Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 24
»18-300 Auglýsingadeild Tímans. f f > Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR Nútíma búskapur þarfnast HJdJER „ ; ^ haugsugu,Æt j Guöbjörn Guöjónsson Allt að tólf krónum fæst fyrir loðnuna — fituinnihald orðið allt að 18 prósent gébé Reykjavik — Fituinnihald loönunnar i fyrstu löndunum á yf irstandandi sumarvertiö var rúm 14% en nú siöustu daga hefur þaö verið 16-17% og farið allt upp i 18%. Loðnan er misjafnlega feit eftir þvi, hvar hún er veidd, t.d. er hún feitari fyrir Noröurlandi en Vestfjörðum, en fyrir norðan hefur hún veriö illveiöanleg svo sem kunnugt er af fréttum að undanförnu og hafa skipin aðeins einu sinni, enn sem komið er, fengiö afla fyrir norðan og þá við Kolbeinsey. A sumarvertiðinni i fyrra, sem var sú fyrsta, komst fituinnihald loðnu allt upp i 20%. Þessar upplýsingar fékk Timinn hjá Jóni Jóhannessyni hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins,en hann sér um greiningu á loðnusýnum sem til stofnunarinn- ar berast. Alls hafa borizt áttatiu sýni, það sem af er vertiðinni. — Það virðist, af þessum sýn- um að dæma, að um tvo árganga loönu sé að ræða, og eb sú eldri nokkru feitari. Þaö fer svo eftir hlutfalli þessarar eldri loðnu i afla bátanna, hvernig fitu- prósentan kemur Ut, sagði Jón. Svo sem kunnugter, er verð loðnu miðað við 14% fituinnihald og 16% fitufritt þurrefni. Verðið breytist um 70 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytist frá viðmiðun og hiutfallslega fyrir hvert 0,1%. Það breytist einnig um 1% til hækkunar eða lækkunar sem þurrefnismagn breytist. Nokkuð mun hafa borið á, að sýnistaka sé ekki fullnægjandi og er þá átt við reynslu frá siðustu vertið. Að sögn Jóns virðist þó sem það fari batnandi, enda gera menn sér grein fyrir að verðið veltur allt á þessu litla sýni sem þeir senda Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins úr hverjum farmi. Fulltrúi veiöiskips og verk- smiðju, taka sýnin sameiginlega. Samkvæmt fyrrnefndu, mun loðnuveröið vera á milli 11-12 krónur hvert kg i dag. Verð á loðnuafuröum er mjög óráðið og fer lækkandi á er- lendum mörkuðum eins og er. Fastlega er búizt við, að kaupendur hérlendis muni segja upp núgildandi loðnuverði frá og með næstu mánaðamótum vegna þessa ótrygga ástands. Ellefu bátar höfðu tilkynnt loðnunefnd um afla i gær, samtals 1900 tonn. Afli 6 báta sólar- hringinn á undan var 2.490 tonn, svo að bátarnir sem tilkynntu sig i g ær, haf a aðeins ve riö m eð sm á- slatta hver. Bræla var á loðnu- miðunum út af Halanum i gær og ekkert veitt. Bannað að landa 40% af þorski af stærðinni 50-58 cm — ný reglugerð sjávarút vegsráðuneytisins, sem þegar tekur gildi gébé Reykjavik — Ný reglugerð, eða öllu heldur breyting á eldri reglugerö um lágmarksstærðir fisktegunda, var gefin út i gær. Handfærabátum er ekki heimilt að landa nema 40% af þorski af stærðinni 50-58 sm. Reglugerðin, sem hér fer á eftir, tekur þegar gildi. 1 eldri reglugerðinni, sem er f rá 6. júll i ár, er fiskiskipum skylt að hirða allan afla, af þessum til- teknu fisktegundum, sem koma I veiðarfærin: þorskur, ýsa, ufsi, skarkoli, steinbitur og karfi. — Astæðanfyrir þeirri breytingu, að ekki skal skylt að hirða allan þorsk, sem veiðist á handfæri og skarkoli (sem einkum veiðist i dragnót) er sú, að handfæra- þorski og skarkola má fleygja lif- andi fyrir borð þannig að þessir fiskar lifi áfram og verði ekki meint af, segir i tilkynningu sjávarútvegsíaðuneytis i gær. Breyting sú, að heimila hand- færabátum ekki að landa nema 40% af þorski af stærðinni 50-58 sm, kemur til af þvi, að þetta er sú viðmiðun, sem eftirlitsmenn sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknarstofnunarinnar nota við ákvarðanir um svæða- lokun fyrir togskipaflotann. Þykir eðlilegra að setja handfærabátum ofangreindra reglu en aö loka fyrir þeim svæðum skv. þessari sömu viðmiðun, þar sem þeir geta nú sleppt fiski lifandi og þar með haldið sig innan settra marka. Breytingar þessar eru geröar samkvæmt ábendingum og til- lögum Hafrannsóknarstofnunar. Patreksfjörður: Handfæra- bátarnir afla vel MÓL-Reykjavik. — Stóru bátarnir iiggja nú flestir við bryggju þessa stundina, en þeireru farnir að undirbúa sig undir linuveiðar og munu sumir þeirra haida á þær i byrjun september, sagði Svavar Júliusson, kaupfélags- stjóri á Patreksfirði, er Timinn ræddi við hann á fimmtudaginn. — Hins vegar hafa handfærabátarnir aflað vel, bæði stórum og góðum fisk. Eins og fram hefur komið i Timanum hefur sæstrengur- inn yfir Arnarfjörö slitnað tvi- vegis að undanförnu, en Parteksfjörður eins og önnur byggðalög sunnan Arnar- fjarðarins, fá rafmagn um þennan streng, sem kemur frá Mjólkárvirkjununum tveim. — Viö hérna á Patreksfiröi höfum fullan hug á að fá einnig tengingu úr hinni átt- inni, þ.e. aö austan yfir Barða- ströndina, sagði Svavar, þegar hann var spurður um þetta atriöi. A meðan strengurinn var slitinn þurfti að framleiða allt rafmagn með diselvélum og þaö er nokkuö dýrt, þótt það séu Raf- magnsveitur rikisins, sem borgi brúsann, en ekki viö. Heyskaparhorfur sagði Svavar vera allsæmilegar og hefði bliðviðrið siðustu daga nýtzt bændum vel og væri þvi góður hugur i þeim. — Um þessar mundir er svo veriö að vinna við hina nýju heilsugæzlustöð okkar hér á Patreksfirði og verður hún væntanlega steypt i haust. V mrnrnmm 86300 5 línur Við erum fluttir Síðumúli 15 2. og 3. hæð AUGLYSINGADEILD BEIN LINA 18300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.