Tíminn - 04.09.1977, Page 7
Sunnudagur 4, september 1977
7
Vill ekki vera
gólfmotta fyrir Best
Bandarisk stúlka, Angeía MacDonald James að nafni,
komst á forsiður blaðanna nýlega, þegar hún stofnaði til
náinna kynna við George Best, fótboltasDörnuna frægu.
Angela, sem hefur fyrirsætustörf að aðalsíarfi, var stödd i
Ameriku og vann sem einkaritari söngkonunnar Cher
(Sonny & Cher), þegar hún hitti hina irsku fótboltahetju.
Þau vöktu mikla athygli, er þau sáust saman við það tæki-
færi, er Best lék sinn fyrsta leik með liðinu Fulham eftir
langt hlé á fótboltaferli sinum. Bjuggu þau saman um
nokkurt skeið, en mesti glansinn var fljótur að fara af öllu
saman, og Angela yfirgaf Best með þeim orðum, að hún
væri siður en svo reiðubúin til þess að verða „gólfmottan
hans”. Nú leggur hún tvöfalt harðar að sér við fyrirsætu-
störfin og vilji fólk forvitnast um fyrrverandi vin hennar
setur húnupp sakleysislegt bros og spyr „hvaða Georges”.
Fyrir nánum vinum sinum hefur hún þó viðurkennt, að enn
beri hún heitar tilfinningar til Georgs Best og muni likleg-
ast alltaf gera.
Betty
ofmetur
sjálfa sig
Betty Davis er bæði
velþekkt og virt leik-
kona, að minnsta kosti
þótti mörgum mikið til
hennar koma hér áður
fyrr, en nú eru takmörk
fyrir þvi, hvað menn
vilja borga fyrir að sjá
andlit hennar á tjald-
inu. Nú fyrir stuttu sið-
an fór sjálfsálit hennar
fram úr öllu hófi, er
hún krafðist 750.000
dollara fyrir smáhlut-
verk i sjónvarpsþætti.
Það er með þetta eins
og svo margt annað,að
einhvers staðarverður
að setja mörkin. Er
menn fengu að heyra
kröfur hennar voru
þeir ekki lengi að snúa
við henni bakinu og hún
var látin lönd og leið,
en önnur tekin i hÞt-
verkið.
spurningin
Áttu von á verkföllum
hjá rikisstarfsmönnum?
Þórir Jóhannesson, vinnur hjá
Alafossi: Já, heldur. beir eru
langt á eftir i launamálum skilst
mér og ætli þeir reyni ekki að
rétta sinn hlut.
Hanna Jóhannesdóttir, nemi: Já,
ég held aö þetta endi meö verk-
föllum hjá þeim og viö fáum sjálf-
sagt aö finna fyrir þeim.
Hjörtur Gunnarsson, vinnur I
fasteignasölu: Þaö þykir mér
ekki ólfklegt, að rikisstarfsmenn
fari i verkfall.
Sigriöur Eirfksdóttir, afgreiöslu-
stúlka: Nei, ég held ekki. Þeir
hafa varla efni á þvi.
Eirikur Hermannsson, keunata-
nemi: Ég reikna frekar meö þvi
já, nema samninganefndin fari aö
gefa eitthvaö eftir en hún hefur
hafnað öllum kröfum rikisstarfs-
manna fram til þessa, skilst mér.