Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. október 1977 13 hljóðvarp Fimmtudagur 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50 Morg- unstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson les söguna „Túlla kóng” eftir Irmelin Sandman Lilius (12) Til- kynningar kl. 9.30. Þing- íréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Gisla Konráðsson frkvstj. tJtgerðarfélags Ak- ureyringa: — fyrri þáttur. Tónleikarkl. 10.50. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Konung- lega filharmoniusveitin i Lundúnum leikur ,,Le Carnaval Romain”, forleik op. 9 eftir Berlioz: Sir Malcolm Sargent stj./Sin- fóniuhljómsveitin i Boston leikur Sinfónlu i h-moll nr. 6 op. 74 „Pathetique” eftir Tsjaikovský: Charles Munch stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Svona stór” eftir Ednu Ferber. Sigurður Guðmundsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson les (13) 15.00 Miðdegistónleikar Itzh- ak Perlman og Filharmon- iusveit Lundúna leika Fiðlu- konsert i fis-moll op. 14 eftir Wieniawski: Seiji Ozawa stjórnar. Sinfóniuhljóm- sveitin i Minneapolis leikur „Iberiu”, hljómsveitarsvitu eftir Albéniz: Antal Dorati stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar, (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál.Gisli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Einleikur i útvarp^sal: Simon tvarsson leikur á git- ar tónverk eftir John Dow- land, Girolamo Frescobaldi og Johann Sebastian Bach. 20.00 Leikrit: „Hæliö” eftir David Storey. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri.: GIsli Halldórsson. Persónur og leikendur: Jack....Valur Glslason, Harry.....Þorsteinn ö. Stephensen, Kathleen...... Sigriður Hagalin, Marjor- ie..Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Alfred.Jón Hjart- arson. 21.30 Flaututónverk eftir Mozart. Hubert Barwasher flautuleikari og Sinfoniu- hljómsveit Lundúna leika Flautukonsert i G-dúr (K313) og Andante i C-dúr (K315) Hljómsveitarstjóri: Colin Davis. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal. Flosi Ólafsson les (22) 22.40 Kvöldtónleikar a. Strengjakvartett nr. 2 i A- dúr eftir Franxois Joseph Fetis. Bruxelles-kvartettinn leikur. b. Prelúdia, kórall og fúga eftir César Franck. Malcuzynsky leikur á pianó. c. Sónata fyrir klarinettu og pianó eftir Camille Saint- Saens Ulysse og Jacques Delecluse leika. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. David Graham Phillips: SUSANNA LENOX Jón Helgason gestinn unga aldrei framar — „ó, vinurinn, vinurinn Ijúfi, vertu um eilífð sæll". Rödd hennar var gædd seið- mætti og hrífandi töfrum æskunnar. Burlingham var klökkur — klökkur vegna örlaga stúlkunnar, klökkur vegna hinnar falslausu viðkvæmni og dásamlegum hreinleika raddarinnar, klökkur af gleði yfir að hafa fengiðslíkan snilling í leikf lokk sinn. Þegar hún þagnaði, klappaði hann holdugum höndum saman í stjórnlausri gleði. ,,Hún getur sungið—ha, Pat? Hún settist. Burlingham spratt á fætur, lagði handlegginn um hálsinn á henni og kyssti hana. Hann hló, þegar hún hörfaði undan. ,,Þú skalt ekki fást um þetta, væna mín", hrópaði hann. ,,Svona gengur það nú til í okkar hópi. Jæja, hvað kanntu fleira?" Hún hugsaði sig um, og með hjálp hans kom á daginn, að hún kunni nóg af „gömlum og góðum lögum" til þess að syngja: „Á leiðinni yfir rúgakurinn", „SvanafIjót", „Onnu Láru" og „Söng Katrínar". Hún kunni auk þess mörg lög önnur, sem annaðhvort Pat gat ekki leikið eða Burlingham sagði, að mundu fara,, fyrir ofan garð og neðan hjá .hyskinu". „Það er meira en nóg að hafa þessi f imm", sagði Bur- lingham. „Við setjum bara tvö á söngskrána, tvö syngur þú aukalega, og það f immta hefur þú til vonar og vara, ef þú kemst ekki hjá því að syngja eitt enn. Eftir há- degismatinn veljum við Fjóla kjól handa þér. Þú skalt svei mér vekja hrifningu í Sutherland í kvöld". „Sutherland!" hrópaði Súsanna og náfölnaði. „Þar get ég ekki sungið — það get ég ekki". Burlingham leit til Pats, sem stóð við stjórnárina uppi yfir þeim, en deplaði augunum framan í hana. „Þú þarft alls ekki að vera smeyk við það, að þér f atist, væna min. Þú stendur þig eins og hetja". Súsanna skildi, að um þetta átti ekki að tala meira í viðurvist Pats. Litlu síðar sagði Burlingham honum, að hann skyldi skorða árina og fara niður í káetu. „Ég skal haf a auga með þessu", sagði hann. „ Ég þarf að tala urrv kaup og fleira við ungfrú Sackville, já, hana Lornu mína". Burlingham leit vingjarnlega til hennar, þegar Pat var farinn. „Við látum leyndarmálin liggja í þagnargildi, væna mín, minnztu þess", sagði hann. „Ég vil vita það eitt, hvort það er ekki annað en venjulegur kvíði, sem veldur þvi, að þú vilt ekki syngja í Sutherland". „Nei", svaraði stúlkan. „Það er ekki neitt þess háttar. Mér þykir þetta leiðinlegt— mér þykir það leiðinlegt, að ég skuli ekki strax geta byrjað að vinna f yrir því, sem ég skulda. En — ég get það ekki". „Ekki einu sinni í flauelskjól með gylltum doppum — flegnum, ermastuttum, og svo geturðu haft Ijóst, falskt hár og málað þig og farðað? Þú myndir ekki einu sinni þekkja þig sjálf, hvað þá aðrir". „Nei, ég get það ekki", sagði Súsanna. „Ég gæti ekki komið upp nokkru hljóði". ,, Jæja. Þá tölum við ekki meira um það". Það var auð- heyrt, að Burlingham var mjög vonsvikinn. „Við ætluð- um einmitt að byrja á því að setja Sutherland á annan endann". Hann andvarpaði. „En — það þýðir ekki að fást um það. Fyrst þú getur það ekki, þá getur þú það ekki". ,, Ég held, að þú sért reiður við mig", sagði hún. „ Ég — reiður". Hann hló. „Ég hef ekki reiðzt í tíu ár. Ég er ræfils-tuska, sem ekkert hef getað lært af öllum þeim áföllum, sem ég hef hlotið í líf inu. En svo langt hef ég þó komizt að reiðast ekki af smámunum. Nei, ég skil þetta vel, væna mín — og geymi þig, þangað til við kom- um lengra niður eftir. Þú skalt svo ekki hugsa meira um þetta", sagði hann. „Við höfum allt f Ijótið fyrir okkur". Andlit hennar lýsti því langtum betur en hún hefði get- að gert með orðum, hve þakklát hún var. Þau sátu bæði þegjandi um stund. Þegar hún varð þess vör, að hann horfði brosandi á hana aðdáunaraugum, mæti hún: „Þú máttekki halda, að ég hafi gert eitthvað hræðilegt. Það hef ég ekki gert, það hef ég alls ekki gert". Hann hló innilega. „Og jafnvel þótt svo væri, þyrftir þú ekki að vera niðurlút okkar á meðal, væna mín. Við erum öll fólk, sem hefur lifað — og lífið er sannarlega ekki neinn sunnudagaskóli, þar sem endalaus sálmalög eru spiluð á orgelið og þeir elztu skiptast á um að veg- sama guð. Nei, við höf um öll átt undir högg að sækja — við höf um orðið að sætta okkur við það að bjargast eins og bezt gekk, heldur en okkur byðust tækifæri". Hann leit hvasst til hennar og kinkaði kolli. „Mér líkar vel við þig.... Frá hverju var f ólk vant að segja, þegar það talaði um barnæsku þína?" Súsanna gaf sér ekki neinn tíma til þess að hugsa um það, hve kyndug þessi óvænta spurning var. Hún beindi allri hugsun sinni að því að rif ja þetta upp. „Ég er ekki alveg viss um það, en ég held, að það tali oftast um það, að ég hafi aldrei viljað láta leiða mig. Ég vildi alltaf fá að trítla ein, jafnvel áður en ég gat í rauninni gengið". Burlingham kinkaði kolli og skellti lófunum á lær sér. „Þessu getég trúað", sagði hann. „Að þessu spyr ég fólk alltaf, ef mig langar til þess að vita, hvort mér hefur sýnzt rétt. Ég held, að mér haf i sýnzt rétt um þig, þarna þegar þú sazt á móti mér við matborðið. Og vel á minnzt: Ég finn lyktina af hádegismatnum. Eigum við ekki að renna á hana?" Þau f óru niður í káetuna, þar sem borð hafði verið búið til með þeim hætti að leggja f jalir á bökin á öðrum og þriðja bekk vinstra megin við ganginn. Karlmennirnir þrír settust öf ugir á f remsta bekk og stungu fótunum út á milli setunnar og baksins, en konurnar þrjár settust á þann hátt, sem lög gera ráð fyrir, í f jórða bekk. Súsönnu fannst ólund Fjólu Anstruther yfir matnum ekki rétt- lætanleg. Hann var í sjálfu sér ágætur, og ennþá betri fyrir það, hve hirðuleysislega hann var f ram borinn fyr- ir þennan hirðuleysislega mannsöfnuð. Allt nöldur gleymdist með fyrstu bitunum. Súsanna var ung og bjartsýn og staðráðin í að láta sér vel líka sitt hlutskipti, og hún vandist fljótlega útliti félaga sinna. Allt voru þetta menn, og hún var sjálf óspillt og leit ekki á þau hin eins og einhvern úrhrakslýð, eins konar dýr, sem ekki gátu átt heima í virðingarverðu þjóðfélagi. Hún var enn- þá gædd miklu af hinni náttúrlegu jafningjakennd barnsins og hún dáðist að þessum nýju vinum, sem vissu svo miklu f leira heldur en hún og höfðu þjáðst og barizt og komið heim úr hinum hræðilegu orrustum með mörg og stór sár, er þeir myndu bera merkin eftir til æviloka, og höfðu þó ekki gefizt upp, heldur héldu áfram að lifa, broshýrir, hugrakkir, hjartahlýir. Það var hjartagæzka þeirra, sem hafði mest áhrif á hana. Það var tekið svo vingjarnlega á móti henni — henni, sem var þeim öllum ókunnug, og auk þess umkomulaus og fákæn. Og það sem Spenser hafði sagt henni um leikarana og innræti þeirra, veitti henni næstum því kjark til þess að trúa því, að henni yrði ekki sparkað á dyr, þótt þetta fólk vissi jafnvel hið hræðilega leyndarmál um uppruna hennar. Tempest sagði tvíræða sögu. Súsanna starði forviða á hann, en allir aðrir hlógu. Hún vildi umfram allt vera kurteis, skemmtileg og viðfelldin. En hún gat alls ekki „Brostu þegar ég segi þér”. „Þetta er nóg, alveg nóg...” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.