Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 12. ágúst 1977 Frá aöalfundi NCF i Reykja vik i júllmánufti s.l. Frá aðalfundi NCF í Reykjavík Ungir miðflokks menn teknir tali Siðastliðinn föstudag birtust hér á siðunni tvö af fjórum viðtölum við unga miðflokks- menn, sem tekin voru á aðalfundi Nordiska Centerungdomens För- bund i Reykjavik dag- ana 26. til 30. júH 1977. Hér á eftir fara þau viötöl, sem ekki reynd- ist unnt að birta á föstudaginn var. Ritva Kontro25ára var fulltrúi Sambands ungra miðflokks- manna i Finnlandi (N.K.L.) á aðalfundi N.C.F. og þeirri ráð- stefnu sem haldin var samhliða aðalfundinum. Hún er ritari N.K.L. og sinnir samskiptum Sambandsins við flokksfélögin og sér um að senda þeim upp- lýsingarit um stefnu og starf- semiFinnska miðflokksins. Auk þess skipuleggur hún ráðstefnur og annast fræðslumál fyrir sambandið. — Ritva, hvernig er skipulagi Sambands ungra miðflokks- manna i Finnlandi háttað? Samband ungra miðflokks- manna i Finnlandi saman stendur af 19 svæöafélögum, en svæðafélögin eru mynduð af öllum flokksdeildum á viðkom- andi svæði. Samanlögð tala skráöra ungra miðflokksmanna er um 50.000. 1 stjórn sam- bandsins sitja 11 fulítrúar, sem eru kosnir á sambandsþingi, en það er haldið i júni ár hvert. — ilvaða málaflokkar eru einkum til umræðu hjá ykkur? Helztu viðfangsefni ungra miðflokksmanna i Finnlandi eru orkumál, en auk þess setja um- ræður um byggðamál og byggðajafnvægi svip sinn á félagsstarfið. Við höfum lagt mikla áherzlu á að rikisvaldið og bankakerfið stuðli að auknu jafnvægi i byggð Finnlands, t.d. með þvi að örva fyrirtæki til að fjárfesta i verksmiðjum á svæðum, sem viðgetum sagt að séu orðin á eftir miðað við iðn- aðarhéruðini kringum Helsinki. bá höfum við sett á oddinn mál sem eiga aö bæta félagslega að- stöðu þeirra sem búa i dreifbýl- inu. Til dæmis höfum við barizt Rilva Kontro íyrir þvi að bændur fái sumar- leyfi eins og aðrar starfsstéttir i landinu. Það mál er komið á nokkurn rekspöl, þvi að núna greiðir rikið laun til þeirra, sem leysa bændur af i sumarleyfi þeirra. Þetta fyrirkomulag á að gera bændum kleift að taka sér allt að 10 daga fri, sem okkur finnst i styttra lagi miðað við sumarleyfi annarra. Við berj- umst lika fyrir þvi að dögunum verði fjölgað. — 1 janúar 1978 eiga að fara fram forsetakosningar i Finn- landi. Getur þú sagt okkur eitt- hvað frá undirbúningi þeirra? Já, það get ég. Sex stærstu stjórnmálaflokkarnir i Finn- landi hafa skorað á Kekkonen forseta að gefa kost á sér til endurkjörs, og hefur hann orðið við þeirri ósk. Annars er fyrir- komulag kosninganna þannig að kosnir verða 300 kjörmenn, en hlutverk þeirra verður aö kjósa forsetann. Forsetinn er þannig kosinn af kjörmönnum á svip- aðan hátt og forseti Bandarikj- anna. — Um þessar mundir eru iiðin tvö ár frá undirritun Helsinki sáttmálans. Eru Finnar ánægðir með þann árangur, sem orðið hefur vegna sáttmál- ans? Að sjálfsögðu voru Finnar mjög ánægðir með það, að það skyldi hafa tekizt að fá alla for- ystumenn þjóða i Evrópu og for- seta Bandarikjanna til þess að koma til Helsinki og ræða um öryggi og samvinnu milli rikja i Evrópu. Við fyrstu sýn virðist árangur ráðstefnunnar hafa orðið takmarkaður, en svo er þó ekki. Menn mega ekki gleyma þvi að Helsinki sáttmálinn er viljay firlýsing þeirra, sem stóðu að samkomulaginu, um það á hvern hátt skuli stuðlað að aukinni og betri samvinnu Evrópurikja. Þannig að sátt- málinn var ekki lagður fyrir þjóðþing aðildarlandanna til staðfestingar. Mitt mat er það, að samkomulagið sé mikil- vægur grunnur, sem hafi nú þegarsannaðágætisitt. T.d. má benda á þá staðreynd, að nú er mun auðveldara að ferðast á milli Austur- og Vestur-Evrópu og einnig að samskipti æsku- fólks i austri og vestri hafa aukizt frá þvi sem var (fundur- inn i Varsjá 1976). Það er þvi óhætt að fullyrða, að við séum ánægðir með byrjunina, en auö- vitað vonum viö að ekki verði látið staðar numið, heldur haldiðáfram á þeirri braut, sem hefur verið mörkuð sl. tvö ár. Formaður Centerns Ung- domsförbund (C.U.F.) iSviþjóð er Anders Ljunggren, 26 ára gamall. Hann var kosinn for- maður 1976 og endurkosinn i júni i sumar til eins árs. Eins og aöra viðmælendur okkar, báð- um við Anders að gera stuttlega grein fyrir C.U.F.. Samband ungra miðflokks- manna i Sviþjóðer samband um 1000 flokksdeilda. Félagsmenn eru 65.000. 1 stjórn C.U.F. eru 11 menn. Að auki eiga sæti 29 svo- kallaðir umboðsmenn sýsln- anna, eða 1 fulltrúi fyrir hverja ; sýslu. Umboðsmennirnir hafa ekki atkvæðisrétt á stjórnar- fundum. Fastir starfsmenn sambandsins eru 16. — Hvernig er háttað stuðn- ingi rikisvaidsins við starfsemi C.U.F.? Stuðningur rikisvaldsins viö stjórnmálafélög ungs fólks i Sviþjóð fer eftir fjölda félags- manna. 1 ár fær C.U.F. 1.000.000 s.kr. (44.000.000 isl. kr.) i rikis- styrk. Að auki fáum við 110.000 s.kr. til að gefa út blöð, 60.000 s. kr. til að standa straum af út- gáfum sérrita og 300.000 s.kr. til að kosta ýmiss konar herferðir t. d. gegn áfengisneyzlu. — Afstaða Sænska mið- flokksins til áætlunar stjórnar jafnaðarmanna um byggingu raforkuvera knúnum kjarnorku hefur vakið mikla athygli, svo og úrslit sænsku þingkosning- anna á siðast liðnum vetri. Hvernig hefur sænskum mið- Anders Ljunggren flokksmönnum gengið að efna kosningaioforðin i sambandi við orkumálin? Okkur hefur gengið það bæri- lega. Nýverið var afgreiddur lagabálkur af sænska þinginu um kjarnorkuver. t þessum lagabálki er mjög mikilvægt ákvæði, sem kveður á um, að hver sá sem hyggist byggja kjarnorkuver, þar með talin kjarnorkuknúin raforkuver, verði að sýna fram á aö geisla- virk úrgangsefni valdi ekki skaða eða náttúruspjöllum. Þetta ákvæði stöðvar byggingu kjarnorkuvera i bili, þar sem ekki eru til aðferðir til að gera geislavirkúrgangsefni óskaðleg eða að geyma þau þannig að óyggjandi sé, að þau valdi ekki skaða. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að árið 1980 væru 13 kjarn- orkuknúin raforkuver komin i notkun. Nú eru 6 tilbúin og ég geri mér góðar vonir um að 1980 verði ekki nema 5 starfrækt. Þá höfum við unnið ötullega að þvi að framkvæma það atriði i orkustefnu okkar, sem gerir ráð fyrir að árleg aukning orku- neyzlu verði ekki meiri en 1%. Allt útlit er fyrir að stjóminni takist að ná þessu markmiði, einkum vegna þess að húseig- endur hafa verið hvattirámarg- vfslegan hátt til að bæta ein- angrun húsa. Einnig hefur verið rannsökuð hagkvæmni þess að nýta hitaorku í kælivatni og reyk verksmiðja. — Annað mál, sem þið hafið lagt mikla áherzlu á, er aukin valddreifing i sænska þjóðfélag- inu. Hefur ykkur orðið ágengt á þvi sviði eftir stjórnarskiptin? 1 bigerð eru breytingar á sænsku sveitarstjórnarlögun- um. Hugmyndiner að fulltrúar i sýslunefndum, sem hafa verið kosnir af rikinu, verði kosnir af heimamönnum. C.U.F. telur að þetta sé mikilvægt skref i átt til valddreifingar, þar sem sýslu- nefndir eru valdamikill aðili. — Jafnframt aðalfundi N.C.F. hér i Reykjavik, hafa verið umræður um jafnari skiptingu auðæfa heimsins. Get- ur þú lýst i fáum orðum stefnu Sambands ungra miðflokks- manna i þvi máli? C.U.F. er þeirrar skoðunar, að ef áfram verði haldið á sömu braut i samskiptum þróunar og þrdaðra landa á sviði verzlunar og viðskipta, leiði það til þess að kalt strið hefjista milli þeirra. Við viljum koma i veg fyrir að þetta gerist. Það er hægt á margan hátt, til dæmis með þvi að þróuðu þjóðirnar auki aðstoð við þær sem minna mega sfn, greiði hærra verð fyrir hráefni frá vanþróuðum þjóðum, að- stoði þær við að koma upp kaup- skipaflota o.s.frv. Auk þess hef- urC.U.F.samþykkttillögu, sem felur i sér viðurkenningu á rétti þróunarlanda til að þjóðnýta erlend fyrirtæki sem starfa á yfirráðasvæði þeirra. — Hvaðviltusegja aðlokum? Ég er mjög ánægður meö aðalfundN.C.F. og ráðstefnuna, sem haldin var samhliða hon- um. Ég er þeirrar skoðunar, að stjórnmálaumræðurnar hafi verið á mjög háu plani og ég tel að öll skilyrði séu fyrir árangursriku samstarfi i framtiðinni milli þeirra aðila sem stóöu að fundahöldum hér. Að lokum vil ég þakka Sam- bandi ungra framsóknarmanna fyrir allan undirbúning fyrir ráðstefnuna og aðalfundinn og framkvæmd, sem var til fyrir- myndar. G.K. Illllllliinlf lllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllnHlllllllllllll Umsjónarmenn: Pétur Einarsson Ómar Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.