Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. ágúst 1977 á víðavangi Miðjan og kanturinn Á undanförnum áratugum hefur verið mjög áberandi meðal þeirra sem lengst standa til hægri eðá vinstri, að þeir hafa reynt að nálgast hina raunsæju farsælu miðju i stjórnmálunum. Með nokk- urra ára millibili er síðan eins og þessi öfl reyni að hrista veruleikann af sér og ná aftur til liðins uppruna sins. Hvort sem litið er til hægri eða vinstri i islenzkum stjórnmál- um nú er eins og þessi viðleitni sé mjög fyrirferðarmikil um þessar mundir. Alþýðubanda- lagið leitar sér „evrópisks"- kommúnisma, en sumir Sjálf- stæðismenn sjá i Glistrup hin- um danska frelsara sinn. Nú er sannleikurinn sá að Sjálfstæðisflokknum hefur tekizt að ná talsvert inn að miðjunni á siðustu áratugum, og innan flokksins hafa starf- að menn sem hafa fylgt frjáls- lyndum sjónarmiðum. Á sama hátt hefur flokkurinn notið umtalsverðs fylgis meðal launamanna og flokksmenn hans komizt til forystu i verkalýðsfélögum. Að sumu leyti verður það þvi sagt um Sjálfstæðisflokkinn, að hann hefur getað horfzt I augu við veruleikann og er ekki að öllu leyti sami flokkurinn og íhaldsflokkurinn var forðum daga. Þetta sést reyndar bezt af störfum forystumanna flokks- ins i þeirri MIÐJUSTJÓRN sem nú situr að störfum hér á landi, mynduð af Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki. Vafamálin sem nú eru fram undan innan Sjálfstæðis- flokksins eru þau, að vaxtar- broddur flokksins virðist fátt sjá annað en öfgafulla hægri- sinnaða KANTSTEFNU, and- hverfu þeirra villtu öfga sem ungirsósialistar hafa sér að á- hugaefnum. í stuttu ináli er hér um það að ræða að draga i efa árangur félagsmála- framsóknar tslendinga á undanförnum áratugum, varpa rýrð á velferðarþjóðfé- lagið og stofnanir þess og i- klæða óánægju með rikisvald- ið Glistrupskum búningi. Um hið siðastnefnda er það að segja sérstaklega að óánægja með kerfið á fullan rétt á sér, enda stendur þar margt til bóta, ekki hvað sizt i Reykja- vik þar sem skrifstofubákn borgarinnar vex innan um rik- isstofnanirnar. En frá heil- brigðri raunsærri og fram- sækinni gagnrýni er langt yfir i slagorðið ,,báknið burt" og annað í slikum dúr. Nýtt hægra framboð? Dagblaðið iReykjavikhefur frá upphafi gerzt talsmaður þessara sjónarmiða, og hefur það notið til þess háværra manna úr öðrum flokkum. Aftur og aftur hafa menn haldið, að nú hlyti að koma- að þvi að fullkominn við- skilnaður yrði af þessum sök- um með fylgismönnum blaðs- ins og stuðningsmönnum rik- isstjórnarinnar innan Sjálf- stæðisflokksins. Jafnoft hafa menn þó séð, að Sjálfstæðis- flokkurinn virtist þenja sig út yfir þessar andstæður og hjúpa þær pilsfaldi sins mikla valds og hagsmuna. Þrátt fyrir þetta bendir margt til þess nú að undan- förnu að Dagblaðið yrði knúið til hlýðni og undansláttar. Reyndar hefur aldrei annað komið til mála þar en að styðja flokkinn þegar á hólm- inn yrði komið, en óþolinmæð- in virðist hafa aukizt nú að undanförnu. Ritstjóri Dag- blaðsins hefur maldað i mó- inn, en lengst af var það þó einungis persónulegur pirr- ingur og smápústrar. Um þessar mundir finnst honum loks að farið ,sé að þrengjast iskyggilega um sinn hag. Nú er komið að beinum hótunum. Siðastliðinn mið- vikudag segir Dagblaðið þannig i forystugrein eftir Jónas Kristjánsson um óá- nægju hægrisinnaðra manna með flokka sina: „Sama gildir um svik hægri stjórna við sinn málstað. Þau leiða oft til framboðs hópa yzt á hægri væng. Það siðara gæti orðið uppi á teningnum i þetta sinn. Akveðin refsing getur fylgt þessum flokkum. Nokkur hundruð atkvæði sem tekin eru frá stórum flokki geta leitt til þess, að hann missi einn uppbótarþingmann og hugsanlega kjördæmakosna þingmenn." Siðar i leiðaranum segir: ,,í landinu er fullt af hæfum mönnum sem rúmast ekki vel innan gömlu flokkanna, en ættu heima á alþingi utan flokka." — Verður að segja að hótun Jónasar er ekki vel dulbúin ef hann ætlaði þá að tala nokkra tæpitungu til flokksbræðra sinna i Sjálfstæðisflokknum yfirleitt. Lífhöfnin En loks slær hann þó athygl- isverðan varnagla i þessari sömu forystugrein, og má segja að hann tryggi sig þann- ig bæði i bak og fyrir. Hann segir: ,,En ákveðnastur allra i að hagnast á óvinsældum rikis- stjórnarinnar er þó Alþýðu- flokkurinn. Þar er kosninga- undirbúningurinn i fullum gangi, enn er flokkurinn göm- ul lifhöfn óánægðra sjálf- stæðismanna." Svo mörg voru þau orö, og hefur Alþýðuflokknum ekki lengi verið gefin fullkomin skilgreining og nafn i jafn stuttu máli. JS „Auglit til auglits" — norræn myndlistarsýning, sém væntanleg er á Kjarvalsstaði Kás-Reykjavik. Norræna myndlistarsýningin „Auglit til auglits" er væntanleg hingað til lands i haust. Hún mun standa yfir á Kjarvalsstöðum dagana 10. - 25. september að báðum meðtöldum. Sýningin kemur hingað á vegum Norræna myndlistarbandalagsins og Fé- lags islenzkra myndlistar- manna, sem er aðili að þvi, seg- ir i fréttatilkynningu, sem blað- inu hefur borizt. Á aðalfundi myndlistar- bandalagsins árið 1974 var end- anlega ákveðið að fela Staffan Gullberg, listfræðingi i Stokk- hólmi , að setja saman norræna samsýningu myndlistarmanna af nýrri gerð. Þessi sýning Gull- bergs (hann hefur verið algjör- lega einráðurum skipulagningu hennar, val verka og höfunda þeirra) var lengi i mótun. Hann ferðaðist milli landanna fimm árin 1975 og 1976, kynnti sér stefnur og leiðir i myndlist, skoðaði sýningar og heimsótti marga myndlistarhöfunda. Hingað til lands kom hann tvi- vegis I þessu skyni. Arangurinn af starfi Gullbergs varð sýning- in: „Auglit til auglits". Með sýningunni vill Gullberg sýna okkur myndlist og formmótun i viðara samhengi en tiðkazt hef- ur , vikja frá hinum sérfræði- legu sjónarmiðum og tekur þá um leið mið af umhverfisvanda- máium siðustu ára og áratuga. Mikið hefur verið rætt og ritað um sýninguna á hinum Norður- löndunum, og eru menn ekki á einu máli um listrænt gildi hennar eða hittni boðskaparins, ef hann er þá einhver einn ög sérstakur. t norskum blöðum er talið, að sýningin eigi einkum að kenna mönnum að sjá og upp- götva að nýju hluti éða stað- reyndir, sem þeir eru fyrir löngu hættir að skynja sakir hraða og vélvæðingar nútimans. tslenzkir þátttakendur i sýn- ingunni „Auglit til auglits" eru þessir: Ágúst Petersen, Hildur Hákonardóttir, Hringur Jó- hannesson, Óskar Magnusson, og Blómey Stefánsdóttir. Auk listaverka þeirra er sýnt is- lenzkt hraungrjót, bárujárns- plötur, ljósmyndir af torfbæjum og bárujárnshúsum. Kvenfólk í ábyrgðarstöð- um þingar á íslandi Dagana 12.-15. ágúst halda Zontaklúbbar á Norðurlöndum svæðismót sitt að hótel Loft- leiðum i Reykjavik. Zonta eru alþjóöleg félagssam- tök kvenna, sem gegna ábyrgðar- störfum i þjóðfélaginu. Aðal- stöðvar samtakanna eru i Chi- cago. Sambandið skiptist í 16 svæði með starfssvið viða um heim. Norðurlöndin fimm mynda þrettánda svæði með 59 klúbba, þar af 3 á Islandi, og samtals um 2200 félagskonur. Á mótinu verða rædd félagsmál samtakanna. Ennfremur mun Sigurður Þórarinsson prófessor flytja erindí um náttúru landsins, og Stefán Karlsson mag. art, um handritin. Farnar veröa skoð- tinarferðir um Reykjavik og til rtálægra staða. Zoptaklúbbar starfa að ýmiss konar menningar- og mannúðar- málum. T.d. má geta þess, að Zontaklúbbur Reykjavíkur hefur með námsstyrkjum og tækjagjöf- um beitt sér fyrir umbótum i mál- um heyrnarskertra, Zontaklúbb- ur Akureyrar stofnaði og starf- rækir Nonnasafnið á Akureyri og Zontaklúbbur Selfoss vinnur að málum sjúkrahússins. 1 alþjóð- legu samstarfi Zontaklúbba hefur verið lögð megináherzla á aðstoð við konur i þróunarlöndum. Um 200 þátttakendur verða á mótinu. Starfsfólk óskast Timinn óskar að ráða fólk til eftirtalinna starfa: 1. til auglýsingasöfnunar. 2. til vélritunar, móttöku auglýsinga og umsjá með spjaldskrá. 3. til innheimtustarfa. Nánari upplýsingar hjá auglýsingastjóra simi 86-300 eða 86-396. Siðumúla 15. Gullsmiðurinn s.f. Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendið okkur (i ábyrgö) þá skartgripi sem þér þurf ið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og símanúmeri. Að af- lokinni viðgerð, sem verður innan 5 daga f rá sendingu, sendum við ykkur viðgerðina í póstkröf u. Allar viðgerðir eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá Félags ísl. Gullsmiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum málspjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Sendum einnig í póstkröf u allar gerðir skartgripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringiö og leitið upplýsinga. Gullsmiðurinn s.f. Frakkastíg 7 101 Reykjavík Sími (91) 1-50-07. Alternatorar og startarar i Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Fiat o.fl. í stærð- um 35-63 amp. 12 & 24 volt. Verð á alternator frá kr. 10.800. Verð á startara frá kr. 13.850. Amerísk úrvalsvara. Viðgerðir á alternatorum og störturum. Póstsendum. BÍLARAF H.F. Borgartúni 19 Sími 24-700 Lausar stöður við skólana á Sauðárkróki Staða Hjúkrunarfræðings við Gagnfræða- skóla, Barnaskóla og Leikskóla Matreiðslumaður i heimavist Gagnfræða- skóla og Iðnskóla. Ráðsmaður i heimavist Gagnfræðaskóla og Iðnskóla. Húsvörður i Gagnfræðaskóla. Þessar stöður eru lausar frá 1. september, eða eigi siðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst, og skulu skriflegar 'umsóknir berast á bæjarskrif- stofurnar við Faxatorg fyrir þann tima. Upplýsingar verða gefnar af skrifstofu- stjóra og bæjarstjóra i sima 95-5133. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.