Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 1
Óvænt krafa frá forráðamönnum Rvíkur: Gjald heimtað fyrir utanbæj arunglingana sem stunda þar nám JH-Reykjavik. — Veröur ungl- ingum framvegis meinaö aö sækja skóla utan byggðarlags sins, nema þeir sjálfir eöa sveitarfélag þeirra kaupi þá inn I þá? Sveitarstjórnum úti á landi hafa borizt bréf þess efnis frá Reykjavikurborg, enda þótt um Þeir verða ef til vill færri i fram- tiðinni utanborgarnemendurnir, sm toileraöir veröa viö Mennta- skólann i Reykjavik, en verið hefur til þessa. I það minnsta má viö þvi búast, ef tolleringin kostar tugi þúsunda. Krafla: Fyrri vélar- samstæðan fór í gang í gær áþ-Reykjavik — Viö settum fyrri vélarsamstæöuna i gang um klukkan fjögur i dag og gekk gangsetningin mjög vel, sagöi Einar Tjörvi verkfræöingur viö Kröflu i samtali viö Timann i gærkveldi. Gufan fæst úr holu ellefu, en þaö er eina holan sem er tengd þannig aö hægt er aö veita gufu hennar inn á vélar. — Aöeins var notaöur um þaö bil 30% af mögulegum hraöa samstæöunn- ar, og vorum viö m.a. aö athuga hvort einhver óeðlilcg hljóö heyröust eöa hvort myndaöist hiti i legum En ekkert slikt gerðist og erum viö aö vonum hæstánægöir. Einar sagöi aö næstu fjóra til fimm daga yrðu gerðar ýmsar 1 prófanir á aðalvélinni. Til dæmis verður athugað, hvernig aðvör- unarkerfi standa sig og hvernig sjálfsstýringin á samstæðunni virkar. — Einnig verður timinn notaður til þess að kenna gæzlu- liðinu meðferö túrbinunnar, sagði Einar, — en við höfum ekki skipu- lagt öllu lengra fram i tímann en þessa fjóra fimm daga. — Við erum sem sagt mjög ánægðir, sagði Einar og allir brostu breitt. Menn voru búnir að vinna lengi og vel hér og marga var fariö að langa til að sjá árangur verka sinna. sé aö ræöa skóla, sem aö hluta tii eru kostaðir af rikinu, og þar meö öllum landsmönnum í samein- ingu. Skólastjórar einstakra skóla I Iteykjavik hafa tilkynnt unglingum, sem um skólavist hafa sótt, aö þeir getifengiö hana, en þó þvi aðeins, aö hlutaöeigandi sveitarstjórn ábyrgist greiöslu fyrir hana. Þetta mun byggt á ákvæði i lögum, sem sett voru árið 1967, en aldrei hefur fyrr verið beitt og ekkier kunnugt um, að neitt sveitarfélag annað en Reykja- vikurborg hafi heldur notfært sér það nú. Til dæmis um þetta er, að sex unglingar á Hvammstanga hafa sóttum vist i skólum i Reykjavik, . fimm i iðnskóla og einn á verzl- unarsviði i gagnfræðaskóla. For- ráðamenn beggja skólanna hafa tilkynnt þessum ungmennum, aö þau geti þvi aðeins fengið skóla- vist, að Hvammstangahreppur ábyrgist greiðslu, sem nemur 76 þúsund i gagnfræðaskólanum, en ótilgreindri upphæö i iðnskól- anum. Reynist hún svipuð þar, eru það um 450 þúsund krónur, sem Hvammstangahreppur verður þröngvað til að greiða vegna þessara sex ungmenna einna. Þessi mynd er úr garðinum að Hófgerði 8 Kópavogi, sem hlaut verðlaun fyrir að vera fegursti garð- ur i þeim kaupstað. í Timanum á morgun — Fari önnur sveitarfélög, sem njóta þeirrar fyrirgreiðslu að hafa sérskóla innan sinna marka, út á sömu braut og Reykjavikur- borg, býðir það óbærilegar álögur fyrir þau sveitarfélög, sem af- skipt hafa verið i þessu efni, sagöi Brynjólfur Sveinbergsson á Hvammstanga við Timann i gær. Sveitarfélög, sem fengið hafa einhverja skóla til sin, gætu gert önnur skattskyld áer. Ef þau sveitarfélög sem ekki hafa skól- ana, fengju ekki risið undir álög- unum, væri námsfrelsi ungs fólks þar stórlega skert, þar sem það yrði annaðhvort að hætta við skólagönguna eða kaupa sig inn i skólana fyrir ærið fé. Hingaðtil hefur fjöldi nemenda úr Reykjavik stundað nám á Reykjum i Hrútafirði, i Reykholti og fjölda slikra skóla, en að engum hefur hvarflaö að hafa það að féþúfu, heldur mun það frekar hafa veriö talið þeim sveitar- félögum, sem þessa skóla hafa til forréttinda, að þeir skuli einmitt vera þar. — Mér er kunnugt um, að þessari óvæntu kröfu hefur verið harla misjafnlega tekið af for- svarsmönnum sveitarfélaga, sagði Brynjólfur og viðast mjög þunglega eins og von er. verður fegurðar- og snyrtimennskuleit Kópavogsbúa gerð nánari skil, með myndasiðu og frá- sögn. TimamyndG.E. Einar var spurður hvað liði gufuöflun á svæðinu og sagði hann að beðiö væri eftir að hola 9 kæmist i gagnið, en það ætti að vera i september. 1 gær var veriö að byrja á að fóðra holuna, en mikið rok á Kröflusvæðinu kom i veg fyrir, að verkiö gengi eins hratt og skyldi. — Þeir voru að renna fóðringum i holuna f dag og vonast er til að hægt verði aö byrja aö steypa i fyrramálið.Og á laugardag ætti að vera hægt aö hefja borun. Þá verður borað nið- ur á rúma 3 þúsund metra. Það er vonast til að hola 9 verði aflmikil og að við getum stjórnað útfell- ingu sem kann að myndast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.