Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 12. ágúst 1977 veððihornið Frá Veiðifélagi Breið- dæla: Veiðihorninu barst i gær bréf frá Sigurði Lárussyni .Gilsáog fer það hér á eftir: Samkvæmt bókum Veiðifélags Breiðdæla var búið að veiöa 68 laxa i lok júlimánaðar. Fyrsti laxinn veiddist 2. júli, en veiöin fór að glæðast um miðjan mánuðinn. Sá, sem bezta veiði hefur fengið fram aö þessu fékk átta laxa á eina stöng á dag, og var sá þyngsti rúm 16 pund. Tiu ár eru liðin siðan Veiði- félag Breiðdæla byrjaði að sleppa seiöum i árnar og voru þær þá nær laxlausar, enda hafði verið stunduð þarna rán- yrkja um nokkurt skeið. Mesta laxveiði á sumri, var árið 1974, 190 laxar. Við erum þvi bjart- sýnir á, að veiðin sé verulega að aukast aftur, þvi með mesta móti hefur sézt af laxi i ánum i sumar. Þá er kominn á land 981 sil- ungur samkvæmt bókum félagsins. Nokkuð ber enn á þvi, að einstöku menn fara án þess að gera grein fyrir árangri. Ég vil enn á ný minna veiðimenn á skyldu sina að láta vita, hvort þeir veiða og þá hve mikið.' Ahyggjum veldur, hve minnkum hefur fjölgað ört hér um slóðir, þrátt fyrir það að reynt sé að eyða þeim, en aðeins þrjú til fjögur ár eru siðan fyrst sást minkur i Breiðdalshreppi. 1 sumar mun vera búið að drepa um þrjátiu minka hér i sveit. — —Sigurður Lárusson— Veiðihornið þakkar Sigurði kærlega greinagöðar fréttir. Hann er tregur að taka i Þverá — Laxinn vill bara ekki taka, hann liggur bara og hreyfir sig litið. Hér hefur ekki rignt i nær tiu daga, og er þaö sennilega aðalástæðan fyrir þessari tregðu, sagði Rikharð á Guðna- bakka i gær um veiðina á neðra svæðinu i Þverá i Borgarfirði. Þá hefurog engin ný laxaganga gengið i ána að undanförnu. Rikharð kvaðst hafa fregnað af efra svæðinu (þ.e. Kjarrá) að þarsé sömu sögu að segja, mjög treg veiði. Það virðist þó vera nóg um lax i ánni. — Fast að niu hundruð laxar eru komnir á land hér af neðra svæöinu, sagði Rikharð og kvaðst vita til, að um 1350 hefðu veriðkomnir af þvi efra á mið- vikudaginn. Þeir hafa þó yfir litlu að kvarta i’ Þverá i Borgarfirði þvi nú er veiðin þar það sem af er sumri, orðin meiri en allt sum- arið i fyrra. Silungsveiðin góð i Laxá i Þing. — Þaö er komið meira af sil- ungi hérá land en á sama tima i fyrra, ætli talan sé ekki orðin um 1800 hundruð silungar, sagði Hólmfriður Jónsdóttir að Amarvatni i gær, en hún er veiðivörður fyrir svæðið frá Mývatni niður að Ljótsstöðum og Hólum. Þar er veitt á 18 stangir og hefur sala veiðileyfa verið bæði jöfn og góð i sumar. — Við mælum nú yfirleitt ekki þyngd silunganna, heldur lengd, og flestir sem veiðast eru um 45 sm, sem gæti verið svona um 3 pund. Þá er heldur ekki óalgengt, að 50 sm fiskar veiðist eða m.ö.o. um 4-5 pund, sagði Hólmfriður. Sala leyfanna fer jú fyrst og fremst eftir veðri, og i gær voru tiltölulega fáir við veiðar, enda hvasst og illt að vera úti við veiðar. Veðrið hér hefur verið tiltölulega gott i sumar, þó það hafi ekki verið eins hlýtt og i fyrra, en við höfum yfir engu að kvarta, sagði Hólmfriður. Heldur liflegra við Grimsá — Laxveiðin hefur verið sæmileg að undanförnu og held- ur liflegri en verið hefur.Frekar litið vatn er i ánni, enda hefur ekki rignt i nær tvær vikur. Bændur eru auðvitað ánægðir yfir þurrkinum, þó laxveiði- mennirnir séu það ekki, sagði Sigurður Fjeldsted i' veiðihúsinu i gær. Hann taldi að hátt á áttunda hundrað laxar væru komnir á land, en hafði ekki handbæra nákvæma tölu. Islendingareru við veiðari ánni eins og er. Að láta laxinn þreyta sig sjálfan! Og Sigurður Fjeldsted sagði veiðisögu dagsins,sem skeði við Grimsá á miðvikudag: Einn laxveiðimaðurinn hafði fengið einn 18 punda á hjá sér en af einhverjum orsökum missti hann stöngina út i ána og laxinn fastur i! Nú voru góð ráð dýr, og veiðimaðurinn reyndi allt sem i hans valdi stóð, til að ná stöng- inni góðu og auðvitað laxinum lika. Gekk á ýmsu og fór hann m.a. á kaf i ána oítar en einu sinni á meðan á leiknum stóð. Stóð leikurinn hátt á aðra klukkustund en þá loksins tókst hinum blauta og þreytta veiði- manni loks að ná stönginni. Og það sem meira var: Laxinum lika! En hjólið á stönginni var Framhald á bls. 23 SKEIFAN Hagkáup Bimsmnn Íkeifunniíl Opiö frá kl. 8.00-19.00 alla daga nema sunnudaga Símar: 81502 — 81510 Geysistór sýningar- salur! * ATH: Opið í hádeginu og laugardaga! Óþrjótandi útisvæði! 4 sölumenn tryggja yður fljóta og örugga þjónustu — Reynio vioskiptin í glæsilegustu bílasölu landsins BILASALAN BRAUT Skeifunni 11 Bílar í sal eru þjóf- og brunatryggðir! s.v Bílasalan Braut GRENSASVEGUR Málarinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.