Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 12. ágúst 1977
19
Jóhann M. Kristjánsson:
AMNESTY
,,AÖ koma við á leiðinni frá
Jerusalem til Jeriko”. Þessi til-
vitnun er tekin úr meistaralegri
ræðu Sigurðar Magnússonar,
fyrrv. biaðafulltrúa, sem hann
flutti við stofnun deildar heims-
samtaka að nafni AMNESTY
INTEHNATIONAL — sem þýðir
meðal annars sektaruppgjöf (viö
uppreisnarmenn). Sigurður seg-
ir: „Fyrsta takmarkinu var náð.
örfáir höfðu numið staðar á leið-
inni frá Jerúsalem til Jerikó”.
Margur mun spyrja: Litu þeir inn
til fangans, Rudolf Hess, sem hef-
ir verið i fangelsi i 37 ár, þar af i
algjörri einangrun — einn I
Spandau fangelsinu f meira en 10
ár. Hver er sá og hvar sem annan
má pynta? Hugsjónin hlýtur að
vera: Engan má pynta.
— 0 —
Það eru fáir Amnestysinnar i
heiminum enn. Fólk ,,opnar”
ekki fyrr en fast er knúið dyra.
Það er vant molunum, sem látnir
eru detta hér og þar, oft af handa
hófi — það vill sjálft brauðið.
Amnesty International segist
ætla að hafa Mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuðu þjóðanna að
leiðarljósi, en i fljótu bragði virð-
ist vera um misvisun að ræða i
veigamiklu máli, sem siðar skal
vikið að.
Sameinuðu þjóðunum eru
„mislagðar hendur”. Mannrétt-
indayfirlýsingin er fögur teoria
en verður ekki alltaf stór i fram-
kvæmd. Hún er „deigið” sem átti
að verða gómsæta kakan, en
„gerið” er dauft svo hún „lyftir”
sér ekki þó hveitið sé gott sem
hrært er. Heiminn vantar annað
til að vera góður, en bakkelsi úr
gölluðu „deigi’”. En hér er of-
mælt, oft senda þær góðmeti á
diska fátækra þjóða. Sameinuðu
þjóðirnar eru vanburða fóstur
vanmáttugs mannkyns.Á engu er
meiri þörf en styrkja þær, þvi þær
eru eina von mannkynsins, þö
þær séu ekki annað en þing full-
trúa hluta heimsþjóöanna.
HEIMSSTJÓRNINA vantar. En
þingið á sina atómssprengju, hið
óskiljanlega neitunarvald.
Amnesty International
setur skilyrði
„Hið sameiginlega markmið
var skilgreint þannig: Samtökin
vilja stuðla að þvi, að hvarvetna
sé framfylgt Mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuðu þjóðanna með
þvi að a)...
— Það sem höfundar þéssarar
greinar gjörir athugasemd við er
niðurlag þessa liðs (a) en þar seg-
ir: „að þvi tilskildu að þeir hafi
ekki beitt ofbeldi eða stuölað að
þvi”.Með öðrum orðum: Ef svo,
skal hann ekki varinn.
Hér verður ekki annað séö en
Amnesty International gjöri
hvort tveggja í senn að fylgja ekki
þeirri hugsjón er i nafni samtak-
anna felst eins og orðið Amnesty
er í orðabókum þýtt á islenzku
sem visað er i i upphafi þessarar
greinar og um leið farið út af
mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóöanna, þvi þar segir I 5.
gr. „Enginn maður skal sæta
pyntingum, grimmilegri ómann-
legri eða vanvirðandi meðferð
eða refsingu”.Hér eru engin skil-
yrði sett. Tilvitnanir i stefnuskrá
Amnesty International eru teknar
úr ræðu Sigurðar Magnússonar i
Dagblaðinu Timanum 1. júli sl.
Hugsjónamaðurlendirfljóttinn
á vettvang stjórnmálanna eins og
heimurinn er i dag — þaðan koma
flestirþeirer uppreisn gera og of-
beldi valda — hafi hann sig veru-
lega i frammi lendir hann strax i
sviðsljósinu.eignast viniog óvini,
samherja og andstæðinga og þá
er skammt i átökin. Hver er svo
sekari, sá sem leggur á ráðin, á
hugmyndina, stendurað baki, eða
sá er framkvæmir hana. Hér er
grundvöllur þrotlausra deilna.
Hvern á að verja, hvern á að
pynta?
Skoðanireru eldfimasta efnið i
samskiptum manna og þjóða. Um
þetta fjalla Sameinuðu þjóðirnir
með nokkurri léttúð I Mannrétt-
indayfirlýsingunni. Segir þar i 19.
grein:
„Hver maöur skal frjáls skoð-
ana sinna og að þvf að láta þær I
ljós. Felur slikt frjálsræði i sér
réttindi til þess að leita, taka og
dreifa vitneskju og hugmyndum
með hverjum hætti sem vera skal
og án tillits til landamæra”. Get-
ur ekki þetta verið afsökun fyrir
neitunarvaldinu?
Þvi verður ekki neitað að svo
göfugt og nauðsynlegt sem frelsið
er, þá verður að setja þvi tak-
mörk og skoðunum sem öðru,
enda gjört.
Hvað er t.d. ritskoðun annaö en
eftirlit með skoðunum fyrst og
fremst? Hvað eru hlutleysisá-
kvæði islenzka Ríkisútvarpsins
annað en aðhald skoðanaflutn-
ings? Og þau viðurlög sett, aö
blöð eru gerð upptækog erindum
visað frá ef þau höggva of nærri
þeim þjóðfélagslega aga er lög-
gjafinn setur til verndar þegnun-
um. Er þetta þó nokkuð annað en
lýðræðis- og mannréttindahug-
stjórnin i framkvæmd? En sam-
ræmist þetta skoðanafrelsi 19. gr.
Mannréttindayfirlýsingar Sam-
einuðu þjóðanna, sem visað er til
hér að framan?
Eitt er vist, að sizt ætti íslenzka
þjóðin að þurfa á þvi að halda aö
„flytja inn” Lýðræðishugsjónina
og enn siður á lægra „gengi” en
sinnar eigin myntar, þvi hér á
hún „jörð tii að ganga á”verandi
sú þjóð heimsins sem fyrst „setti
þing” reist á lýðræöishugsjón.
Þettaerekkisagtaf hroka, þvi sá
er þetta skrifar er ekki viss um aö
lýðræöisformið vari endalaust
sem farsælasta lausnin á sam-
skiptum manna og þjóða, til þess
er fjöldinn of fús til að segja
hallelúja eða hrópa „krossfestu
hann, krossfestu hann”. — Lýð-
ræðið er sjálfsagt bezt sem vfðast
eins og er. — Mannkynið á engin
ofurmenni enn.
Þegar tvöhundruðþúsunda þjóð-
in setur svo glögg hættumerki við
alfrjálsum skoðanaflutningi þó
ekkert sé i húfi nema það sem
gjörist innan hennar eigin veggja,
þá má öllum vera ljóst, aö stjórn-
völd stórþjóðanna, sem bera á-
byrgð á hundraða milljóna þjóð-
unum láti ekki skeika aö sköpuöu
með skoðanir en setji öryggis-
ventil við þær flóðgáttir sem spúa
milljónum skoðana daglega Ut i
pólitiskt andrúmsloft heimsþjóð-
anna þar sem ein skoðun ef nógu
illkynjuö væri, gæti orðið bani
einnar þjóðar þó aðra þjóð sakaði
ekki. Þessu ber að mæta með vit-
urlegri aðvörun, hóflegu um-
burðarlyndi og mikilli aðgát.
Uggiheimsveldin ekkiað sér og
samræmi skoðanir sinar þá hang-
ir heimsfriðurinn á bláþræði og
svo mun framvinda meðan
mannkynið fær ekki HEIMS-
STJÓRN.
— 0 —
Það er ekki hægt að skilja við
skoðanir i lausu lofti svo mikil-
virkar sem þær eru, það þarf aö
þekkja uppruna þeirra. Lffið er
gjöfult á viðkomuna hjá ýmsum
dýrategundum og þá fyrst og
frems fremst þeirra er eru á
lægsta stigi, t.d. veröa fiskseyðin
fæst að fiskum. Eins er með and-
legu þróunina. Lifið blaktir án
vitundar þar til það aðgreinist i
einstaklinga, en viðbrögö öll eru
eðlisávisun en skynjun byrjar
ekki fyrr en á hærri stigum dýr-
anna, heldur áfram i manninum,
kemst á stig þess að velja og
hafna sem er fyrsta stig vitsins,
þar vakna og vaxa hugmyndim-
ar, úr þessum jarðvegi risa
skoöanirnar og þroskast eftir
þroska mannsins, en það er vandi
að þreskja þær, þar er hratið
mikið.
Skoðanir eru banvænar, þær
eru lika blessun þær eru vltamin
þróunarinnar en þær eru lika
eitraðar, þess vegna er það háski
að kasta þeim af handahófi út i
umferð mannlifsins.
Heiminum riður á engu meira
nú en sátt milli risaveldanna.
Engir eru liklegri en skoðanaflón-
in að granda þeim árangri er
náðst hefir. Þessi blinda fram-
leiðsla skoðanabakteriunnar ógn-
ar heimsfriðinum og ruglar eðli-
lega framvindu mannlifsins.
Amnesty International gerir
óvarkárni 19. gr. Mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
eða ógrundaða niðurstöðu hennar
að prinsippi sinu. Skilyrðislausa
skoðanafrelsið. Kveikjan i sam-
skiptum manna og athöfnun til
góðs og ills — hugsun og orð eru
til alls fyrst og þetta frelsi
skoðananna er toppljósið i mann-
réttindakröfum þeirra, kjarninn i
hugsjón þeirra, en verður þó oft
púðrið til átaka og ofbeldis, jafn-
vel heimsstyrjalda. Og samt lita
þeir á ótakmarkað skoðanafrelsi
sem blóm i hnappagat mannúðar-
innar, en fordæma ávöxt þess,
Jóhann M. Kristjánsson
neita að bera ábyrgð, taka afleið-
ingum, kannast við og bjóða
„föllnum” grið.
Hér ofris lýðræðið, sér ekki fót-
um sinum forráð, fellur á eigin
bragði, slakar á véböndum sið-
ferðiskristninnar, bregst þegar á
reynir, gætir ekki „bróöur sins”.
Það þarf öryggisventil á „Kröflu-
virkjun” skoðananna, svo ekki
verði offramleiðsla og vörusvik,
þar er gufan nóg, en vandfarið
með orku hennar.
Laxness segir i íslandsklukk-
unni: „Vont er þeirra ranglæti,
verra er þeirra réttlæti”. Heims-
spekingur einn sagði: „Strang-
asta réttlæti, stærsta ranglæti”.
Rétt og rangt eru afstæð hug-
tök, sem ekki verða skilgreind i
stigum eöa einkunnum, þaö eru
tvö skaut hreyfanleg fyrir afstöðu
afleiðinga. Þessu gerði höfundur
þessarar greinar nánari skil i
MAÐURINN og ALHEIMUR-
INN, greinaflokki frá 1962.
Jafnvel lögmálið og réttlætið i
hendi Alvaldsins nægir ekki alltaf
til hinztu marka Alllfsins, en
renna skeið sin,að yztu nöf, þá
eins og sólir himinsins endurnýj-
ast við sprengingu i innsta kjarna
sinum, eins er allifinu tryggð end-
urnýjun af Almættinu með þvi að
þegar þjáningin verður of þung
tekur við NÁÐIN.
— 0 —
Rudoif Hesser kvistur á mann-
kynsmeiðnum og þvi einn af
bræðrunum. Það þýöir þvi ekki að
höggva hann af, þvi siöur að
sýkja hann meira. Þaö verða allt-
af sjúkir kvistar svo lengi sem
tréð sjálft er sjúkt. Það þarf að
hreysta tréö svo lim þess veröi
frjótt og fagurt. Þvi Hess einn?
Hann kom ekki einn með syndina
i heiminn. Það er hægt að hindra
skaðvalda svo þeir komi ekki að
sök án þess að pynta þá eða
deyða.
Einangrunin er þyngsta
pyntingin þegar hún varir lengi.
In n il ok un a r ke nnd i n er
ógnþrungin, örvænting, skelfing,
sem engin visindi geta skilgreint
eða lýst.
Einangrun Hess einn i stóru
fangelsi i meira en 10 ár er heims-
met þeirrar tegundar pyntingar.
— 0 —
Grimmdin er ekki upprunaleg
þvi það sem er upprunalegt er
eilift, en þetta skuggavald tilver-
unnar er ekki til á hástigum lifs-
ins, en alls staðar til staðar á lág-
stigum þess og i algleymingi i
dýrarikinu, þvi þar er grimmdin
lifsbaráttan sjálf — lög þess^ og
heldur áfram þróunarstigann til
mannsins, en á efri þroskastigum
hans verður hún afbrigðileg,
heldur áfram, en er nú ekki leng-
ur endilega háð lifsbaráttunni
heldur er eðlislæg, og séreigin-
leiki mannsins að svara henni
með hefnd, sem er að sinu leyti
verri, þvi að um leið og hún er
lika grimmd á hún enga afsökun i
nauðsyn, heldur snýst nú beint
gegn lifinu. Þessi tegund
grimmdar stingur sér niður i
margs konar gervum, svo sem i
þeirri veiðihegðun að drepa og
kvelja fugla og alls konar dýr sér
tilskemmtunarog kalla sport. Og
hræsnarar þykjast friðþægja fyr-
ir hermdarverkið með því aö
skjóta ekki fugl nema á flugi.
Þetta er bæði skálkaskjól og
heimska, þvi einmitt með þvi að
markið er hvikult er liklegra að
fuglinn slasist en dauðskjótist —
þó hann detti — og liggur þá
kannski örkumla i óratið. Þessi
tegund grimmdar einkenndi aðal
Evrópu um aldir og gjörir vist
enn.
Það afsakar ekki heldur ógnar-
grimmd Nasismans — skorturinn
á „olnbogarými” Hitlers.
Þannig gengur þessi myrka
eðlislæga ástriða á misjafnlega
háu stigi gegnum allan skala
mannlegra viðbragða til lífsins.
Þetta breytir þó ekki þeirri staö-
reynd að um ómælisvidd tilver-
unnar i tima og rúmi eru billjónir
einstaklinga i mannkynum eða á
öðrum þroskaleiðum sem i
samanburði við manninn eru guð-
legar verur, sem þó hafa kannski
slitið barnsskónum i þeim frum-
skógi tilverunnar sem mannkyn
vort er nú statt i.
1 orðunum engan skal pynta
felst meira en að óathuguðu máli
skilst, þvi hefndin sem er I pynt-
ingunni fólgin er kjarnfóður
grimmdarinnar. Að veita henni
viðnám með þvi að beita ekki
hefndinni er eina ráðið til aö
hindra framgang hennarog vöxt..
Fyrir þessu mikla veldi hafa
mennirnirverið ofveikir. Það er i
verkahring þróunarinnar aö
koma mannkyninu yfir örðugasta
hjallann, grimmdina.
— 0 —
Hungriði heiminum og meðferð
á Hess.hefndin, sýnir okkur hvar
við erum stödd. Niðurstaðan er
alvarleg og alverlegri fyrir það,
hvernig að henni er staðið, hve
gagngerð hefndin er og hatrömm,
þvi til þess að geta framið hana,
þarf svimandi fjárhæð árlega
hvað þá i 37 ár, á meðan hafa
milljónir manna svelt og gjöra
svo enn. Svona grimm er hefnd
þessa harðsoðna valds sem mestu
ræður um pyntingu Hess. Svona
miklu er sóað til að geta kvalið
einn syndugan mann. Hefir
mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna verið spurð hver beri á-
byrgðina, hverja beri aö krefja
endurgreiðslu fjármagnsins og
hve mikið það er sem hefir verið
eytt frá hungruðum heimi? Hér
er um að ræða blákalda hefnd —
grimmd i öðru veldi — sem i
þessu tilfelli á að vera alþjóða
viðfangsefni en ekki einstaklinga
eða einstakra þjóða. Þvi skal
spurt og spurt hvort fangaverð-
irnir, Rússinn, Fransmaðurinn,
Bandarikjamaðurinn og Bretinn
séu tákn þess heimsljóss réttlætis
og mannhelgi sem mannheimi er
gjört að lita upp til, hvort Sam-
einuðu þjóðunumsé um megn aö
standa við Mannréttindayfirlýs-
ingu sina. „Enginn maður skal
sæta pyntingum, grimmilegri, ó-
mannlegri eða vanvirðandi meö-
ferð eða refsingu.
Ef svo er — Vér litum undan.
Vér horfum fram — Farewell
fancy humanity.
— 0 —
Mannúðarsamtök risa og sjá
yfir brot sem þessi.
Hvernig getur þú kristinn
heimur —eða ertu ekki til — liðið
svo stóra misgjörð?
Hessmálið fordæmi þess og
afleiðingar, er skýrasta tákn
heimsbölsins — vöntunar mann-
anna á aö finna sjálfa sig i spor-
um hvers annars — sporum
þeirra er þjást.
Nái mannkynið ekki að hefja
sig frá grimmdinni, hefndinni,
sinu eigin réttlæti, verður mann-
kyns-deigið duft nema til komi
NAÐIN.
— 0 —
1 svona myrkum heimi eru
samtök Sameinuöu þjóðanna og
velviljuö vakning Amnesty Inter-
national og fleiri mannúðarfélaga
ekki meira en svarar til kolunnar
okkar góöu með kveikinn i lýsið,
sem dró úr svartasta myrkrinu.
Þjóö sem risiðhefirfrá kolunni
i rafljósið á minna en mannsaldri
og á nýtt fordæmi i afrekum full-
trúa sinna i þvi gósenlandi skoð-
ananna sem Hafréttarráðstefnur
Sameinuðu þjóðanna eru, náð þar
heimsathygli og viðurkenndum
árangri, þegar svo vel tdcst i
heimiefnisins, hver gætu þá orðið
afrekin á vegum andans?
Ris þú unga islenzka Amnesty,
enn er vettvangurinn Sameinuðu
þjóðirnar „Far þú og gjör slíkt
hið sama”.
Talið við fólkið þann veg að það
leggi viö hlustir — ekki hálf-
kveðnar visur. Standið undir
nafninu Amnesty. fáið fangann
sem lengst hefir „setið inni” náð-
aðan. Það má engan mann vanta i
áhöfnina á hinztu stund, ef mann-
kynið allt á ekki að riðlast. Veitið
móttöku perlunni sem biskupinn
yfir Islandi, herra ‘jjgnrhiörn
Emjyjsjon rétti yður (i þessari
ananni háþróaðri hugleiðingu
yður til handa með dæmisögunni
um konuna sem týndi litilli mynt,
hún gaf sig ekki að sjóönum, en
leitaði og leitaöi, þar til hún fann
þá týndu mynt. Gjörið þessa
perlu að hugsjón Amnesty.
Tendrið meö henni innsta kjarn-
ann i SOI-AMNESTY INTER-
NATIONAL, svo undrið megi
ske:
ENGAN MA PYNTA.