Tíminn - 04.09.1977, Page 19

Tíminn - 04.09.1977, Page 19
Sunnudagur 4. september 1977 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Uitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Kitstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur (iislason. Kitstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglvsingar Siöumúla 15. Sími 863(10. Verð i lausasölú kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Grundvöllur lagður í kjölfar kjarasamninganna i sumar var það vitað að ýmsir myndu reyna að kasta allri byrð- inni af sér og atvinnurekstri sinum yfir á herðar almennings með meiri verðhækkunum en efni stóðu til vegna kjarabótanna. Þetta gekk svo langt að Samband málm- og skipasmiðja og Landssamband rafverktaka gáfu út nýja taxta sem ekki voru i samræmi við það sem heimilað hafði verið. Nú hefur verðlagsstjóri ákveðið að kæra þessa aðila fyrir þetta i athæfi. Þvi ber að fagna að stjórnvöld vilja þannig sýna að fullur hugur fylgir máli i þvi að verja almenning óeðli- legum verðhækkunum, sem til eru komnar vegna sérsamninga er brjóta i bága við markaða heild- arstefnu i kjara- og efnahagsmálum. Verðlagsstjóri hefur að undanförnu sýnt mjög athyglisvert og ánægjulegt frumkvæði, og þessi siðasta ákvörðun markar á ýmsa lund timamót sem beðið var eftir. Þessir atburðir leiða hugann óneitanlega að verðbólguvanda islenzku þjóðarinnar, ástæðum hans og hugsanlegum leiðum til lausnar. Það er upplýst að meðal meginástæðna verð- bólgunnar eru þær að íslendingar eru háðir út- flutningi einnar vöru eða vöruflokks um gjald- eyrisöflun sina. Þeir eru að sama skapi háðir inn- flutningi margvislegustu neyzlu- og rekstrar- vara. Við þetta bætist að útflutningsvaran er háð náttúrulegum sveiflum sem ekki er i valdi manna að hindra. Þegar sveiflan er ,,upp á við” og færir þjóðinni tekjuauka er honum jafnað út um þjóðfélagið með ýmsum ákvörðunum, svo sem i kjarasamn- ingum. En þegar sveiflan verður ,,niður á við” verða viðbrögðin ekki að sama skapi, heldur er samdrátturinn hulinn undir vaxandi hrúgu verð- minni króna. Og þannig hefur þetta gengið til áratugum saman. í þessu verður hlutur hvers konar hagsmuna- samtaka i landinu mjög alvarlegur, og á það ekki aðeins við um samtök launþega. öllum virðist umhugað um að koma vandanum frá sér og sin- um, enda þótt vitað sé að skammgóður vermir leiðir til langvarandi efnahagslegs sjúkdóms. Sá þáttur sem þó virðist einna erfiðastur viðfangs er að verðbólgan leiðir til mikillar skuldasöfnunar i þjóðfélaginu. Skuldir falla smám saman, en þar á móti hækkar verðlag og lán verða til óeðlilega skamms tima. Þetta kemur einkum við húsbyggjendur, sem eru tals- verður hluti yngri kynslóðarinnar, og við þau fyrirtæki, t.d. i framleiðslugreinum, sem eru i uppbyggingu. 1 skjóli þessara aðila geta siðan þeir sem spekúlera i skuldum blómstráð. Hafi menn gert sér grein fyrir meginástæðun- um á að vera kleift að leggja til atlögu við vandann. Á hitt ber að leggja sérstaka áherzlu að hann verður ekki leystur i einu vetfangi, heldur aðeins með stöðugu uppbyggingarstarfi ár frá ári. Núverandi rikisstjórn hefur lagt grund- völl sem skilyrðislaust ber að byggja á i þessum efnum. Það er deginum ljósara að bót verður ekki ráð- in á verðbólgusýkinni nema með mjög viðtækri samstöðu sem nær út fyrir svið stjórnmálamanna og stjórnvalda. Hagsmunasamtökin i landinu verða að kannast við ábyrgð sina. Þau verða aðtað taka ábyrgan þátt i lýðræðislegum samráð- um undir þjóðkjörinni forystu. JS ERLENT YFIRLIT Li og Wang eru valdamiklir t»eir ganga næst Hua, Yeh og Teng Japana.Eftiraö kommúnistar komust til valda i Kfna hlaut Li strax mikilvæg embætti og þótti hann sýna, aö honum væri einkum sýnt um aö stjórna fjármálum, þótt enga heföi hann hagfræöimenntun- ina. Hann var skipaöur fjár- málaráöherra 1954 og gegndi þvi starfi i rúm tuttugu ár, en 1975 var honum falin stjórn allra efnahagsmála Kina. Taliö er, aö þaö hafi veriö gert aö ráöum Chou En-lai, sem mat Li mikils og hélt verndar- hendi yfir honum á timum menningarbyltingarinnar. Róttæki armurinn i Kommún- istaflokknum haföi jafnan horn i siöu Lis og taldi hann of ihaldssaman. Einkum féllu þær kenningar hans illa i geö hinna róttæku, aö atvinnu- reksturinn yröi engu siöur aö skila aröi, þótt hann væri rek- inn af rlkinu eöa sameignar- búum. Þaö er haft eftir Li, aö kenningar Maos væru góöar, en hins vegar væri ekki sama, hvernig þær væru fram- kvæmdar. Þess vegna þyrfti aö athuga þær vel áöur en til framkvæmda kæmi, þvi aö ella væri ósýnt um árangur. WANG, sem er 61 árs aö aldri, er miklu minna þekktur en Li. Hann gekk ungur i her kommúnista og hófst þar brátt til mannaforráöa. Ariö 1947 þótt hann sýna mikiö snar- ræöi, þegar honum tókst aö koma i veg fyrir, aö Mao, Chiang Ching og Chou En-lai féllu ihendurhers Chiang Kai- sheks, en taliö er, aö mjóu hafi munaö. Eftir þaö haföi Mao mikiö dálæti á Wang og geröi hann ekki aöeins aö lifveröi sinum, heldur siöar aö æösta stjórnanda leynilögreglunnar eöa öryggislögreglunnar svo- nefndu. Taliö er, aö Wang hafi átt mestan þátt i aö hindra byltingartilraun Lin Piao varnarmálaráðherra 1971. Hann sá lika um fangelsun Chiang Ching og félaga hennar á siðastl. hausti. Sumar sagnir herma, aö hann hafi þá beitt brögöum. Hann hafi látizt ætla aö koma til hennar i kurteisisheimsókn og hún þvi verið andvaralaus og ekki gert vöröum sinum viö- vart. Þátttaka Wangs i falli Lin Piaos og Chiang Ching hefur oröiö til þess, aö ýmsir fréttaskýrendur eru famir aö likja honum við Beria. Vafa- samt er þó, aö sú samliking eigi rétt á sér, en hitt er senni- legt, aö þessi lágvaxni og brosmildi Kinverjieigi eftir aö koma meira viö sþgu, enda er hann mun yngri en þeir Yeh, Teng og Li. Þ.Þ. A NÝLOKNUM landsfundi kinverska Kommúnista- flokksins var sú breyting gerö á yfirstjórn hans, að hún var aðallega falin fimm mönnum. Auk þeirra Hua, Yehs og Tengs, sem taldir eru valda- mestu menn flokksins, skipa þessa yfirstjórn þeir Li- Hsien—nien og Wang Tung- hsing. Þaö kom ekki á óvart, aö Li var kjörinn i þessa yfir- stjórn, þvi aö hann hefur lengi veriö einn af valdamestu mönnum flokksins og oft veriö gizkað á, aö hann tæki við for- sætisráöherraembættinu, ef Hua teldi sér ekki fært aö gegna þvi, jafnhliöa for- mennskunni I flokknum. Kjör Wangs I yfirstjórnina kom meira á óvart, en ljóst þykir nú, aö hann hafi á undan- förnum árum veriö mun valdameiri en almennt var álitiö. Hann hefur ekki aöeins stjórnar lifveröi Maos, heldur veriö yfirmaöur öryggislög- reglu Kina, sem talin er ein fullkomnasta eöa fullkomn- asta leyniþjónusta i heimi. Það þykir vera til marks um, aö þeim Li og Wang er ekki ætlaö aö leika nein auka- hlutverk, að skömmu eftir aö Vance utanrikisráöherra fór frá Peking, átti hinn þekkti bandariski blaðamaöur, Harrison E. Salisbury, langt viötal viö Li, og var Li mun opinskárri, bæöi varöandi for- tiöina og framtiöina, en titt hefur veriö um kinverska ráöamenn siöan kommúnistar komu til valda. Þaö þykir sýna, aö Li hafi mikil völd, enda hniga margar spár I þá áttaö frami hans eigi enn eftir aö aukast. LI, sem er 69 ára gamall, hefur annars verið þekktur fyrir þaö aö láta ekki mikiö á sér bera en ráöa þeim mun meiraaö tjaldabaki. Frá þeim tima, þegar styrjöld stóö I Li Hsien-nien Wang og Hua Kina milli herja Chiang Kai- sheks og Japana, er höfö setn- ing eftir Li, sem oft hefur veriö vitnaö i siöar: Sitjum kyrrir og horfum á tigrisdýrin rifa hvort annað á hol. Þessari sömu reglu hefur Li fylgt i sambandi viö innbyröis- deilur i kommúnista- flokknum, en þó mun hafa munað litlu aö hann væri sviptur völdum, þegar menn- ingarbyltingin stóö sem hæst. Li er kominn af fátækum bændaættum og hefur aldrei notið neinnar skólamennt- unar. Hann gekk ungur i her kommúnista. Þegar styrjöldin hófst milli Japana og stjórnar Chiangs Kai-sheks, geröist Li leiötogi skæruliöa á hernáms- svæöi Japana, og vann sér þar mikla frægö. Aðallega vann hann þá að þvi aö koma her- sveitum Japana og Chiangs Kai-sheks i hár saman. Skæruliöasveitir hans uxu að sama skapi og er taliö aö hann hafi um skeið stjórnað 50 þús. manna her á umráðasvæöi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.