Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 27. október 1977 Eftir síðasta fund Varðar A seinasta Var&arfundi flutti Eyjdlfur Konráö Jónsson fram- söguræöu sem birt var i Morgunblaðinu laugardaginn 22. okt. Samkvæmt fyrirsögn var markmið ræðumanns aö skilgreina og lýsa stööu og af- rekum einkarekstursmanna. Ekki er óliklegt að mörgum Varðarmanni finnist ýmislegt hafa farið úrskeiðis á þeirra vettvangi og hlutur einka- rekstursmanna liggi eftir á mörgum sviðum, og þvi þurfi að hressa bá viö. Sitthvaö er fróðlegt og all- nýstárlegt i málflutningi Eyjólfs Konráðs. Hann birtir ýmsar tölur sem ætlað er þaö hlutverk, aö rökstyöja þá skoð- un hans að staða einkafram- taksins i sjávarútvegi sé sterk en það segir Eyjólfur vera sitt mat. Engu er llkara en aö framhjá Eyjólfi hafi fariö þær umræður sem hátt hefir borið að undan- förnu, að ófremdarástand, kyr- staða og samdráttur hafi rikt hér i Reykjavik og raunar á öllu Faxaflóasvæðinu i sjávarút- vegi. Eru þetta þó sannarlega þær vlgstöðvar sem einka- reksturinn hefir talið sinn akur. Hitt er rétt, að áhuginn til að sinna verzlun og afla fanga eftir þeim leiðum hefir verið vel vak- andi hjá Varðarliðum nú sem fyrr og á þvi sviði geta félagar Eyjólfs státað af hlut sinum. Það er hins vegar nauðsynlegt þegartölur eru birtar.aö réttsé ályktaö um, hvað þær raun- verulega segja. A þaö skortir nokkuð hjá Eyjólfi. Hvað er Sambandið? Svo viröist sem ræðumaður teljiþað nauðsynlegtaö ráðastá Sambandið og kaupfélögin þeg- ar hann er á Varðarfundi að gera úttekt á afrekum og stöðu einkaframtaksins. Grlpur hann til þess.að birta katla úr lögum um samvinnufélög frá 1937, sem virðist eiga að sýna að Sam- bandiö sé ólögleg stofnun. Minna má ekki gagn gera. Með ruglingslegu tali um óllka hluti gerir Eyjólfur tilraun til þess aö villa um fyrir Varöarmönnum. Það eru skýr ákvæði i lögum um höfuðeinkenni kaupfélaga. Þau eru félög einstaklinga og lúta vissum reglum. Samband isl. samvinnufélaga er hins veg- ar ekki kaupfélag. Það er ekki félag einstaklinga og um það gilda aðrar reglur en þær, sem Eyjólfur lætur 1 veöri vaka að uppfylla þurfi til að það sé i samræmi við lagaákvæði. Samband Isl. samvinnufélaga er Samband kaupfélagaog sem slikt hefir það margvislegum hlutverkum að gegna i þágu kaupfélaganna og félagsmanna þeirra. Um uppbyggingu þess og starf gilda ákveðnar laga- reglur sem það er I fullu sam- ræmi við og starfar eftir. Þetta veitogþekkir þorri landsmanna og varla getur þaö talizt viöeig- andi aö vel fær lögfræðingur taki til við aö rugla um fyrir félögum sinum I Verði I þessu efni. Falskenning um flutn- ing fjármagns Til viðbótar þvi að Eyjólfur Konráð vill svo vera láta, að Sambandið svlfieinhverstaðar i lausu lofti fyrir utan lög og rétt, heldur hann þvl fram, Sam- bandið eitt sé liklegt til stór- ræða, það eitt sé nokkurs megnugt til átaka við uppbygg- ingu atvinnulifs en kaupfélögin ekki. Þetta stafi af þvi, aö Sam- bandið hafi aflað sér fjár ,,af viðskiptum við samvinnufélögin úti um land, sem sagt með fjár- magni sem sú stofnun hefir dregið frá landsbyggðinni til rekstrar slns i Reykjavlk.” Rétter aö athuga þessa kenn- ingu lltið eitt. Það er staðreynd sem Morgunblaðið hefir oft og einatt minnt á og raunar séö ofsjónum yfir, að kaupfélögin úti á landi hafa mörg staðið að myndarleg- um framkvæmdum, sem miðað við aðstæöur eru stórfyrirtæki. Þetta hefir þeim tekizt vegna þess félagslega og fjárhagslega styrks sem fjöldasamtök búa yfir. Þau hafa lika oft notið stuðnings frá samvinnusam- bandinu og mtið þess trausts og reynslu sem það hefirbyggt upp og aflað á liðlega 75 ára tíma- bili. En hitt er lika rétt aö inn- flutnings- og heildverzlun fylgir möguleikinn tilað safna fé. Það vita Varðar-menn mæta vel. Það vita samvinnumenn einnig og meöal annars þess vegna var Sambandið stofnaö og inn- flutningsverzlunin hefir þvi ver- ið einn meginþáttur þess. Sambandið hefir skilað til kaupfélaganna gegnum árin mörgum hundruöum milljóna i afsláttum og sjóöatillögum en jafnhliða haldið nokkrum hluta tekjuafgangsins eftir til þess aö efla eigin fjármagn á sameigin- legum vettvangi kaupfélags- starfsins. Ef Sambandið hefði ekki verið til og heildsalar einir annazt innflutningsverzlunina myndi önnur sýn blasa við. Heildsalar hefðu ekki skilað til baka til landsbyggðarinnar verulegum hluta hagnaðar slns. Kaupfélög- inhefðu ekki heldur getað vænzt stuðnings þeirra til eflingar byggðar og uppbyggingar iðnaðar- og þjónustustöðva á félagssvæöi þeirra. Það er algjört öfugmæli aö Sambandið hafi dregið frá frá landsbyggðinni til rekstrar sins I Reykjavik og fram- kvæmda. Hitt er sönnu nær, að samvinnumenn hafa með inn- flutningsverzlun Sambandsins forðað stórum fjármunum frá þviaðlenda ihöndum heildsala. Kaldar kveðjur þeirra til sam- taka samvinnumanna eru þvi skiljanlegar út frá þessu sjónar- miði einu saman. Þess er llka vert að minnast að Sambandið hefir notið trausts og vinsemdar utan lands og innan og það hefir oft dugað þvi vel tilað koma fram stórum málum, þótt sjóðir þess hafi ekki ætlð verið gilclir. Skulu hér aðeins nefnd tvö dæmi þvi til sönnunar og hið þriðja rifjað upp til að minna á hversu fráleit sú kenning er, að Sambandið dragi fé frá landsbyggöinni. Verksmiðjur sam- vinnumanna Ekki er um þaö deilt, að verk- smiöjur Sambandsins eru einn myndarlegasti þáttur Islenzks iðnaðar. Það hefir kostað mikiö fé að byggja verksmiðjurnar. Það hefir þurft þolgæði og þrautseigju til að koma þeim upp og búa þær góöum vélum og tækjum. Það hefir kostað ára- tuga starf og baráttu. Þeir peningar sem til uppbygging- arinnar hafa gengið hafa ekki verið „dregnir frá landsbyggð- inni.” Iðnaöurinn hefirað mestu orðiö að byggja sig upp sjálfur. Fyrirgreiðsla sem Sambandið hefir notiö úr opinberum lána- stofnunum hefir verið of lítil og oft komiö of seint. A seinustu árumhefirþó nokkurbreyting á orðið I þessu efni til batnaðar. Saga Samvinnuiðnaðarins sýnir hvernig farsællega má vinna að uppbyggingu iðnaðar þegar allt er látið vinna saman aö einu marki, reynslan, fjármagn sem rekstur skilar árlega og traust og trúnaður sem fyrirtæki aflar sér með löngu og farsælu starfi. Oliuflutningaskipið „Hamrafell” Arið 1956 keypti Sambandið ásamt Oliufélaginu oliu- flutni ngaskipið Hamrafell. Þetta var stórt átak. Það var hægt aö jafna saman þessu framtaki samvinnumanna og byggingu Aburðarverksmiöj- unnar i Gufunesi. Það hafði vafizt fyrir ráðamönnum lands- ins I allmörg ár, að leysa vand- ann og afla fjár til að hefja inn- lenda áburöarframleiöslu,- Hvernig fóru samvinnumenn að þvl að kaupa þetta stóra skip? Var „fé dregið frá lands- byggðinni” til að leysa málið? Nei, slður en svo. Sambandiö hafðistarfað I liðlega 50 ár. Þaö átti að vlsu ekki gilda sjóði en það átti annað sem vel dugði þegará reyndi. Sambandið naut trúnaðar og trausts erlendra bankastofnana. Seljendur skipsins fengu upplýsingar um að Sambandinu mætti treysta. Sambandiö gat útvegað fé er- lendis til kaupanna án rlkis- eöa bankaábyrgðar. Þannig hefir oft verið að málum staðið hjá samvinnumönnum þegar stór- málum hefir þurft að koma i höfn. 163 milljónir króna Það er ekki langt slðan Inn- flutningsdeild Sambandsins hóf rekstur og vörudreifingu frá Birgöastöðinni I Reykjavik til kaupf élaganna. Þaö var minnt á það i seinustu ársskýrslu Sam- bandsins, að hún ásamt Vefnaöar- og búsáhaldadeild hafa skilað til kaupfélaganna 163 milljónum króna I afslætti af viðskiptum á árunum f rá 1968 til 1976. Það munarum minna. Það er kannski þetta sem á Varðar- fundi er látið heita að Sam- bandið hafi „dregiö (fé) frá landsbyggðinni til rekstrar si'ns I Reykjavik.” íli"kar greiðslur hafa kaup- félögin ekki fengið frá heildsöl- um. Það er rétt, að viö þá eiga félögin ailinikil viðskipti. Að miklu leyti byggjast þau við- skipti á þvi aö kaupfélögin og Sambandið skortir rekstrarfé en ekki á þvl ,,að kaupfélögin vildu ekkisiðurskipta við heild- sala en Innflutningsdeild SIS” einsog ræðumaðurinn lætur þaö heita. Samvinnumaður. Hamrafell, olluskip Sambands islenzkra samvinnufélaga. Húsvörður Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, óskar að ráða húsvörð við ibúðarálmu Sjálfs- bjargarhússins Hátúni 12, Reykjavik. Ráðgert er að húsvörðurinn hefji störf um næstu áramót. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmæl- um, sendist fyrir 7. nóvember n.k. merkt Sjálfsbjargar- húsið, húsvarzla, R. 5 pósthólf 5147 Reykjavik. Utboð Tilboð óskast i að fullgera annan áfanga gagnfræðaskólahúss á Selfossi. Húsíð er nú fokhelt. Verkinu skal lokið að hluta 1. júli, og öllu 15. september 1978. Útboðsgögn verða afhent gegn 25 þús. kr. skilatryggingu á skrifstofu Selfosshrepps, Eyrarvegi 8, Selfossi, og hjá undirrit- uðum. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Sel- fosshrepps þriðjudaginn 8. nóvember 1977 kl. 11. Arkitektastofan s.f. Ormar Þór Guðmundsson, örnólfur Hall, Slðumúla 23, Reykjavlk. Nýr viðskipta- fræðingur hjá Iðnaðarbank- anum Július Snæberg Ölafsson, við- skiptafræðingur hefur nýlega tek- ið við starfi hjá Iðnaðarbankan- um sem skrifstofustjóri Iðnlána- sjóðs. Július er fæddur 20. marz 1943 og lauk kandidatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla íslands vorið 1969. Undanfarin átta ár hefur hann starfaö sem fram- kvæmdastjóri Félags Islenzkra stórkaupmanna og Bilgreina- sambandsins. Tilboð óskast óskast I nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreiðar og I nokkr- ar ógangfærar bifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð I skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNALIÐSEIGNA Tilboð óskast i Caterpillar jarðýtu D8-H árgerð 1967, hjólaskóflu H-100, árgerð 1965 og Fergu- son dráttarvél með skóflu, árgerð 1963. er verða til sýnis á afgreiðslu vorri á Kefla- vikurflugvelli mánudaginn 31. október og þriðjudaginn 1. nóvember kl. 1-6 báða dagana. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri föstudaginn 4. nóvember kl. 11 ár- degis. SALA VARNALIÐSEIGNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.