Tíminn - 04.09.1977, Side 25
Sunnudagur 4. september 1977
25
VOLKSWAGEN 1200L
- FYRIRLIGGJANDI -
Hann er framleiddur af frábærum fagmönnum og undir nákvæmu eftirliti,
sem tryggir að Volkswagenbíllinn þinn mun reynast þér vel og lengi. Það
er líka þess vegna sem endursöluverð hans er hátt þegar þú þarft eða vilt
selja.
Viðurkennd Volkswagengæði — Volkswagen varahlutir
— Volkswagen þjónusta —
HEKLAhf.
Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240
Umferðarfræðsla
fyrir 5, 6 og 7 ára börn á Suðurnesjum
verður dagana 6.-9. sept, sem hér segir:
í barnaskólanum Keflavik þriðjudaginnn
6. sept.
Kl. 9 og 14 fyrir 7 ára börn
Kl. 11 og 16 fyrir 5 og 6 ára börn.
í grunnskóla Njarðvikur miðvikudaginn 7.
sept.
Kl. 9 og 14.
í barnaskólanum Brunnastöðum Vatns-
leysuströnd, miðvikudaginn 7. sept. kl. 11
til 13.
í barnaskóla Sandgerðis fimmtudaginn
8. sept. kl. 11 og 13.
Athygli skal vakin á þvi að börn eiga þess
kost að koma tvisvar, klukkustund i hvort
skipti. Auk fræðslunnar verður brúðuleik-
hús og kvikmyndasýning,-
Umferðarráð
Lögreglan I Gullbringusýslu.
© Pví læra
ar um tima,ég og hann herbergis-
félagi minn.
— Uröuö þiö ekki myrkfælnir?
— Nei, við sváfum ágætlega.
Engin myrkfælni, engin lik-
hræösla ekki neitt. Dáni maður-
inn kom aldrei að vitja um part-
ana sina, honum stóð vist alveg á
sama um þá, hafði enga þörf fyrir
þetta lengur.
Menn verða liprari i um-
gengni
— En var ekki sjálft námiö er-
fitt?
— Prófin voru þung. Llffæra-
fræðiprófið var skriflegt og stóð i
sex klukkutima samfleytt. Það
voru spurningar og efni i margar
ritgerðir. En fallegar norskar
stúlkur færðu okkur kaffi og með
þvi á prófborðin og brostu en
sögðu ekkert. Það mátti enginn
tala við okkur, það sögðu þær
okkur á eftir. Svona þjónustu i
prófum ættu fleiri þjóðir að taka
upp, þá yrði frammistaða nem-
enda betri.
Hljóðfræðiprófið var munnlegt.
Pröfessorinn spurði mig Ut Ur i
hálftima. Sá hálftimi var af gerö-
inni Extra Long Super. Prófessor
getur spurt um margt á hálftima,
og nemandi þarf ekki hálftima tii
að segja svo margar vitleysur að
hann falli. En karlinn var bara
ánægður með mig. Hann hló sin-
um tröllahlátri og sagði að það
gleddi sig að ég hefði haft gagn af
kennslunni. Ég þorði ekki annað
en að vera lungamjúkur og taldi
það vandalaust að hafa gagn af
svona góðri kennslu.
Kennsluprófið var i fyrsta lagi
kennsla og svo heimaritgerð um
tiltekið efni. Ritgerðin mátti helzt
ekki vera styttri en f jögur þUsund
orð. Hún átti aö vera eign skólans
eftir að búið var að gefa einkunn
fyrir hana. En ég tók afrit af
minni ritgerð, og á það enn.
— Og svo hefur þú veriö út-
skrifaöur meö pomp og pragt?
— Það var heilmikil veizla,
þegar prófin voru búin, með ham-
ingjuóskum og tilheyrandi.
Skólastjóri einhvers heyrn-
leysingjaskóla norður i landi var
prófdómari. Hann hélt ræðu og
bauð okkur velkomin i stétt
heyrnleysingjakennara. Enn
fremur talaði hann um kennara-
skortinn og sagðist geta tekið
okkur öll að sinum skóla. En þá
rak hann allt i einu augun i ts-
lendinginn, ræskti sig, sló botninn
i ræðuna i snatri og fór svo aö fá
sér meira kaffi og tertu.
— Varst þú ekki orðinn
magnaöur norskumaöur, eftir
svona strangt nám, sem allt fór
fram á þvi máli?
— Það var komið fram á
sumar.og ég búinn að vera þarna
allan veturinn. Þá var þaö ein-
hvern dag, aö ég sat inni i borð-
stofu og var að spjalla við gamla
konu, sem var þar gestkomandi.
Hún átti heima einhvers staðar
noröur i landi. Við töluöum lengi
saman. Þá stendur sú gamla upp
og segir: „Jæja, það var nú
gaman að hitta tslending. Ég hef
lesið um þetta allt saman. Veit
allt um þetta. En það sem mér
finnst einkennilegast af öllu, er
hvað málið hefur litið breytzt
allar þessar aldir sem liðnar eru
siðan Norðmennimir tóku sér
búsetu á Islandi. Ég skildi bara
töluvert af þvi sem þú varst að
segja”. (Okkar á milli sagt, þá
var ég aö tala norskuna mina!)
Svona reynsla hefur ákaflega
holl áhrif á menn, ef það hefur
komizt lofti þá. Menn veröa lipr-
ari i umgengni fyrir vikið.
Nám heyrnarskertra
— Og svo er þaö nú kennsla þln
i Heyrnleysingjaskólanum.
— Þegar maður þykist hafa
lært eitthvert starf, er þá ekki
næst að fara að gutla eitthvað i
þvi? Ég hef verið I Heym-
leysingjaskólanum samfellt,
siöan ég lauk námi. Ég átti
sextugsafmæli i vor. Og ég veit
ekki betur en ég eigi þrjátíu ára
afmæli á þessu ári, sem starfandi
kennari, svo ég á tvöfalt afmæli i
ár. Þetta eru samtals niutiu ár —
eða er ekki svo? Ég hef aldrei átt
gott með að reikna.
Undanfarin ár hef ég kennt
iðnnemunum i Heyrnleysingja-
skólanum ymsar bóklegar grein-
ar, sem koma iðnnáminu við, en
sjálft verknámiö ferfram á verk-
stæðunum og i Iðnskólanum i
Reykjavik. Sá skóli hefur alltaf
verið okkur sérstaklega hliðholl-
ur, og iðnskólakennararnir, sem
eru störfum hlaðnir menn, hafa
alltaf verið reiðubúnir að kenna
okkar iðnnemum lika.
Jón Sætran, tæknifræðingur,
kennari við Iðnskólann, fór til
Noregs fyrir nokkrum árum og
kynnti sér iðnfræöslu heyrn-
leysingja þar I landi. Hann hefur
siðan bæði kennt iðnnemunum
okkar, samið fyrir okkur náms-
bækur, haft stöðuga umsjón með
iðnfræðslunni, leiðbeint mér og
annazt alla mögulega fyrir-
greiðslu, sem of langt yrði upp að
telja. Hann hefur alls ekki viljaö
þiggja laun fyrir, heldur gerir
hann þetta allt i sjálfboðavinnu.
Ekki má ég heldur gleyma
meisturunum á verkstæðunum,
sem hafa tekið þessa drengi til
iðnnáms. Af skiljanlegum ástæð-
um er erfiðara að hafa heyrnar-
daufan iðnnema heldur en heyr-
andi. Þessir meistarar eiga þakk-
ir skildar fyrir sitt framlag.
Ýmsir aðilar, bæði i Reykjavík
og úti á landi hafa lagt þarna
hönd á plóginn. Ég hef þá i huga,
þó að ég nefni engin nöfn. Ég man
engin dæmi, þar sem þessum
málum hefur ekki verið tekið með
jákvæðum huga, þótt menn hafi
ekki alltaf getað leyst vanda okk-
ar.
— Hvaöa iöngreinar leggja
heyrnleysingjar einkum stund á?
— Fram til þessa tima hefur
það einkum verið vélvirkjun, bif-
vélavirkjun, skósmiði, netagerð,
gullsmíði, húsgagnasmiði, plötu-
og ketilsmiði, og einn er að byrja
að læra bifreiðasmiði.
Nokkrir heyrnleysingjar hafa
þegar lokið sveinsprófi og fengið
sveinsbréf sin. Aðrir hafa lokið
náminu, en eiga ennþá eftir
sveinsprófið. Hinireru svo á ýms-
um stigum iðnnámsins.
Nokkrir nemendur Heyrn-
leysingjaskólans hafa stundað
nám i öðrum skólum, með aöstoð
og undirbúning frá Heyrn-
leysingjaskólanum, til dæmis
sjúkraliði, tækniteiknari og
auglýsingateiknari. Kannski
gleymi ég einhverjum, en það
verða menn að fyrirgefa mér
vegna ellinnar.
Aðalatriði i lifi
hvers manns
Það sem hér er að gerast hefur
tekizt fyrir mikla vinnu og góðan
vilja margra manna, og er að
minum dómi allrar athygli vert.
Það eru aðalatriði i lifi hvers
manns, að hann kunni starf, sem
hann getur lifað af, og að hann
hafi réttindi til þess að vinna það
starf.
Enginn má þó skilja orð min
svo, að hér megi láta staðar
numið. öðru nær. Mikið verk er
enn óunnið hvað snertir fram-
haldskennslu heyrnleysingja.
Það þarf að auka hana, móta
hana betur og ætla henni stað i
framhaldsskólakerfi landsins,
þegar lög verða sett um fram-
haldsskóla. 1 þeim lögum verður
að taka fullt tillit til þess, að okk-
ar menn hafa sinar sérstöku
þarfir.
— Hverjar eru þær aðallega?
— Hinar sérstöku þarfir orsak-
ast meðal annars af þvi, aö
heyrnleysingjar þurfa miklu
lengri tima til þess að læra en
heyrandi fólk, og það stafar af
málleysinu. Þess vegna þurfa
þeir meiri kennslu og lengri
námstima. En meiri kennsla og
lengri námstimi krefst fleiri
kennara. Þetta verða menn aö
gera sér ljóst, þvi aö þetta er
aðalatriði málsins. Heyrnarleysi
er orsök málleysis, og þetta
tvennt orsakar erfiðleika, sem
heyrandi fólk á mjög erfitt með
að gera sér fulla grein fyrir.
Framhaldsdeild, sem tekur við
þegar skyldunáminu lýkur, er
þarna höfuðmál. Hlutverk hennar
er fyrst og fremst málkennslan,
aðalatriði allrar heyrnleysingja-
kennslu. Meðal margs annars er
það hlutverk þessarar deildar að
búa unglingana undir starfsnám,
i mörgum tilvikum iðnnám. Það
er engin sanngirni að gera ráð
fyrir þvi, aö heyrnardaufur mað-
ur ljúki iðnnámi á sama áraf jölda
og heyrandi maður. Sá heyrnar-
daufi á þvi tvimælalausan rétt á
undirbúningsnámi, eftir þvi sem
þörf hans krefur, þegar skyldu-
náminu lýkur.
Sem dæmi um nauðsyn þessar-
ar deildar, vil ég benda á eftirfar-
andi staðreyndir: Eins og sakir
standa, hafa margir unglingar
lokið skyldunámi sinu. Núna i
haust þurfa þeir allir á fram-
haldsnámi að halda. Það liggur
þvi alveg ljóst fyrir, aö fjölgun
kennara við framhaldskennsluna
er mjög knýjandi nauðsyn. Allir
þessir unglingar hafa látið i lj<5s
óskir um framhaldsnám, sem
ljúka myndi með iðnnámi og
tilskildum réttindum iðnaðar-
manna.
En þvi fer viðs fjarri, að hér
með sé sagan öll. Núna eru i
skólanum um það bil þrjátiu
börn, sem öll eru á sama árinu.
Eftir örfá ár ljúka þau skyldu-
námi sinu öll i einu. Það yrði
meiriháttar áfall fyrir alla aðila,
ef sá stóri hópur ætti ekki kost á
allri þeirri fyrirgreiðslu, sem
skóli og kennarar. geta veitt.
Þrotlaus vinna
og sjálfsnám
— Þú segist kenna iðnnemum
ýmsar bóklegar greinar. Hefur
þú ekki þurft að læra sérstaklega
til þess að geta leyst þetta af
hendi?
— Ég hef orðið að lesa
heilmikið um þetta allt saman.
Og þetta er oröið of mikið fyrir
mig einan. Ég er farinn að gefa
eftir. Ég verð að búa til mikið af
námsgögnum, það verða allir
heyrnleysingjakennarar aö gera.
Viö liggjum yfir námsgagnagerö
marga klukkutima á dag, eftir
kennslutima. Ég hef viöað aö mér
heilmiklu af tæknibókum, og það
tekur sinn tima aö lesa slikar
bækur, þær eru flestar á erlend-
um málum. Nú, i elli minni, er ég
orðinn eins konar eilifðarstúdent i
enskum tækniskóla. Það er bréfa-
skóli, og ég hef verið að læra þar
tækniteiknun, stærðfræði og fleira
imörgár, til þess að geta þófrek-
ar klórað i bakkann með þessa
kennslu.
— Nú hefur löngum verið sagt.
að kennarar ættu lengra sumarfri
en aðrar stéttir.
— Ég hef ekki fariö I sumarfri i
tuttugu og fimm ár, eða meira.
Ég kalla það ekki sumarfri, þótt
kennarihætti að vinna i kennslu i
skólanum, en fari i stað þess að
vinna að henni heima hjá sér. Ég
hefekkitekið mér fri einn einasta
dag i sumar. Þó er ég ekki búinn
að gera það sem ég hefði þurft að
gera fyrir þann vptur, sem nú fer
ihönd. Það sem á vantar, verðég
aðgera eftir kennslutima I vetur,
og á sunnudögum. Það gerir svo
sem ekkert til, égólstekkiupp við
sunnudaga, nema á dagatalinu.
Meginhluta ævinnar hef ég unnið
á sunnudögum likt og aöra daga.
Það stafar svo sem ekki af neinni
dyggð. Maður þarf bara að hafa
eitthvaö fyrir stafni, annars
leiðist manni.
— VS