Tíminn - 30.09.1977, Qupperneq 13

Tíminn - 30.09.1977, Qupperneq 13
Föstudagur 30. september 1977 73 Vel matað bygg. Ljósm. Þorsteinn Tómasson. Vallarfoxgras. Ljósm. Þorsteinn Tómasson. Sú var tiðin, að rúgur var ræktaður á tsiandi. Ljósm. Þorsteinn Tómasson. þessar fræræktartilraunir, en þegar sú starfsemi verður um- fangsmeiri, þarf meiri tækjakost, og þá þurfum við að biðja um fé til þeirra hluta. Hvernig okkur gengursú fjáröflun, veitég ekkiá þessari stundu, reynslan ein sker úr um það. Frærækt er kannski nær því að vera iðnaður en bú- skapur, hún er ekki óllk gras- kögglaframleiðslu. En umfangs- mikil frærækt verður ekki stund- uð nema með talsvert miklum tækjum og húsakosti. Við höfum nú þegar bæði fræskurðarvél og flokkunarvél, sem flokkar fræið mjög nákvæmlega. Hér er núna unnið talsvert mikið að breyting- um og endurbótum á gömlum húsum, svo og byggingu nýrra. Það er einkanlega þurrkstöð fyrir fræ, og herbergi fyrir flokkunar- vélarnar, sem ekki er hægt án að vera. Byggingarframkvæmdir eru þannig óhjákvæmilegur hluti þess verkefnis, sem við höfum á hendi hér á Sámsstöðum þessi misserin. — Og þið hafið enn fleira með höndum. Þessi staður hefur lengi verið frægur fyrir kornræktartil- raunir. — Rétt er það, og það var Klemenz heitinn Kristjánsson, sem kom þvi orði á staðinn, öllum öðrum fremur. Hann stundaði lengi kornrækt hér á mjög glæsi- legan hátt Þvi hefur reyndar verið haldið áfram hér og hefur verið ræktað korn á hverju ári, siðan ég kom hingað, og venju- lega hefur verið korn i fimm hekturum. Og það er þá eingöngu bygg. — Hvernig hefur þetta gengið, þegar á heildina er litið? — Árangurinn hefur verið mis- jafn, enda árferðið misjafnt lika. Arin i kringum 1960 voru reglu- legt kuldaskeið, og þá gekk korn- ræktin mjög erfiðlega, eins og vonlegt var. En ef við tökum aftur á móti meðaltal af þeim tiu árum, sem ég hef verið hér, má segja, að þau skiptist i tvo hluta. Fimm ár hfa verið góð, en önnur fimm sæmileg eða léleg. — En hvernig er þetta ár, sem nú er að liða? — Þetta hefur ekki gengið vel i ár. Vorið var mjög kalt, og það hafði það i för með sér, að kornið varð mjög gisið, en það sem sprátt, náði viðunandi þroska. En vorið hafði sett mark sitt svo á kornræktina, að i heild verður þetta tæplega meðalár. Uppskerustörf eru mjög háð veðri — Er ekki alltaf verið að gera hér margvislegar tiiraunir, bæði með kornrækt og annað? — Jú, hér eru gerðar talsvert yfirgripsmiklar tilraunir, bæði með sjálfa kornræktina og kyn- bætur á korni. Þorsteinn Tómas son, sérfræðingur hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, hefur annazt þessar tilraunir hér siðast liðin þrjú ár, og við von- umst til þess að mikill árangur verði af starfi hans á þessu sviði. Hins vegar eru þrjú ár ekki langur timi, þegar urii slik verkefni er að ræða. Við höfum þvi ekki enn fengið mikið af beinum niðurstöð- um, en aftur á móti margar vis- bendingar i þá átt, að vænta megi góðs árangurs af þessu starfi. Hér er einnig haldið áfram til- raunum með áburð og grasstofna, en það er allt i likum skorðum og verið hefur undan farin dr, og ég tel ekki, að um það sé margt að segja að þessu sinni. Grænfóður er lika nokkuð mikill þáttur i til- raunastarfsemi okkar, við rækt- um stofna af grænfóðri til haust- beitar fyrir kýr og sauðfé. Við söfnum niðurstöðum, þær eru birtar, og leiðbeiningarþjónustan hefur aðgang að þeim upplýsing- um. — En þið beitið ekki á þessa til- raunareiti? — Nei, á þvi eru margir ann- markar. Ef ætti að hleypa skepn- um á einhvern þessara tilrauna- reita, þyrfti að hólfa landið mjög mikið niður með ramgerðum girðingum. Hér á Sámsstöðum eru ekki neinar skepnur, og við lánum ekki heldur reitina til beit- ar. Skepnur skekkja niðurstöður, ef þær komast inn á tilraunareiti, og þess vegna kemur I rauninni ekkert annað til mála en að allt tilraunasvæðið sé alveg friðaö fyrirbúpeningi, hverju nafni sem nefnist. — Þó að skjólsæit sé hér i Fljótshliðinni, þá hlytur það að vera mjög misjafnt frá ári til árs, hversu snemma þið getið sáð og hafið önnur vorstörf? — Já, þaðerákaflega misjcifnt. Og árangur af kornrækt, — og grasræktinni reyndar lika, — fer mjög eftir þvi hve snemma er hægt að byrja vorverkin. Við reynum að sá korni i byrjun mai, en*f þaðdregst mikið lengur, til dæmis fram yfir 20. mai, er talið vonlitið um árángur. Það er þannig ekki ýkjalangur timi, sem við höfum upp á að hlaupa hvað þetta snertir. Aðaltilrauna- störfin hefjast svo um tuttugasta júni, eða upp úr þvi, og standa i um það bil mánuð, en þá verður mánaðar hlé. Um tuttugasta ágúst hefst svo nýr annrikistimí, sem stendur út ágúst, allan september, og jafnvel stundum eitthvað lítið eitt fram i október. — Ég hef þá sótt þig heim á síð- ari hluta haustannar. Það er tutt- ugastidagur septembermánaðar, þegar þetta samtal er tekið upp. — Já. Þaðeru kartöflur og korn, sem eru meginviðfangsefni okkar um þessar mundir, og svo frætak- an hin siðari ár. Ef veðurfar er óhagstætt, getur þetta orðið erfið- ur tfmi, og vandkvæðum bundið að finna nógu marga daga eða stundir til þess að koma þvi af, sem gera þarf. — Það er auðvitað ekki hægt að vinna þessi verk I hvaða veðri sem er? — Nei, öðru nær. Það er aðeins hægt að vinna að uppskerustörf- um d korni og fræi i þurru veðri, og helzt þarf að vera þurrkur. Þegar tiðer mjög vætusöm, getur þetta þvi orðið ákaflega erfitt, og það er ekki einungis vandamál okkar. Allir bændur sem stunda slíka ræktun i nálægum löndum, þekkja slfka erfiðleika, enda eru þessi verk háðari veðrinu en flest örinur búskaparstörf. Sviptum ekki skólafólkið þessari vinnu — Er ekki erfitt að fá fólk tii slikra starfa sem eru ekki aðeins árstfðabundin, heldur nærri þvi að vera bundin viðeinstaka daga, — ,,þegar veður leyfir”? — Fyrst á vorin er oft erfitt að fá fólk. Það stafar fyrst og fremst af þvi að við höfum leitazt við aö Þreskivél, sem notuð er við tilraunirnar á Sámsstöðum. Ljósm. Þorsteinn Tómasson. ráða skólafólk til starfa hér en eins og allir vita þá standa skólar svo langan tima úr árinu núorðið að það vantar upp á bæði vor og haust að starfskraftar þess nýtist til fulls. Einkum er þetta mjög bagalegt á haustin. Eftir að skólarnir fóru að byrja með septemberkomu, eins og nú er orðið algengt að minnsta kosti i Reykjavik, þá glatast heils mánaðarvinna skólafólksins sem áður var mjög góður timi fyrir báða aðila á meðan skólarnir byrjuðu fyrsta október. Þetta háir okkur mikið og gæti hreinlega orðið til þess að við hér á tiiraunastöðinni yrðum aðhætta að ráða skólafólk til sumarstarfa hér sem ég tel þó að væri mjög illa farið og ber margt til þess: 1 fyrsta lagi þarf skólafólk á at- vinnu að halda jafnvel mörgum öðrum fremur, i öðru lagi er það yfirleitt ákaflega góður vinnu- kraftur, og i þriðja lagi —• og kannski er það mikilvægast alls — þá dreifistmeð skólafólkinu út héðan þekking á þeim störfum, sem hér eru unnin. En það er að sjálfsögðu öllum ávinningur að sem flestir viti um það sem við erum að gera hérna. Skólafólkið öðlast nýja þekkingu og rejTislu við að vinna hér, og reyndar held ég að hverjum sem er sé hollt að vita hvað hér fer fram. Ágæt skilyrði til skógræktar — Við höfum nú rætt um margt sem viðkemur starfi ykkar hér á Sámsstöðum, Kristinn, en ég get bókstaflega ekki farið hér úr hlaði að þessu sinni án þessað minnast á þann fallega skóg, sem blasir við hér, svo að segja hvert sem litið er. Hvenær hófst skógrækt hér á Sámsstöðum? — Elzti hluti skógarins er um það bil þr játiu ára gamall. Sumt kann að vera litið eitteldr a en það er ekki mikið. — Og það er þá Klemenz heitinn Kristjánsson sem á heiðurinn af þessari skógrækt? — Já. Svo að segja allur sktígur sem hér er orðinn upp vaxinn er gróðursettur af honum. Við sem komum hér eftir Klemenz höfum að visu plantað litils háttar i skjólbelti en það eru smámunir hjá hinu sem Klemenz ræktaöi og mótaði af smekkvisi sinni. — Þaðerþá vfstekki mikill vafi á þvi að skógur geti dafnað hér i Fljótshlið nú ekki síður en á dögum þeirra Gunnars á Hliðar- enda og Njáls á Bergþórshvoli? — Það virðast ágæt skilyrði til trjáræktar hér um slóðir. 1 skóg- raáctarstöðinni á Tumastöðum er mjög myndarlegur skógur og skjólbelti og góður vöxtur I öllum trjám. Þú sagðir skjólbelti. Er ræktun skjólbelta ekki hin ákjósanleg- asta hliðargrein annarrar ræktunar og tilrauna, —skjólbelti til hlffðar öllum öðrum gróðri? — JU, alvegtvímælalaust.Það er einmittskjóliðsem okkur vantar. Berangurinn hér á landi er einn versti óvinur okkar. Þess vegna ber að leggja mikla áherzlu á að verjast vindinum með þvi að rækta skjólbelti. En auðvitað tek- ur skógrækt alltaf nokkurn tima og krefst dálltillar biðlundar og þolinmæði þeirra sem hana stunda. Fyrstu árin eru hörð samkeppni á milli trjáplantnanna og grassins i kring, en þegar sá hjalli hefur veriö yfirstiginn þurfa skjólbelti litla umönnun. Þau sjá þá að mestu um sig sjálf. Þannig er til dæmis með þau skjólbelti hér á Sámsstöðum sem komineru einna lengst.Við skipt- um okkur sáralitið af þeim núorð- ið. Auðvitað þarf að leggja alúð við skógrækt eins og við alla aðra ræktun. En ef það er gert, þá á hún lika mikla framtið fyrir sér hér á landi kannkiekki alls staðar en ákaflega viða. Ef við lítum sérstaklega til þess staðar, þar sem við erum staddir, þá er það mála sannast að hér hafa verið gerðar margvislegar tilraunir með ýmsar tegundir gróðurs. Yfirleittspá þær tilraunir góðu og gefa okkur ástæðu til bjartsýni, og skógurinn hérna I Fljóts- hliöinni sýnir og sannar það bezt sjálfur aö ekki er siöur ástæða til þess að binda vonir við hann en annað sem hér vex Ur jörðu. —VS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.