Tíminn - 30.09.1977, Qupperneq 8
8
Föstudagur 30. september 1977
Opið bréf
til félaga í Bandalagi
starfsmanna rikis og bæja
frá Jóni Sig-
urðssyni,
ráðuneytis-
stjóra i
fj ármála-
ráðuneytinu
um stöðu í samninga-
málum BSRB og
væntanlega atkvæða-
greiðslu um sátta
tillögu sáttanefndar
Þessa dagana fer fram mikil
umræða meðal ykkar rikis-
starfsmanna, sem eruö aöilar
aö BSRB, um sáttatillögu sátta-
nefndar sem innan fárra daga
verður lögð til leynilegrar at-
kvæöagreiðslu í ykkar hóp.
Fundir eru haldnir um allt land
til að skýra tillöguna og trúlega
er hún mikið rædd á hinum
ýmsu vinnustöðum. öll fer þessi
umræöa hins vegar fram i ljósi
þess að forystumenn BSRB og
einstakra félaga þess hafa skor-
að á hina almennu félagsmenn
að fylkja liði og fella tillöguna
og þar með ryöja úr vegi siðustu
fyrirstöðunni, sem lögum sam-
kvæmterfyrirviðtæku verkfalli
ykkar rikisstarfsmanna sem
hér eigið i hlut.
Kjaradeilur og verkföll vilja
garna verða mikil hita- og til-
finningamál. Þetta á ekki hvað
sizt við um þessa deilu eftir aö
forystumenn samtakanna
ákváðu að beita sér gegn sátta-
tillögunni. ER hætt við að þessa
dagana sé þeim meira mál að
tillagansé felld en nákvæmlega
hvað I henni stendur eða af
henni leiðir. Sér þessa greinileg
merki I f jölmiðlum hina siöustu
daga.
NU kann vel aö vera, aö sátta-
tillagan eigi enga betri meöferö
skilið en vera felld. Svo mikið er
vist aö þeir embættismenn sem
tillöguna hafa gerst skoöaö telja
ýmsa ráðstöfun fjármuna til
sérhópa, sem hún felur I sér illa
ráöna, sé litið burt frá þeim
kostnaði, sem hún heföi I för
með sér og leggja verður undir
pólitiskt mat.
A hinn bóginn er nauösynlegt
að hvert og eitt ykkar sem at-
kvæði greiðið um tillöguna haldi
áttum þrátt fyrir áróöurinn sem
á ykkur dynur og hverju einu
ykkar sé sem allra ljósast hver
ykkar afstaða er fyrir atkvæöa-
greiösluna og eftir á, hvorn veg-
inn sem hún fer. Hluti af þessari
heildarmynd er stjórnmálaleg
aðstaða fjármálaráöherra i
þessum samningum.
Égsem þetta skrifa hef fundið
mig knúinn til að freista þess að
gefa hér hlutlæga mynd af þess-
ari aðstöðu. Þaö er embættis-
skylda min gagnvart minum
ráðherra en ég finn einnig til
sömu skyldu gagnvart ykkur
semég tel mig jöfnum höndum
þjóna meðan ég gegni mlnu nú-
verandi starfi.
Kjarabætur
án fórna
Fyrir liggur að sáttatillagan
felur I sér almenna launa-
hækkun sem er svipuð þvl sem
um var samið i almennu kjara-
samningunum á s.l. sumri 26-
27% frá mailaunum eða 9,1-
16,2% hækkun á septemberlaun.
Þar fyrir utan felur tillagan I
sér ýmsar sérhækkanir og
kjarabætur einstakra hópa sem
i heild eru metnar sem 5-6%
hækkun launaútgjalda rikisins.
Þá snýst tillagan einungis um
aðalkjarasamning. Sérkjara-
samningar við einstök félög
mundu óhjákvæmilega leiða til
einhverra kjarabóta einstakra
manna eða starfshópa.
Loks hefur verið litið haldið á
lofti, að tillagan gefur ávinning I
samanburði viö ASt-samning-
ana vegna hlutfallslegra hækk-
ana launa og verðbota.Ekki er
ljóst hversu þungt þetta atriöi
vegur. Við höfum þó dæmi til
visbendingar um þennan ávinn-
ing. Sé gert ráð fyrir 8%
breytingu vlsitölu hinn 1.
desember og borin saman laun
tveggja starfsmanna sem I mai
höfðu jöfn laun sem svöruðu til
hámarkslauna i 13. lfl. BSRB,
annar eftir ASI samningi en
hinn BSRB samningi verða
mánaðarlaun I desember
149.727 kr. fyrir ASÍ manninn,
en 175.251 kr. fyrir BSRB félag-
ann, eða sem svarar rúmum 25
þús. kr. mismun á mánuöi.
Meö bréfiþessu eru birt nokkur
frekari dæmi um hinar raun-
verulegu launabreytingar sem
sáttatillagan felur i sér.
Þó ekki sé ljóst hvernig fjár-
málaráðherra greiðir atkvæði
um sáttatillöguna má telja full-
víst hveriig sem það atkvæði
fellur, að samþykki tillögunnar
af hálfu rikisstarfsmanna
munditryggja þeimkjör hennar
eða því sem næst án nokkurra
fórna af þeirra hálfu. Við það
verður þvi mat hvers og eins
ykkar rikisstarfsmanna að mið-
ast, þegar þið ákveöiö afstöðu
ykkar til sáttatillögunnar.
Hvað kostar
verkfall?
Þvi sjónarmiði hefur verið
hreyftað ekki þurfi að koma til
verkfalls þótt sáttatillaga yrði
felld. Nýjum samningum mætti
ná milli þess sem úrslit at-
kvæöagreiðslunnar lægju fyrir
og verkfall er boðað.
Þetta tel ég mjög ótrúlegt. Ég
tel með ólikindum að á ör-
fáumdögum semjist um
neitt það sem forráðamenn
BSRB téldu sér fært að bjóða
sinum félagsmönnum að ný-
felldri sáttatillögu. Máliö væri
þvi i siálfheldu og svo virðist
sem samninganefnd BSRB hafi
ekki neitt vald tilaðfresta verk-
falli fram yfir þann dag sem nú
hefur veriö ákveðinn af sátta-
nefnd. Þvl tel ég ekki raunhæft
að telja annað en fallin sátta-
tillaga muni leiða til verkfalls.
Þá er að líta á, hver er fórn
rikisstarfsmannsins i verkfalli.
Nærri lætur að hverjir tveir
vinnudagar i verkfalli kosti
rikisstarfsmanninn 1% árs-
launa. 6 vinnudaga vertóall og
samningur að þvi loknu um 3%
kauphækkun umfram sáttatil-
lögu gerir rikisstarfsmanninn
þannig jafnsettan eftir árið eins
og hann hefði verið ef sáttatil-
lagan var samþykkt. Þriggja
vikna verkfall og7% hækkun frá
sáttatillögu aö þvi loknu gerði
rikisstarfsmanninn sömuleiðis
jafnsettan eftir árið og sáttatil-
lagan heföi verið samþykkt. A
samningstímanum mundu þess-
ar hækkanir hafa heildaráhrif
sem nemur 1,5% og 3,5% af
launum. A hinn bóginn væri upp
hafspunktur næstu samninga
sem þessu næmi hærri.
Þessi fórn rikisstarfsmanna
kæmi mjög misjafnt niður.
Ýmsirfélagar BSRB mega ekki
leggja niður vinnu og missa þvi
einskisienfá allan ávinninginn.
Að þvi leyti er BSRB illa i stakk
búið til verkfalls fyrr en þvi
væri komið á, að þeir sem
vinna deildu launum með hin-
um, sem ekki vinna i verkfalli.
Niðurstaða þessara bollalegg-
inga er sú, að samningar, sem
gerðir yrðu i lok verkfalls yrðu
að vera mjög verulega hærri en
sáttatillagan til að gefa rikis-
starfsmönnum umtalsveröan
nettóávinning af verkfalli á
samningstimanum.
Aðstaða
ráðherrans
Næst verður fyrir að skoða
hver er aöstaða fjármálaráö-
herra til samninga eftir að
BSRB hefði fellt sáttatillöguna.
Hér er fjallaö um svið þar
sem pólitiskt mat verður að
ráöa um niöurstöður. SliTít mat
get ég ekki lagt á þetta mál.
Hins vegar eru hverjum manni
ljósarýmsaraðstæðursem gera
fjármálaráðherra erfitt fyrir
um slika samninga. ASÍ
samningana s.l. sumar ber þar
hæst. Hvert skref sem ráðherra
stigi i samningum við rlkis-
starfsmenn umfram þá
samninga væri efni I harða
gagnrýni hvað svo sem BSRB
félögum kann að þykja um
sanngirni sinna krafna.
Vegna þessa ætla ég að
samningar i yfirvofandi verk-
falli gætu orðið mjög erfiðir.
Fjármálaráðherra fyndi á sér
brenna samanburöinn við
breytingarnar á almenna
markaðnum og forráðamenn
BSRB teldu sig ekki geta gengið
frá samningum nema sú
ákvörðun að fella sáttatillög-
una, skilaði verulegum árangri.
Framhjá því verður ekki komizt
að sáttatillagan gefur verka-
fólki innan BSRB, svo dæmi sé
tekið 104-108 þús. kr. mánaðar-
kaup I september en hæstu
Sóknarkonur á spitölunum hafa
þá tæp lOOþúskr. i laun. Er sizt
aö undra þótt ráðherra eigi er-
fitt um vik að auka þennan
launamun. Vegna þess tel ég
liklegt að verkfall ef til kæmi
gæti dregizt mikið á langinn.
Það tel ég þvi einnig eigi að hafa
i huga þegar afstaðan til sátta-
tillögunnar er ákveðin.
Verkfall er
forngripur
Þetta bréf vildi ég hafa
skrifað ykkur rfkisstarfsmenn,
sem eigið að ákveða hvort tií
verkfalls ykkar skuli koma eða
ekki. Fram að þessu hefur bréf-
ið verið hlutlægt. Það sem hér
fer á eftir, er það ekki.
Þiö hafið fengið ráð ykkar for-
ystumanna sem eflaust eru gef-
in af góðum hug og fyllstu sann-
færingu um góðan málstaö.
Þessir forystumenn hafa hins
vegar árum saman barizt fyrir
verkfallsrétti rlkisstarfsmanna
og þeim er vorkunn að hvetja til
þessað sá réttur verði nú látinn
sanna ágæti sitt. Þeim mun
meiri yrði ljóminn sem þeir
fyndu á sig falla.
Þið rlkisstarfsmenn en ekki
forystumenn ykkar einir eruð
hins vegar að taka ákvörðun um
verkfEll. Þetta eruð þið að gera i
fyrsta skipti og eigið þvi hvorki
að vera bundin af ákefð foryst-
unnar né þeirri hefð sem frá
gömlum tíma rikirinnan verka-
lýðshreyfingarinnar um með-
ferð verkfallsréttarins. Það
væri mikill sigur skynseminnar
yfir þessari gömlu skaðlegu
verkfallshefð, ef þið félagar
BSRB afneituðuð þvl að beita
verkfalli til að knýja fram kröf-
ur ykkar frekar en orðið er, ekki
vegna þess hversu sáttatillagan
sé góð heldur vegna þess hversu
hinn kosturinn er vondur. Verk-
fallsrétturinn á sinn stað i
réttindabaráttu verkalýðsins en
verkfall er forngripur. Það á að
leggja af i siðuðu þjóðfélagi af
sömu ástæðu og við höfum lagt
niður vlgaferli. Hvorugt er
skynsamleg aðferðeða siðuðum
mönnum sæmandi til að útkljá
deilu.
Þeir eru sjálfsagt fáir ríkis-
starfsmenn sem eru svo vel
haldnir I launum að þeir þurfi
ekki meira. Engu að slður
freistast ég til að rifja upp
gamla húsganginn:
Margur ágirnist meir en þarf
maður fór að veiða skarf
og hafði fengið fjóra.
Elti þann fimmta en I því hvarf
ofan fyrir bergið stóra.
Með þessum orðum bið ég
menn telja vandlega sina skarfa
áður en til atkvæðagreiöslunnar
kemur.
Reykjavik 26.09. 1977
Jón Sigurðsson
V
E.S. Gangnamenn BSRB smala
landið þessa daga. Þeir leita
ekki eftir mati ykkar hvers og
eins á þvi, hvað gera skuli
heldurheimta algera samstöðu.
Ég trúi ekkifyrr en ég tek á þvi,
aö rikisstarfsmenn láti reka sig
þannig til réttar.
JS
Sáttatillaga: Dæmi um launabreytingar.
BSRB laun hækka um 51% þegar ASi laun hækka um 29%. Laun i mai 1977 skv. lfl. B-13, 3. þrepi voru 115.767 kr. Yiirlitið sýnir, hvernig þau laun verða i desember miðað við spá um verðlagsþróun, hækki launin annars vegar eft- ir reglum um verðbætur og áfangahækkanir er ASI samdi um og hins vegar I samræmi við samninga BSRB og ákvæði sáttatillögunnar. 3604 stöðugildi eru i launaflokkunum 11.-15.
Mal-laun ASÍ 115.767 BSRB 115.767 7.791 6,73% verðlagshækkun
Júni-laun 115.767 123.558
18.000 Grunnkaupshækkun 23. júnl 4.942 4% grunnkaupshækkun 1.
20.745 Grunnkaupshækkun sáttatil- lögu
Júli-laun 133.767 3.520 149.245 5.970 4% verðbótahækkun
SeDtem- ber-laun 137.287 155.215 2.328 1,5% grunnkaupshækkun skv. sáttatillögu
Nóvem- ber-laun 137.287 7.440 5.000 157.543 12.603 8% verðbót 1. desember 5.105 Grunnkaupshækkun 5000 kr. skv. ASl og 3% skv. sáttatillögu
Desem - berlaun 149.727 175.251
Hækkun BSRB er 25.524 kr. umfram ASÍen báöir aöilar höfðu jöfn mai-laun. 1 dæmi þessi er ekki reiknað með hækkunum vegna ákvæða i sérsamningum ASI-félaga né heldur áætluð hækkun vegna væntanlegra sérsamninga BSRB.