Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 27. október 1977 Fréttir falsaðar í stjórnartíð Indiru Gandhi erlendar fréttir — Opinber skýrsla um dauða Raspe, Baader og Enslin Nýja-Delhi-Reuter. Yfirmaöur frétta viö indverska rikisútvarp- iö, sagöi opinberri rannsóknar- nefndi dag.aö fréttir.sem sendar heföu veriö út á meöan á kosning- unum i marz stóö, henbu veriö meöhöndlaöar frjálslega. Þessar aögeröir sagöi hann hafa veriö geröar i þágu þáverandi rikis- stjórnar. Bhatt, forstjóri fréttaþjónustu indverska útvarpsins, bar vitni fyrir nefndinni, sem nú rannsak- ar kosningasvik og misferli fram ið á siðustu mánuðunum sem stjórn Indiru Gandhi var við völd. Flokkur hennar tapaði eins og kunnugt er i kosningunum. Nefndin kom í fyrsta skipti saman í gær eftir að yfirheyrslum var hætt f j óröa október, eða dag- inn eftir að Indira Gandhi var handtekin fyrir spillingu og mis- beitingu valds. Nefndin sam- þykktiaö hefja rannsóknina aftur eftiraö hafa rætt viö forsætisráð- herrann Morarji Desai. Formælendur nefndarinnar sögðu í gær, aö Indira Gandhi hefði verið beðiö að koma fyrir nefndina 7. og 8. nóvember. I gær Framhald á bls. 19. Stuttgart-Reuter 1 gær var fyrsta opinbera skýrslan um dauöa þriggja félaga úr Baader-Meinhof hópnum birt. t henni var þó ekki aö finna svar viö spurningunni hvernig tókst aö smygla skot- vopnum og sprengiefni inn f fang- elsið, en ekki mun vera eins öfl- ugur öryggisvarzla I nokkru ööru fangelsi i Þýzkalandi. Yfirvöld i Baden-Wurttemberg segjast gruna lögfræðinga hinna látnu um aö bera ábyrgð á at- burðunum, en játuöu að engar sannanir væru fyrir hendi. Skýrslan segir að Andreas Baader, Jan Carl Raspe og Gud- run Enslin hafi framið sjálfsmorð iStammheimfangelsinu fyrir átta dögum, eftir að þau heyrðu um atburöina iMogadishu. Segja má, að skýrslan verði til þess að vekja spurningar fremur en veita svör. Skýrslan sem er 38siður að lengd, greinir frá þvi, að engar sannanir séu fyrir þeim staöhæfingum að þrem enningarnir hafi verið myrtir. Enníremur segir aö sprengiefni, sem nægði til að sprengja veggi i sundur, hafi fundizt i klefum fanganna og kerfi, sem gerði þeim kleift að hafa samband sin á milli. Nfu saksóknarar og 30 lögreglu- foringjar vinna enn að rannsókn málsins.Skýrslan segir, aðleitað sé regluleea I klefum fanea i Stammheim fangelsinu, en leitin sé ekki óbrigöul, þvi ekki er hægt að láta lögfræðinga né fanga ber- hátta á meðan á henni stendur. Einnig kann að vera, að ekki hafi verið leitað nógu vel vegna þess að starfslið fangelsisins hefur mátt sæta móðgunum og hótun- um af hálfu Baader-Meinhof fanga árum saman, að þvi er seg- ir i skýrslunni. Byssum og sprengiefni hlýtur að hafa verö smyglað I klefana áður en Hanns-Martin Schleyer var rænt, þvi eftir ránið voru fangarnir algerlega einangraöir frá umheiminum. Olíuverðið til um' ræðu í desember Kuwait-Reuter. — Michael Blumcnthal, yfirmaöur i banda- riska fjármálaráðuneytinu, hvatti I gaír oliuframleiöslurikin til áð halda oliuveröinu ó- breyttu. Háttsettur yfirmaður i oliurikinu Kuwait sagöi hins vegar, að allar ákvaröanir I þessu máli væru teknar af leiö- togum samtaka oliuútflutnings- landanna, OPEC. Blumenthal og fjármálaráð- herra Kuwait Abdel-Rahman Al-Atiqi héldu blaðamannafund eftir viðræðurnar i gær, en Blumenthal er á ferð um Mið- Austurlönd og Evrópu. Blnmenthal sagði að stöðugt verð á oliu hefði verið meginat- riði í viðræðum hans við leið- toga Kuwait. Hann sagði, að slikt fyrirkomulag myndi bæði koma kaupendum og seljendum til góða. Blumenthal kvað beint samband vera milli oh'uverðs og kvartana oliuframleiðenda um minnkandi gróða vegna ýmissa verðhækkana á heimsmarkaði. Atiqi sagði I gær að oliuverð yrði rætt á fundi OPEC i Caracas i desember. Verðið yrði endurskoðað, en ekki til að hækka það heldur til að koma i veg fyrir vandamál i sambandi við hækkað verð á innfluttum vörum til oliuframleiðslurikj- Young hlynntur harðari aðgerðum gegn S-Afríku New York-Reuter. Andrew Young, sendiherra Bandarikj- anna hjá Sameinuöu þjóöunum, sagöi siöastliöinn mánudag, aö hann væri hlynntur „einhvers konar refsiaögeröum” gegn Suö- ur-Afríku, en Suður-Afrikustjórn lét i siöustu viku handtaka hundr- uö blökkumanna og stuðnings- menn þeirra. Young lét þessi orð falla þegar hann kom af fundi I öryggisráð- inu, þar sem fulltrúar Afrikurikja höfðu hafið baráttu fyrir við- skiptahöftum og vopnasölubanni til Suður-Afriku. Young hefur áð- ur valdið deilum með ummælum sinum, en að þessu sinni tók hann vandlega fram, að hér væri um sitt persónulega álit að ræða. Jafnframt sagði hann, að verk- efni sitt væri að skýra mál Suður- Afriku fyrir Carter forseta og Framhald á bls. 19. ptotm,vítamín og Þú byrjar daginn vel, ef þú drekkur mjólkurglas að morgni. I>ví ísköld mjólkin er ekki bara svalandi drykkur, heldur fæða, sem inni- heldur lífsnauðsynleg næringar- efni í ríkum mæli, svo sem kalk, prótín og vítamín. Mjólkurglas ad morgni gefur þér forskot á góðan dag. r . Mjólk og mjolkimifiinhr orkitlind okkai* og heilsugjafi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.