Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. október 1977 Réttur minnihlutans tryggður og komið í veg fyrir spillingu — Olafur Jóhannesson, dóms- og viðskiptamálaráðherra mælti fyrir lagafrumvarpi um hlutafélög Ólafur Jóhannessordoms og viOskiptamálaráóherra mælti I gær fyrir tveimur lagafrum’ örp- um, i efri og neöri deild Alþ>>:igis. Annars vegar var hér um aö ræöa lög um hiutafélög sem fyrst var lagt fyrir sfðasta þing, en varð ekki útrætt þá. Hins vegar mælti viðskiptaráöherra fyrir frum- varpi til barnalaga i neöri deild Alþingis, en þaö frumvarp hefur legiö óbreytt fyrir sföustu tveim- ur þingum en ekki veriö tekin af- staöa til þess enn. 1 ræðu þeirri er ráðherra hélt er hann mælti fyrir lögum um hluta- félög sagði hann, aö ekki hafi ver- ið til þess ætlast að það yrði af- greitt á siðasta þingi, um væri að ræða yfirgripsmikinn bálk, sem nokkurn tima tæki að athuga. „Var gert ráð fyrir þvi,” sagði ráöherra ,,að þingmönnum gæfist tóm milli þinga til þess að kynna sér frumvarpið.” Þá sagöi ólafur Jóhannesson aö hafizt hafi verið handa um samningu frumvarpsins á árinu 1972 á vegum viðskiptaráðuneyt- isins. Frumdrög voru send jims- um aðilum og stofnunum til um- sagnar sumarið 1973 og siðan tek- ið nokkurt tillit til þeirra um- sagna, en samdóma álit umsegj- enda var, að nauðsyn bæri til aö setja ný lög um hlutafélög. Si"ðan vék viðskiptaráöherra nokkrumoröum að þróun löggjaf- arum hlutafélög, fjallaði um þau almennt og greindi frá setningu slikra laga á Norðurlöndunum. Fram kom i ræðu hans, aö lögin sem Islendingar nú búa við eru frá 1921, og voru þá mjög sniöin eftir hinum fyrstu dönsku hluta- félagslögum frá 1917. Danir sem aðrar Norðurlandaþjóöir, hafa siðan endurskoðað hlutafélög sin og m.a. hefur norræn nefnd fjall- að mjög um þessi mál. Niðurstöö- ur þeirra nefnda sagði viðskipta- málaráðherra hafa aö verulegu f leyti verið hafðar til hliðsjónar við samningu þessara laga. Gervihlutafélög og spill- ing ,,Það hefur stundum verið haft , á orði” sagði ráðherra ,,að i hlutafélögum sé ýmis konar fjármálaleg misnotkun og jafnvel ýmis konar spilling, og að þetta form á þeim væri haft aö hálf- gerðu yfirvarpi og væri misnotaö. Taiað hefur verið um gervihluta- félög, og ern þá sjálfsagt einkum höfð f huga fyrirtæki eða hlutafé- lög, sem eru i eigu mjög fárra manna, og i rauninni eingöngu fjölskyldumeðlima. Þess: háttur mun nokkuð hafa tiðkazt hér, og hann hefur einnig tiðkazt erlena- is. Þetta hefur leitt til þess, aö sumir hafa haft hálfgerðan imi- gust á þessum fyrirtækjum og þessara sjónarmiða gætir að tals- verðu leyti ennþá.” Viðskiptaráðherra kvaðst ekki ætla að leggja dóm á, hvort þess- ar skoöanir manna hefðu við rök að styðjast, en þær renndu að minnsta kostistoðum undir nauö- syn þess að núgildandi lög um hlutafélög verði endurskoðuö. Þá bentihanná aö hlutafélagsformið við rekstur fyrirtækja yrði sfvin- sælla og höfuðástæðan væri sennilega ,,sú takmarkaöa á- byrgö einstaklinganna sem þessu félagaformi fylgir”. Um frumvarpið sagöi ráðherra siðan: „Frumvarp þetta er alls 160 greinar en gildandi lög eru i 60 greinum. Þessi lengd og itarleiki er i samræmi við þá þrdun sem- orðið hefur í þessum efnum. Það, sem einkum veldur þvi, að frum- varpið er svo miklu meira að vöxtum esi gildandi lög er aö i / frumvarpinu er fjallaö um ýmis < þau málefni, sem litið eða ekkert er minnzt á I gildandi lögum, og einnig er fjallað mun itarlegar um ýmis þau atriði og raunar flest þau atriði sem gildandi lög hafa fá ákvæöi um. Frumvarpið er I 19 köflum. 1 fyrsta kaf la eru ákvæði um gildis- sviö frumvarpsins skilgreiningar á hugtakinu hlutafélag og fjallaö um svokallaðar samstæður hluta- félaga. Þriöji kafli hefur að geyma ákvæöi um greiðslu hluta- fjár. I fjórða kafla eru ýmis á- kvæöi er snerta hlutafé, hlutabréf og hlutabréfaskrá. Sérstaklega er fjallaö um hækkun og lækkun hlutafjár, svo og eigin hlutabréf hlutafélags I 5.-7. kafla. Um fé- lagsstjórn og hluthafafundi eru settar itarlegar reglur i h,og 9. ólafur Jóhannesson kafla og eru þær flestar nýmæli. I 10. og 11. kafla eru ákvæði um endurskoðun og ársreikninga hlutafélaga, og er hér um ná- kvæm ákvæöi að ræða sem að flestu leyti eru nýmæli. Um arös- úthlutanir, varasjóði o. fl. eru settar reglur i 12. kafla. Þrettándi og 14. kafli fjalla um slit hlutafé- laga og samruna þeirra. Um skaðabótaskyldu stofnenda, stjórnarmanna og annarra gagn- vart hlutafélagi er fjallað i 15. kafla. Sextándi til 19. kafli hafa að geyma ákvæöi um erlend hlutafélög og skráningu, hlutafé- laga, refsingar og önnur atriöi.” Mörg nýmæli og breyt- ingar Fjallaði ráöherra þessu næst um helztu breytingar sem i frum- varpinu felast. Hann vakti fyrst athygliá þvi, aðfrumvarpið gerir ráð fyrir aö lágmarksfjárhæð hlutafjár verði 1 milljón króna i stað 2000 kr. áður og hluthafar veröi ekki færri en 10. ,,en sam. kvæmt gildandi lögum skulu hlut- hafar vera fimm hið fæsta. Til- gangurinn með þessu er m.a. sá, að hamla gegn þvi, að stofnuð séu þau hlutafélög sem ég hef áður nefnt og hefur stundum verið gef- ið nafnið gervihlutafélög. En það er að sjálfs’göu eins með þetta at- riði og hið fyrra, að álitamál er, hve stofnendur eöa hluthafar i hlutafélagi skulu vera margir.” Eftir að hafa fjallað nokkuð um skilgreiningu á hlutafélagi og svokallaðar hlutafélagssamstæö- ur og ákvæði um þetta i frum- varpinu, sagði ráðherra: ,,1 gild- andi lögum er það skilyrði að stofnendur skuli vera einstakling- ar. Er fyrir löngu oröið tímabært að breyta þessu þannig, aö auk einstaklinga geti ymsir lögaðilar veriö stofnendur svo sem riki, sveitarfélög, samvinnufélög, hlutafélög og fleiriaöilar. Er lagt til hér, að svo verði gert.” Þá sagði ráðherra, aö lög um stofnun hlutafélaga væru itar- legri og strangari i frumvarpinu en nú gilda og ástæðan væri, að mest hætta væri á misferli við stofnunina. Þá eru ákvæði um greiðslu hlutafjár itarlegri en samsvarandi ákvæði gildandi laga og er m.a. ákvæði um að hlutafé skuli greiða i siöasta lagi innan eins árs frá skráningu fé- lags.en engin ákvæði eru um slikt i gildandi lögum „Tvær mikl- ar brevtingar eru gerðar frá giid- andi lögum að þvi er varðar eig- alþingi Graskögglafram- leiðslan í hættu Þar sem innflutt kjarnfóöur . er greitt niður um tæpar 15 þús. kr. hver lest i útflutningslönd- unum, þá er verð á fóöurblönd- un meö þvi lægsta, sem það hefur nokkurn tima verið hér á landief miðað er við afurðavérð t.d. mjólkina. Þetta hefur leitt til þess, að erfiðara hefur gengið að selja grasköggla i ár. Verð á kúafóð- urblöndun er allbreytilegt, eða frá 38 þús kr. og upp i tæpar 50 þús kr lestin en framleiðsluverð á graskögglum er 52 þús kr. lestin. Heildarframleiðsla á gras- kögglum i ár var 8.174 lestir en starfandi voru 5 verksmiðjur á siðastliðnu sumri, mest var framleitt i verksmiðjunni i Gunnarsholti 2,799 lestir. Með iblöndun er fóðurgildi graskögglanna aukið verulega og þegar einnig er farið að blanda i þá steinefnum, þá er fengið fóöur, sem stenzt full- komlega samanburð viö fóður- blöndur og hafa oft á tiðum reynzt öllum betra fóður. Tilraunaniðurstöður, sem fengizt hafa með fóðrun á gras- kögglum i samanburði við er- lent fóður, hafa sannað að nýt- ing graskögglanna er mjög góð, þannig að fóðurgildið reynist vera um 10% meira en fóöur- efnagreiningar segja til um. Fyrstu tilraunir hér á landi með grasköggla voru gerðar i Laugardælum um eða eftir 1960. Þvi miður hefur litið verið birt af niðurstöðum þessara til- rauna sem allar hafa sýnt að graskögglar eru úrvalsfóður. Verö á innfluttu fóðri niðurgreitt um 30% Þrátt fyrir að ýmsir telji að verð á graskögglum sé mjög hátt, þá er það hagstætt miðað við grundvallarverð á mjólk. Fyrir hvern lítra af mjólk sem framleiðandinn leggur inn i mjólkursamlag á hann að geta keypt sem svarar 1 1/2 Fe I graskögglum. Það er óraunhæft að miöa verðið við innflutt niðurgreitt fóður, en auðvitað er sam- keppnisaðstaða verksmiðjanna ákaflega veik, þegar bændum gefst kostur á að kaupa þetta ódýr^erlenda fóður. Ef innflutt fóður væri ekki niðurgreitt þá mundi kúafóðurblanda kosta um 55 þús. kr. hver lest, miðað við þetta verð væri verulega hagstætt fyrir bændur að kaupa innlenda grasköggla á 52 þús kr. lestina. Allar rekstrarvörur, sem keyptar eru til graskögglaverk- smiðjanna svo og vélar og tæki, eru með álögðum söluskatti og tollum, ennfremur er verð a raf- orku mjög hátt, hver kwst. kost- ar svipað og hún er seld til ljósa- notkunar. Ef engar breytingar verða gerðar á rekstraraðstööu verk- smiðjanna, og að verð á inn- fluttu fóðri verði áfram hér langt undir framleiðslukostn- aði, þá er ekki annað fyrirsjáan- legt en að graskögglafram- leiðslan stöðvist, þegar á næsta ári. Sá iðnaður er ekki til hér á landi sem gæti staðið það af sér, að þurfa að keppa á markaðn- um við vörur, sem eru niður- greiddar erlendis um og yfir 30% eins og á sér stað með er- lenda fóðrið, sem hér er selt i samkeppni við innlenda fóður- framleiðslu. inhlutabréf félags. Lagt er til, aö heimild til að veita hlutafélagi leyfi til að eiga sjálft meira en 10% af greiddu hlutafé slnu veröi felld niður. Sú venja hefur skap- azt í þessum efnum, að hlutafé- lögum hefur verið leyft að eiga allt að 30% af eigin hlutafé, ef fjárhagur félaganna leyfir síikt. Þessi venja er að ýmsu leyti ó- heppileg og er þvi rétt að afnema hana, en halda því ákvæði að hlutafélögum sé heimilt að eiga allt að 10% af greiddu hlutafé. Siðari breytingin er, að atkvæðis- réttur skal ekki fylgja eigin hluta- bréfum félags, en gildandi lög leyfa þaö, og fer félagsstjóm yfir- leitt meö atkvæöisrétt fyrir slik bréf.” Tryggður réttur minni- hlutans Siðar sagði ráðherra: „Ég" vil þá minna á mikilvæg nýmæli, sem e.t.v. eru iþyngjandi, en það er skyldan til að ráða fram- kvæmdastjóra i stærri félögum. 1 gildandi lögum er það algerlega frjálst hvort ráðinn er fram- kvæmdastjóri eöa ekki. Mörg nýmæli eru um hluthafa- fund og ýmsi ákvæði kaflans miða að þvi að auka og afmarka réttindi hinna einstöku hluthafa. Þar eru og ákvæði sem eiga að tryggja minnihluta hluthafa á- kveöna vernd. Reglur um vernd minnihlutans eru viða I frum- varpinu, og tel ég rétt aö gera greinfyrirhelztuákvæðunum um þetta hér. Þar má fyrst nefna, að minni hlutanum er veittur réttur til aö krefjast frestunar á helztu aðalfundarmálefnum. Einnig getur minnihluti hluthafa krafizt aukafundar. Nefna má aðminni- hluta er veittur réttur til að ráða vali eins endurskoðanda, og enn- fremur til að krefjast sérstakrar rannsóknar á ýmsum atriðum varðandi félagið og starfsemi þess. Með ákveönum skilyrðum er minnihluta tryggður réttur til að krefjast arögreiðslna. Einnig getur minnihluti krafizt félags- slita þegarsvo stendurá, aö hlut- hafar hafa misnotað aðstöðu sina.” Sfðar f jallaði ráðherra um end- urskoöun og könnun reikninga en ákvæði frumvarpsins i þeim efn- um eru að mestu leyti nýmæli. Verður hér ekki nánar greint frá þvi né mörgum öðrum atriðum er ráðherra drap á. Ráöherra óskaði þess að lokum, að frumvarpið fengi afgreiðslu á þessu þingi, sjálfsagt væri að at- huga það rækilega en á hitt væri að benda, að það var fyrst lagt fram á siðasta þingi, og þing- mönnum ættí að hafa gefizt tóm til aö kynna sér innihald þess. Þá gat hann þess, að gert væri ráð fyrir þvi, ,,að ákvæði frumvarps- ins taki til eldri hlutafélaga með vissum undantekningum þó, t.d. verðandi lágmarkshlutafé og lág- marksfjölda hluthafa.” Frumvarpinu var að lokinni ræöu ráðherra visað til annarrar umræöu og fjárhags- og við- skiptanefndar. Sinfóníutón- leikar á ný í Háskólabíó Sinfóniuhljómsveit Islands heldur tónleika i Háskólabiói fimmtudagskvöld kl. 20.30. Einsöngvari er Sieglinde Kah- mann og stjórnandi Karsten Andersen. Efnisskráiner eins og hér seg- ir: Mozart: Sinfónia nr. 38, „Prag- sinfónian”. Dvorak: Aria úr op. „Rusalka”. Weber: Aria úr „Freischutz”, Alban Berg: Sieb- en fruhe Lieder. Tsjaikovsky: Capriccio Italien. Tónleikar þessir eru áskriftar- tónleikar og koma i stað þeirra er féllu niöur 20. október vegna verkfalls. Sieglinde Kahmann er þýzk aö uppruna og hlaut fyrstu menntun sina i Stuttgart við tónlistarhá- skólann þar. Þá var hún ráðin að rikisóperunni þar i borg og var lengi þar fastráðinn söngvari. Siðar var hún I Kassel, Graz, Wien og Miinchen. Sieglinde hefur sungið viða um Evrópu, m.a. á listahátið I Salzburg og Edinborg Einig hefur hún komið viöa fram i útvarpi og sjdnvarpi. Sieglinde er nú búsett hér á Is- landi og kennir við Söngskólann I Reykjavik og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Óþarfi er að kynna Karsten Andersen.Hann er islenzkun tón- leikagestum vel kunnugur og var fastráöinn hljómsveitarstjóri við Sinfóniuhljómsveit Islands I 4 ár og kemur nú hingað sem gestur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.