Tíminn - 12.08.1977, Side 15

Tíminn - 12.08.1977, Side 15
Föstudagur 12. ágúst 1977 15 leikur Sinfóniu nr. 2 eftir Darius Milhaud, Georges Tzipine stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 14.30 Miödegissagan „Föndr- arnir” eftir Leif Panduro Orn ólafsson les þýöingu sina (5). 15.00 Miðdegistónleikar. Josef Kodousek og félagar úr Dvorak-kvartettinum leika „Kýprusviðartréö”, strengja kvartett eftir Antonin Dvorák. Melos hljóðfæraflokkurinn leikur Sextett fyrir klarinettu, horn og strengi eftir John Ireland. 16.00 Frttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 „Fjórtán ár i Kina”. Helgi Eliasson bankaúti- bússtjóri les kafla úr bók Ólafs ólafssonar kristni- boða. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 (Jr atvinnulifinu. Magnús Magnússon og Vil- hjálmur Egilsson viöskipta- fræðingar sjá um þáttinn. 20.00 islandsmótiö i knatt- spyrnu, fyrsta deild. Her- mann Gunnarsson lýsir frá Akureyri siðari hálfleik milli Þórs og KR. 20.45 „Kalevala”. Andrés Björnsson útvarpsstjori les úr þýðingu Karls Isfelds 21.00 Finnsk tónlist. Hallé hljómsveitin leikur „Fin- landiu”sinfonisktljóðop. 26 eftir Jean Sibelius, John Barbirolli stj Izumi Tateno og Filharmóniusveitin i Helskinki leika Pianó- konsert nr. 2. eftir Selim Palmgren, Jorma Panula stj. 21.30 tJtvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö Þýðandinn, Einar Bragi les (19). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Sagan af San Michele”eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðnason les (28). 22.40. Afangar. Tónlistar- þáttur sem Asmundur Jóns- son og Guðni Rúnar Agnars- son stjórna. 23.30 Fréttir.Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 12. ágúst 1977 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúðu leikararnir (L) Gestur leikbrúðanna i þess- um þætti er hinn fjölhæfi skemmtikraftur Ben:vereen Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 20.35 Rétturinn til samskipta. Umræðuþáttur um hlutverk og þýðingu esperantos sem alþjóðamáls. Umræðum stýrir Óskar Ingimarsson, og með honum eru þatttak- endur frá fjórum heimsálf- um. Umræðurnar fara fram á esperantoog verða fluttar með Islenskum texta. 21.25 Það rignir á ást okkar (Det regnar pa var karlek) Sænsk biómynd frá árinu 1946. Leikstjóri Ingmar Bergman. Aðalhlutverk Barbro Kollberg og Birger Malmsten. Tvö ungmenni, Maggi og Davið, hittast rigningarkvöld eitt á járn- brautarstöð. Hann er ný- kominn ur fangelsi, og þau eru bæði einmana. Þau dveljast á gistihúsi yfir nóttina, og daginn eftir ákveða þau að hefja nýtt llf saman. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 23.00 Dagskrárlok. framhaidssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LÍKI OFAUKIÐ eftir Louis ' þetla hafi verið mistök. Hvað hafði hún á móti Emile, Nat? — Þau voru vinir, Rick, svaraði Silone. — Þeim Emile kom m|ög vel saman. Hún ætlaði að ná í hann, það er rétt. En aðeins af því hún hélt, að hann gæti hjálpað okk- ur ... hann þagnaði og lét þögnina tala. — Ég veit allt um það, sagði Milan. — En þið hélduð bæði, að Emile starfaði með Neilson. — Nú, svo þú veizt það, sagði Silone. Það var eins og honum létti. — Og þú heldur... — Þaðgæti hafa verið þú, Nat, sagði Milan hörkulega. — Af sömu ástæðu og þú hefðir getað gert þetta með Neilson. — Það gæti hafa verið, samþykkti Silone. — En ég vissi bara hvar Emile var. Og hvers vegna skyldi ég myrða Fritz? — Það svertir bara útlitið fyrir Fran, svaraði Milan. Hann tók tólið frá eyranu og hristi höfuðið. Síðan lagði hann tólið að eyranu aftur. — Mig langar til að tala við þig, Nat. Um smámyndirnar. Silone sagði: — Allt í lagi, Rick. Hvenær sem er. Milan lagði á. Það var dautt í sígarettunni hans á brún öskubakkans, svo hann kveikti í annarrri. Svo tók hann símann upp aftur og bað stúlkuna að ná í Polly Baird. Hún var heima. Hann sagði: — Ertu enn að vinna? Hlátur hennar minnti hann á eitthvað og hann hrökk við. — Þetta gengur stundum án mín, Milan. Fékkstu skilaboðin, eða er þetta vingjarnleg upphringing? — Ég hringi ekki í fólk af vinsemd, svaraði Milan hörkulega. — Geturðu komið hingað? spurði hún. — Ég held, að það sé mikilvægt. Ég veitekki almennilega, en ... Hún lét þetta duga og ætlaði Milan að hugsa um afganginn. Hann hugsaði. Löggan er á eftir mér. Hvers vegna að beina þeim til þín? Ég get hitt þig einhvers staðar Hún vætti varirnar með tungunni. — Mér geðjast ekki að því, Milan. — Við erum tvö hérna, gði hann. — Hvað ætlaðirðu að segja mér? — Vertu ekki svona harðsoðinn, svaraði hún. — Ég er að bjóða þér hjálp á eigin kostnað. Ég tek áhættuna. Hann lét hana halda áfram. Svaraleysi hans virtist uppörvandi. Hún hallaði sér að honum. — Það er Pug Whiting, Milan. Pug ætlar sér eitthvað. Hann hef ur sín sambönd. Það er þannig, sem hann nær í allar þessar soraf réttir sínar. Ég veit það, því ég hef sjálf látið hann fá nokkrar. Milan þekkti Pug Whiting nóg til að skilja við hvað hún átti.— Hvað hef ur hann gegn þér? spurði hann. Hún kinkaði kolli. — Já, þannig liggur einmitt í því. Hann fær einhverjar upplýsingar um einhvern og býðst svo til að þegja yfir þeim, ef viðkomandi gefur honum upplýsingar um einhvern annan. Hann er glúrinn. Já, Whiting var það. Milan sagði aftur: — Hvað veit hann um þig? — Ekkert sem kemur málinu við, svaraði hún. — Bara þetta venjulega smávegis, en ég vil síður, að það verði opinbert. Af viðskiptaástæðum. Hann kinkaði kolli. Hún dró djúpt andann. — Mér liður eins og svikara. Roy er vinur minn. En mér f innst að Pug Whiting muni vita eitthvað um hann. Hann fær heilmikið af upplýsingum, sem aðeins Roy gæti gefið honum. Hiller hafði nákvæmar upplýsingar um viðskipti Neilsons, sagði Milan. — Er það það, sem þú átt við? — Já. — Hann fer mjög varlega í sakirnar, hélf Milan áfram. — Ekki nógu varlega, sagði hún. — Ég veit, að hann er dauðhræddur við Pug Whiting. 23. kafli Hún hugsaði um það og stakk upp á litlum klúbb í bæn- um. Milan samþykkti. — Eru það smámyndirnar? — Að hluta, svaraði hún. Hann heyrði smell í tólinu. Síðan greip hann hatt sinn og frakka. Litli klúbburinn var sex húsalengjur til norðurs og Milan fann bílastæði í grenndinni. Staðurinn var ekkert sérstakur útlits, en þar var bæði tónlist og mat að fá. Svo virtist, sem lokað væri á þessum tíma, en þegar hann hringdi lítilli bjöllu, heyrðust hljóð að innan. Lugan var opnuð og andlit birtist fyrir f raman Milan. Hann nef ndi naf n Polly Baird og var hleypt inn. Hann sat i litlu anddyri, þar til hún kom. Hún var með skírteini og komst því inn í bakherbergið. Þau fengu sér bás. Hún pantaði engiferöl, en hann sódavatn. Milan drakk hægt. Hún virtist áhugalaus um viskýið sitt og engiferölið. Hún var óstyrk og sló stöðugt öskuna af sígarettunni, en gleymdi að reykja. Hún leit upp og starði á Milan. Nú voru augun ekki stór, en augnaráðið var opið og spyrjandi. — Mig langar að vita dálítið. Hann lyfti brúnum. — I gærkvöldi, sagði hún. — Mér þykir það leitt, en það voru min mistök. Milan velti fyrir sér, hvað hún væri að fara. Hann var heiðarlegur.— Ekki frekar en min. Þú hagnýttir þér... og það eru forréttindi þín. Þetta var mér að kenna. Ég er myndugur, vertu ekki að sýta þetta. Hún andvarpaði. — Þú ert þá ekki reiður? Milarihorfði á hana undrandi. — Almáttugur, nei. Ekki við þig. Hún slakaði á og lét sígarettuna detta niður í ösku- bakkann. Hræðsla hennar hvarf. — Ef við erum vinir, sagði hún.— Þá vil ég gjarnan hjálpa þér. Hann virti hana fyrir sér, án þess að hun tæki efitir því. Hann velti enn fyrir sér, hvert hún væri að fara. Fólk gerir ekkert fyrir ekki neitt. Að minnsta kosti ekki f yrir Milan. — Ég þarfnast hjálpar, viðurkenndi hann. — Roy Hiller hringdi til min, útskýrði hún hratt. — Hann sagðist hafa heyrt að löggan hefði náð Fran. Það var sagt í útvarpinu. Hann sagði líka að Fritz — bróðir Emiles — hefði verið myrtur. — Löggan frétti þetta fljótt, sagði Milan. — Þaðer allt satt. — Fundu þeir hana með þér? — I minni íbúð, sagði Milan. — En þeir hafa ekki handtekið mig ennþá. — Gera þeir það? — Seinna, sagði hann. — Þeir bíða bara eftir að ég gangi í einhverja gildru. — Það er margt fólk hrætt við Pug, sagði Milan, — Hann getur verið skelfilegur í skrifum sínum. — Ég veit, að Roy er það, sagði hún áköf. — Og hann er heilmikið með Pug, þó hann hati hann. Milan stóð upp. — Það þýðir að ég verð að heimsækja Pug Whiting. Hún sagði: — Bíddu! Ég ætla að fara með þér. Milan hristi höf uðið. — Það er engin ástæða til að Pug komist að því, að þúgefur mér upplýsingar um hann. Hún stóð upp og stóð þétt við hann. Milan óskaði þess að staðurinn væri betur lýstur og f jölmennari. Hann sagði fljótmæltur: — En undir öllum kringumstæðum þarf ég á hjálp þinni að halda í kvöld. — Hvaða kvöld sem er. Mikið er bernska min leiöin- leg stundum! DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.