næmur aö nema tungumál. Þar heyröi hann talaöa á vixl islenzku og frönsku. Þá var þar einnig franskur spitali með franskan prest og franskt sjúkra- liö aö nokkru. Eftir fá ár var Eide oröinn ágætur i islenzku máli. Hugöi hann nú einnig aö læra frönsku. Fór hann þvi á fund franska prestsins og samdi viö hann á þá lund, aö presturinn skyldi kenna sér frönsku, en hann skyldi á móti kenna prestinum islenzku. Tókust fljótlega samningar meö þeim á þeim grundvelli, er Eide haföi stungiö upp á. Seint og snemma sáu menn þá á rölti saman. Ekki leið á löngu unz ungi drengurinn norski fór aö gefa sig á tal viö frönsku sjómennina á skútunum. Þeir uröu undrandi yfir þvi, að sjá og heyra dreng, ekki eldri en hann var, spjalla viö sig á þeirra móöurmáli. Þetta endaöi vitan- lega á þá leið, aö Eide útskrifaöist hjá franska prestinum sem góöur frönskumaöur. Skömmu eftir fermingu fer Eide til Noregs, aö stunda nám viö norskan verzlunarskóla. Ekki mun hann þó hafa veriö fastur nemandi, las mikiö utanskóla, en gekk undir próf i skólanum. Þá æföi hann sig jafnframt i móöur- máli sinu norskunni. A tiltölulega skömmum tima lauk hann skóla- námi sinu þar og hvarf aftur heim til tslands áriö 1911, eftir aö hafa lokiö námi meö ágætiseink- unn. Mér þykir ekki ósennilegt aö hann hafi á þessu timabili einnig æft sig i hinum Norðurlanda- málunum og einnig i færeysku og jafnvel i fleiri málum. Hann átti létt meö að læra tungumál. Siðla sumars 1912 kemur Hans Eide til Reykjavikur. Haföi hann þá ráöiö sig sem franskan túlk til Timbur- og kolaverzlunar Reykjavikur, sem Frederiksen kolakaupmaöur veitti forstööu. Þá þekkti hann aðeins einn prent- ara i Reykjavik, sem var Halldór Stefánsson póstafgreiðslumanns á Eskifiröi. Halldór lauk námi 1 prentsmiöju Austra á Seyöisfiröi, en kom til Reykjavikur i ágúst 1912, og var samþykktur sem fé- lagi á siöara fundi félagsins 29. ág. þaö ár. Hann hóf starf i prent- smiðjunni Gutenberg. Ekki starf- aöi hann þó lengi aö prentstörf- um, þvi nokkru siöar réöst hann sem starfsmaður viö útibú Landsbankans á Klapparstig. Siöar gerðist hann mikilvirkur rithöfundur og þýöandi sagna og leikrita. Þessum prentara haföi Eide kynnzt fyrir austan meöan Halldór dvaldi i foreldrahúsum á Eskifiröi. Þann tima, sem Hall- dór lauk námi á Seyöisfirði, unn- um viö þar saman, en ég fluttist til Reykjavikur voriö 1911. Hall- dór heimsótti mig iöulega. Eftir aö Eide kom suöur kom hann fljótlega á minn fund. Þá hófust kynni okkar Hans Eide fyrst, en urðu brátt nánari og vöruöu alla tiö slöan meðan hann hélt heilsu og lífi. Báöir höföum viö gaman Hans Eide af aö tefla og spila og siöar stunduöum viö nokkuö silungs- veiöar, þvi aö þá voru engin bönn eða bannfæringar á þvi sviöi. Eide undi vel hag sinum hjá Fredriksen kolakaupmanni. Annaöist viöskipti og fyrir- greiöslu bæöi viö franskar og fær- eyskarskútur. Samfara þeim viö- skiptum þurfti hann aö koma þeim i samband við Islenzkar veiðarfæraverzlanir. 1 þvl sam- bandi mun hann aöallega hafa haft viöskipti viö veiöarfæra- verzlunina Veröandi, sem Jón Þorvaröarson, faöir Guömundar óperusöngvara, starfrækti i Hafnarstræti. Uröu þeir Jón hinir mestu mátar. Honum llkaöi prýöilega viö skrifstofustjóra Fredriksens, Þorstein Sigur- geirsson, og þá ekki siöur viö son hans, Garðar, sem siöar varö sóknarprestur I Garöaprestakalli og prófastur I Kjalarnesprófasts- dæmi. Sérstaklega varö hann hrifinnafhinnifögru söngrödd sr. Garðars. A þessu tlmabili iökuöum viö Eide mjög skák og bridgespil. Þá var spilaður „aksjón-bridge”, sem hinn enski fiskikaupmaður mr. Ward innleiddi á Islandi. Viö hann var kenndur hinn svonefndi Ward-fiskur, sem hann keypti i störum stil. Samhliöa spiiamennsku og skákiökun æföum viö sund i gömlu sundlaugunum. hjóluöum þangaö á hverjum sunnudags- morgni, syntum I lauginni og fór- um i kalt sturtubaö á eftir. Þessu héldum við áfram unz komiö var 12 stiga frost. Nokkru siöar fór Eide aö verzla i Varöarhúsinu viö Kalkofnsveg. Hélt hann þeirri verzlun áfram unz Varðarhúsiö var rifið. Þá setti hann á stofn heildverzlunina Hans Eide h.f. Þá haföi hann til sölu ódýran nótupappir, i mörg- um litum, frá Jarlsberg verk- smiöjunum I Noregi. Eftir aö Actaprentsmiöjan tók til starfa um 1920 höföum viö talsverö viö- skipti viö hann viðvikjandi þess- ari pappirstegund. Voriö 1917 fórum við Eide, ásamt tveim öðrum, i eftirminni- legan róöur út á Sviö i Faxaflóa. Frá þeirri för er Itarlega sagt i viðtalsþætti f Minningarriti Prentarafélagsins, sem gefiö er út af tilefni 80 ára afmælis félags- ins. Þegar þessar linur eru ritaö- ar, mun ritiö vera um þær mundir aö koma út, eöa jafnvel þegar komiö út. Övist er aö viö hefðum komizt lifs af ef Eide heföi ekki veriö meö I þeirri för. Einn af beztu vinum Hans Eide var Arngrimur ölafsson prentari. Amgrimur var bróöir þeirra Kjartans augnlæknis og Jóhanns heildsala. Arngrimur átti sumar- bústaö austur i Laugardal. Þar hélt hann hóf nokkurt stéttar- bræörum sinum sem heimsóttu hann. Sennilega hafa flestir þeirra veriö eigendur sumarbú- staöa á sama staö. 1 hófi þessu flutti Arngrimur snjallt erindi. Þaö birtist siöar i Prentaranum 27. árgangi 7.-9. tbl. 1949. Erindi þetta nefndi hann „Sál félags- skapar”. Aöalniöurstaöan i ræöu hans var á þessa leið: „Fyrirgef- ið, þegar þér skiljiö ekki”. Siöan segirhann: „Getur félagsskapur haft séreinkenni? Hefir hann nokkur önnur en þau aö vera félagsskapur manna, sem inna á viö og út á viö hegöa sér eftir sett- um reglum. Getur hann áttnokk- uö, sem kalla mætti sál? Ég ætla aö leitast viö aö svara þessum spurningum meö svolitilli sögu. A árunum 1922-24 fór ég aö fást viö alifuglarækt. Ég var hús- næðisþegi og varö aö flytja. Þaö var ekki auögert á þeim árum aö afla sér húsnæöis, sizt af öllu meö svona fjölskyldu i dragi og svo nærri vinnustaö, sem nauösyn krafði. Ég tók þaö ráö aö auglýsa umboðssali i einu dagblaöanna. Morguninn eftir, þegar fyrirtæki voru opnuö, var hringt til min og mér boöiö húsnæöi. Ég flutist svo á staðinn og var þar eins fr jáls meö drasliö eins og best varð á kosiö.Þeg- ar ég kynntist húsbóndanum, kom þaö I ljós, að viö áttum ýmis- legtsameiginlegt.Einkum vorum viö báöir gefnir fyrir útiverur og fjallgöngur, og var þaö óspart iökaö. Þessi kunningsskapur hef- ur staöiö siöan og aldrei haggazt. Einhverju sinni lagði ég þá spumingu fyrir mann þennan, hvernig á þvi heföi staöið, að hann bauö mér húsnæöi, manni, sem hannhafði aldreitalaö viö og þekkti ekkert. — Af þvi aö þú varst prentari, var svariö. Feröalög okkar uröu mörg og óviöjafnanlega skemmtileg, en ekki man ég til þess, aö neitt þeirra liöi svo, að þessi vinur minn, sem er verzlunarmaöur i Reykjavik, minntist ekki á sam- verustundir sinar meö prentur- um. Ég hlaut þvi aö spyrja þess, hvi hann talaði svo oft um prent- ara fremur en t.d. stéttarbræður sina. Hann geröi grein fyrir þvi á þessa leiö: Kringum tvitugsaldur fluttist hann til Reykjavikur eöa um 1912, Atvikin réöu þvi, aö hann þekkti einn prentara hér i höfuðstaðn- um, og þaö varö orsök þess, að hann kynntist þeim mörgum. Af þessu leiddi svo aftur þaö, aö prentarar uröu félagar hans. Samvera hans meö prenturum varö þó fátiðari meö breyttum aðstæöum, eins og gengur. Meira en tiu ár liöu, en þaö liföi i glæöunum, og honum var þaö auðsjáanlega geöfellt aö endur- nýja þennan félagskap. Naut ég þess hjá honum, aö ég var prent- ari, og varö þvi leiguliöi hans. Ferðafélagi hans hefi ég veriö siöan. Maöur þessi er i fljótu bragöi séð, ekki ööruvisi en aörir menn. Þess verður þó vart að hann sæk ist ekki eftir aö kynnast mörgum. Mætti má ske segja,aöhann væri fremur ómannblendinn, en þaö má segja um marga. Per- sónuleiki hans er svo mótaöur, aö mér skilst, aö hann kynni bezt viö sig i þeim félagsskap, þar sem hann finnur, aö hann er frjáls. Hver er svo orsökin til þess, að svona vinátta gat tekizt i garö óskyldrar stéttar? Á ekki þaö manneðli eitthvaö i sér, sem þannig laöar aö sér? Er þaö ekki einhver ósýnileg undiralda, — ekkert hlutrænt, hvorki logn né brim, eitthvaö, sem vaggar nota- lega —án allra banda og hafta, en tengir þó, — nærir eitthvað hjá manni — llkt og andardráttur? Er þetta ekki sál félagsskap- ar?” ur var þá starfandi I Félagsprent- smiöjunni, og þvi stutt fyrir hann aö skreppa heim til aö lita eftir alifuglahjörö sinni. Ariö 1918 dvaldi Eide austur á Fáskrúðsfiröi. Það sumar fór ég austur á land. Fyrsta ferö min austur, eftir aö ég settist að i Reykjavik voriö 1911. Þaö talaöist svo til milli okkar Eide, aö ég dveldi um tima á Fáskrúösfiröi. Þá var iðulega tekinn bridgeslag ur (þrikantur) Þriðji maöurinn i spilamennskunni var frændi Eide, Hans Stangeland. Stundum var fariö i siglingatúra út á fjörö- inn. Timinn leið fljótt. Rétt eftir komu mina aftur til Reykjavikur, skall Spánska veikin yfir. Þá sá- ust varla aörir á götum bæjarins en börn og rosknir menn. Veikin lagöist með þunga á miöaldra fólkiö Fjölmargir uröu pestinni aö bráð. Þegar bókin Bókageröarmenn kom út 1976, þar sem taldir eru upp allir bókbindarar, prentarar, offsetprentarar og prentmynda- smiðir, frá upphafi prentlistar á Islandi, sé ég aö einn af yngri prenturunum er afkomandi Hans Stangeland. Hann er sonarsonur Hans Stangelands og þvi frændi Hans Eide. Hann heitir Haukur Már Haraldsson. Faðir hans var Per Stangeland, sonur Hans Stangelands. Kjörfaöir hans er Haraldur örn klæðskerameistari, en móöir Hauks er Margrét, ekkja Per Stangelands yngra, dóttir Sighvats Brynjólfssonar, fyrsta tollþjóns i Reykjavik. Þaö var þvi viö afa háns sem ég spil- aði oft austur á Fáskruösfirði 1918. 30. október 1920 kvæntist Hans Eide Guðrúnu Jónsdóttur frá Seljamýrii Loömundarfiröi. Hún var systir Isaks barnakennara i Reykjavik, sem Isaksskóli er kenndur við. Guörún var aöeins tveim árum yngri en Eide. 1 föðurætt var frú Guörún 14. liöur frá Þorsteini jökli. Þorsteinn bjó á Brú á Jökuldal um aldamótin 1500, og er talinn búa þar, þegar plágan mikla (b ólan) gekk 1494- 95. Þegar hann spuröi til plágunn- ar, flutti hann vestur á öræfi, aö svokallaöri Dyngju i Arnardal, byggði þar bæ og bjó þar I tvö ár. Hann hefurveriö minnugur sagna af Svartadauöa frá 1402 og ef til vill haldiö aö þessi plága væri hin sama, og þvi ekki viljaö biöa ör- laga af völdum hennar. Móðurætt frú Guðrúnar er rak- in frá Bjama Marteinssyni, sem Ættir Austfiröinga byrja á. Hún var 15. liður frá Bjarna, sem var stórbóndi á Ketilsstöðum og Eiö- um. Kona Bjarna var Ragnhild- ur, dóttir Þorvarðs á Möröuvöll- um I Eyjafiröi, Loftssonar hins rika og Margrétar Vigfúsdóttur Hólms. Gifting þeirra bendir til þess, að mannvirðing og jafnræöi hefur þar verið lögð aö jöfnu, enda var tillit tekiö til sliks á þeim timum. Frú Guörún er látin fyrir nokkrum árum. Tengdasynir Eide eru þeir Ami, aöalræöismaöur Hollands, Kristjansáon , Einarssonar, framkvæmdastj. Sölusamb. isl. fiskframleiöanda og Agúst, skrif- stofustjóri, Bjarnason Jónssonar vigslubiskups. Auk þess aö vera ágætur is- lenzkumaöur, var Hans Eide einnig listagóöur skrifari og mjög vel drátthagur. Enn fremur kynnti hann sér islenzka ljóöa- gerö. Þó mun hann ekki hafa gert mikiö aö þvi aö yrkja. Kunningi hans einn, er hét Davið, var sjó maöur. Hann gaf mér eitt sinn dráttmynd af honum, þar sem hann sat viö stýri og stefndi til hafs meö segl uppi. Þá geröi hann eftirfarandi visu i orðastað stúlku, sem hrifin var af Daviö: „Daviö stýrir knerri dýrum, drjúpa tár min sölt. Hann leit oft til mfn augum hýr- um, harla er fleytan völt.” Ekki man ég eftir aö ég eignaö- ist fleiri visur eftir hann. Enda var hann yfirleitt dulur á einka- mál sin. Þegar kom fram á þriöja ára- tug aldarinnar, eftir aö Arngrim- ur fluttást til hans meö alifugla- rækt sina.stunduðu þeir mjög úti- veru, þar á meöal langar fjall- göngur. Mér þykir liklegt, aö I sumum þeim gönguförum hafi Amgrimur tekiö eitthvaö af kvik- myndum sinum, sem nú eru Ieigu Prentarafélagsins. Nokkru siöar bætttist ég i hópinn á þeim tima árs, sem leyft var aö skjóta rjúp- ur. Þær feröir fórum viö á sunnu- dögum. Viö hjóluðum snemma morguns upp aö Lögbergi, skild- um þar hjólin eftir en þrömmuö- um upp I Rjúpnadyngjur (þaöan er um 6-7 km leið upp i Bláfjöll) Viö gættum þess ávallt aö vera komnir út af hættusvæöinu áöur en fór aö dimma, þvi þar eru sprungur miklar, allt aö 20 cm breiöar og djúpar og þvi hættu- legt að vera þar eftir aö dimma tekur. Þetta voru hressandi og ánægjulegar gönguferðir i hreinu og tæru fjallaloftinu. Arngrimur var með 6 skota magasinriffil, en Eide var með haglabyssu. Ég var byssulaus, enda aldrei æft mig i að fara meö skotvopn. Hins vegar tók ég að mér að bera þær r júpur, sem Eide skaut, enda var hann þá frjálsari með byssuna, þegar hann þurfti ekki jafnframt aö bera rjúpnakippuna. Svo höfðing- legur var Eide, aö hann skipti jafnt á milli okkar rjúpnafengn- um, enda þótt ég skyti enga rjúp- una. Þegar viö héldum heim á leið, að áliönum degi, þyrstir og göngumóðir, varekki amalegtaö koma til Guöfinnu á Lögbergi og fáþarheittkaffi.hvila sig þar um stund, áöur en sezt var á hjólin til heimferðar. Þetta voru mjög ánægjulegar feröir og hressandi, sem vöruöu þó, aö okkur fannst, of skamman tima. Siöar meir hættu þeir alveg aö skjóta rjúpur. Þá voru feröir þeirra eingöngu gerðar tilaö ljós- mynda rjúpurnar, en jafnframt til aö fá sér hressandi útiveru- stundir. Ég minnist alltaf hinna ánægju- legu stunda með þeim Eide og Amgrlmimeö hlýhug og söknuði. Forsjóninni er ég þakklátur fyrir aö hafa gefiö mér lif og heilsu fram á þennan dag, til að geta minnztþessara góðu drengja og fágætu samtiöarmanna, meö fáeinum kveöjuoröum. Arngrimur er fallinn frá fyrir nokkrum árum, en Hans Eide kvaddi þetta jarðneska lif 24. janúar 1972. Jón Þórðarson Sá verzlunarmaöur, sem Arn- grlmur minnist hér á, var enginn annar en Hans Eide, sem þá átti heima á Bragagötu, en Arngrim- Sumarferðalag verkakvennafélagsins Framsóknar verður laugardaginn 6. ágúst i Þjórsár- dalinn og skoðaður sögualdarbæinn. Kvöldverður að Flúðum. Áriðandi að til- kynna þátttöku sem fyrst til skrifstofunn- ar. Stjórnin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.