Tíminn - 04.09.1977, Page 29
Sunnudagur 4. september 1977
29
Aðalbjörn Kjartansson framkvæmdastjóri Stangveiðifélags
Rangæinga.
veiddist hér einkum bleikja. En
siðan laxinn fór að sjást, hefur
aðsóknin aukizt mjög á svæðið.
Áður sætti það tiðindum ef lax
veiddist. Nú ermikið af honum og
ástæða að búast við aukinni veiði.
I Hólsá er sjóbirtingsveiði þeg-
ar komið er fram i miðjan ágúst.
Sumir segja, að með aukinni
laxaradít hverfi sjóbirtingurinn.
Þetta er umdeilt. Veiðimenn vilja
engu siður glima við sjóbirtinginn
en laxinn. Sjálfur veiddi ég til
skiptis lax og sjóbirting úr sama
pyttinum i fyrra. Það var i Fiská
og raunar sama daginn.
Veiði i Fiská hefur aldrei verið
umtalsverðfyrr en á siðasta ári.
Þá tók árangur fiskeldisins að
koma i ljós. Ég get skotið þvi hér
inn að ég er nýbúinn að vigta
stærsta fiskinn sem komið hefur á
land í sumar. Það var Haraldur
Stefánsson, sem veiddi 14 punda
lax á ytra svæðinu. Stærsti laxinn
sem veiddist i fyrra var 17 pund.
Verðlaun fyrir stærstu
fiskana
Þeim sem hafa hug á að koma
hingað að veiða, má benda á, að
Stangaveiðifelagið heldur sina
fyrstu árshátið I vetur. Þá
verða þeir veiðimenn verð
launaðir sem veitt hafa stærstu
fiskana,lax, sjóbirting og bleikju.
Það er til nokkurs að vinna þvi
verðlaunin verða liklega veiði-
leyfi og afnot hússins. Þá má geta
þess, að i félaginu eru nú 150
manns með landeigendum.
Klakhús — vegalagnir —
merking örnefna og
veiðisvæða
— Hvaða verkefni blasa viðnú?
— Þau eru mjög mörg. A döf-
inni er að byggja klakhús á veg-
um félagsins. Við eigum að skila
kiakhúsi til landeigenda á leigu-
timanum sem er 10 ár. Við feng-
um úthlutað lóð i Helluvaðslandi
skammt frá Hellu.Þetta er mikið
og dýrt verkefni sem að likindum
verður unnið i áföngum. Fjár-
munir og mannafli liggja ekki á
lausu. Við munum byrja á að
girða svæðið svo að minkur kom-
ist ekki inn fyrir,þvi þarna verða
fisktjarnir.
Við höfum notið góðs af klak-
húsi við Stokkalæk á Rangárvöll-
um. Þaðan er mest af þeim fiski
sem ræktaður hefur verið. Frá
1972 hafa 1.4 milljónir seiða verið
settar i árnar.
Verkefnin eru ótæmandi, enda
svæðið stórt. Það þarf t.d. mikla
vinnu við vegalagnir á svæðinu
meðfram ánum. Sums staðar er
oft ekki fært nema á jeppum.
Nú er unnið við varanlega
merkingu á veiðisvæðunum: ör-
nefnamerkingar og merkingu
veiðistaða. Bændur og staðfróðir
menn hafa verið okkur ákaflega
vinsamlegir við þessar merking-
ar, enda vitað mál, að ánægjan
eykst ef menn vita hvað lands-
lagið heitir, eins og skáldið sagði.
Veiðisvæðin eru niu talsins og
alltaf höfð tvö saman nema Fiská
sem er stakt svæði. Gangi illa á
einu svæðinu er hitt I bakhönd
inni og einnig hægt að hvila svæð-
in. Veiðidagurinnerfrá kl. 3 og til
hádegis næsta dag.
Eins ogég gat um áðan er Fiská
stakt svæði upp að Skútufossi.
Draumurinn er að gera fossinn
fiskgengan. Þá fæst stórt svæði
ofan við hann, sem talið er góðar
hrygningarstöðvar. Fiskisvæðið
myndi þá stækka að mun. Loks
má nefna,aðnú eruá döfinni við-
ræður við landeigendur undir
Eyjafjöllum um Markárfljót og
landeigendur i Fljótshlið um
Þverár.
Hætti hjá Kaupfélaginu
— hóf sjálfstæðan rekst-
ur
— Nú höfum við rætt mikið um
veiðimál. En eftir er að ræða um
þig og þinn atvinnurekstur.
— Þar er nú ekki frá miklu að
segja. Ég er fæddur i Reykjavfk
og fluttihingaðlO ára gamall með
foreldrum minum. Faðir minn
tók þá við verkstjórn i trésmiðju
Kaupfélagsins. Hann stóð að
byggingu ýmissa húsa hér, m.a.
Kaupfélagsbúðinni og fleiri bygg-
ingum.
Ég byrjaði i trésmiðanámi hjá
föður mi'num 1960, hér á Hvols-
velli. Þegar hann féll frá 1961 fór
ég til Isleifs Sveinssonar og lauk
náminu hjá honum. Meistara-
prófinu lauk ég 1965. Hjá Kaup-
félaginu vann ég til 1968. Þá
byrjaði ég þessa starfsemi mfna
ásamt félaga minum í bilskúr,
sem ég hefi stækkað talsvert.
Þetta húsnæði hentar mér ágæt-
lega eins og er.
Þá tók ég einnig að mér handa-
vinnukennslu við gagnfræðaskól-
ann og sinnti henni um fimm ára
skeið. Nú á ég þessa trésmiðju
einn og byggi mina lifsafkomu á
henni. Hjá mér vinna 3 fastráðnir
menn en eru 6-7 þegar mest er að
gera. Ég hef aðallega fengizt við
innivinnu t.d. innréttingar,skápa-
smiði og útihurðasmi'ði. Fram-
leiðsluna sel ég hér i héraðinu og
talsvert fer til Reykjavikur.
Texti og myndir: Haraldur Blöndal
Veiðihúsið er 60 fermetrar, fjögur herbergi.
BpÉ
:
'/■" ",
-yf \
ÉK Hl ■
fttsm| t' m m
Eins og sjá má er húsið hið vistlegasta að innan. Húsgögn og allar innréttingar komin frá Hvolsvelli.
Vestur á Snæfellsnesi hef ég verið
með stórt verkefni i Grundar-
firði: innréttingar i gagnfræða-
skólanum nýja, búningsklefa og
iþróttahúsið, einnig innréttingar.
Þéttilistaumboð og næg
verkefni framundan.
Fyrirrúmum 8 árum byrjaði ég
með vinnu við sænska þéttilista
Slottslisten sem er nú stór hluti
minna vinnuumsvifa. Ég tók
þetta umboð að mér fyrir ólaf Kr.
Sigurðsson i Reykjavik sem flyt-
urþessa lista inn. Þessa þéttilista
hefi ég verið með i Árnes- og
Rangárvallasýslu svo og V-
Skaftafellssýslu. Listarnir eru
settir með gluggum og svala-
hurðum. Þeir hafa nú verið settir
i öll helstu hús hér i sýslunum svo
og eldri hús. Áöur hafði ég næga
vinnu fyrir marga menn við
þetta, einkum fyrstu 7 árin. Nú er
þessi listaásetning einkum við
framleiðslu á gluggum.
Aðalástæða þess, að ég hætti
hjá Kaupfélaginu var sú, að ég
hafði svo mikla aukavinnu við
þéttilistana, að mér varð ljöst, að
þetta væri full atvinna fyrir mig.
Þéttilistarnir spara geysilegan
oliukostnað og það er ekki hvað
sizt ástæðan fyrir vinsældum
þeirra.
Kaupfélagið er hér sterkasti
aðilinn. Samvinna min við það
hefur alla tið verið mjög góð.
Kaupfélagið flytur t.d. fyrir mig
allt efni og hefur staðið að tilboð-
um i samvinnu við sjálfstæða at-
vinnurekendur hér á Hvolsvelli.
Við Sigöldu hef ég haft ýmis
verkefni undanfarin ár, og verið
undirverktaki. Nú eru þar þrir
menn á minum snærum. Þá má
nefna að ég tók að mér að reisa
starfsm annaskála fyrir
Energoprojekt. Við Búrfell og
Sigöldu hafði ég hóp manna sem
þétti hvem einasta glugga með
þessum margnefndu þéttilistum.
Smærri aðilar samein-
ast um tilboð i stór verk
1 april 1977 stofnaði ég ásamt
By ggingarþjónustunni sf. og
Braga Runólfssyni sf. Byggingar-
félagið As. Hjá þessu fyrirtæki
vinna engir fastráðnir starfs-
menn. Verði reist hér stór mann-
virki eða útboð einhvers staðar
hér i grennd, þá höfum við hugsað
okkur að sameinast um tilboðin.
Þetta megnum við ekki hver um
sig. Það vakir fyrst og fremst
fyrir okkur að tryggja að vinnan
fari ekki út úr héraðinu vegna
smæðar fyrirtækjanna. Við höf-
um ekki mannafla til að ráðast i
stærri verkefni, en saman höfum
við um 20 manna flokk. Þessi
fyrirtæki sem ég nefndi eru eink-
um með uppslátt, útivinnu og
þjónustu við bændur, en sjálfur er
ég einkum með innivinnuna.
Mitt fyrirtæki hefur næg vcrk-
efni langt fram á næsta ár. Hér
kann ég vel við mig og vil hvergi
annars staðar vera, sagði
Aðalbjörn Kjartansson að lokum.
Góð bújörð
i Suður-Þingeyjarsýslu til sölu ef viðun-
andi tilboð fæst.
Jörðin er i miðri sveit við þjóðveg, á
staðnum er simi og rafmagn. Land er
mikið afgirt og framræst að nokkru.
Hagstæð til búrekstrar hvort heldur kúa
eða sauðfjárbús.
Upplýsingar veittar til 30. sept. n.k. i sima
(91)53009.