Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.10.1977, Blaðsíða 20
18-300 Auglýsingadeild Tímans. f 'ásÉMf > Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822 ' i Sýrö eik er sígild eign HUi 35% opinberra starfsmanna eru æviráðnir áþ-Rvik. Um þaft bil 2970 starfs- menn hins opinbera eru skipaöir, en 1270 eru ráðnir án uppsagnar- frests. Samtals eru opinberir starfsmenn rúmlega 12 þúsund. Starfsmenn með æviráðningu eru þvi 4.240 eða um 35% af heildar- starfsmannafjöldanum. t heild hefur opinberum starfsmönnum fjölgað á árinu 1976 um 90 en þar af eru um 60 vegna nýrra stofn- ana, sem eru öskjuhliðarskóli, Graskögglaverksmiðja i Flatey Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Matvælarannsóknir rikisins. þannig að nettóaukningin hjá öðrum stofnunum en þessum fjór- um er um 30 stöður. — Flestir þeirra sem eru ævi- ráðnir eru nokkuð gamlir i starfi, sagði Sigurður Haraldsson hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun rikisins. — Upp á siðkastið hefur tiðkazt að ráða menn með ein- hvers konar uppsagnarfresti. Það má þvi búast við að þetta hlutfall hafi lækkað og muni fara minnk- andi a næstu árum. Æviráðningin er arfur frá eldri timum, en hins- vegar tiðkast ennþá að skipa i ákveðin embætti. 1 þvi sambandi mætti nefna forstöðumenn stofn- ana. Nýtt leiðakerfi í Hafnarfirði tekur gildi á laugardag GV-Reykjavik — Landleiðir h.f. boðuðu til blaöamannafundar I gær vegna þeirra breytinga, sem verða á ferðum vagna Landleiða um Hafnarfjörð næstkomandi laugardag. Nýja kerfið er i höfuðatriðum i þvl fdlgið að frá um kl. 13.00 mánudaga til og með laugardaga ogallan daginná sunnudögum og hátiðisdögum munu tveir vagnar á klukkustund aka hvor á móti öðrum eftirtaldar götur: Reykja- vikurveg, Fjaröargötu, Strand- götu, Suöurgötu um Hvaleyrar- holt, Hringbraut, Alfaskeið og Flatahraun. Leið vagnanna leng- ist um einn kflómetra við þessa breytingu og bætast þrir nýir við- komustaðir við og ferðum fjölgar um aðra fjóra, að sögn AgUsts Hafberg framkvæmdastjóra Landleiða h.f. Höfuökostir þessa nýja kerfis eru þeir, að samhliða þviað byggt er upp heildar-strætisvagnakerfi innanbæjar i Hafnarfirði batnar mjög þjónusta fyrir þá sem nota vagnana til að feröast milli Hafn- Framhald á bls. 19. áþ-Rvík. Starfsmenn hjá póstinum hafa ekki átt sjö dagana sæla síðan verkfallinu lauk. Gífurlega mikið megn-af pósti hefur safnazt fyrir hjá stotnunum og almenningi, auk þess sem fékkst ekki í land úr farskipunum fyrr en nú. Póstpokarnir á annarri myndinni innihalda póst frá Búnaðarfélagi Is- lands og gefa góða hugmynd um hversu mikið ein stofnun þarf að reiða sig á þjónustu póstsins. Á hinni mynd- inni má sjá hluta póstpokanna, sem komu með farskipunum. Tímamynd- ir: Róbert. Þjóðhagsstofnun: Skýrsla um stöðu fisk- iðnaðarins væntanleg innan nokkurra daga GV-Reykjavik. Þessa dagana er verið að ganga frá skýrslu Þjóð- hagsstofnunar um stöðu fiskiðnaðarins og frysti- húsanna, og að sögn Gamaliels Sveinssonar, verður hún tilbúin næstu daga og verður þá af- hent rikisstjórninni. I skýrslunni er sýnt hvernig af- koma frystihúsanna hefur þróazt á árinu og hvaða áhrif kostnaðar- breytingar á árinu hafi haft á af- komuna. — Þetta byggjum við á rekstr- arreikningnum fyrirtækjanna og framreiknum við þessa rekstrar- reikninga með tilliti til breytinga á tekjum og verðlagi, sagði Gamaliel. Þannig getum við áætl- að afkomuna á hverjum tima og áætlað hver fjárhæðin er á einu ári miðað við verðlagið i dag. Aætlanir sem þessar gerum við oft á ári, og þá fyrst og fremst i tengslum við fiskverðshækkanir. Með þeim erum við ekki að spá um afkomuna, heldur segjum við tilum hvernig hún myndi vera, ef markaðsverðlag og allur kostn- aður helzt við það sama i eitt ár. Reikninga fyrirtækjanna at- hugum við árlega, og nú erum við að ljúka úrvinnslu rekstrarreikn- inga á árinu 1976. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalir. hverfi: Ægisíða Oddagata Aragata Bólstaðarhlíð Kársnesbraut Kópavogi SÍAAI 86-300 Viðræður um sérkjara- samninga að hefjast áþ-Rvik. A næstu 45 dögum munu 18 rikisstarfsmannafélög hefja viöræöur viö rikisvaldið um sérkjarasamninga sina. Stærsta félagið i þeim hópi er Starfsmannafélag Rikisstofn- ana. Ef niöurstaöa fæst ekki úr þeim umræðum gengur málið beint til kjaranefndar, og hefur hún 45 daga til umráða til að kveða upp úrskurð sinn. Sá úr- skuröur er bindandi. — Þessar viöræður verða ekki tiltakanlega viðamiklar, sagði Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Þarna er fyrst-ög fremst um að ræöa'niðurröðun starfshópa og einstaklinga i launaflokka. Það er mikið af þessum atriðum komið i aðalkjarasamninginn, sem áður var i sérkjarasamn- ingum. Það er lika ástæðan fyrir þvi hve aðalkjarasamn- ingurinn er umfangsmikill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.