Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. ágúst 1977 Eins og kunnugt er, hefur Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráöherra, verið á ferðalagi um tslendingabyggöir i Kanada i boöi bjóöræknisfélags ts- lendinga þar vestra. Timinn hafði tal af Olafi stuttu eftir heimkomuna, og baö hann að segja sér, hvað hefði helzt á daga hans drifið þegar hann dvaldi i Kanada. — Okkur hjónunum var boðið til Kanada i hálfan mánuð og gerði það tslendingadagsnefnd- in itilefni hátiðarhaldanna, sem haldin voru aö Gimli. Hátiðin, tslendingadagurinn, stóð yfir i þrjá daga, en 1. ágúst var samt aðaldagurinn. Þessi hátiðarhöld tókustvel að minu mati, og voru mörg ánægjuleg. Siöan ferðaö- ist ég viðsvegar um Manitóba og tslendingabyggðirnar þar og hitti margt fólk. Sérstaklega fannst mér ánægjulegt, þegar tslending- arnir söfnuðust saman, eins og i þorpinu Baldur, og hitti ég marga þeirra saman komna i félagsheimilinu á staðnum. Nú sama geröist i Brandon, sem er allstór bær. Við vorum þar aö kvöldi til á einkaheimili, og hitti ég þar marga. Þá feröaðist ég um gömlu Islendingabyggðirn- ar við Gimli og Geysi, Viðines og Arborg. Miklaey og Hekla — Siöast en ekki sizt fór ég til Heklu, sem er stór eyja i Winni- pegvatni. Hún hétáöur Miklaey. A þessari eyju var mannmörg tslendinganýlenda, nálægt 500- 600 manns sem settust þar að. Eyjan er mjög sérstæð og fögur en henni hefur nú veriö breytt i þjóðgarð, og allir ibúar eru fluttir af henni, að undanskild- um 5 eða 6 fjölskyldum. Ferðin til Heklu fannst mér reglulega skemmtileg. Annars er til munnmælasaga um land- nám tslendinga á eyjunni Hún mun vera á þá leiö, að nokkrir islenzkir innflytjendur hafi verið á bát á Winnipegvatni á leið eitthvað lengra, þegar kýr- in, sem með var í förinni, stekk- ur skyndilega fyrir borö, öllum aö óvörum og syndir i land að eynni. Eigendurnir fóru á eftir „Kom mér á óvart hve margir töluðu isienzku.” —Timamynd Gunnar. Þar heilsuðust menn á íslenzku — viðtal við Ólaf Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, nýkominn úr heimsókn 1 íslendingabyggðir vestan hafs til að handsama kúna, en kunnu þá svo vel við sig, er á land var komið, aðþeirákváðu að setjast þar að, og nema land. En þetta er nú aðeins munnmælasaga. Þá er á eyjunni kirkja og kirkjugarður, en i honum má lesa á bautasteina fjölmargra Islendinga. Þvi má svo bæta viö, að um þessar mundir er staddur á eyj- unni sr. Bragi Friðriksson, sem er prestur i Garðahreppi, og þjónar hann þar um sinn. Einnig heimsótti ég elli- heimilin að Gimli og Selkirk. Töluðu islenzku betur en ég átti von á Ég haföi heyrtákaflega mikið af þvi látið hve vel Vestur-ts- lendingarnir töluðu Islenzka tungu. Ég verð að segja, að hún var betri en ég átti von á, og kom mér raunar á óvart. Meira að segja fólk, sem bjó úti á landsbyggðinni, en hafði aldrei komið til tslands, talaði ágæta islenzku. Ég minnist eins bónda, sem ég hitti á för minni, sem átti ágætt safn islenzkra bóka, og sumar þeirra hreinustu dýrgripi. 15-20 þús. manns á ís- lendingadeginum íslendingadagurinn var vel heppnaður eins og ég var búin að nefna. Þarna voru saman komin 15-20 þús. manns, fólk- viðs vegar að, og auðvitað fleiri en tslendingar. Þetta virðist vera vinsæl samkoma þar vestra. Fyrirmenn Manitóba- fylkis sýndu hátiðinni virðingu með þvi að vera viðstaddir hana, fylkisstjóri Manitóbafylk- is og forsætisráðherra, sem báðir ávörpuðu gesti. Einnig voru þarna fulltrúar borgar- stjóra og dómsmálaráðherrann, sem ég átti nokkrar viðræður við. Það var ýmislegt að gerast þarna, og mörg boð i tengslum við hátiðina. Ég heimsótti Manitóba- háskóla og islenzkudeildina i honum, sem Haraldur Bessason prófessor veitir forstöðu. í deildinni er mjög gott islenzkt bókasafn, og er það annað stærsta Islenzka bókasafnið utan tslands. Lögberg-Heimskringla ákaflega mikilvægur hlekkur t för með mér voru aðallega forseti Þjóðræknisfélagsins, Stefán J. Stefánsson og kona hans, sem sáu um og skipulögðu ferðina mina,en Stefán er fógeti i Winnepeg. Aftur á móti voru Ted Ama- son og frú á ferðalagi á tslandi mestan hluta heimsóknartima mins, og hitti ég þau ekki fyrr en i lok ferðarinnar. Ted er m.a. formaður blaðstjórnar Lög- bergs-Heimskringlu. Vitaskuld heimsótti ég Lög- berg-Heimskringlu en ég tel blaðið ákaflega mikilvægan hlekk I samskiptum tslendinga austan hafs og vestan, og einnig innbyrðis milli íslendinga þar vestra. Ég tel það skyldu okkar aö hlynna sem bezt að þessu starfi og stuðla að framgangi þess. Skil ýmislegt betur en áður Auðvitað sá ég ótal margt, sem ástæða væri að nefna hér, enda heimsótti ég staði og,. fjöldamargt fólk, en ég læt það ógert. Þó vil ég nefna Jóhann Sigurðsson varaforseta Þjóð- ræknisfélagsins og Ernest Stefánsson forseta tsiendinga- dagsins. Hann er sonur Stefáns J. forseta Þjóðræknisfélagsins, en Ernest er lyfsali þarna i Gimli. Gimli fannst mér skemmti- legur bær, og þar margt sem minnir á Islenzka bæi. T.d. heilsuöust menn sem ég hitti á götu á íslenzku, „komdu sæll”. Sem sagt ég er ánægður með förina, og þakklátur þeim sem sáu um hana og skipulögöu. Þó dvöl mín hafi verið stutt, finnst mér ég skilja ýmislegt betur en áður. En það fer ekki fram hjá neinum að margir tslendingar hafa komizt vel áfram i Kanada. Kás. Utsala í Hofi Til að rýma fyrir nýjum vörum er útsala á hannyrðavörum og garni. T.d. Bulky, Jumbo quick, Zareska, Nevada, Peter Most, Cabel sport, Dala og gamla Hjarta- garnið. Hof Ingólfsstræti 1, á móti Gamla BIó. Flugleiðir: Farþegaflutningar aukast innanlands _“fandauflutningar Kás-Reykjavik. Heildarflutning- ar með flugvélum Flugleiöa voru svipaðir fyrstu sex mánuði þessa árs og á sama tima I fyrra. Þó hefur átt sér stað fækkun á farþegum I millilandaflugi félagsins, en umtalsverð aukning i vöruflutningum. t innanlands- flugi hefur farþegum aftur á móti fjölgað mjög. Fyrstu sex mánuði yfirstand- andi árs flugu 152.580 farþegar með millilandavélum Flugleiða. Er það 2% fækkun frá sama tima- bili i fyrra. Hins vegar höfðu vöruflutningar félagsins milli landa aukizt um 48.5%, og póst- flutningar um 12.44%. Farþega flutningar innanlands jukust verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil i fyrra, eða um 19,2% Vöruflutn ingar innanlands drógust samar um 4,2% .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.