Tíminn - 30.09.1977, Side 2

Tíminn - 30.09.1977, Side 2
2 Wmm Föstudagur 30. september 1977 Ný prjóna- stofa á Sjúkrahús fullkominn Keflavíkur sjúkrabíl \ Ólafsfirði GV-EeykjavIk A Olafsfiröi var opnuö ný prjónastofa aö Ránar- götu 3 sem er litiö ibúöarhús. Guöbjörg Kristinsdóttir er eig- andi prjónastofunnar og hafði blaðamaður Timans tal af henni af þessu tilefni. — Ég er nú ein með þessa prjónastofu eins og er, ég haföi tvær konur starfandi hjá mér i sumar,envinn núna ein á prjóna- stofunni. Ég hef ekki aðstöðu til aö bæta við mig fólki fyrr en lag- færing hefur verið fullgerð á neðri hæð hússins. Vélakostur prjónastofunnar er ein verk- smiðjuprjónavél og tvær minni prjónavélar auk þriggja sauma- véla. Prjónastofan framleiöir mest af barnafatnaði og einnig nærföt fyrir fullorðna, auk þessa töluvert af peysum. — A þessu hafa verið ýmsir byrjunarörðugleikar — sagði Guðbjörg — en eftirspurninni að dæma, virðist vera góður grund- völlur fyrir slikri prjónastofu. Ég hef framleittmikiö fyrir fólk hér i þorpinu og eins hef ég sent i póst- kröfu útum allt land. Hér á Ólafs- firði hefur aldrei verið starfrækt prjónastofa áður og mér er ekki kunnugtumaðþað hafiverið gert i nærliggjandi byggðarlögum — sagði Guðbjörg að lokum. Rauða kross-deildir Suðurnesja afhentu sjúkrahúsi Keflavikur- læknishéraðs nýlega sjúkrabif- reið til afnota, og hefur svo samizt um rekstur bifrciðarinn- ar á milli stjórnar sjúkrahúss- ins og Suðurnesjadeildanna, að sjúkrahúsið greiði bensinkostn- aö og laun sjúkraflutninga- manna,_en Rauða kross-deild- irnar fái allar tekjur af sjúkra- flutningum og grciði i staðinn allan annan rekstrarkostnað. A hugsanlegur hagnaður að renna til endurnýjunar á bifreiðinni. Björn Stefánsson, formaður Rauða kross-deildarinnar i Keflavik, afhenti bifreiðina, og skýrði hann frá þvi að deildirn- ar i Grindavik, Njarðvik, Kefla- vik og Sandgerði hefðu samein- azt um þetta verkefni og hafið undirbúning að útvegun bifreið- arinnar fyrir hartnær tveim ár- um. Hefði þá verið pöntuð bif- reið með fjórhjóladrifi hjá S.l.S. og lögð drög að útvegun alls búnaðar frá Noregi og Banda- rikjunum. Er sjúkrabifreiðin nú búin öllum fullkomnustu tækj- um, þar á meðal þrenns konar sjúkrabörum, búnað til að rjúfa bilflök, bretti fyrir hjartahnoð, súrefnistækjum, fullkomnum búnaði til vökvagjafar, sogdælu, blóðþrýstimæli og púlsteljara, sem er nýjung i sjúkrabifreið hérlendis. Formaður Keflavíkurdeildar R.K.t. afhendir Jóhanni Einvarðssyni bæjarstjóra, formanni sjúkrahússtjórnar, hina glæsilegu sjúkraflutn- ingabifreið til afnota fyrir sjúkrahúsið. — Ljósmynd: Ljósmyndastofa Suðurnesja. Amarflug flýgur tyrir Norðmenn Kattavinafélagið heldur flóamarkað GV-Reykjavik. Kattavinafélagið, sem var stofnað 28. febrúar 1976, heldur flóamarkaö á Hallveigar- stöðum n.k. sunnudag kl. 3. Þá verða á boðstólnum skartgripir frá Verzluninni Æsu, og margt annað bæði notað og nýtt. Vestmannaeyja-Gosi mun koma i heimsókn, til að sjá hvem- ig salan gengur. Gosi er stór hvit- ur fressköttur af dönsku kyni. Hann var i Eyjum þegar gosið hófst, en var bjargað til megin- landsins Gosi er orðinn frægur, hann var I sjónvarpsþætti i Finnlandi.kom fram á skemmtun iHáskólabióiog á Hótel Sögu. Þá hefur hann einnig komið fram i islenzka sjonvarpinu. Gosi er heyrnarlaus, en skilur bæöi svip- brigði og hreyfingar vinkonu sinnar, Guðrúnar A Simonar. A þeim stutta tima sem er lið- inn siðan að Kattavinafélagið var stofnað, hefur mörgu verið komið i verk. S.l. sumar starfrækti það heimili fyrir ketti, og frá þvi i april — er þaö var opnað — hafa gist þar um 100 kettir. Eftirspurn- in var gífurleg og þurftu margir frá aö hverfa, en það var reynt að bæta úr þvi og fá gistingu fyrir nokkra út i bæ. Gistiheimilið er i leiguhúsnæði á Reynimel og hefur SvanlaugLöve, sem er jafnframt formaður Kattavinafélagsins, veitt heimilinu forstöðu og hefur hún að sögn Guðrúnar A. Simonar gert það með mikilli prýði. En flóamarkaðurinn er til fjáröflun- ar varanlegu gistiheimili, og hef- ur reynslan sýnt að nauösynin er mikil. Mikið hefur verið um áheit og peningagjafir til félagsins og eru þeir peningar einnig settir i sjóð til gistiheimiliskaupanna. Guðrún A. sagði, að kattavina- félagið hefði verið stofnað til að vinna að velferð katta og væri gistiheimilið einn liðurinn i þvi. Það er nauðsynlegt fyrir flækingsketti og aðra ketti sem hafa týnzt. — Eins er það óhæfa, að fólk skuli hafa þurft að lóga heimilisköttunum er þaö fór i ferðalag. Slikt heimili sem þetta bætirúr þessu vandamáli — sagði Guðrún. Vonandi verða margir, sem leggja leið sina að Hallveigar- stööum sunnudaginn 2. okt. kl. 3 og styrkja um leið gott málefni. Myndin sýnir kortið sem Katta vinafélagið gaf út, en teikninguna gerði Rlkharður Jónsson mynd höggvari. Þetta skemmtilega kort fæst i bókaverzlunum. Kirkjudagur Óháða safnaðarins Kirkjudagur er hjá Óháða söfnuðinum á sunnudaginn, og hefur slfkur dagur verið haldinn árlega siðan 1950, er söfnuðurinn var stofnaður. Kirkjudagurinn hefst með guðsþjónustu I kirkju safnaðar- ins, þar sem prestur safnaðarins séra Emil Björnsson messar. Klukkan hálf-fimm verður kvik- myndasýning i félagsheimilinu sniðin viö hæfi barna. Kvenfélag safnaðarins mun standa fyrir veitingum I félagsheimilinu allan daginn. Arsþing slökkvi- liðsmanna Slökkviliðsmenn halda ársþing landssambands sins að Hótel Esjuumaðra helgi, og vcrðurþar fjallað um margvisleg málefni sambandsins. Auk félagsmálanna sem taka mestrúm á dagskráþingsins mun Rúnar Bjarnason flytja þar erindi um samstarf slökkviliössveita á höfuðborgarsvæðinu. Arnarflug hefur gert samning um leigu á annarri Boeing 720-B þotu félagsins til norska flugfé- lagsins Braathen S.A.F.E. Flugvélin fer til Sviþjóðar 23. október nk. og næstu fjórar vik- urnar flygur hún frá Gautaborg og nokkrum öörum borgum I Svi- þjóð til Túnis, Grikklands, Kritar, Rhodos, ttaliu, Spánar, Kanari- eyja og Englands. Flugvélin get- ur flutt 149 farþega. Þrjár áhafnir frá Arnarflugi munu dveljast i Gautaborg og Stofn fundur Samtaka áhuga- manna um áfengisvandamálið verður haldinn i Háskólablói laugardaginn 1. október kl. 14. Fundarstjóri verður Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður, en ræður og ávörp flytja Matthias Bjarnason heilbrigðismálaráð- herra, Vilborg Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, Hilmar Helgason, verzlunarmaður, Skúli Johnsen borgarlæknir, Indriði Indriðason stórtemplar, Jóhann- es Magnússon bankafulltrúi og Pétur Sigurðsson alþingismaður. 99 mætir borgarar hafa undir- ritað áskorun til samborgara sinna um að mæta á fundinum og starfa við þessa flutninga. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri annaðist samningagerðina við norska flug- félagið af hálfu Arnarflugs og lauk þvi starfi sl. mánudag. Arnarflug hefur á þessu ári fengið tvær þotur af gerðinni Bo- eing 720-B. Þær hafa að undan- förnu flutt mikinn fjölda Islend- inga til sólarlanda og önnur þotan kom fyrir nokkrum dögum frá Englandi að loknu hálfs mánaðar starfi fyrir brezka flugfélagið Brittania Airways verða nöfn þeirra birt i auglýs- ingu frá S.A.A. Undirskriftasöfnun Samtak- anna meðal almennings hefur gengið mjög vel um allt land. Sér- staklega hafa viðbrögð allra þeirra, sem hafa haft af vanda- málinu að segja i starfi sinu, s.s. lögreglumanna, lækna og hjúkr- unarfólks, verið jákvæð. 1 dag, föstudag, verður tekið á móti undirskriftarlistum á skrifstofu S.Á.A., að Frakkastig 14B fram til kl. 22. Eins og áður sagði hefst stofn- fundurinn á laugardaginn kl. 14 en frá kl. 13.30 mun Skólahljóm- sveit Kópavogs leika iHáskólabió. Samtök áhugamanna um áfengisvandamál: Stofnfundur á morg- un í Háskólabíói Formannastríð í Heimdalli: Smalað i félagið allt hvað af tekur GV-Reykjavik — t kvöld verður kosinn á aðalfundi nýr formaður Ileimdallar og gefa tveir kost á sér, þeir Kjartan Gunnarsson stud. jur. og JúIIus Ilafstein, heildsali. Baráttan er hörö, og hafa stuðningsmenn þessara aðila fylkt sér i Heimdall og á siöustu tveimur vikum gengu I félagið um 150 ntanns, að þvi er Hreinn Loftsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Heimdallar, tjáði blaðamanni. Auk þess sagði Hreinn, að búast mætti við þvi, að aðalfundurinn verði fjöl- sóttur. Mætti búast viö um 300 manns, af þeim þrjú þúsund félögum, sem eru skráðir I félagið og má það teljast nokkuð hátt hlutfall. Július Hafstein gaf formlega kost á sér seint i sumar, en Kjartan gaf formlega kost á sér isiðustu viku. A aðalfundinum i kvöld verður auk formanna- kosninganna, kosið i 11 manna stjórn Heimdallar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.