Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. október 1977 17 i íþróttir | Johan Cruyff og félagar hans til Argentínu! — eftir að þeir lögðu Belga að velli (1:0) í Amsterdam í gærkvöldi JOHAN Cruyff og félagar hans í hollenska landslið- inu í knattspyrnu/ tryggðu sér farseðilinn til Argen- tínu 1978 i gærkvöldi í Amsterdam, þar sem þeir unnu sigur (1:0) yfir Belgíumönnum að við- stöddum 62 þús. áhorfend- um á Olympiu-leikvellin- um. Hollendingar undir stjórn Cruyff, sem lék frábærlega, byrj- uðu leikinn strax á fullum krafti og það var greinilegt að þeir ætl- uðu ekkert annað en sigur. Þeir yfirspiluðu Belgíumenn algjör- lega og sóttu nær stanzlaust að marki þeirra, en aðeins einu sinni Spánskur sigur... Spánverjar unnu sigur (2:0) yfir Rúmeniu i HM-keppninni i knattspyrnu i gærkvöldi i Madrid. 40 þús. áhorfendur sáu þá Leal (73. min) og Ruben Cano (81 min.) skora mörk Spánverja. Staðan er nú þessi i 8-riðli HM- keppninnar i Evrópu: Spánn ....... 3 2 0 1 3:1 4 Rúmenia.......3 2 0 1 3:2 4 Júgóslavia... 2 0 0 2 0:3 0 Tveir leikir eru eftir i riðlinum: Rúmenia-Júgóslavia og Júgó- slavia-Spánn. tókst þeim að koma knettinum fram hjá Jean-Marie Pfaff, markverði Belgiumanna, sem varði hvað eftir annað stórkost- lega og var greinilegt að hann var maður leiksins — áhorfendur klöppuðu honum hvað eftir annað lof i lófa, eftir að hann var búinn að bjarga — stundum ævintýr- lega, á siðustu stundu, skotum frá Hollendingum. Pfaff réði þó ekki við gott skot Rena van de Kerkhof á 41. min. Þessi snjalli miðherji hjá PSV Eindhoven skoraði með snöggu skoti, eftir að miðvallarspilarinn Johan Neeskens var búinn aö leika laglega á nokkra Belgiu- menn og hann sendi siðan góðan krossbolta yfir til Kerkhof, sem þakkaði fyrir sig, með þvi að skora, við mikinn fögnuð áhoi'f- enda. Bezta dæmið um yfirburði Hol- lendinga er, að markvörður þeirra Jan Jongboel hafði litið sem ekkert að gera i markinu — átti mjög rólegan dag. JOHAN CRUYFF Pétur og Arni æfa hjá Leicester Skagamennirnir Pétur Pét- ursson og Arni Sveinsson eru nú í Englandi, þar sem þeir æfa meö 1. deildarlifii Leicest- er. Þeim Pétri og Arna var boóið til Englands, þeim að kostnaðarlausu, og borgar Leicester allt uppihald þeirra — og feröir fram rg til oak:i. Þaö erekkiaö efa að þeir fé- lagar koma meö mikla reynslu til baka og aö þeir munu læra mikið hjá Leicest- er. SU reynsla, sem þeirfá hjá félaginu á áreiðanlega eftir aö koma þeim til góða. Pétur og Arni eru tveir af efnilegustu knattspyrnumönnum Islands — Arni hefur leikið sl. tvö ár f landsliðinu og Pétur mun ör- ugglega klæðast landsliös- peysunni næsta sumar. Fairclough var hetja Liverpool — skoraði 2 mörk gegn Derby, eftir að hann kom inn á, sem varamaður ANDY GRAY.........skoraði mark Aston Villa. Rauðhærði strákurinn David Fairclough „Super Sub” var hetja Liverpool á Anfield Road i gærkvöldi, þegar Liverpool-liðið vann sigur (2:0) yfir Derby i ensku deildarbikarkeppninni. Fairclough, kom inn á sem varamaöur, fyrir John Toshack, þegar 20 min. voru til leiksloka og staöan var þá 0:0. Fairclough var þá ekki að tvi- nóna við hlutina —■ hann var i miklum vigamóð og var búinn að senda knöttinn tvisvar sinn- um i netið hjá Derby, þegar hann var aðeins búinn að vera inn á i 5 min. Fairclough var borinn af leikvelli i gullstól eftir leikinn. Úrslit i ensku deildarbikar- keppninni i gærkvöldi urðu þessi: Liverpool - Derby..........2:0 Aston Villa - Q.P.R........1:0 Wrexham - BristolC.........1:0 Leeds - Colchester.........4:0 Tottenham -Coventry......2:3 3. deildarliðið Wrexham sem sló bæði Leicester og Tottenham út úr keppninni sl. ár, sló Bristol City út i gærkvöldi — Bobby Shinton skoraði sigurmark Wrexham. Andy Gray skoraði sigurmark Aston Villa úr vitaspyrnu. Ray Graydon skoraöi sigurmark Coventry gegn Tottenham eftir að hann hafði skotið i stöng af tveggja metra færi. Norðurlandamótið í handknattleik Islendingar mæta N orðmönnum... ARNI INDRIÐASON... leikur sinn 25. landsleik gegn Norö- monnura. Norðurlandamótið í hand- knattleik hefst í Laugar- dalshöllinni í kvöld, en þá leika Islendingar gegn Norðmönnum, og má búast við f jörugum leik. Þetta er i annað skiptið semNorður- landamót karla hefur verið haldið. — Það var fyrst haldið í Kaupmannahöfn 1975 og þá tryggðu Svíar sér Norðurlandameistara- titilinn. Svlar koma einnig nú til að berjast um meistaratitilinn — væntanlega við Dani, sem eru með mjögsterktog samæftliðum þessar mundir. Danir sigruðu ný- lega Júgóslava 29:27 og Tékka 27:22, en töpuðú 17:21 fyri V-Þjóðverjum. á þessu sést að sóknarleikur Dana er sterkur — þeir skora nær 30 mörk gegn Júgóslövum og Tékkum. Noröurlandamótið hefst meö leik Finna og Færeyinga f kvöld i Laugardalshöllinni kl. 8, en strax á eftir leika Islendingar og Norö- menn, og verða íslendingar að bera sigur út býtum, ef þeir ætla sér að komast í úrslit. ísland — í Laugardals höllinni í kvöld og Finnar og Færeyingar keppa þar einnig mætir Danmörku siðan á laugar- daginn. Islenzka landsliðið, sem leikur i keppninni, er skipað þessum leik- mönnum: Markverðir: ÓlafurBenediktss.Olympia ...72 Gunnar Einarsson Haukum .... 37 Kristján Sigmundss. Vikingi... 6 Aðrir leikmenn: Ólafur Einarsson, Vikingi...45 Jón Pétur Jónsson, Val...... 2 Árni Indriðason, Víkingi....24 Þorbjörn Jensson, Val....... 1 Þorbergur Aöalsteinss. Vfkingi 9 ÞórarinnRagnarsson.FH......24 Jón H. KarlssonVal..........52 Geir Hallsteinss. FH.......105 ViggóSigurðsson.VIk........27 Þorbjörn Guömundss. Val....21 Birgir J <5 hanness. Fram....o Þeir Þórarinn Ragnarsson og Arni Indriðason leika sinn 25. landsleik f kvöld. Það má ekki búast við neinum stórræðum hjá islenzka landslið- inu á NM-mótinu, þar sem það hefur litið sem ekkert æft saman fyrir mótið. Nógað gera... —fyrir landsliðs- menn okkar Landsliðsmenn okkar i hand- knattlcik fá nóg að gera á næst- unni— þeir verða I sviðsljósinu á NM-mótinu um helgina, en siðan halda þeir i keppnisferðalag til V- Þýzkalands, Póilands og Sviþjóð- ar i næstu viku — fimmtudaginn 3. nóvember. Tveir landsleikir verða leiknir við V-Þjóöverja — i Ludwikhafen 4. nóv. og Elsenfeld þann 5. Siöan verður liðið i æfingabúðum f Gd- ansk i Póllandi, þar sem liðið leikur tvo landsleiki gegn Pól- verjum — 13. og 14. nóv. Þá verða leiknir tveir leikir gegn Svium i Gautaborg á heimleiðinni, en heim verður komið 18. nóvember. United í Íran Manchester United brá sér til lran á sunnudaginn og á mánu- dagskvöldið lék liðið vináttuleik gegn landsliði trans, sem er stjórnað af Frank O’Farrel, fyrrum fra mkvæmdastjóra United. Manchester-liðið vann sigur (2:0) yfir trönum — mörk liðsins skoruðu þeir Steve Coppell og Chris McGrath.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.