Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. ágúst 1977 3 Tillögu sátta- nefndar hafnað af fuUtmum rikisvaldsins og því því slitnaði upp úr samningaviðræðum við rafvirkja gébé Reykjavik — Aftur slitnaði upp úr samningaviðræðum við raf-virkja hjá Raf magnsveitum rikisins, sem nú hafa verið i verkfaili tæpar þrjár vikur. — Fulltrúar rikisvaldsins neituðu að ræða sáttatillögu sáttanefndar- innar og þvi slitnaði upp úr samningaviðræðunum, sagði Magnús Geirsson, formaður Félags isl. rafvirkja i gær. Fundurinn hafði þá staðið siðan ki. 14 á miðvikudag og samkomu- lag náðst um öryggismál. — Það hefur staðið til um árabil hjá Rafmagnsveitu rikisins að koma með öryggisreglur, þar sem m.a. er kveðið á um vinnu við háspennuvirki. Nú hefur verið ákveðið að fylgja settum norskum reglum um öryggismál, en þær reglur hafa verið þýddar á islenzku, þangað til Rafmagns- eftirlitið lætur verða að þvi að koma með þær á islenzku, sagði Magnús Geirsson. Samningaviöræðurnar hafa þvi strandað á kaupgjaldsmálunum, en eins og áður segir neituðu við- semjendur rafvirkja að ræða til- lögur sáttanefndar. — Við vorum tilbúnir að nota þessar tillögur sem viðræðugrundvöll, sagði Magnús. Þar sem viðræðurnar eru á mjög viðkvæmu stigi eins og er, fékkst ekkert uppgefið um kaupgjaldsmálin né tillögu sátta- nefndar, hvorki frá rafvirkjum né viðsemjendum þeirra. Nýr sáttafundur i deilu þessari hefur ekki verið boðaður. 12 mánaða ábyrgð á inn- fluttar vörur — er ætlun viðskipta- ráðuneytisins Enn ein bílasalan: | Borgarbílasalan |við Grensásveg gébé-Reykjavik — Nýlega tók til Istarfa ný bilasala i Reykjavík, og nefnist hún Borgarbilasalan og er i húsi Málarans við Grensásveg. Eigendur eru þeir Guðmundur Þ. Halldórsson og ólafur Ilafsteins- son, en þeir ráku árum saman bilasölu Garðars i Borgartúni. Húsnæði Borgarbilasölunnar er mjög rúmgott, nokkur hundruð fermetra innirými og nær ótak- markað rými úti fyrir bilastæði. Borgarbilasalan verður opin frá kl. 9 til 19 virka daga og kl. 10 til 19 á laugardögum. Meðfylgj- andi mynd sýnir þá félaga, Guð- mund og Ólaf fyrir framan Borgarbilasöluna. gébé Reykjavik — Það er ætlun viðskiptaráðuneytisins að breyta þeim lagaákvæðum varöandi ábyrgö á keyptum innfluttum vörum, þannig að ábyrgðin gildi eigi skemur en 12 mánuði, sagöi Björgvin Guð- mundsson i viðskiptaráðuneyt- inu í gær. Björgvin hefur, ásamt Georg Ólafssyni verðlagsstjóra og Gylfa Knudsen lögfræðingi, samið frumvarp til laga um verðlagsmál, samkcppnishöml- ur og óréttmæta viöskiptahætti. Frumvarp þetta mun nú vera til athugunarhjá ráðherra, sem Heimilis- tíminn kemur 1. sept. Eins og áður hefur verið skýrt frá i blaðinu er Heimilis Timinn i sumarfrii um þessar mundir. Hann mun aftur fylgja blaðinu frá og með 1. september næstkom- andi. tekur ákvörðun um, hvort það verður lagt fyrir alþingi i haust, eða hvort það verður athugað nánar. Þegar hefur frumvarp þetta verið sent til umsagnar nokkurra aðila, og athugasemd- ir verið við það gerðar frá ýms- um hagsmunasamtökum. Siðasta ákvæðið i nefndu frumvarpi, óréttmætir við- skiptahættir, á við varanlegar neyzluvörur eingöngu, þ.e. til dæmis heimilistæki, húsgögn o.f 1., sem mikið er keypt af með afborgunarskilmálum. Kaup- endur vara sig oft á tiðum ekki á, að seljandinn hefur sett það ákvæði i kaupsamning, að ábyrgð gildi aðeins t.d. 6 mán- uði. Dæmi munu einnig til að ábyrgð sé aðeins i 3 mánuði, en munu þó sjaldgæf núorðið. — Viðskiptaráðuneytið hefur átt viðræður við samtök inn- flytjenda og hafa þeir tekið til- mælum um 12 mánaða ábyrgð vel. Það er ætlun ráðuneytisins að breyta lagaákvæðum varð- andi þetta atriði, en skv. gild- andi kauplögum, er ábyrgðin 1 ár, nema um annað sé samið, þ.e. ef kaupandi skrifar undir samning þar sem styttri ábyrgðartimi er tilgreindur, sagði Björgvin Guðmundsson. Munum leita réttar okkar — segir formaður leigutaka Fnjóskár gébé Reykjavik — Við niunum að sjálfsögðu leita réttar okkar i þessu máli og þá gagnvart bændum eða landeigendunum, sem munu þá sennilega aftur leita sins réttar gagnvart þvi opinbera, sagði formaður Stangaveiöifélagsins Flúða á Akureyri, Siguröur Ringsted bankastjóri i viðtali við Timann i gær. Sigurður kvaðst hafa rætt við menn, sem veriö hafa við Fnjóská nýlega, og fengiö það staðfest, eins og skýrt var frá i Timanum á miövikudag, að dauð laxaseiði flvtu niður alla Fnjóská og önnur væru mjög illa haldin. Sigurður Ringsted kvað engar formlegar viðræður hafa farið fram milli landeigenda Fnjóskár og Stangaveiðifélags- ins Flúða enn sem komið væri. Hann staðfesti einnig þá frétt, sem sagt var frá i Timanum s.l. miðvikudag, að einn laxveiði- manna i Fnjóská, hefði séð er- lendu visindamennina sprengja á veiðistað einum ofarlega i ánni, og hefðu vatnsstrókar stigið hátt i loft upp. Siguröurkvaðst þó ekki búast við, að neitt yrði gert i máli þessu fyrreni næstu viku. Sagði hann að félagsmenn i Stanga- veiðifélaginu Flúðum væru að vonum mjög óhressir yfir þessum spjöllum og út i visinda- mennina fyrir að skerða svo veiðina i ánni. Olgeir Lúthersson að Vatns- leysu, hafði nýlega sleppt nokkru magni af seiðum, sem hann kvað hafa verið hin hress- ustu þegar hann sleppti þeim, en sennilegt er að það séu ein- mitt þessi seiði auk annarra i ánni, sem drápust við sprengingarnar. — Siðustu sprengingar visindamannanna voru i siðast- liðinni viku sagði Sigurður, en það stangast heldur betur á við það sem Stefán Sigurmundsson hjá Orkustofnun sagði um það að þeim hefði lokið fyrir þrem vikum siðan. Að lokum skal hér itrekað, að einstakir landeig- endur hafa enga heimild til að gefa leyfi til spreninga i ánniog reyndar ekki stjórn Veiöifélags Fnjóskár heldur, nema i samráði við Stangaveiðifélagið Flúðir, sem hefur haft Fnjóská á leigu i mörg ár. S^Atvinnulíf F.I. Reykjavik. — Það er mjög gott hljóðiö i okkur nú, sagði Brynjólfur Sveinbergsson, m jólkurbúst jóri á Hvamms- tanga, þegar Timinn talaði við hann i gær. Það er kannske fyrst frá þvi að segja, að nú i vikunni samþykkti hreppsnefndarfundur aö láta leggja oliumöl á fyrstu göturnar hér i bæ. Er áætlað að leggja um 1250 metra i götur fyrir miöjan september. Má segja aö þessi framkvæmd muni skapa okkur mannsæmandi lif um leið og við losnum við rykið. Oliumöl- in er flutt til okkar af Suðurlandi og er hér um að ræða um 1300 tonn eða heilan skipsfarm. Brynjólfur gat þess, að þetta væri annað sumarið i röð, sem Skákmótið á Lækjartorgi f dag ef veður leyfir MÓL-Reykjavik — Mótið verður haldið á morgun (þ.e. föstudag) svo framarlega sem veður leyfir, sagði Kristinn Á. Friðfinnsson, hjá skákfélaginu Mjölni, er Tim- inn ræddi við hann i gær um undirbúning útiskákmóts félags- ins, sem áætlað er að verði sett kl. 14 i dag. Ef að likum lætur verður þetta eitt sterkasta skákmót, sem lengi hefur verið haldið, þvi meðal þátttakenda verða fjölmargir landsliðsmenn. Má þar m.a. nefna stórmeistarana okkar, þá Friðrik Ólafsson og Guðmund Sigurjónsson og sterka skákmenn eins og Helga Ólafsson, Jon L. Árnason, Ingvar Asmundsson, Björn Þorsteinsson, Margeir Pétursson að ógleymdri Guð- laugu Þorsteinsdottur, Norður- landameistara kvenna. Að sögn Kristins, verður mót- inu frestað til næsta föstudags setji veðurguðirnir strik i reikn- inginn i dag. í blóma | Álafoss var kyrr ficlri or lanHoJS fil colfficlrcimrlrii»-» I þegar Kronborg , sigldi á hann fiski er landað til saltfisksverkun ar á Hvammstanga, en i fyrra voru liðin 25 ár frá þvi að slikur atburður hafði gerzt. veiðarnar byrjuðu í lok júlimánaðar og hafa gengið vel. Tveir bátar eru gerðir út og hafa þeir landaö 60-70 tonn- um af slægðum fiski. Þar af 23 tonn s.l. mánudag og þriðjudag. Sagöist Brynjólfur þakka þennan góða afla meiri fiskgengd vegna friðunar, en aflinn er sóttur norð- ur á Hornbanka um 30 milur norður af Horni. Er um 10 tima sigling frá Hvammstanga og norður fyrir Horn. Við spurðum Brynjólf um heyskapinn og kvað hann siðustu viku hafa verið bændum mjög hagstæð. Viku sólskin hefði bjargað geysilegum heyjum, en fyrirþann tima hafði varla komiö þurr dagur. — 1 dag er verið að skipa upp salti úr skipi til sláturhúsanna, sagði Brynjólfur, og gengur uppskipunin hægt, þvi að erfitt er að fá mannskap. Brynjólfur Sveinbergsson sagði að lokum, að i siðustu viku hefði veriö lokið við smiði viðlegu- bryggju og viðlegukants I höfn- inni. Hafnaraðstaða hefði stór- batnað og nú vonuðust menn til þess að fá meiri fisk til þess aö lifga upp á. — áreksturinn virðist vera ferjunni eingöngu að kenna gébé 5eykjavik — Alafoss skcmmdist við áreksturinn, cn það hefur engin áhrif á sjóhæfni skipsins, þar sem skemmdirnar eru ofan við efsta þilfar. Skipið fór frá Helsingborg i gær til Noregs þar sem það lestar og kemur siðan heim. Þá verður ákvörðun tekin um það, hvort frain fari á þvi bráöabirgöar- eða fullnaðarviðgerö, sagöi V'iggó Maack, skipa verkfræðingur Eimskipafélags lslands i gær. Það var laust eftir hádegi á miðvikudag, að Alafoss var á leið til hafnar i Helsingborg og var lóðs eða hafnsögumaður um borð i skipinu. Hann hafði sent itrekaðar viðvaranir um ör- bylgjustöð, um að skipið væri á leið inn i hafnarmynnið, en það mun vera óformlegt samkomu- lag, aö skip sem eru að koma til hafnar, hafi forgang fyrir þeim sem eru að fara úr höfn. Þétt þoka var á þessum slóðum. — Skipstjóra okkar og hafnsögu- manninum, ber saman um að Alafoss hafi verið kyrr, þegar Kronborg, járnbrautarferjan, kom skyndilega út úr þokunni og skipti það engum togum að árakstur varð, sagði Viggó. Alafoss var með bakborðs- akkerið uppi og það olli skemmd- unum á ferjunni og reyndar einnig á Alafossi lika.ensiðan féll akkerið i sjóinn. Ferjan er mun meira skemmd en Alafoss, en um eins til eins og hálfs metra rifa kom á skipið, um 70 cm á hæð og gapir um ca. 20 cm. Engin slys urðu á mönnum svo vitað sé, en farþegar ferjunnar, sem voru á fimmta hundraö urðu flemtri slegnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.