Tíminn - 17.07.1977, Side 32
32
Anton Mohr:
Árni og Berit
liilJliÍ'
Sunnudagur 17. júll 1977
barnatíminn
Ævintýraför um Asíu
reynir að grafa hér i
jörð að sumrinu myndir
þú koma niður á klaka.
Sums staðar er hann
þunnur, aðeins örfáir
metrar, en getur verið
um 100 metra þykkur.
En hvort sem klakinn er
þykkur eða þunnur, þá
hindrar klakinn að vatn-
ið sigi lengra niður i
jarðveginn. Vatnið
verður þvi að fá framrás
og það á sinn þátt i þess-
um miklu flóðum. En
annars myndar
leysingarvatnið viða
tjarnir og mýrarfen, og
er það miklu verra fyrir
landið”.
„Hvers vegnaer það
verra? Þessi óskaplegu
flóð hljóta þó að gera
mikið t jón. Er ekki betra
að vatnið safnist saman
i tjamir og mýrarfen
inni i skóginum.”
„Nei, þar hefur þú
rangt fyrir þér. Sjáðu nú
til. Þessi mýrarfen og
tjarnir valda þvi, að nær
þvi ótækt er að komast
leiðar sinnar i skóginum
og svo eru þessar t jamir
og fen klakstöðvar fyrir
alls konar mý og skor-
dýr, sem valda miklu
tjóni og óþægindum i Si-
beriu. Þessar freðmýrar
eiga þvi sök á mestu
.........
plágum sumarsins i
Siberiu. Hið ógurlega
mýbit næstum kvelur
lifið úr mönnum og
skepnum yfir sumar-
timann. Mýbitið er ekki
byrjað enn þá. En biddu
bara við! Ef þessi mikli
hiti heldur áfram, getur
það byrjað hvern dag, —
og þá. Ég segi ekki
fleira. Þú færð vist bráð-
um að reyna hverig það
er.”
7.
Þessi spádómur Niko-
laj kom alltof fljótt
fram. Ekki voru liðnir
nema tveir dagar, þegar
mýbitið byrjaði, og áður
en vikan var liðin var
mýbitið orðin hrein
plága. Mýflugan beit og
stakk svo hræðilega að
Berit hélt að hún myndi
sturlast. Mergðin var
svo mikil að tilgangs-
laust var að verja sig.
Berit hafði keypt sér
mýflugnaslæðu og
hanzka i Tomsk, en mý-
flugurnar voru ótrúlega
sleipar að smjúga i
gegn. Margs konar
smyrsli sem konurnar
höfðu búið sig út með,
dugðu ekki heldur. Eng-
in ráð dugðu og allir
urðu að beygja sig fyrir
þessari plágu og leyfa
flugunum að bita og
stinga og þó var þetta
hræðileg kvöl.
Annan dag júni-
mánaðar lagðist Jer-
mak við hafnargarðinn i
Jakutsk. Skipstjórinn
sagði, að þarna yrði
dvalið i tvo sólarhringa,
áður en ferðinni yrði
haldið áfram lengra
norður. Meir en
helmingur fanganna og
þar á meðal flestir, sem
talizt gátu reglulegir
glæpamenn voru settir
þarna i land og átti að
dreifa þeim frá Jakutsk
i ýmsar áttir, i námur og
glæpamannahverfi þar i
héraðinu. Hinir fang-
amir urðu að vera kyrr-
irá skipi, þar til ferðinni
yrði haldið áfram. En
Berit ogvinkonur hennar
máttu fara i land
hvenær, sem þær vildu
og enginn varðmaður
var látinn fylgja þeim að
þessu sinni.
Áreiðanlega er borgin
Jakutsk afskekktust af
öllum álika stórum
borgum i heiminum.
Næsti „nágrannabær”
er Irkutsk, en þangað er
um 2900 km. Það er
álika langt og frá Osló
suður i Norður-Afriku.
En þrátt fyrir það að
borgin er svo afskekkt,
þá er hún þó mikilvæg
samgöngumiðstöð fyrir
þennan hluta Siberiu.
Árið 1914 voru ibúamir
aðeins 10 þúsund og
Berit fannst borgin fá-
tæklegog leiðinleg. Hús-
in voru lágkúruleg og
illa útlitandi. Vöru-
sýningar i búðarglugg-
um voru ósmekklegar
og hér og þar sáust i
húsakrókum hræ af dýr-
um og alls konar
óþrifnaður.
„En hvað allt er hér
andstyggilegt”, sagði
Berit súr á svipinn við
Tatjönu. „Ég er fegin
þvi, að okkur skuli ekki
vera ætlað að dvelja hér
næstu fjögur árin. Það
getur þó aldrei verið
verra i Werchojansk en
hér”.
Tatjana svaraði engu,
en Berit sá það á henni,
að hún taldi það ekki
ömggt. Seinna kynntist
hún þvi, að ibúarnir i
þessari borg voru henni
ekki samdóma. Þeir
voru mjög ánægðir með
borgina sina og töldu
hana virðulega höfuð-
borg i þessum hluta Si-
beriu. (Sá hluti Siberiu,
sem Jakutsk er höfuð-
borg i, er að flatarmáli
álika og öll Vestur-
Evrópa eða um 4 mill-
jónir ferkilómetra).
Fólkið sem heima á i
þessu stóra, strjálbýla
héraði, litur lika mjög
upp til höfuðborgarinn-
ar. Þvi finnst borgin
skrautleg, rikmannleg
og voldug. Þarna býr
landsstjórinn og þarna
em leikhús, bókasöfn og
listasöfn. Að heimsækja
höfuðborgina er eins
mikill viðburður i lifi
þessa fólks og fyrir
Frakka að sjá Paris.
Þarna kaupir fólkið hús-
gögn og þarna kaupa
konurnar sér kápur og
kjóla og dýrmæta loð-
feldi. Þarna þarf að
ganga i hlýjum fötum,
þviað oft mælist frostið
meira en 60 gr.
En það sem sérstak-
lega setur svip sinn á
þessa borg, eru gull-
leitarmennirnir, þvi að i
nágrenni borgarinnar
em miklar gullnámur.
Jafnvel á leikvelli skól-
ans, inni i miðri borginni
er gamall gangur inn i
tæmda námu, sem fyrir
löngu er hætt að vinna i.
Gullleitarmennimir eru
likir i háttum sinum hér
eins og annars staðar og
reyna að eyða gullinu
jafnóðum og þess er
aflað.
Berit og vinkonur
hennar kynntust annars
borginni fremur litið og
.Berit varð fegin, er
skipið hélt aftur af stað
og ennþá i norðurátt.
8
Eftir þvi sem lengra
var farið norður eftir
stórfljótinu, jókst isrek-
ið og einnig barst með
straumnum feikn af
trjástofnum, sem rifnað
höfðu upp með rótum,
gaddfreðnir moldar-
hnausar og stórar
klakatorfur, sem fallið
höfðu úr bökkum fljót-
anna. Stundum
mynduðust stiflur i fljót-
inu af þessu rekaldi, en
vatnskrafturinn
sprengdi þær strax með
sinu ógnarafli, og vatns-
flaumurinn flýtti för
skipsins norður fljótið.
Þegar fljótið var i
þessum ham, var erfitt
að stjórna skipinu.
Gruggugt vatnið flæddi
yfir allar eyrar og
grynningar, svo að erfitt
var að greina siglinga-
leiðina enda tók skipið
oft niðri og einu sinni sat
það fast á sandeyri i átta
klukkustundir.