Tíminn - 04.09.1977, Qupperneq 21
Sunnudagur 4. september 1977
21
ílið
Veröandi heyrnleysingjakennari viö nám sitt i Osló.
i innkaupsferöir og matseöillinn
var hinn sami alla daga: Fiskur,
mjólk, brauö og kaffi. Magnús
haföiekkert vit á peningum. Einu
sinni gaf hann mér fimm krtínur
fyrir að kaupa fisk, sem kostaöi
krónu: þar aö auki sótti ég fiskinn
i vinnutimanum á fullu kaupi.
Grunur minn er sá, að matur sá
sem Magnús ætlaöi sjálfur að
boröa, hafi oft fariö i gesti hans,
þvi að ekki gátu þeir sumir hverj-
ir talizt fjáöir menn, aö ekki sé
meira sagt.
— Manstuekkieftir einhverjum
sérstökum?
— Um haustið gisti þarna einn
slikur svo sem i' vikutima. Ekki
fékk ég að vita hvaðan hann var,
eða hvað hann hét. Magnús var
tregur til að gefa upplýsingar um
gesti sina. Þessi maöur var
kallaður Nafni, en nafni hvers, —
það var ekki látið uppi. Hann svaf
yfirleitt allan daginn, og fór
sjaldan Ut.
Morgun einn, þegar ég kom i
vinnuna sá ég að á verktæðinu
hékk ákaflega stór og efnismikil
loðkápa Ur skinni, tvöföld og sneri
loðna bæði Ut og inn. Hetta var og
áföst kápunni. ,,Hvað er þetta?”
spurði ég. Magnús svaraöi: „Ja,
hann á nú þetta, hann Nafni.
Hann segir að þetta sé loökápan
sem hannArsæll Arnason notaði i
Grænlandsleiöangrinum á Gottu,
hérna um árið.” „Hvað ætlar
hann að gera við þetta?” spurði
ég. „Hja, ætli hann noti hana ekki
við tófurnar,” svaraði Magnús.
Eins og allir Reykvikingar
þekkja, geta rökkvuð, lognkyrr
haustkvöld i þeirri borg, orðið
með ólikindum fögur. A slikum
kvöldum var „Rúnturinn” f þá
daga fullur af fólki. Piltar og
stUlkur leiddust þar ýmist arm i
arm, eða gengu um i htípum og
töluðu saman. Ef menn geta ekki
með nokkru móti trúlofazt á
svona kvöldum, þá veröa þeir
áreiðanlega einhleypir alla ævi.
Sama gildir um konur.
A morgnana þegar ég kom á
verkstæðiö, var Magnús vanur aö
taka á móti mér með sjtíðheitu
kaffi, vel sterku. Einn morgun
var hann óvenju kiminn yfir
kaffikönnunni og segir við mig:
„Hann lenti nú i smá-ævintýri i
gærkvöld hann Nafni. Hann fór út
að ganga og fá sér friskt loft.
Veðrið var svo gott.” — Magnús
gerði nú hlé á frásögninni og
sötraði kaffið. ,,Nú, og hvað
svo?” spurði ég.
„Ja, hann fór náttúrlega Ut f
kápunni Arsælsnaut”, svaraði
Magnús.
Nafni svaf i svefnpoka á umbúða-
kössum i ganginum fyrirframan
verkstæðisdyrnar. Hann kom nú
inn i verkstæöið og var mikið
niðri fyrir: „Það er nú meiri
helv...fiflin, þessir Reykvikingar.
Það er eins og þeir hafialdrei séð
fólk. Maður getur ekki farið Ut á
götu fyrir þessu andsk... pakki.
Þetta er ekkert annaö en
bölvaður skrill.”
NU fékk hann kaffiöog frásögn-
in varð ekki lengri.
Seinna sagði Mgnús mér fram-
haldið. Það var svona:
„Þetta er náttúrlega ekki gott,”
sagði Magnús og fékk sér i nefið.
Ég sá hann, þegar hann fór út,
það var orðið dimmt, og hann var
eins og skógarbjörn. — Ég skil
i manninum aö gera
„Og hvaö svo?” spurði
ekkert
þetta.”
ég.
„Nú, þú getur náttUrlega
imyndað þér það. Miðbærinn full-
ur af fólki. Svo fór ég aö heyra
einhver lifandis læti alla leið
hingað inn I kjallara og fór út að
athuga hvað eiginlega gengi á.”
„NU, hvaö gerðist svo?” spurði
ég. „Lögreglan bjargaöi honum.
Ég veit ekki hvernig þeir komust
að honum gegnum allan þennan
grúa sem utan um hann er. Aðal-
strætið var alveg fullt alla leið
hingað upp að dyrum. Það var
mikið að hann var ekki drepinn.
Þeirskiluðu honum hingað. Hann
var óbrotinn, en eitthvað var
hann nú dasaður.”
Kokkur i setuliðsvinnu
— Hvað tókst þd þér fyrir
hendur þegar lokið var vistinni
hjá þessum merkismanni?
— Frá Magnúsi fór ég i setuliðs-
vinnuna og gerðist hjálparkokkur
hjá vinnuflokki sem var að reisa
bragga uppi við Hafravatn. Þetta
var hundraö manna flokkur, og
allir utan af landi. Þeir sváfu
þarna I bröggum og þurftu auð-
vitað að láta elda ofan i sig.
Vinnutiminn var fimmtán stundir
á dag, sunnudaga sem aðra daga.
011 vinna var greidd samkvæmt
matsveinataxta. Viö þurftum aö
smyrja á milli fjögur- og fimm
hundruð brauösneiðar á dag,
skræla um hálfan poka af kartöfl-
um, einn pakki af saltfiski fór i
hverja máltiö og annað var eftir
þessu. Mennirnir unnu erfiðis-
vinnu úti i kulda, minnst tiu
stundir á dag, og vildu hafa mat
sinn og engar refjar.
Einu sinni fór ameriskur
flutningabill út af, og farmurinn
út i skurð, einhver tísköp af
súkkulaði og allt ónýtt. Með þessu
súkkulaði kyntum viö ofninn i
skálanum þar sem við sváfum i
mörg kvöld.
Einusinnibar svo við að upp aö
eldhúsdyrunum renndi amerisk-
ur trukkur, fullur af hermönnum.
Þeir snöruðu sér inn i eldhús og
bentu 'á eldavélarnar með miklu
pati. „Gvendur” sagði yfirkokk-
urinn. „Spurðu þá hvað þeir séu
að þvælast hingað inn I eldhiís.”
„Þeirsegjast vera komnir til þess
að sækja eldavélarnar og það eigi
að taka allan eld úr þeirn
strax, svo hægt sé að flytja þær”,
svaraði ég.
Kokkurinn stóð orðlaus
stundarkorn en svo fékk hann
máliö:
„Sækja eldavélarnar? Taka úr
þeim eldinn? Hvurn sjálfan dj...
hef ég aö gera með eld ef ég hef
ekki vél? Segöu þeim að fara til
andsk... og taka eldinn með sér
þangað. Þaö er brúk fyrir hann
þar, þegar þeir veröa komnir
þangað!”
Svo stóð hann andartak og
hugsaði. Siðan þaut hann út7
komst meö einhverjum ráöum
niður i Reykjavik og kom aftur
með fullan bil af tilbúnum mat:
„Losiöi bflinn, strákar, þetta er
allt I lagi viö fáum bráöum vélar
aftur.”
Krókur á móti bragði
Þegar eldamennskunni lauk
fékk ég vinnu sem smiður við
stóra spitalabyggingu i Mosfells-
sveitinni. Majórinn, sem var yfir
öllum framkvæmdunum, rak
fljótlega augun i fyrrverandi
kokk, þar sem hann var með fulla
kistu af smiöattílum, farinn úr
hvita eldhúsjakkanum, kominn i
bláan nankins galla og smiðaði
eins og hann heföi aldrei gert
annað um dagana, allra sizt unnið
kokksstörf. — Majórinn sneri sér
aö verkstjóranum og sagði við
hann nokkur orð i styttingi. Sið-
ustu orðin voru þessi: „...You
make carpenters of all the men.”
(„Þú geriralla mennina að smið-
um.”)
Majórinn gaf mér lengi illt
auga, og ég vissi, að hann langaði
innilega til að reka mig.
En svo fór, aö viö urðum mestu
mátar. Það kom nefnilega i minn
hlut að smiða handa honum skrif-
borð. Ég geirnegldi allar skúffur
og vandaði verk mitt eins og ég
gat. Hann kom flesta daga og leit
á smiðina. Smáttog smátthrundi
utan af honum þessi harða skel,
sem hann iklæddist sem herfor-
ingi. Innan undir henni var
hinn almenni borgari: hr. múrari
NN, U.S.A. Góðlegur karl, fá-
máll, gæddur þægilegri kimni-
gáfu, bar mikla persónu, með af-
brigðum samvizkusamur maður,
hvað starf þarna snerti, sem var
að lita eftir byggingum sem fag-
maður i handverki.
Hann fékk sitt skrifborð, — og
ætli ég sé ekki eini Islendingur-
inn, sem hefur smiðað skrifborð
fyrir ameriskan herforingja?
— Þú hefur þá veriö einn hinna
svokölluöu gervismiða. sem urðu
taisvert fræg stétt hér á landi á
sinum tima?
—Já. Þessistéttmanna varö til
á striösárunum, og gervi-
smiöirnir voru vitanlega þeir
menn, sem töldu sig smiði og
unnu að smiöum, þótt þeir heföu
ekki réttindi sem slikir og jafnvel
litla kunnáttu. I Reykjavik voru
ráöningarskrifstofur sem réðu
menn i vinnu hjá hernum. Að
sjálfsögðu vildu menn heldur fá
vinnu sem smiöir en verkamenn,
þvi að þá fengu þeir miklu hærra
kaup og þaö orö lá á, að sumir
hefðu j af nvel brugöið á þa ð ráö að
kaupa sér smiðaáhöld og hafa
þau meö sér, þegar þeir leituðu
eftir vinnu. Nú hvildi sá vandi á
ráðningarstofnunum að reyna
með einhverju móti að greina
lagtæka menn sem eitthvaö
kunnu til smiða frá hinum, sem
ekkert þýddi aö ráða I smiöa-
vinnu.
Aðferð ráðningarskrifstofanna
var sú að yfirheyra umsækjendur
dálitið. Sú spurning sem flestir
félluá, varákaflega sakleysisleg.
Hún var i þvi fólgin að grennslast
eftir þvi hvernig ástatt væri um
verkfæraeign hinna væntanlegu
smiða. Af þvi, hvort verkfærin
voru gömul eða ný, mátti greina
hvort menn væru vanir smiöum
eða ekki. Þeir, sem voru svo
heppnir að kunna skil á þessu
prófi, stóðust það, hinir féllu, og
fengu ekki smiðavinnu.
Sagt er að eftirfarandi samtal
hafi átt sér stað á ákveðinni
ráðningarstofu i' Reykjavik. Um-
sækjandi var með öllu óvanur
smiöum, en haföi hins vegar búið
sig vel undir prófiö:
llávaröur Guömundsson bóndi á Hamri og Sigriöur Guömundsdóttir
kona hans. Hjá þeim áttu þeir athvarf, sem á einhvern hátt stóöu
höllum fæti i lifsbaráttunni.
Hamar i Nauteyr.arhreppi.
„Svo þú vilt komast i smiöa-
vinnu. Þú hefur þá náttúrlega al-
mennileg verkfæri, ný og góö?”
„Ja, min verkfæri eru nú ekki
ný, enda er þaö ekkert atriöi, ef
þau eru i góðu standi. Ég hef allt-
af farið vel með min verkfæri.”
Hann var þegar i stað ráðinn
sem smiður hjá hernum!
Að duga eða drepast
— Nú langar mig að viö förum
aö ræöa um sérgrein þina,
kennslu heyrnarskertra nemenda
og hvernig þú bjóst þig undir þaö
mikla vandaverk.
— Já, það er ekki nema sann-
gjarnt að ég segi eitthvaö um þá
hluti. Ég lærði heyrnleysingja-
kennslu i heyrnleysingjaskólan-
um i Skádalen i Osló veturinn
1949-’50. Við vorum sex sem
stunduöum þar nám i þeim fræö-
um þennan vetur, fimm Norð-
menn og ég. Við fengum þarna
mikla og góða kennslu. Námið
var vel skipulagt og hver stund
notuð. Fyrst gengum við bekk úr
bekk og horföum á kennsluna.
Svo komu æfingar undir leiðsögn
kennaranna. Verkefnin fengum
við með góöum fyrirvara, svo viö
gátum búið okkur vel undir tim-
ana. Það var mikill kennara-
skortur i Noregi á þessum árum.
Norsku kennaranemarnir höföu
allir hálfar stöður við skólann.
— En ekki hefur þér, út-
lendingnum, staöiö neitt slikt til
boöa?
— Kennarar veikjast eins og
aðrir menn og þarna var enginn
forfallakennari. Ég var spuröur,
hvort ég vildi taka forfalla-
kennslu. „Sjálfsagt,” sagði ég, og
bar mig mannalega. Og nú var
annaðhvort að duga eða drepast.
Ekki veit ég hvort ég dugði en
ekki drapst ég. Ég var mikiö i
smiðakennslunni og eins i bekkj-
um. Meö þessu móti fékk ég tals-
verða æfingu. Ég fékk lika kaup
fyrir, bara snyrtilegan pening.
,,Þarna lágu likin á
marmaraborðum.,. ”
— Þetta hefur þá veriö bæöi
bóklegt og verklegt nám?
— Já. Bókleg fræðsla fór fram i
Skádalen og i Oslóarháskóla. Þar
voru timar i anatómiu, — lif-
færafræði- uppeldisfræði og hljóð-
fræði.
— Hverjar af þessum náms-
greinum heldur þú aö þér séu
minnisstaðastar?
— Kennslan i liffærafræðinni er
mér minnissteeð. Prófessorinn lét
sér ekki nægja bækurnar. Hann
hafði parta af likum, höföi og
hálsi og fór m jög rækilega í gegn-
um námsefnið. Mér þóttu þessi
kennslugögn dálitið óhugnanleg
fyrst i stað, en þaö vandist fljótt.
Einu sinni varö mér litiö inn i
sal þarna á hæðinni, þar sem
læknastúdentarnir voru viö ana-
tómíunámið. Þarna lágu lfkin á
marm araborðum, likin sem
stúdentarnir notuðu við nám sitt.
Yfirsum var breitt, en við hliöina
á öðrum voru læknanemarnir
með bækur sínar opnar, og læröu
af miklu kappi og alvöru. A sum-
um af þessum boröum, við hliöina
á líkunum stóöu kaffibrúsar og
brauðpakkar stúdentanna, áhug-
inn var svo mikill aö þeir tóku sér
ekki kaffihlé. Þarna blasti við
mér, leikmanninum, ofurlitið
sýnishorn af þvi mikla námi sem
liggur á bakviö læknisstarfið og
þeirri alvöru og ábyrgö sem þvi
fylgir.
Nú gæti einhverjum dottið i hug
að þessari sjón hafi fylgt einhver
óhugnan. Þaö var öðru nær. Yfir
þessu öllu hvildi einhver sér-
stakur friður og ró, alvara
dauðans og alvara lifsins.
Þegar ég kom út i haustkyrrð-
ina og hina miklu fegurð, sem rik-
ir yfir Oslóborg á sólbjörtum
septemberdögum, fann ég að ég
var ekki alveg samur maöur og
áður. Ég tyllti mér á bekk i
Stúdentalundinum og horfði á
þetta unga og fallega fólk, glatt
og hamingjusamt, sem sat þar á
bekkjunum. Sól þess skein glatt i
hádegisstað. Fyrir hinum, sem
lágu á marmaraborðunum, var
sól jarðlifsins gengin til viðar.
Við kennaranemarnir, fengum
lika part úr höfði og hálsi til þess
að nota viö lesturinn heima á
kvöldin. Þetta var alveg nýtt,
rautt kjöt og gulleit fita. Við
geymdum þetta i herberginu okk-
Framhald á bls. 25