Tíminn - 16.09.1977, Qupperneq 13
Föstudagur 16 . september 1977.
13
Sigurjón Bjarnason.
Félagsþroskinn
vex með
vaxandi starfi
Næst tókum við tali Sigurjón
Bjarnason formann Ungmenna-
og íþróttasambands Austur-
lands. Hann sagði m.a.:
— Mesturávinninguraf starfi
ungmennafélagshreyfingarinn-
ar er tvimælalaust sigur í sjálf-
stæðisbaráttu islenzku þjóðar-
innar, auk þess, sem félags-
þroski þjóðarinnar hefur ávallt
sveiflaztmeð starfi ungmenna-
félaganna.
Höfuðverkefni framtíðarinn-
ar hlýtur að vera að gera hverj-
um einstaklingi það Ijóst að
hann verði að taka ábyrga af-
stöðu til náungans þannig að fé-
lagshyggja þroskist meðal ís-
lendinga. A þann hátteinan get-
um við staðið vörð um sjálf-
stæðissigra okkar.
Mér sýnist vera farið að gæta
verulegs undanhalds i sjálf-
stæðismálinu. Birtist það und-
anhald einkum á efnahagsleg-
um sviðum en þó einnig I við-
tækari þjóðfélagslegri mynd.
Stefán Tryggvason
Þj óömálaumræðan
mætti vera meiri
Einn af fulltrúum Ungmenna-
sambands Kjalarnesþings var
Stefán Tryggvason i Skrauthól-
um á Kjalarnesi. Hann hafði
m.a. þetta að segja um afmælis-
þing félagsins og framtíðar-
verkefni:
— Það er af nógu að taka þeg-
ar litið er til helztu verkefna
UMFÍ næstu árin. Má þar nefna
þjónustumiðstöð samtakanna I
Reykjavik, en á þessu þingi var
mælzt til þess að samtökin
stefnduaðþviaöeignastþak yf-
ir höfuðið. Slík miðstöð myndi
efla allt starf ungmennafélag-
anna og auövelda samskipti að-
ildarfélaganna jafnt innanlands
sem samskipti við hliðstæð félög
i nágrannalöndunum.
Þá vil ég nefna uppbyggingu i
Þrastarskógi, landi Ungmenna-
félags tslands. Það verkefni er
ofarlega i minum huga, og þar
er mikið verk óunnið. Þar er
möguleiki a,ð koma upp æfinga-
búðum, orlofsheimili, funda-
og félagsaðstöðu, svo eitthvað
sé nefnt. Hér þarf að gera átak,
og er full þörf á að stjórn UMFl
beiti sér fyrir miklum umbótum
jafnframt þvi, sem nauðsynlegt
er að kynna þennan fagra stað
meira fyrir landsmönnum.
Þetta þing mótaðist eðlilega
mikið af næsta stórverkefni
UMFÍ, þar sem 16. landsmót fé-
lgsins að ári er. Landsmótin eru
helzti viðburður ungmennafé-
laganna og verð6kuldar vissu-
lega heitið Olympiuleikar is-
lenzkrar æsku.
Ungmennafélögin starfa fyrst
og fremst i dreifbýli og úti um
landið, og fer starfið sifellt vax-
andi. Ungmennafélagshreyfing-
unni hefur tekizt að samræma
starfið að stöðunni á hverjum
stað, og að starfið skuli sitellt
aukast, er fyrst og fremst að
þakka mikilli skipulagningu og
erindrekstri stjórnar og fram-
kvæmdastjóra UMFÍ.
Að lokum vil ég geta þess að
ég saknaði þess, að ekki skyldi
vera meiri þjóðmálaumræða á
þessu þingi. Slík umræða finnst
mér eigi að vera þar og má t.d.
nefna afstöðu manna til herset-
unnar, stóriðju, landverndar og
landnýtingar.
Sigurður Geirdal
Stjórn UMFt, varastjórn og starfslið. Taliö frá vinstri: 1 fremri röð Jón Guöbjörnsson, Hafsteinn
Kristjánsson ritstjóri Skinfaxa, Ingólfur Sngólfur Steindórsson, Björn Agústsson, Hafsteinn Jó-
hannesson, Diðrik Ilaraldsson, Bergur Torfason, Liija Steingrimsdóttir, skrifstofustúlka, Sigurö-
ur Geirdai, framkvæmdastjóri. — Timamynd: MÓ
t lok þingsins á Þingvöllum var haldið veglegt hóf til þess að minnast 70 ára afmælisins.
Máttur
hreyfingarinnar
mikill
Loks náðum við tali af Sigurði
Geirdal framkvæmdast jóra
UMFÍ. Hann sagði m.a.
— Að loknu þessu þingi er
mér efst i huga sú bjartsýni á
mátt hreyfingarinnar, sem
greinilega kemur fram i þeim á-
lyktunum, sem þingið sam-
þykkti. Þessi bjartsýni er efa-
laust afleiðing þess að ung-
mennafélögin hafa verið i örum
vexti á siðustu árum. Tekizt
hefur verið á við stór verkefni,
og þau hefur tekizt að leysa,
enda er skipulag hreyfingarinn-
ar ætið endurbætt eftir þörfum
hvers tima.
Um hvað framundan er mætti
margt segja. En nú læt ég nægja
að nefna að þetta þing sam-
þykkti ályktanir um fjölmörg
stór verkefni, sem við munum
fást við i náinni framtið. Okkar
verk er að vinna fyrir æsku
þessa lands og fá hana virka til
starfa.
En þegar spurt er um hverju
ungmennafélögin hafi fengið á-
orkað á þessum sjötiu árum, er
þvi fljótsvarað. Það þarf félags-
legan þroska til þess að lýðræðið
þrffist og verði virkt. Ung-
mennafélögin hafa verið nefnd
félagsmálaskóli þjóðarinnar og
sem slik hafa þau haft áhrif á
fjölmarga þætti i félags- og
menningarlffi okkar.
MÓ.
Bílaleiga
Höfum til leigu Vauxhall
Viva.
Sparneytinn, þægilegur,
öruggur.
Berg s.f. Skemmuvegi
16 Kópavogi.
Simi 7-67-22.
Kvöld og helgar simi 7-20-58.
\ Auglýsicf í
: í Tímanum:
Alternatorar og
startarar
í Chevrolet, Ford, Dodge,
Wagoneer, Fiat o.fl. i stærð-
um 35-63 amp. 12 & 24 volt.
Verð á alternator frá
kr. 10.800.
Verð á startara frá
kr. 13.850.
Amerisk úrvalsvara.
Viðgerðir á alternatorum
og störturum.
Póstsendum.
Verzlunin Hof,
Ingólfsstræti 1
Nú líður að þvi að saumaklúbbar og kven-
félög hefji störf sin eftir sumarið. Er þvi
tilvalið tækifæri að lita inn i Hof og gera
góð kaup.
Hannyrðavörur og efni á kjaraverði.
Ódýrt þvottavélagarn i skólapeysuna, —
ennfremur mikið úrval af fallegum gjafa-
vörum.
Verzlunin Hof, Ingólfsstræti 1
BÍLARAF H.F.
Borgartúni 19
Sími 24-700