Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 12. ágúst 1977 Hvers vegna eru íslenzl vörur ekki seldar í sóla] Kynning og sala á is- lenzkum vörum erlend- is er starfsemi, sem öll þjóðin á svo til jafn mikið undir. — Allir tslendingar eiga að vera fisksalar, sagði Sigursteinn Magnússon, ræðumað- ur i Edinborg einu sinni við mig, þegar ég framseldi honum fyrir- spurn um fiskkaup frá brezkum manni, sem mér hafði borizt bréf- lega, þar sem hann kunni ekki neinar adressur, aðrar. í skjóli þessara spá- dómsorða er þessi grein siðan rituð. Ef til vill hefði þó verið rétt aðbera eitt og annað af efni hennar undi? fróða menn: lika hefði verið hægt að kaupa sér svefnlyf og sofna frá þessu verki, eins og að lognast út af fyrir til- stilli úrtölu manna. Fiskbúð i Munchen fyrir erlenda verka- menn Aferðalögum minum erlendis geri ég mér það oft til gamans, þegar ég kem i stórar kjörbúöir að athuga, hvort nokkuð fæst þar frá íslandi. Stundum er maöur í raun og veru ekki neitt hissa, til dæmis eins og þegar ég kom inn i' sér- verzlun fyrir erlenda verka- menn i Múnchen, sérverzlun fyrir spánverja, itali, portúgala og vafalaust einhverja fleiri. Þeir skipta tugum, ef ekki hundruöum þúsunda i suöur- Þýzkalandi, og auövitað vilja þeir boröa sama mat og þeir fá heima. Viö tslendingar seljum þessu fólki saltfisk á heimamarkaöi, en saltfiskurinn i Múnchen var frá Noregi og Danmörku. Ef ein svona búð er á hominu á Kaputchinestrasse, þá gefur auga leiö, að þær hljóta að vera fleiri, — og erlendir verkamenn i Þýzkalandi og öörum betur stæðum efnahagsbandalags- löndum, hljóta að kaupa sinn saltfisk einhvers staðar — og þeir hafa til þess peninga, en stundum er frá þvi greint, að bágboriðefnahagsástand og lítil kaupgeta i heimalöndum þessa fólks valdi þvi, að litið er keypt af saltfiski, miðað við að góöæri væri hjá almenningi þessara landa. Þarna i Kaputchinestrasse Samkeppnislöndin selja fisk og önnur matvæli í stórverzlunum Suður-Evrópu og i sólarlöndum, meðan íslenzkar vörur sjást ekki var fjörug verzlun, menn að kaupa margt, sem ég vissi ekki hvaö var, kaupa hvitlauk og pipar, lika margt annað, þar á meöal saltfisk, og mér varö hugsað til samkeppninnar um sölu á saltfiski á hinum þrönga heimsmarkaði. Þá vaknar spurningin. Hvers vegna er islenzkur saltfiskur ekki boöinn i þessum búðum, alveg á sama hátt og hann er boðinn til sölu heima hjá þessu fólki. Þvi ef það svarar kostnaöi fyrir Dani og Norömenn aö senda fisk i þessar búðir, þá ætti islenzkur fiskur lika aö geta átt þangað nokkurt erindi. Hvar er ísland i þessum söng? t stórverzlunum Evrópu er m.a. seldur hraðfrystur fiskur. FINDUS selur þangað fisk, en norski FINDUS hringurinn er i harðri samkeppni við tslend- inga á hinum frosna markaöi sjávarafurða. Þarna fæst rækja frá Grænlandi, ýmsar niður- lagöar fisktegundir frá Norður- löndum, en ekkert er boðiö frá tslandi. Menn geta keypt sér vatn frá Noregi, en ekki frá Islandi, smjör frá Danmörku, smjör frá öllum heiminum liggur manni við aö segja, nema tsland kemur hvergi við sögu. Ef maður t.d. kemur i stór- markaöi i Luxemborg, en þangaö eru daglegar flugferöir frá íslandi, fæst islenzkur fiskur ekki þar. Samtbúa milli 3og 400 tslendingar i Luxemborg, og þeir verzla yfirleitt i sömu búðunum. Þeir kaupa þennan norska fisk. Samt er ekkert lengra frá tslandi til Luxem- borgar, en frá Noröur-Noregi, og dugi flugið ekki, sé það ekki samkeppnisfært, þá er það eigi aö siöur dálitið kynlegt, aö okk- ar fiskur er ekki sýndur þarna, hvorki saltfiskur, hraðfrystur fiskur, né rækjur og sild i dós- um. Ég held aö þarna sé tölu- verður markaður fyrir islenzk- ar vörur, a.m.k. sé það þess virði að þetta sé athugað gaum- gæfilega. islenzkar vörur til ferðamannastaða Þriðji og siöasti hluti þessarar hugvekju um markaösmál er þjónusta i ferðamannaborgum heimsins,sum sé i sólarlöndum. Það færist I vöxt aö feröa- menn kaupa nauðsynjar sinar i kjörbúðum, stofna heimili á Spáni, i Portúgal, á ttaliu og á Kanarieyjum. Matarvenjur Hvað borðar alit þetta fólk? Myndin er tekin á Costa Brava. Jú, það boröar flest mat, scm það kaupir i kjör- búðum. Danskt flesk, danskt smjör og hollenzkt. Það drekkur þýzkt eða norskt vatn, auk annars og gæðir sér á fryst- um fiskréttum frá Noregi, rækjum frá Grænlandi. Þarna er svissneskur ostur og tunga frá Argentinu. Allt, sem nöfnum tjáir aö nefna, nema islenzkar vörur. Þær eru ekki boðnar til sölu þarna. Það færist sum sé i vöxt á ferðamannastööum, að menn malla ofan i sig sjálfir i litlum eldhúsum. Fiðluleik- ur er úr sögunni i matarhaldi sólarlanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.