Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 27. október 1977 Málefni þroskaheftra er mála- flokkur, sem hvaö mest hefur lent utangarös f þjóöfélaginu. A þvi eru til margar skýringar, en veigamesta ástæöan má vera sú aö vangefiö fólk er ekki nægilega buröugt til aö berjast sjálft fyrir sinum málstaö og hefur því oröiö aö þola þaö misrétti sem raun er á. En þá er þaö okkar sem eigum aö heita heilbrigö, aö greiöa þess- um bræörum okkar og systrum götuna. Nokkruhefur verið áork- að i þessum málefnum á siðustu árum, en viöfangsefnin eru enn geigvænleg. Einn þáttur i baráttunni fyrir málefnum þroskaheftra er stofn- unlandssamtakanna Þroskahjálp i október 1976, er öll félög á land- inu sem starfað hafa sitt i hvoru lagi að málefnum þroskaheftra, sameinuöust undir einn hatt. Þaö liggur I augum uppi aö sameining þessara aöila myndar sterkt afl, sem ætti að fá miklu áorkaö til framdráttar þroskaheftum. Blaöamaöur Tlmans hafði tal af nýkjörnum formanni landssam- takanna Margréti Margeirsdótt- ur, sem kosin var á formlegu stofnþingi samtakanna Þroska- hjálp I fyrri viku. Stofnun samtakanna — Hver erutildrögin aö stofnun landssamtakanna Þroskahjálp? — Það hafði veriö rætt um þaö nokkur undanfarin ár innan stjórnar Styrktarfélags vangef- inna i Reykjavik aö stofna lands- samtök þeirra aöila sem vinna aö málefnum þroskaheftra og á aðalfundi félagsins i marz 1975, kom fram tillaga frá Jóhanni Guömundssyni, lækni, um aö stjórn Styrktarfélags vangefinna i Reykjavik kalli til samstarfs um þetta þau félög og hópa um landið sem vinna aö málefnum vangef- inna og beiti sér fyrir stofnun landssambands þessara hópa, sem starfi á svipuðum grundvelli og t.d. Landssamband fatlaöra og Sjálfsbjörg . Þessi tillaga var samþykkt samhljóða og stjórnin hóf aö undirbúa málið, kosin var undir- búningsnefnd til stofnunar sam- takanna. Stofnfundur var haldinn 16. október 1976 i Bjarkarási. Á þessum stofnfundi voru 40 fulltrú- ar viðast hvar af landinu. Þeir voru fulltrúar félaga sem höföu samtals um 5500 félagsmenn. 1 upphafi voru aöildarfélögin 13, en nú eru þau orðin 18 og eru tvö þeirra nýstofnuö. Þaö eru Þroskahjálp á Suðurnesjum og Foreldráfélag einhverfra barna. Auk þessa þá veit ég aö þaö er i undirbúningi stofnun félags um málefni vangefinna á Vestur- landi. Hin ýmsu félög, sem vinna aö málefnum þroskaheftra hafa nú sameinast I eina heild og aö sjálf- sögöu veröa þau þannig sterkari sem sameinað afl, til aö knýja á um umbætur i málefnum þroska- heftra sem hingaö til hafa verið fyrir borö borin og vanrækt. Frumvarp til laga um vangefna — Hverju hafa samtökin áorkað á þessu fyrsta og eina starfsári sinu? — Fyrsta verkefniö var aö knýja á um heildarlöggjöf fyrir þroskahefta. Aö visu er sú heild- arlöggjöf ekki enn oröin aö veru- leika, en samtökin áttu sinn þátt i aö menntamálaráöherra skipaði þriggja manna nefnd, sem hefur gert drög að frumvarpi fyrir van- gefna. Hins vegar hefur ekki bet- ur tekizt til en svo að þetta frum- varp hefur hlotið mikla gagnrýni landssamtakanna og við teljum þvi miður, aö þá sé þaö mjög ófullnægjandi og þarfnist veru- legrar endurskoöunar. En þarna hefur ríkisvaldiö aö vissu leyti sýnt viöleitni til aö breyta núgildandi lögum um fá- vitastofnanir, sem eru gjörsam- lega fráleit. Landssamtökin hafa fengið þetta frumvarp til um- sagnar og var þaö eitt af málefn- um stofnþingsins. Þingiö komst aö þeirri niöur- stööu aö endurskoöa og endur- bæta þyrfti þetta frumvarp til laga um vangefna. S am tökin telja aö það sé ekki fært aö leggja þaö fram óbreytt, eins og það Tiggur fyrir núna. Þaö er eitt cif þeim málum sem landssamtökin munu vinna að nú á næstunni, aö hafa „Við vinnum að jafnrétti þroska- heftra einstaklinga í þj óðfélaginu 99 Margrét Margeirsdóttir félags- ráögjafi og nýkjörinn formaöur landssamtakanna Þroskahjálpar. rætt við Margréti Margeirsdóttur, nýkjörinn formann landssambands landssamtakanna Þroskahjálp samráö viö stjórnvöld varöandi frumvörp um heildarlöggjöf fyrir þroskahefta. Innan samtakanna var á slö- asta ári starfandi menntamála- nefnd, sem fjallaöi um sér- kennslureglugerö, sem var búin að vera lengi i smlðum. Mennta- málanefndin fjallaöi um þessa reglugerö og sendi umsögn til ráðuneytisins. Reglugeröin var svo samþykkt i júnl s.l. og þaö er ég vera mjög eölilegt og nauösyn- legt vegna þess aö stærsti hópur- inn innan samtakanna eru for- eldrar sem eiga þroskaheft börn. Þaö er óhætt aö slá því föstu aö þaö eru fyrst og fremst foreldr- arnir sem þekkja þessi vandamál ogvitahverser þörf. Vegna þessa finnst mér nauösynlegt aö hafa foreldra meö i ráöum þegar veriö er aö byggja upp þessa þjónustu. Þjónustan er beinlinis fyrir for- samvinnu og menn voru á einu máli um þaö að hún þyrfti aö stór- aukast. Það eru vissir erfiöleikar sem þarf aö yf irstiga. Þaö vantar t.d. mikiö af velmenntuöu starfs- fólki á þessar stofnanir. En þær búa við svo nauman fjárhag að þeim er ekki kleift f járhagslega aö ráöa til sin þaö starfsfólk, sem er nauösynlegt. Þaö má einnig vera aö forráöamenn stofnan- anna hafi ekki gert sér nægilega Þroskaheft börn eru hér við vinnu sfna undir leiösögn Kristjönu Guömundsdóttur nú okkar hlutverk aö þrýsta á um framkvæmdir. Ég held aö þaö sé ekki vafi á þvi aö á þessu eina ári sem samtökin hafa starfað þá hafa þau haslað sér völl, á þann hátt aö þaö sem verður gert fyrir þroskahefta af hálfu stjórnvalda verður gert i samráöi viö landssamtökin. Ég hyggaö þaö sé óskynsamlegt fyr- ir yfirvöld að sniöganga þessi samtök. Virkir fulltrúar Samtökin hafa þaö á stefnuskrá sinni, aö fulltrúar þeirra sitji i stjórnskipuöum nefndum og ráö- um, sem fjalli um uppbyggingu i málefnum þroskaheftra. Þetta tel eldrana og þeirra börn. Þvi þarf uppbyggingin aö mæta þeirra þörfum og enginn þekkir þessi vandamál betur en foreldrarnir sjálfir. Samvinna foreldra og stofnana Þú ræddir á stofnþinginu um nauösyn á samstarfi og tengslum milli foreldra og stofnana fyrir þroskahefta. Er ástæöa til aö þessi tengsl veröi styrkt? Ég held aö viö getum veriö sammála um aö þessi samvinna þyrfti að aukast i mjög miklum mæli, og I umræöuhóp, sem starf- aöi á þinginu var rætt um þessa grein fyrir, hversu nauðsynlegt þetta samstarf er. Margar af þessum dvalarstofnunum hafa starfaö svo árum skiptir og þegar þær byrjuöu starfsemi slna riktu önnur sjónarmiö og viöhorf. Mér viröist eins og þessi viöhorf, sem riktu fyrir tveimur til þremur áratugum, um aö þegar hinn þroskahefti væri kominn á stofn- unina væri ekki ástæöa til aö halda tengslum viö fjölskylduna, séu enn ríkjandi. Nýjar kenningar Hins vegar eru komin ný viö- horf og nýjar kenningar fram á sjónarsviöið, semstefna aöþvi aö aöhæfa hinn þroskahefta samfé- laginu, i staö þess aö einangra hann inni á stofnun. Ein aöalfor- sendan fyrir þvi aö þetta geti tek- ist er samvinna milii foreldra og stofnana, hvortheldur sem stofn- unin er dagvistunar- eða vist- heimili. Stofnunin óeðliiegt um- hverfi 011 börn fá sina félagsmótun 1 fjölskyldunni og þaö er sú stofnun i samfélaginu, sem veitir ein- staklingunum aö meira eöa minna leyti þessa félagsmótun. Þroskaheft börn þurfa aö fá sina félagsmótun á sama hátt innan fjölskyldunnar, I skólum og á dagvistunarstofnunum, ef þau eiga að geta aöhæfst venjulegu lifi I samfélaginu. Þess vegna er einangrunin á stofnuninni ákaflega slæm. Stefn- an erlendis er aö leggja niöur þessar lokuöu stofnanir. Einstaklingur sem býr og lifir alla slna ævi á stofnun, lifir I óeðlilegu umhverfi og þar af leiö- andi veröur allt lif hans frábrugð- iöþvisem er venjulegast I þjóöfé- laginu. Þaö er einmitt megintil- gangur samtakanna aö berjast fyrir þessum réttindum þroska- heftra I landinu og tryggja þeim fulla jafnréttisaðstööu á viö aöra þjóöfélagsþegna og skapa þeim eölilegt umhverfi. Lagaleg skylda stjórn- valda A stofnþinginu kom fram mikil gagnrýni á gr. 24 i sérkennslu- reglugeröinni? — Já.I þessari grein stendur orörétt: aö um framkvæmdir raglugeröar þessarar fer eftir sem féer veitttil i fjárlögum. Viö gagnrýnum þetta og teljum ekki aö framkvæmdir I kennslumálum þroskaheftra eigi aö vera háðar þvlhvemiklu fé er veitti þetta og aö þaö sé fjárveitingarvaldið, sem getur ákveöiö hvort þaö veiti fé I þetta eöa ekki. Viö teljum aö þaö sé beinlínis skylda stjórn- valda og rlkisvaldsins aö veita fé tilaö byggjauppkennslu og þjálf- un fyrir þroskahefta til jafns við önnur börn. Viö tel jum aö þet ta sé lagaleg skylda vegna þess aö i grunnskólalögunum kemur fram

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.