Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 12. ágúst 1977 Vér finnum til þess á svipaðan hátt, að þjóðir vorar eru út verðir Norðurlanda Ræða forseta íslands í veizlu til heiðurs Uhro Kekkonen forseta Finnlands 10. ágúst 1977 Herra forseti, Mér er það sönn gleöi og ánægja aö bjóöa yöur velkom- inn til lslands ásamt föruneyti yðar. Konu minni og mér er það persónulegt gleöiefni aö fá nú tækifaeri til aö endurgjalda það heimboö sem þér gerðuö okkur árið 1972 og þær höföinglegu viötökur sem þér og frú Kekk- onen og þjóö yöar veittuð okkur. Við fundum það glöggt þá, og þaö fundi margir með okkur, að i Finnlandi andaöi hlýju i garð tslands og tslendinga, og þess nutum við i rikum mæli. Nú er það einlæg ósk min og von, að þér mættuð finna hér hið sama hlýja vinarþel, nú þegar þér komið hingað i annað sinn sem opinber fulltrúi þjóðar yðar. Ég veit að islenzka þjóðin tekur undir meö mér þegar ég segi, að þér síuð aufúsugestur. Hér á landi þarf ekki að kynna Kekk- onen Finnlandsforseta. tslend- ingar kunna góð skil á tilkomu- miklum þætti yðar i nútfmasögu vinaþjóðar vorrar i Finnlandi. Og meira en það, þér hafiö lagt af mörkum drjúgan skerf til þess að saman megi draga i þeim málum,sem þjóðir heims- ins eiga erfitt með að koma sér saman um, og þannig stuðlað að friði og batnandi sambúðarhátt- um, sem vér öll þráum og von- um að framtiðin megi bera i skauti sér. Þér eruð hluti af samtfÓ vorri. Þér eigið i þessu landi marga aðdáendur. Finnska þjóðin á lika marga vini og aödáendur á Islandi. Til hennar leitar nú hugur margra tslendinga þessa dagana, i til- i efni af komu yðar hingað til Uands. Það er einkennileg og merkileg staöreynd, aö milli þjóða, sem ekki hafa átt sérlega mikil eða lögn samskipti, sprettur stundum upp það, sem kalla mætti sjálfkrafa sam- ’ kennd. Slikur samhugur ætla ég að hafi á tiltölulega stuttum tima skapast milli Finna og ts lendingar. Ég held, aö virðing og vinarhugur tslendinga i garð finnsku þjóðarinnar eigi sitt fyrsta upphaf i verkum nokk- urra finnskra skálda og rithöf- unda 19. aldar, verkum, sem þjóðþekkt og vinsæl islenzk skáld snéru á islenzku og gerðu þannig á vissan hátt að islenzkri þjóðareign. Saga og barátta Finna fyrir frelsi lands sins, eins og hún var túlkuö i þessum verkum, snart margan tslend- ing djúpt. Jarövegurinn var þannig frjór og vel undir búinn, þegar umtalsverð kynni hófust með þjóðum vorum. Margir munu taka undir með mér þegar ég segi að skoðanir og tilfinningar Finna og ts- lendinga fari mjög oft saman. | Vér finnum til þess á svipaðan ' hátt, að þjóðir vorar eru útverð- ir Norðurlanda, önnur i austri, hin i vestri. Vér finnum til þess, að vér tölum tungumál, sem ekki skiljast auðveldlega af öðr- um Norðurlandabúum. Vér finnum til þess að i löndum vorum báöum eru lýðveldi. Lönd vor eru ólik, þvi fátt er sameiginlegt með landi vatna og skóga fyrir austan Eystrar- salt og hrjóstrugri eldfjallaey langt vestur i Atlantshafi. Vér erum þær tvær þjóðir Norður- landa, sem fjærst búa hvor ann- arri. En allt það, sem ég áöur nefndi og vér eigum sameigin- legt er þess megnugt að jafna það, sem ólikt er með oss og byggja brú yfir langar fjarlægð- ir, og er þó meö þessum orðum á engan hátt dregið úr mikilvægi þeirra margvislegu tryggða- banda sem tengja oss hvora um sig við aðrar Norðurlanda- þjóðir. Mér er ljúft að minnast þess við þetta háiðlega tækifæri, að islenzka þjóðin á finnsku þjóð- inni margt gott upp að inna. Vér höfum fylgzt með framvindu mála i landi yðar, og margir ls- lendingar hafa hrifizt af menn- ingu þjóðar yðar, ekki sizt i mörgum listgreinum, og gert sér far um að kynnast henni og njóta góðs af henni Þetta sést meðal annars á þvi, að allnrai"g- ir fslenzkir stúdentar hafa nú undanfarið sótt til náms i landi yðar og ekki látið það standa i vegi að þeir hafa oröiö að leggja á sig að nema hið göfuga en harla torsótta finnska tungu- mál. En einnig sú þrekraun hefur orðið þeim menningar- auki. Ég vil einnig minnast þess hér, að finnska þjóðin hefur hlaupið drengilega undir bagga með oss þegar vér höfum verið i vanda stödd Hérhef ég einkum i huga hve stórmannlega finnsk stjórnvöld og alþýða manna I Finnlandi kom til liðs við.oss þegar jörð brann í Vestmanna- eyjum fyrir nokkrum árum, með þeim afleiðingum, sem gátu orðið mjög alvarlegar fyrir þjóð vora. Fyrir þá hjálp færi ég nú fram þakkir, um leið og ég læt í ljós virðingu mina fyrir finnskri menningu og þjóðlifi. Sjálfur hafið þér, herra for- seti, sýnt það i orði og verki, að þér eruð góður vinur islenzku þjóðarinnar og talið hennar máli þegar á þarf að halda og færi gefst. öllu öðru fremur vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að nefna á hve virkan og áhrifa- mikinn hátt þér komuð málstað vorum lil liðs með nokkrum orð- um, sem þér létuö falla i ræðu yðar i Helsinki þegar kona min og ég sðttum yður heim árið 1972. Þá var hin örlagarika deila um fiskimiðin kringum land vort að komast i algleyming. Þér sögðuð i ræðu yðar: ,,Ef nokkur þjóö hefur rétt til að draga björg i bú úr sjónum, þá eru það Islendingar. Þaö er réttur, sem þróun nútimatækni og alþjóðastjórnmál eiga ekki að fá að takmarka. tJt frá þessu sjónarmiði hefur Finnland með miklum samhug fylgzt með viö- leitni tslendinga til að tryggja framtið aðalatvinnuvegar sins, fiskveiðanna, og vill, innan tak- marka raunhæfra möguleika, styðja þá á alþjóðlegum vett- vangi.” Þessi drengilegu orð vöktu mikla athygli og mikla gleði hér á tslandi, og það er alveg vist að þau vöktu einnig athygli viðar um lönd. Það er tekið eftir þvi sem Kekkonen Finnlandsforseti segir i alvarlegum deilumálum eins og landhelgisdeilunni. Nú, fimm árum siðar, hafa mikil tiðindi gerst i þessum málum öllum. Þegar ver hugsum til baka, sjáum vér betur en nokkru sinni, hversu merkileg og raunar á undan sinni samtið þau orð voru, sem þér mæltuð i heyranda hljóði i höfuðborg Finnlands árið 1972. Þegar saga landhelgismálsins verður öll færð i samfellt letur, munu um- mæli yðar veröa talin með hinum stóru tiðindum. Herra forseti. Ég fagna þvi, að þér dveljist hér sem gestur vor i nokkra daga og vona, að þeir verði yður til gleði. Ég lyfti glasi minu fyrir yður og fyrir heill og velgengni vina- þjóðar vorrar i Finnlandi. Leggjum áherzlu á, að Norðurlandaþjóðir verði ekki bitbein spákaupmennsku í öryggismálum Ræða Uhro Kekkonen forseta Finnlands í veizlu forseta íslands að Hótel Sögu s.l. miðvikudagskvöld Herra forseti, frú Halldóra Ingólfsdóttir Leyfið mér að flytja yður djúpar og innilegar þakkirfyrir yðar hlýju orð, er þér buðuð okkur, finnska gesti, velkomna til tslands. Við vitum að á ts- lendi rikir einlæg hlýja i garð Finnlands. Það var með óbland- inni gleði, að ég heyrði að þér, herra forseti og eiginkona yöar, eigið bjartar minningar frá op- inberri heimsókn yðar til Finn- lands fyrir fimm árum. Við metum mikils framlag yðar til styrktar tengslum milli landa okkar. Ég hef jafnan talið það mikils virði að ég hef fengið tækifæri til að binda og eiga per- sónulegt samband við tsland og Islendinga. Fögur, en óblið nátt- úra íslands hefur haft djúpstæð áhrif á okkur Finna. Aðdáun okkar á íslendingum hefur og vaxið þegar það er i huga haft að við þessi hrjúfu náttúruskil- yrði, sem útheimt hafa mikla vinnu og strangt erfiði, hefur þróazt einstæð menning i þús- und ár. A siðari timum höfum við fylgztmeð þvi okkur tilgleði að samskipti landa okkar hafa orðið f jölþættari og meiri. Þessi lýðveldi tvö, á sitt hvoru horni Norðurlandanna, hafa með já- kvæðum samskiptum getað veitt hvor annarri örvun sem sprottin er af sérkennum land- anna. Samkenndin sem rikir millum þjóða tslands og Finn- lands byggir á norrænni sam- vinnu, menningarhefð og skyld- um hugsunarhætti. A siðari tim- um hafa öll Norðurlöndin getað lagt fram sinn skerf til mjög ná- ins samstarfs á nánast öllum sviðum almennra samskipta. óli'kt viðhorf til öryggis og við- skiptamála okkar hefur ekki komið i veg fyrir að lönd okkar hafa oft tekið samhljóða afstöðu á alþjóðavettvangi. Finnland hefur byggt stefnu sina i öryggismálum á þvi sem miðarað varðveizlu friðar, fylgt virkri hlutleysistefnu, en Island hefur á hinn bóginn gengið I At- lantshafsbandalagið. Ég vil taka fram að við i Finnlandi leggjum sérstaka áherzlu á að Norðurlandaþjóðir verði ekki bitbein spákaupmennsku i ör- yggismálum. Við litum á hinn bóginn svo á að það sé nauðsyn nú að gera ráðstafanir, sem miða að þvi að tryggja friðinn og öryggið, hvort sem er á Norðurlöndum eða annars stað- ar i heiminum. Þetta er timabil æ meiri fjöl- breytni i alþjóðasamskiptum. Meir að segja smáþjóðir á borð við lönd okkar hafa möguleika á að leggja fram skerf til þessar- ar framþróunar. Ef áfram verð- ur haldið á braut friðarviðleitni, ef áfram rikir gagnkvæmt traust, er það bezta trygging fyrir þvi að við getum styrkt stöðu þjóðernis okkar og eflt þjóðlegan metnað okkar. Við i Finnlandi sjáum engan annan skynsamlegan kost I þessari þróun. Arangur af öryggismálaráð- stefnu Evrópu hefur fram til þessa verið mjög jákvæður og mikilvægur, hvort sem hann er skoðaður i evrópsku ljósi eða viðara samhengi. Þó er ástæða til að hafa hugfast að hér er um aðræða hægfara þróun. Þau tvö ár sem eru liðin siðan samning- urinn um frið og öryggismála- samstarf Evrópuþjóða var und- irritaður hefur það sýnt sig að þessi þróun er hafin. Hana ber að efla samtimis þvi sem keppt er að þvi að ná frekari árangri. Ég tel það meiri háttar mál að við látum hvergi deigan siga i viðleitni okkar til að hraða þess- ari þróun á allan hátt. Samning- urinn sem var undirritaður i Helsinki leggur traustan grund- völl að sliku starfi. Hin auknu samskipti á sviði alþjóðamála gera og meiri kröfur bæði til Finnlands og Islands. I þeirri þróun verðum við umfram allt að heyja okkar eigin réttlátu baráttu og reyna að koma á samvinnu, sem er fullnægjandi fyrir alla aðila. Hvert land hefur sin sérkenni. Eins og ég hef áður fullreynt ogþér nefnduð herra forseti nú áðan, setur Atlantshafið óvenju- lega sterkt mark á alla þróun, hvað íslandi viðkemur. For- sendur fyrir lifsafkomu tslands eru fiskveiðarnar á miðunum umhverfis landið. Við höfum með miklum skilningi fylgzt með baráttu tslendinga til að nýta þessar náttúruauðlindir. A alþjóðavettvangi hefur þessi stefna i rikum mæli reynzt hafa fylgi að fagna og við álltum að á þriðju Hafréttarráðstefnu S.Þ. sem verður i Finnlandi — og vonandi lokaráðstefna — náist lausn sem tryggi hagsmuni ts- lands. Hvað ísland og Finnland varðar býður þetta alþjóðlega samstarf — innan Norðurland- anna og i viðara skilningi —upp á möguleika til að bæta lífsskil- yrði og auka fjölbreytni at- vinnulifsins. Við vonum innilega að við getum eflt samskiptin á milli landa okkar á öllum svið- um, þjóðum okkar til gæfu. Herrar minir og frúr, Ég lyfti glasi minu fyrir for- seta íslands, eiginkonu hans, framtið Islands, velferð þess og gæfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.