Tíminn - 06.09.1977, Side 8
Guðlaugur Rósinkranz
Kveöja frá Norrænafélaginu.
Eldhuginn Guölaugur Rósin-
kranz lét viöa gott af sér leiða á
langri vegferö.
Enginn einn maöur triii ég hafi
unnið Norræna félaginu jafnlangt
og farsælt starf sem hann.
Hann var ein aðaldriffjööur
félagsins allt frá þvi að það var
drepið úr dróma árið 1931. Hann
var þá kjörinn ritari þess og átti
sæti r stjórn félagsins samfleytt i
24 ár, jafnan sem ritari þess og
framkvæmdastjóri, en síðustuár-
in sem formaður.
Af gerðabókum félagsins frá
þessum árum, sem mjög eru itar-
legar og aðgengilegar má sjá hvi-
likur ákafa- og framkvæmda-
maður hann hefur veriö. Hug-
myndaauðgi og útsjónarsemilýsa
af hverri siðu þessara bóka. Með
hjálp góðra samstarfsmanna hef-
ur hann hrundið i framkvæmd
hverri menningarheimsókninni á
fætur annarri. Það hefur verið
ómetanlegt fyrirNorrænu félögin,
sem þátt áttu f að undirbúa iarð-
veginn að stofnun Noröurlanda-
ráðs og öllu því nána samstarfi
sem nú þykir næsta sjálfsagt, að
hafa átt slíkan stuöningsmann
sem Guðlaug Rósinkranz. Að
starfi hans býr Norræna félagið
um langa framtið.
Það yrði langt mál að rekja hér
allt það sem Guölaugur lagði sig
fram um að framkvæma i nor-
rænu samstarfi.
En það kemur skýrt fram, að
hvergi hefur hann legið á liði sinu.
Hann sinnirekki eingöngu ritara-
starfinu með prýöi heldur tekur
hann að sér að hrinda i fram-
kvæmd fjölmörgu að þvi sem
Norræna félagiö hafði á prjónun-
um á þessum árum.
1 hug mér koma leiksýningar
með norrænum gestaleikurum,
heimsóknir skálda og annarra
listamanna á vegum félagsins,
útgáfa „Norrænna jóla” um langt
skeiö, timarits sem mikill menn-
ingarbragur var aö. Fjársafnanir
til striðshrjáðra bræðraþjóða
okkar á styrjaldarárunum og
siðar, svo og stuðningur viö ein-
staklinga i raunum.
Aðeins einu sinni kynntist ég
þvi af eigin raun, hvernig Guð-
laugur tók á málunum. Það var
haustið 1966, aö ég kom að máli
við hann um hugsanlega móttöku
Þjóðleikhússins á leikflokki frá
Tampere i Finnlandi, vinabæ
Kópavogskaupstaðar. Hann var
fljótur aðátta sigá málinuogþað
var sannarlega ekki vegna skorts
á stuðningi frá hans hendi og
Þjóðleikhússins að ekki gat orðið
af þessari heimsókn. En móttök-
um hans og viðbrögðum gleymi
ég ekki.
Norræna félagið þakkar
forystumanni sinum frábær störf
i þágu þess og norrænnar
samvinnu. Það yröi gæfa félags-
ins aö mfnu viti aö eignast sem
flesta eldhuga og áhugamenn
sem Guðlaug, þá þarf ekki
aðæörast um framkvæmd hug-
sjóna þess.
Guölaugur var heiðursfélagi
Norræna félagsins.
„Hann gekk þeirri
bróöurhugsjön á hönd sem heilög-
um sáttum skal tengja öll
Norðurlönd” likt og segir i hinum
fagra óöi Tómasar Guðmunds-
sonar „Ot vel ég — heim”.
Ég færi konu hans og skylduliði
öllu hlýjar samúðarkveðjur Nor-
ræna félagsins svo og sambands
Norrænu félaganna á Norður-
löndum, sem einmitt þessa
dagana heldur þing sitt hérlendis.
Hjálmar Ólafsson.
t
Kynni okkar Guðlaugs Rósin-
kranz hófust fyrst skömmu áður
en Þjóöleikhúsið tók til starfa,
eða nánar tiltekið siðari hluta árs
1949. Við Þjóðleikhúsiðstarfaði ég
siðan undir hans yfirstjórn næstu
23 árin, allt ti'l ársins 1972, en þá
lét hann af störfum sem þjóöleik-
hússtjóri fyrir aldurs sakir. Hin
siðari ár var ég fulltrúi hans og
vann það starf ásamt leiklistar-
störfum við stofnunina. Kynni
okkar urðu þvi bæði mikil og náin
með árunum. Margs er að minn-
ast úr þvi samstarfi og margt
kemur fram i hugann, þegar
gamall félagi er kvaddur hinztu
kveðju.
Þaö var stór hópur vonglaðra
karla og kvenna, fólks á öllum
aldri^sem mætti til starfa i Þjóð-
leikhúsinu þann 1. nóvember 1949,
en þann dag hófst undirbúningur
fyrir fyrstu sýningar Þjóðleik-
hússins, Nýjársnóttina, tslands-
klukkuna og Fjalla-Eyvind.
Þessa fyrstu starfsdaga okkar i
Þjóöleikhúsinu vöknuðu vissu-
lega vonir, þvi að vor var i lofti
fyrir islenzka leiklist. Meira en
hálfrar aldar draumur Indriða
Einarssonar og Sigurðar Guð-
mundssonar málara var loks að
verða að veruleika. Langþráðu
takmarki var náð, islenzka þjóðin
hafð loksins eignazt sitt eigiö hús
fyrir leiklistina i landinu.
Margþættir örðugleikar biðu
þeirra, sem unnu að undirbúningi
fyrstu sýninganna og vigslu
Þjóðleikhússins og mörg ljón
voru þar á veginum. Mest mæddi
þetta að sjálfsögðu á Þjóðleikhús-
stjóra, enda sparaði hann hvorki
starfskrafta sina né tima til þess
að allt mætti ganga sem bezt.
Guðlaugur var gæddur óvenju-
lega miklu áræði og bjartsýni og
fáum mönnum hef ég kynnzt, sem
hafði jafnmikla starfsorku til að
bera. Oft lagði hann nótt við dag á
þessum byrjunarárum. Þjóöleik-
húsið var frá upphafi óskabarn
hans og af heilum hug vann hann
þeirri stofnun meöan hann starf-
aði þar. Þjóöleikhúsið, viðgangur
þess og velf erð, var hans hjartans
mál.
Og árin liöu eitt af öðru
og mikiö vatn rann til sjávar.
Menn komu og fóru. Nýir menn
bættust viö i hópinn sem
fyrir var. Stundum gekk vel
og stundum illa. Oft gaf á
skútuna og ekki tókst alltaf að
verja hana áföllum, þvi að við
margþætta erfiðleika var aö etja.
Stofnunin var frá uppphafi mjög
fjárvana og oft var tómahljóö i
„kassanum”. Allir þessir erfið-
leikar hvildu að sjálfsögðu mest á
herðum þjóðleikhússtjóra, en
alltaf tókst honum með áræði og
dugnaði aö bjarga málunum og
snúa vörn I sókn.
Ég minnist eins sérstaks atviks
i þvi sambandi, sem gerðist
skömmu fyrir jól eitt starfsáriö.
..Kassinn” var tómur eins og oft
áður, og hvorki bankarnir né rik-
issjóöur vildu hlaupa undirbagga
aö þessu sinni. Engir peningar
voru þá til, svo aö hægt væri að
greiða starfsfólkinu mánaöar-
launin. En Guölaugur lét ekki
bugast. Hann gat ekki til þess
hugsað að starfsfólk stofnunar-
innar fengi ekki laun sin greidd.
Hann veðsetti þá húseign sina i
tveimur bönkum og fékk þannig
f jármagn til aö greiða fólkinu. Ég
hef þá trú, aö þeir séu ekki marg-
irframkvæmdastjórarnir hjá rlk-
isfyrirtækjum nú til dags, sem
mundu standa þannig aö málum.
Guðlaugur var vel liðinn af
samstarfsmönnum sinum I Þjóð-
leihúsinu og vildi leysa hvers
manns vanda. Ég minnist
margra atburða f þvi sambandi
úr löngu samstarfi. Sendimaður
Þjóðleikhússins um langa hrfð
var Jón Eyjólfsson, sem nú er lát-
inn, þekktur borgari i Reykjavfk
á sfnum tima. Jón Eyjólfsson
„batt ekki bagga sina sömu hnút-
um og aörir samferöamenn”.
Guðlaugur reyndíst Jóni mjög
vel, og átti Jón alltaf athvarf hjá
Guðlaugi, ef eitthvað blés á móti.
Guðlaugur Rósinkranz fór ekki
varhluta af harðri gagnrýni i
starfi sinu sem þjóöleikhússtjóri.
Margar aðgeröir hans og fram-
kvæmdir voru oft harðlega gagn-
rýndar og oft ranglega og að á-
stæðulausu, aö mati sanngjamra
manna. Jafnan hlýtur að standa
styr um þá menn sem standa i
miklum framkvæmdum og veita
stoínun eins og Þjóðleikhúsinu
forstööu í rösklega tvo áratugi.
Guðlaugur átti einnig marga öf-
undarmenn, sem beittu geirum
sinum markvisst og hvatlega að
honum. Ollum þessum árásum
tókst honum að verjast, en hvort
hann hefur komið ósár úr þvi
vopnaskaki, skal ósagt látið. Það
er trúa mfn, aö sagan verði Guð-
laugi hliðholl og hann hafi unnið
merkilegt brautryðjendastarf við
uppbyggingu og mótun starfsemi
Þjóðleikhússins fyrstu tuttugu ár-
in í rekstri þess.
1 allmörg ár var ég formaður
Félags fslenzkra leikara, og féll
það þá i minn hlut að semja um
kaup og kjör fyrir kollega mfna
við Þjóðleikhúsið. Marga stund-
ina sátum við Guðlaugur á
samningafundum og oft var heitt
ikolunum og deilt hart. En þegar
upp varstaðiö frá samningaborði
voru þær erjur að jafnaði
gleymdar, og vinskapur okkar
hélt áfram eins og ekkert hefði f
skorizt.
Ég ætla mér ekki í þessu stutta
greinarkorni aö rekja langan og
merkan starfsferil Guðlaugs Rós-
inkranz og ekki heldur rifja upp
helztu æviatriði hans, uppruna
eða menntun. Aðrir félagar hans
á lffsleiðinni, sem þeim voru bet-
ur kunnir,munu eflaust gera það.
Grein þessi er fyrst og fremst
hugsuð sem fátækleg kveðjuorð
frá gömlum samstarfsmanni og
er hér drepið lauslega á nokkur
atriði úr rösklega tveggja ára-
tuga samstarfi okkar i Þjóðleik-
húsinu, en þar vann hann stóran
hluta af ævistarfi sínu.
Ég votta eftirlifandi konu hans,
frú Sigurlaugu, börnum hans og
öðrum nánum ættingjum innilega
samúð okkar hjónanna.
Blessuð sé minning Guðlaugs
Rósinkranz. Klemenz Jónsson
t
I ræöu sinni á vigsludegi Þjóð-
leikhússins 20. april 1950 vék Guð-
laugur Rósinkranz, þáverandi
Þjóðleikhússtjóri, m.a. að hlut-
verki leikhússins og stefnu, og
sagöi, að siztaf öllu bæri aðsækj-
ast eftir þvi, að kyrrð rikti um
leikhúsiö. — Afskiptaleysi um
Þjóöleikhúsið og lognmolla i
kringum það væri þaö hættuleg-
asta sem fyrir þaö gæti komið,
sagðihann og bættisvo við: — En
hins vegar vænti ég, að þeir
stormar, sem kunna að gnauða
um þessa hamrahöll, verði vaktir
af velvild til stofnunarinnar, að
gagnrýnin verði byggð á rökum,
flutt af drengskap og góðvild, i
þeim tilgangi einum að eflá hana
og bæta.
Guðlaugur Rósinkranz þurfti
svo sannarlega ekki að kvarta yf-
ir lognmollu og afskiptaleysi um
Þjóðleikhúsiöþau23ár,sem hann
gegndi störfum Þjóðleikhús-
stjóra. Um hann og störf hans
stóð oft styr og þó mestur fyrstu
starfsár leikhússins, frumbýlis-
árin þegar flest var þar i mótun
og byggja þurfti nýtt á þeim
grunni, sem fyrir var i leiklistar-
málum landsins. Það var storma-
samt stundum og aldrei dúna-
logn. A hinn bóginn var gagnrýn-
in ekki alltaf flutt af drengskap
eða i góðum tilgangi einum sam-
an og missti þvi oftar en ekki
marks, einkum þegar frá leið.
Starfi Þjóðleikhússstjóra verður
aldrei sinnt svo öllum liki, og á
reyndar svo að vera.
A miklu veltur gengi stórrar
stofnunar, hvernig til tekst um
samskipti og samstarf sorstöðu-
manna og starfsliðs. Fáum er
nauðsynlegra en Þjóðleikhús-
stjóra að virkja áhuga samstarfs-
manna og viðhalda góðum starfs-
anda, þvi aö leikhús byggir til-
veru sina ekki aðeins á fáum út-
völdum heldur stórum samstillt-
um hópi fólks. Þegar ég, sem
þessar linur rita, kom fyrst til
starfa i Þjóðleikhúsinu undir lok
starfsferils Guölaugs Rósinkranz
þar,f ann ég fljótt, að starfsmönn-
um öllum var hlýtt til yfirboðara
sins. Hann naut almennra vin-
sælda, og þó að ekki væru allir
alltaf sammála ákvöröunum hans
i einstökum málum var sú gagn-
rýni innan veggja leikhússins, að
ég held, oftast flutt i þeim anda,
sem Þjóðieikhússtjóri nefndi
æskilegastan i ræðu sinni,vigslu-
daginn. Þess vegna minnist stór
hópur samstarfsmanna Guðlaugs
Rósinkranz hans nú áútfarardegi
meö hlýhug og þakklæti og vottar
aðstandendum samúð sina.
tvar H. Jónsson.
t
Kveðja frá Þjóðleikhúskórnum
„011 byggðin man,
hve bjart var um þig áöur,
þvi bæði varstu elskaður
og dáður”.
Þetta upphaf af ljóöi Daviðs
skálds Stefánssonar kom mér i
hug er ég heyrði I útvarpinu
andlát Guðlaugs Rósinkranz fyrr-
verandi þjóöleikhússtjóra, og
mins góöa vinar. Starf þjóð-
leikhússtjóra er áreiöanlega eitt
vandasamasta embætti landsins.
Þvi sá sem þvi gegnir verður ekki
einasta að vera traustur og glögg-
ur fjármálamaður, heldur einnig
listamaður af Guðs náð. Þaðvar
engin tilviljun aö Guðlaugur
Rósinkranz var til þess valinn að
verða fyrstur þjóðleikhússtjóri
Islendinga. Hann hafði viðtæka
bókmenntaþekkingu, hafði reynst
aðgætinn fjármálamaður, orð-
lagður skipuleggjari og hafði lagt
mikla vinnu i það aö kynna sér
leikhúsrekstur og tengdar list-
greinar svo sem óperur og
óperettur , listdansa og annað
listrænt efni svo nokkuð sé nefnt.
Við vigslu Þjóðleikhússins sagði
hann i ræðu sinni „Listin fyrir
listina er það lögmál, sem fyrst
og fremst gildir. Þjóðleikhúsið á
að skýra á listrænan hátt sem
flest viðfangsefni og vandamál
mannlegs lifs." Þessi orð voru
einkunnarorðhins farsæla og list-
ræna leiðtoga, sem i rúma tvo
áratugi gengdi með menningar-
skyldu sinni starfi þjóðleikhús-
stjóra. Með festu og áræði kom
hann á fót við Þjóðleikhúsið flutn-
ingi óperu og óperettu isamvinnu
viö þann frábæra tónlistarmann
Dr. Victor Urbancic, siðar söng-
og hljómsveitarstjóra Þjóð-
leikhússins. Til að undirstrika
þessa ákvörðun sina stofnaði
Guðlaugur Rósinkranz þjóð-
leikhúskórinn þann 9. marz 1953
með 42 kórfélögum, og verður þvi
þessi kór sem skipaður er bæði
kven- og karlröddum 25 ára 9.
marz 1978. Þetta var geysilegt
átak og mikið áræði 1953, en sag-
an hefur sannað að rétt var á
málum haldið. Þegar Guðlaugur
Rósinkranz hætti störfum sem
þjóðleikhússtjóri gerði þjóðleik-
húskórinn hann að fyrsta heiðurs-
félaga sinum, sem örlitinn
þakklætisvott fyrir þaö frábær-
lega góða samstarf sem hann
hafði átt við kórinn alla tið.Skal
nú i fáum orðum rakinn llfsferill
þessa öölingsmanns. Guðlaugur
Rósinkranz var fæddur 11. febrú-
ar 1903 i Tröð, önundarfirði I V-
tsafjarðarsýslu. Hann stundaði
nám I Alþýöuskólanum á Núpi i
Dýrafirði, tók kennarapróf 1925,
stundaöi nám við Tarna Folkhog-
skola i Sviþjóð og siðar við
Cocialpolitiska Institutet i
Stokkhólmi og tók þaöan próf i
hagfræði og félagsfræði 1929. Þá
var hann og við framhaldsnám i
hagfræði við Stockholms Hög-
skola i 2 ár, framhaldsnám við
Cooperative School i Manchester
i Englandi i 1 ár og framhalds-
námskeiö i félagsfræði I Genf
1938. Þegar heim til Islands kom
varð hann fyrst kennari og brátt
yfirkennari viö Samvinnuskólann
i Reykjavik. Þjóðleikhússtjóri frá
þvi um haustið 1949 til haustsins
1972. Hann var um tima forstjóri
Sambands ísl. Byggingarfélaga,
stofnandi Sænsk-Isl. félagsins og
formaður þess um hrið svo og i
stjórn Norræna félagsins og for-
maður þess um hrið, i stjórn
fjölmargra félaga, i Lýöveldis-
háti'ðarnefnd bæði sem gjaldkeri
og framkvæmdastjóri 1944, fram-
kvæmdastjóri Snorrahátiðar
1947, formaður Vestfirðinga-
félagsins i 13 ár, formaöur þjóð-
leikhúsráðs 1948-1949. I stjórn
Nordisk Teaterrád og formaður
Islandsdeildar Alþjóöasambands
leikhúsmanna um árabil. Þá var
hann fórmaöúr -og
framkvæmdastjóri Edda Film hf.
frá 1954 og formaður Islensk-
Sænska félagsins 1957. Hann hlaut
mörg heiðursmerki fyrir störf sin
og samdi fjölda ritverka,
kennslubókaog kvikmyndahand-
rita og hefur ritstýrt timaritum
bæöi á Islenzku og öörum Norður-
landamálum.Núsiðustu æfiár sin
eftir að hann hætti störfum sem
þjóðleikhússtjóri, vann hann að
þýðingum, kvikmyndahandritum
og slðast en ekki sizt að æfisögu
sinni sem honum auðnaðist að
fullgera og væntanlega kemur út
nú fyrir næstu jól. Guölaugur
Rósinkranz kvæntist árið 1932
hinni ágætustu konu Láru
Stefánsdóttur kaupmanns á
Seyðisfirði Steinholts en missti
hana langtfyriraldurfram 6. júni
1959. Með Láru konu sinni eignað-
ist hann 3 börn, dæturnar
Jóhönnu hjúkrunarkonu og
Bergljótu flugfreyju og soninn
Gunnar byggingarverkfræðing öll
búsett hér i borg. Siðari konu sina
Sigurlaugu söngkonu Guömunds-
dóttur skálds Friðfinnssonar frá