Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. október 1977 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprent h.f. Launakjörin og starfs- mannafj öldinn í einu af fyrstu blöðum Timans, fyrir rúmum 60 árum, birtist grein um opinbera starfsmenn. Þar var lögð áherzla á að hið opinbera reyndi að hafa sem bezt starfslið i þjónustu sinni en þetta yrði ekki tryggt nema þvi væri tryggð sæmileg kjör. Það ætti þvi að vera markmið rikisins að launa starfsmenn sina vel en stefna jafnframt að þvi að hafa þá sem fæsta svo að kostnaðurinn yrði þvi ekki ofviða. Þvi miður hefur þetta sjónarmið ekki ráðið varðandi starfsmannahald rikisins. Starfs- mennirnir hafa orðið margir og einkum hefur fjölgunin verið hröð siðustu tvo áratugina. Laun margra starfshópa hafa verið léleg. Þannig hefur framkvæmdin orðið öfug við það sem Timinn hélt fram fyrir sextiu árum að ætti að verða. í stað þess að stefna að sem fæstum en vel launuðum opinberum starfsmönnum, hefur framkvæmdin orðið sú að hafa þá marga en flesta heldur illa launaða. Hinir nýgerðu samningar milli opinberra starfsmanna og rikisvaldsins einkennast af þessu. Þótt launahækkunin hafi orðið veruleg, getur enginn öfundað þá, sem eru i lægri flokkun um eða miðflokkunum af launum þeirra. Út- gjaldaaukningin fyrir rikissjóð er hins vegar til- finnanleg. Samkvæmt hinun nýju samningum hækka útgjöld rikisins um 7.7 milljarðá króna umfram það sem er áætlað i hinu nýja f járlaga- frumvarpi og er þó búið að gera þar ráð fyrir verulegri launahækkun. Alþingi stendur hér frammi fyrir þeim vanda, að afla nýrra tekna eða fella niður útgjöld sem svara þessari upphæð eða 7.7 milljörðum króna. Það verk verður ekki vandalaust, þvi að áfram verður að stefna að þvi að afgreiða fjárlögin hallalaus. Þetta viðhorf sýnir það glöggt, að rikiskerfið er komið i ógöngur hvað fjölda starfsmanna snertir. Engin rikisstjórn á siðustu tveimur áratugum hefur tekið það nógu alvarlega að gæta verður hófs i starfsmannahaldi. Nýjum stofnunum hefur verið hrúgað upp og hvers konar skriffinnska aukizt úr hófi fram. Mest hefur óhófið þó orðið i bankakerfinu. Tillögum um sparnað hefur alltof oft verið tekið illa á Alþingi og er þar skemmst að minnast viðbragða þess, þegar framkvæma átti bifreiðaskráningu með auðveldari og ódýrari hætti en nú er gert. Þá vildu flestir halda i bif- reiðanúmerið sitt og voru ekki að horfa i kostnað- inn fyrir rikissjóð sem af þvi leiddi. Þá hefur Al- þingi verið alltof aðgæzlulitið, þegar komið hafa fram stjórnarfrumvörp um nýjar og nýjar stofn- anir. Hér verður tvimælalaust að taka upp önnur vinnubrögð. Það ber að launa opinbera starfs- menn vel, og tryggja rikinu þannig góða starfs- krafta. En þá verður jafnframt að halda starfs- mannafjöldanum i hófi ef rikið á ekki að kollsigla sig. Þeir 7.7 milljarðar króna sem nú bætast við rikisútgjöldin eiga að vera hvatning til endur- skoðunar á öllu rikisbákninu með sparnað fyrir augum og jafnframt á að setja öflugar hömlur gegn starfsmannafjölgun á öllum sviðum. Ann- ars er stefnt út i hreina ófæru. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Brésnjef er ófús tíl að velja ef tírmanninn Val varaforsetans kom blaðamönnum á óvart ALLTAF öðru hverju magn- ast umræður um hver muni hljóta sæti Brésnjevs sem for- maður Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, þegar hann fellur frá eða lætur af þvi embætti vegna elli eða sjúk- leika. Brésnjev verst allra upplýsinga um það af miklum klókindum. Eina stundina telja fréttaskýrendur að hann ætli þessum manni að taka viö af sér, en hina stundina öör- um. Þannig er búið að ræða i skemmri eða lengri tirna um flesta þá, sem nú skipa fram- kvæmdastjórn Kommúnista- flokksins, sem hugsanlegan eftirmann Brésnjevs. Eftir allar þessar umræöur og ágizkanir, virðist óvissan um eftirmann Brésnjevs aldrei hafa verið meiri en um þessar mundir. bað hefur lika sin áhrif á þetta, að oft á undanförnum misserum hafa gengið sögur um veikindi Brésnjevs. Stund- um hafa þær verið á þá leið, að hann myndi ekki eiga langt eftir. En Brésnjev hefur, eftir að veikindasögurnar voru búnar að ganga i lengri eða skemmri tíma, birzt á sjónar- sviðinu furðu hress og ekki virzt kenna sér neins verulegs meins. Þannig virtist fram- koma hans á nýloknum fundi þingsins, þegar nýja stjórnar- skráin var samþykkt, hvorki bera vott um að hann væri þjáður af veikindum eða elli- hrumleika.Hannhélt þartvær langar ræður og virtist á allan hátt hinn brattasti, þegar mið- aö er við aldur, en hann verður 71 árs I næsta mánuði. ÝMSIR gizkuðu á, aö staö- festing nýju stjórnarskrárinn- ar kynni að leiða i ljós hver væri fyrirhugaður eftirmaður Brésnjevs. Samkvæmt nýju stjómarskránni ber bæöi að kjósa forseta og varaforseta. Brésnjev var kjörinn forseti eins og búizt hafði verið við. Hins vegar höfðu ágizkanir verið mjög ósammála um hver yrði kosinn varaforseti. Yrði það ef til vill fyrirhugað- ur eftirmaður Brésnjevs? Ýmsir gizkuðu á þaö, að And- rei Kirelenko myndi hreppa hnossiö, en hann er talinn nán- asti samverkamaður Brés- uresnjev njevs. Niðurstaðan hjá Brés- njev varð sú, aö hann valdi engan úr hópi þeirra, sem taldir höfðu verið liklegastir. Varaforsetivarkjörinn Vasilij Kusnetsov, fyrsti varautan- rikisráöherra Sovétrlkjanna. Kusnetsov, sem er orðinn 76 ára, mun ekki koma til greina sem eftirmaöur Brésnjevs. Hann hefur gegnt ýmsum þýðingarmiklum störfum i utanríkisþjónustunni og m.a. verið fyrsti varautanrikisráð- herra óslitið siðan 1955. Aður hafði hann verið sendiherra i Kina. Kusnetsov er eins og fleiri af leiðtogum Sovétrikj- anna, verkfræðingur að menntun og hlaut hann menntun sina að nokkru leyti i Bandarikjunum, þar sem hann vann i bifreiðaverk- smiðju Fords i Detroit um skeið. Honum hafa veriö falin mörg vandasöm sérverkefni, þar sem þörf hefur þótt fyrir laginn samningamann. Þann- ig var hann sendur til Banda- rikjanna, þegar Kúbudeilan stóö sem hæst og Kennedy neyddi Krustjoff til að láta undan siga. Kusnetsov hefur aldrei komið nálægt flokks- starfsemi að neinu ráði og þvi þykir vlst, aö hann eigi ekki sem varaforseti að sinna öðru en að létta af Brésnjev ýmsum formlegum störfum sem fylgja forsetaembættinu. Brésnjev hafi valið hann sem varaforseta sökum reynslu hans I utanrikisþjónustunni og góðrar framkomu hans á þvi sviði, en Kusnetsov er virðu- legur Isjón og kemur vel fyrir. VAL varaforsetans leysti þannig ekki úr þeirri spurn- ingu, hver væri fyrirhugaður sem eftirmaður Brésnjevs. Sennilegasta svariðvið þessari spurningu er liklega það, að Brésnjev hafi enn enga ákvörðun tekið i þeim efnum. Það er oft sem valdamenn draga að ákveða slikt, þvi að þeim finnst að ekkert liggi á. Einn af nánum samherjum Kekkonens Finnlandsforseta var nýlega spurður að þvi, hver væri krónprins Kekkon- ens.Ef þú spyröir Kekkonen, svaraði hann, þá yrði svar hans: Kekkonen. Ef til vill gildir eitthvað svipaö um Brésnjev. Kusnetsov Þegar Rússar eru spuröir um þetta, er svar þeirra jafn- an á þá leið, að þetta skipti ekki máli. Það sé hins vegar vist, að góöur maður og hæfur veröi eftirmaöur hans. Stefn- an muni ekki heldur breytast neitt við það. Eftirmaðurinn muni fylgja stefnu Brésnjevs. Vafalaust mun ekki veröa nein meginbreyting á stefnu og stöðu Sovétrikjanna, þótt nýr maður taki við af Brésnjev- En mannaskiptum fylgja alltaf einhverjar breyt- ingar. Þannig er verulégur munur á stjórn þeirra Krustjoffs og Brésnjevs, þótt segja megi að þeir hafi i stórum dráttum fylgt samu stefnunni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.