Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 5
Mlill Fimmtudagur 27. október 1977 5 á víðavangi Sitt sýnist hverjum 1 gær sneri MorgunblaOið sér til þriggja stjórnarand- stöðuleiðtoga og spurOi þá álits á kjaradeilu BSRB og hinum nýju samningum opin- berra starfsmanna. Svörin eru á margan hátt athyglisverð. Gylf i Þ. Gíslason, foringi Al- þýðuflokksins, sagöi m.a. i svari sinu: „Þetta var fyrsta verkfail BSRB og forystumenn þess geta þvi ekki haft neina reynslu i framkvæmd verk- falls, allra sizt jafn viðtæks verkfalls og hér var um að ræða. 1 öllum verkföllum hef- urorðið ágreiningur um fram- kvæmd. Ég tel aö I þessu verk- falli hafi hann orðið meiri en æskiiegt heföi veriö, og að hægthefði veriO aö koma I veg fyrir slikt meö rækiiegri undirbúningi.” í svari sinu segir Gylfi einn- ig; ■ ,,Ég vona aö langt veröi tii þessaOBSRB teljisig knúiö til annars verkfalls, en ef til þess kemur þurfa báöir aöilar aö búa sig betur undir átökin til þess aö verkfalliO bitni ekki i jafnrikum mæli á almenningi, t.d. skólafólki, og nú átti sér staö.” Undir þessi orö Gylf a ber aö taka, en benda á þaö um leið aö hér er um aö ræöa eitt alvar- legasta gatiö i allri vinnulög- gjöf á tslandi. Hér vantar yfir- leitt alveg ákvæöi um rétt þriöja aöila sem veröur fyrir barðinu á verkfallsaögeröum, án þess aö eiga þar nokkurn hlut aö máli aö ööru leyti. i Enn segir GylfiÞ. Gislason i svari sinu: „Þar eö athugun Hagstof- unnar á launakjörum á hinum frjálsavinnumarkaði hefur ekki veriö birt þori ég ekki aö fella dóm um þaö hvernig samningar BSRB samrýmast þeim kjörum.” Ekki röskun 1 svari sinu segir Lúövik Jósepsson Alþýöubandaiags- foringi: aö verkfallið „hafi hvorki gengiö betur né verr en viö var aö búast. Menn deila alltaf um og hafa alitaf deilt um i öllum verkföllum aö eitt- hvaö þaö hafi gerzt sem ekki samrýmist lögum eöa reglum, en mér sýnist aö deilurnar núna séu sizt meiri en oft hef- ur áöur oröið i vinnudeilum og þaö kom mér þvi ekkert á óvart I þessum efnum.” Sjálfsagt er þaö rétt, aö ekk- ert hafikomiö Lúövik á óvart i sambandi viö kjaradeilu opin- berra starfsmanna, enda kall- ar Lúövik ekki allt öm mu sina. Hitter beinlinis rangthjá hon- um, aö ekki sé meira um þessi atriöi deilt nú en endranær.. Enda þótt alltaf veröi ein- hverjar deilur um fram- kvæmd verkfalla og virðingu fyrir lögum og rétti, þá hafa þær deilur veriö meiri nú en oftast hefur oröiö i verkföllum nú á siðustu árum. Um innihald samninganna i nánari atriöum vildi Lúövik ekki fullyrða, þar eö hann heföi ekki kynnt sér þá nægi- lega. Aöspuröur hvort hann teldi þá valda röskunáhinum aimenna vinnumarkaði, sagöi hann: „Nei.ég hefekkitrú á þvi aö þessir samningar út af fyrir sig geri það”. Uppsagnar- ákvæði verði beitt Karvel Pálmason, sem hef- ur veriö i stjórn Alþýöusam- bandsins, hefur aöra sögu aö segja. Um framkvæmd verk- fallsins segir hann: „Um verkfallsframkvæmd- ina er bað aö segja, aö ég tel Karvel aö BSRB hafibeitt þar nokkuö öörum aöferöum en viö i verkalýðshreyfingunni eigum aö venjast og þá þannig, aö á sumum sviöum hafi veriö gengið harkalegar fram en eölilegtog réttmættvar. Þetta hefur valdiö ýmsum stuön- ingsmönnum BSRB vonbrigö- um. A þaö er ef til vill aö lita, aö BSRB-menn eru ný- græðingar i verkfallsmálum, enþeim mun meiri ástæöa var til þess aö fara aö öllu meö gát. Samningagerðin sjálf sýndi svo hversu gallaö þetta stóra og þunga samningakerfi okk- ar er, alveg eins og svo oft hef- ur sýnt sig i heildarsamning- um ASt otg VSt. Nauösynin á einföldun þessa kerfis sannaöist undir lok þessara samninga og ég tel aö nú sé oröin brýn nauðsyn á þvi aö viö breytum þessum samn- ingavinnubrögöum og færum þau f einfaldara horf.” Og Karvel hefur einnig at- hugasemdir aö gera viö niöur- stööu samninganna. Hann tel- ur, aö BSRB hafi fariö fram úr samningum þeim sem geröir voru fyrr á þessu ári fyrir félagsmenn Alþýöusambands- ins. Karvel segir um þetta i viötalinu: „Um þaö, hvort ég telji þessa samninga BSRB gefa ástæöu til kjarabreytinga á al- mennum vinnumarkaöi, vil ég segja þaö, aö i samningum ASt er ekkert ákvæöi um upp- sögn, ef aörir launþegahópar ná betri kjörum. Slfkt ákvæöi höfum viö hins vegar í Vest- fjaðasamkomulaginu og ég geri fastlega ráö fyrir því, aö þaö uppsagnarákvæöi veröi notað, ef svo er, sem mér sýn- ist, aö BSRB hafi náö fram kjarabótum umfram þaö, sem áöur hefur veriö samið um.” JS Hermanns Hermannssonar minnzt I gær birtist frétt um gjöf i minningarsjóð Vals frá Lions klúbbnum Muninni Kópavogi til minningar um Hermann Her- mannsson fyrrum knattspymu- mann. Röng fyrirsögn birtist með ffettinni og leiöréttist þaö hér meö. 303. ártíðar sr. Hallgríms Péturssonar minnzt Sira Hallgrims Péturssonar verður að venju minnzt á ártiðar- degi hans 27. október i Hall- grimskirkju í Reykjavík. Hátiðarguðsþjónusta verður i kirkjunnu fimmtudagskvöldið 27. október n.k. með hinu sigilda messuformi, vixlsöng milli prests og safnaðar eins og tiðkaðist á dögum sira Hallgrfms. Sira Jakob Jónsson mun prédika, en Ragnar Fjal ar Lárusson þjónar fyrir altari. Guðrún Tómasdóttir syngur nokkur sálmalög við undirleik Páls Halldórssonar og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les ljóð Matthiasar Jochumssonar um sr. Hallgrim. Gjöf til Kópavogshælis Fyrir skömmu barst Foreldra- og vinaféiagi Kópavogshælis vegleg gjöf. Magnús Magnússon fyrrum bóndi nú til heimilis aö Karfavogi 21, gaf félaginu 50.000 kr. Meöfylgjandi mynd var tekin aö heimili Magn- úsar þegar hann afhenti fulltrúum félagsins gjöfina. 29.10.77 KIWANISHREYRNGIN Á ÍSLANDI Glevmum ekki geðsjúkum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.