Tíminn - 04.09.1977, Síða 20
20
Sunnudagur 4. september 1977
,,Því læra börnin m;
Maður er nefndur Guðmundur Einarsson. Kenn-
ari er hann að mennt, en varla mun teljast oflof þótt
sagt sé, að hann sé af þeirri tegund manna, sem
stundum eru kallaðir þúsundþjalasmiðir. En Guð-
inundi er ekkert um það gefið að fjölyrt sé um þá
hluti. „Segðu litið eða ekkert um húsið mitt. Ég má
ekki gera minn hlut þar of stóran, þá geri ég þeim
rangt til sem alltaf voru að hjálpa mér,” sagði Guð-
mundur, þegar blaðamaður sagði eitthvað i þá átt-
ina, að hús þeirra hjónanna, Guðmundar Einars-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, myndi hafa verið
reist á þeim árum, þegar menn urðu að bjarga sér
sjálfir, hver sem betur gat. ,,Jú, ég vann mikið við
það sjálfur, til dæmis allt tréverk og margt fleira,”
bætti Guðmundur við og siðan var ekki meira um
það talað.
Þar áttu hinir athvarfs-
lausu skjól
— Segðu mér þá heldur eitthvað
um sjálfan þig og það sem þú hef-
ur séð og heyrt á lifsleiðinni fyrst
þú vilt ekki tala um húsbyggingu,
sagði undirritaður.
— Já, það verður vist svo aö
vera, fyrstég hryggbraut þig ekki
strax, þegar þú fórst að biöja um
þetta viötal.
Ef þú vilt heyra eitthvaö um
upphaf mitt, þá fæddist ég á
Hamri i Nauteyrarhreppi i Norð-
ur-lsafjaröarsýslu 28. mai áriö
1917. Ég varð þvi sextugur núna i
vor er leiö.
Þau Hávaröur bóndi á Hamri
ogkona hans eignuöust ekki börn',
en þó var heimili þeirra ekki
barnlaust. Þau munu hafa aliö
upp tðlf börn, sem flest voru
þeim óskyld og óvandabundin, en
áttu enga aö. Þetta segir meira
um innræti þeirra og alla gerð, en
löng ræöa, enda veit ég ekki betur
en aö allir hafi lokið upp einum
munni um þaö, að á Hamri hafi
jafnan staöið opnar dyr þeim er
minna máttu sln, hvort sem þaö
voru börn, gamalmenni eöa aörir
sem á einhvern hátt stóöu höllum
fæti i lifinu. Og reglusemi og -
snyrtimennsku Hamarshjóna var
við brugðiö.
Faöir minn, Einar Friöriksson,
var fæddur 19. sept. 1885 i
Drangavfk f Árneshreppi i
Strandasýslu. Hann er dáinn fyrir
nokkrum árum. Móöir min og
hann giftust ekki, en kona fööur
mins var Lárusina Fjeldsted, og
hann var seinni maöur hennar.
Þau bjuggu meðal annars i
Reykjavik, og hjá þeim var ég
fyrstu árin i Reykjavik á meöan
ég var f Kennaraskólanum.
Móöir min, Halldóra Arnadótt-
ir, er enn á lifi á Elliheimilinu
Grund. Hún fæddist 19. sept. 1883
á Melum i Vikursveit i Stranda-
sýslu. Hún hefur alla ævi veriö
ógift, og veriö vinnukona á ýms-
um bæjum við Djúp. Hún var
ákaflega dugleg og svo þrifin var
hún, aö á orði var haft.
— Þú hefur þá ekki alizt upp
með báðum foreldrum þfr-sn, cf
þau hafa ekki búið saman?
— Nei. Fósturforeldrar minir
frá fæðingu og fram til átta ára
aldurs voru Guömundur
Kristjánsson, húsmaöur á Hamri
á Langadalsströnd, fyrrum bóndi
þar, og amma min, Ingibjörg
óladóttir, ráöskona hans. Guð-
mundur Kristjánsson dó áriö
1926. Upp frá þvi telst ég fóstur-
barn Hávarðar, — sonar Guö-
mundar Kristjánssonar — og
konu Hávaröar, Sigriðar Guö-
mundsdóttur. Amma min var
áfram á Hamri eftir dauöa Guö-
mundar og þar dó hún.
,,Ég klappa honum á
dyrastafinn”
— Barnanámið var samtals tólf
mánuöir. Þaö var auövitað far-
skóli og þetta var indæll timi.
Sjálfsagtþykirmörgum nú á dög-
um þetta stuttur námstimi, en at-
hugaðu það aö viö sveitabörnin
þurfum ekki langa skólagöngu.
Viö erum þannig gerö, aö við get-
um lært á örfáum mánuöum þaö
sem kaupstaöarbörn eru aö gutla
viö að læra i mörg ár.
— Fórst þú svo ekki i héraðs-
skóla, þegar barnanámið var úti?
— Jú,égvari héraösskolanum i
Reykjanesi viö Djúp. Þar var
barnaskóli, iþróttaskóli, heitt
vatn og sundlaug. Þarna var ég
lika tvö sólrik sumur. Reykjanes
hefur sjarma. Maður á aldrei aö
reyna aö skilja sjarma. Þaö er
höfuöglæpur að gera ekki
greinarmun á honum og
reikningsdæmi. I Reykjanesi var
min Mallorka, min Costa del Sol.
— Svo hefur hugur þinn staöið
til frekara náms?
— Ég fór I Kennaraskólann og
útskrifaöist þaöan 1941. Þaö var
góöur skóli. Ég klappa honum
alltaf á dyrastafinn þegar ég á
leiö framhjá honum. Oft er þaö,
þegar gamlir menn rifja upp
endurminningar, aö þeir taka
kennara sina, leggja á þá mæli-
stiku og gefa þeim einkunnir. Ég
er löngu biíinn að gefa öllum min-
um gömlu kennurum tiu. En gáöu
að þvi, aö þetta er voöalega
hættuleg tala. Sjáöu um, aö hún
verði ekki prentuö meö tölustöf-
um. Hugsaöu þér afleiöingarnar,
ef prentvillupúkinn færi á kreik I
sambandi viö þessa tvo viösjár-
veröu tölustafi.
1 viðbót við þetta er svo heyrn-
leysingjakennara-námið, og svo
sextiu ára stúderingar i bók lífs-
Magnúsar
Guðnasonar
— Þú hefur auövitað notið
þeirrar barnafræðslu, sem
tiðkaðist á uppvaxtarárum þin-
um ?
Einar Friðriksson, faðir Guð-
mundar, þess sem hér er rætt viö.
Rætt við Guðmund
Einarsson kennara,
sem hefur kennt í
Heyrnley singj a -
skólanum í þrjátíu ár
þáttur
— Fórst þú svo ekki aö kenna
strax og þú hafðir aflað þér rétt-
inda til þess?
— Nei, ekki fyrr en mörgum ár-
um seinna. Þaö sumar, 1941, og
fram undir jól, vann ég hjá
manni, sem hét Magnús Guöna-
son. Hann var einn af þessum
mönnum sem kallaðir eru þús-
undþjalasmiöir, bæöi i gamni og
alvöru. Hann haföi verkstæöi i
Uppsalakjallaranum, smiöaöi
gitara og svaf á verkstæðinu.
Magnús, var blásnauöur gáfu-
maöursemfáireöa engirmátu aö
verðleikum. Hann kallaöi sjálfan
sig uppfinningamann i gamni, en
hann var uppfinningamaöur i al-
vöru. Hann haföi meðal margs
annars fundið upp hljóöfæri sem
hann kallaði strokhörpu. Hún
gekk fyrir rafmagni. Þaö var eitt
sinn spilaö á hana i útvarpiö, á
fjóröa áratugnum eöa fyrr. Ég
heyrði þennan hljóöfæraleik.
Seinna sagðiMagnúsmér, aö Páll
Isólfsson heföispilaö. Ég sagöi þá
Magnúsi, aö ég heföi sjálfur
hlustaö á þetta. Ég man vel eftir
formálsorðum Páls. Hann sagöi,
að Magnús heföi náö merkilega
góöum hljómi úr þessu hljóöfæri.
Páll sagöi orörétt. „...merkileg-
um tóngæðum...” eöa „miklum
tóngæöum.” Þetta man ég enn.
En ekki óraöi mig fyrir þvi þá, aö
Guömundur Kinarsson.
ég ætti eftir að vinna hjá
Magnúsi.
Ég held, aö Magnús hafi veriö
búinn aö rifa þetta hljóöfæri i
sundur, þegar ég kom til hans.
Hann var eitthvað aö tala um aö
hann hefði ekki komið þvi fyrir.
Einu sinni fann ég hjá honum i
rusli likan af bát. Það var á aö
gizka eittfet á lengd, þilfar var og
borðstokkur. Skuturinn var með
gafli, i gaflinum var ferningslag-
aö op, eöa skarö og þar hallaði
þilfarinu niöur aö sjólinu. Likaniö
sem var kubbur var málaö svart
og hvitt og litaskiptin sýndu sjó-
linuna. ,,Hvað er þetta,
Magnús?” spuröi ég. „Þetta er
bara ein vitleysan úr mér,”
svaraöi hann þá. „Þaö er ekkert
aö marka þetta. Ég er alltaf meö
alis konar vitleysur i hausnum.”
Ég hef oft spurt sjálfan mig
siðan: Var hún ekki þarna I rusl-
inu hjá honum Magnúsi Guöna-
syni i Uppsalakjallaranum,
fyrsta hugmyndin aö skut-
togaranum? Ef þessu litla báts-
likani heföi veriö gefinn sá gaum-
ur, sem þaö veröskuldaði, og hon-
um Magnúsi, hvaö heföi þá getaö
gerzt? Spyr sá sem ekki veit.
„Nafni”
Til Magnúsar komu ýmsir
menn, sem ekki bundu bagga sina
sömu hnútum og samferða-
mennirnir. Þeir gistu þarna nótt
og nótt, sumir margar nætur, þö
aö litil væru húsakynnin, þvi þar
sem hjartarýni er, þar er einnig
húsrými. Magnús eldaöi sjálfur
mat sinn á verkstæöinu sendi mig
Við sundlaugina I Reykjanesi veturinn 1937-’38.