Tíminn - 30.09.1977, Qupperneq 12

Tíminn - 30.09.1977, Qupperneq 12
12 Föstudagur 30.' september 1977 ÉÉ^ j S' Kristinn Jónsson viröir fyrir sér kornakur. Ljósm. Þorsteinn Tómasson „BLEIKIR akrar OG SLEGIN TÚN” Haustdagur á Sámsstöðum í Fli ótshlíð Eins og þeir munu hafa séð, sem lásu Tímann sunnudaginn 25. september siðast liðinn, þá átti einn af starfsmönnum blaðsins þess kost að skreppa austur i Fljótshlið fyrir skömmu og hitta þar menn að máli. Þetta varð blaðamanninum sannkallaður gleðidfigur. Það var dvalizt góða stund í réttum, sem voru einmitt þennan dag, og auk þess komið á þrjábæi,þar sem gesturinn hefði viljað stanza miklu lengur en tök voru á að þvi sinni. Lengst varð viðdvölin á Sámsstöðum, hjá Kristni Jónssyni tilraunastjóra, enda var ferðinni i upphafi heitið þangað, fyrst og fremst. Það er sannast mála, — og á öngvan hallað, þótt sagt sé, — að Sámsstaðir eru i hópi þeirra bæja á Islandi, þar sem einna ánægju- legast er að koma. Þar fer allt saman: óvenjufagurt umhverfi, snyrtileg umgengni og alUð og gestrisni heimafólks. Fyrirmyndarbúskapur og tilraunastarfseini Erindið að Sámsstöðum var auðvitað að taka tilraunastjórann tali I þvi skyni að birta spjallið I Timanum siðar. Eins og komið hefurfram ifrétthér I blaðinu, þá átti tilraunastöðin á Sámsstöðum fimmtugsafmæli á sfðast liðnu vori, og þess vegna var I rauninni sjálfgefið, að við Kristinn byrjuð- um á þvi aö tala um fortiðina, — upphaf tilraunastöðvarinnar og þá starfsemi, sem þar hefur farið fram i' áranna rás. — Þið áttuð merkisafmæli i vor er leið, Kristinn? — Já, það er alveg rétt, stöðin var stofnuð vorið 1927, og varð þvi fimmtug á siðast liðnu vori. — Með hverju hófst starfsemin hérna? — Markmiðið með sto.fnun stöðvarinnar, fyrir hálfri öld, var það, áð hér yrði ræktað grasfræ til nytja fyrir islenzka bændur. Það var að visu alltaf gert, en þó held ég mér sé óhætt að seg ja, að það hafi orðið i minna mæli en ráögert var i upphafi, og starf- semin hér þróaðist yfir til ann- arra verkefna, eins og til dæmis áburöartilrauna, sem lengst af hafa verið fyrirferðarmestu verkefnin hér, og svo komræktar- tilrauna,sem stöðin hérer nú lik- lega þekktust fyrir. — Var ekkilika rekinn hér hinn myndarlegasti búskapur? — JU, hér var lengst af búið i talsvert stórum stil, og mig grun- ar, að hugmyndir manna hafi I upphafi verið þær, að búskapur- inn hér á Sámsstööum ætti að bera uppi tilraunastarfsemina hér. — Það hefur verið ætlunin, að hér væri rekið fyrirmyndarbú samhiiða tilraununum? — Já, ég er alveg viss um að það var draumur margra, og áreiðanlega var búskapurinn hér lika á margan hátt til fyrirmynd- ar lengi vel, en svo breyttust timarnir. Tækninni fleygði fram óðfluga, og þá varð minni munur á búskapnum hér og annars stað- ar, þar sem vel og myndarlega var búið. Þar kom lika, að menn sáu, að umfangsmikil tilrauna- starfsemi og búskapur geta ekki farið saman tillengdar svo vel sé, enda hefur reyndin alls staöar orðið sú, þar sem byrjað hefur verið á tilraunastarfsemi og bú- skap samhliða, að tilraunimar hafa tekið allan tima manna, og búskapurinn lagzt niður. — Svo þið eruð þá hættír að búa núna? — Já, hér er ekki rekinn neinn búskapur, að öðru leyti en þvi, að við stundum nokkurn heyskap. Eins og alþjóð er kunnugt, þá var Klemenz Kr. Kristjánsson fyrsti tilraunastjórinn hér. Hann tók við þvi starfi um leið og stöðin var stofnuð, og var hér samfellt i fjörutiu ár. Starf hans er þvi lang- samlega fyrirferðarmest alls þess, sem hér hefur verið gert. — Og svo ert þú búinn að vera hér í tiu ár? — Já, það eru tiu ár, siðan ég kom hingað. — Sitthvað mun nú búið að gera á þeim áratug? — Já, að visu er það, en þó er það minna en ég og margir fleiri hefðu viljað. Tilraunir, sem kalla á góðan tækjabúnað og húsakost — Það er nú ekkert nýtt, að ósk- ir manna og vonir séu nokkrar dagleiðir á undan framkvæmd- inni,— en hvað getur þú sagt mér um verkefni siðustu ára, og jafn- vel liðandi stundar? — Já, nýjustu verkefnin og þau sem eru I mestum undirbúningi, er svokallað fræræktarverkefni, sem starfað er að hér, eftir áætl- un,gerðriaf sérfræðingum FAO, og íslenzkum sérfræðingum lika. Þessi starfsemi hófst hér árið 1975, og er búið að starfa eftir henni hér i þrjú ár. í mjög stuttu máli sagt, þá miðast þessi starf- semi við það að koma upp hér og I nágrenninu mikilli frærækt, bæði svokallaðri stofnrækt og fræi til þess að selja bændum. Þá er og ekki sizt miðað við, að Land- græðslan noti sli'kt fræ til sinnar uppgræðslu, þvi að margar til- raunaniðurstöður benda eindreg- ið tilþess,aðislenzkirstofnar þoli betur islenzka veðráttu en útlend- ir. Nú þegar er kominn hingað vélakostur til þess að nota við Þaö er fallegt aðlita heim aö Sámsstöðum, hvort heldur er á vori eöa hausti. Og ekki er myndarskapur- inn minni innan veggja, á heimili þeirra Kristins Jónssonar tilraunastjóra og Ernu Siguröardóttur konu hans. Ljósm. Þorsteinn Tómass.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.