Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 2
MMpOHCBtí-td Föstudagur 18. nóvember 1977 erlendar fréttir Stjórnir vestrænna ríkja munu veita Sómalíumönnum efna- hagsaðstoð á næstunni Mohammed Siad Barre hershöf&ingi og forseti Sómaliu. Paris-Reuter. Vesturveldin hafa ákveöiö aö veita Sómaliu efna- hagsaðstoð eftir aö Sómalia sleit sambandi við Sovétrikin og Kúbu, aö þvi er f regnir hermdu í Parls. Frakkar munu þó ekki iáta Somaliumönnum vopn f té, á meðan þeir eiga í striöi viö Eþiópiu, en Bandarikjamenn og Bretar tóku svipaöa ákvöröun fyrir tveim mánuðum. Forseti Somaliu, Mohamed Siad Barre tók þá ákvöröun siðastlið- inn sunnudag að slita öllum England: 12 hafa beðið bana á f jórum dögum verkfalls slökkviliðs London-Reuter. Fjögur börn biöu bana i húsbruna á Noröur trlandi, og nú hafa þvi 12 manns látiö lifiö siöan 36.000 slökkviliösmenn I Bretlandi hófu verkfall til aö leggja áherzlu á kröfur sínar um bætt launakjör. Yfirmenn hers og slökkviliös hafa þó hingaö til ekki viljaðkenna verkfallinu um þessi dauösföll, en þa&hefur nd staöiö i fjóra daga. Hlutabréf i tryggingafélögum hafa fallið stórlega i verði, enda fjölgar nú skaöabótakörfum vegna skemmda sem verða i eldi, Yfirmenn slökkviliðsins hafa viöurkennt, að sumum þeirra húsa sem eyðilagzt hafa i elds- voðum siðastliðna fjóra daga hefðu þjálfaðir slökkviliðsmenn getað bjargað. Margir þeirra 11.000, her- manna, sem nú gegna skyldum slökkviliðsmanna, eru famir aö sýna þreytumerki, en þeir standa 12 ti'ma vaktir. „Strákarnir eru farnir að þreytast”, sagði yfir- maður i hernum, sem hefur undir sinni stjóm hluta þeirra 1500 her- manna sem eru á vakt i London. „Við erum hræddir’ um að of- þreyta geti orðið til þess aö þeir geri mistök, og það gæti valdið manntjóni”. Slökkviliðsmenn i verkfalli hafa verið ásakaðir um að eIi Bændur athugið Að gefnu tilefni viljum vér upplýsa að verð það, sem auglýst er í Sambandsfréttum og aftur í Fóðurmöppu KEA, sem verð á fóðurvörum, f rá KF K, er verð, sem gilti hjá oss f yrir 20. október sl. Annað í plöggum þessum tökum vér ekki til oss. Verð á fóðurvörum hjá oss er nú þetta: Laus Sekkjað heim kominn i húsi kr. kr. 42.900.- kr. 40.300,- kr. 43.100,- kr. 40.300,- kr. 43.100,- kr. kr. 43.000,- kr. 45.900,- kr. 48.500,- kr. 45.800,- kr. 47.500,- F A-blanda 14/98 A-blanda 14/100/4% feit B-blanda 12/102/4% feit C-blanda 9/92 Sóló heilfóður Becona sláturgrísafóður Bændur verzlið þar sem saman fer /ágt verð, 1. flokks vara og góð þjónusta BÚSTÓLPI FYRIR BÆNDUR Strandgötu 63 — Sími 96-22320 — Akureyri hringja og, tilkynna eldsvoða, þar sem siðan reynist ekki um eld að ræða. Þetta er sagt gert i þvi skyniað þreyta hermenn og vara- slökkviliöið, sem ekki er i verk- falli. Ritarifélags þeirra, sem eru i varaliði slökkviliðsins, sagöi að slökkviliðsmenn hefðu brotizt inn á slökkvistöð til þess að kalla varaliðið út að óþörfu um miðjar nætur. Þingmenn, sem andvigir eru verkfallinu, hafa farið fram á að hermennirnir fái tæki slökkviliðs- ins, þó aö þjálfunarleysi her- manna hafi verið borið við, þegar spurt hefur hvers vegna her- mennirnir fái ekki tækin. Mun sennilegra er að yfirvöld vilji foröast að meiri harka færist i verkfallið, en svo gæti farið, ef herinn tæki bila og útbúnað slökkviliðsins i sina þjónustu. stjórnmálalegum tengslum við Kúbu, og bar þvi við, að kúbansk- ir hermenn berðust með Eþiópiu- mönnum. Forsetinn ákvaðeinnig að binda endi á samvinnu við Sovétrikin, ogsamkvæmtfréttum frá Frakklandi hafa þessar ákvarðanir orðið þess valdandi, að möguleikar eru á aðstoð frá Vesturlömjum. Allmörg Vesturlönd að Vestur- Þýzkalandi meðtöldu munu að öllum likindum taka sameigin- lega ákvörðun um efnahagsað- stoð við Sómaliu innan mánaðar. Bandarikjamenn hafa.þegar veitt Sómaliumönnum hjáíp og sent þeim matvælabirgðir, en þeir hafa einnig lýst sig reiðubúna til að auka aðstoðina. Vestur-þýzkir hermenn björg- uðu farþegum og áhöfn þotu frá Lufthansa-flugfélaginu, sem rænt hafði verið og flogið til Sómaliu i siðasta mánuði og nutu við það verk aðstoðar Sómaliustjóma'r. Eftir björgunina sagði vestur- þýzki kanslarinn, He'lmut Schmidt, að stjórnin i Bonn myndi ekki gleyma aðstoð Sómaliumanna. Frakkar veita nú Sómaliu- mönnum takmarkaða aðstoð, en samkvæmtheimildum i Paris eru likur á, að hún verði aukin i ná- inni framtið. Sómaliustjórn hefur sniíið sér til vinveittra Arabalanda i von um hjálp i sambandi við aðdrátt vopna, en Sovétmenn hafa neitað aö láta Sómaliumönnurri vopn i té eftir aö striðið við Eþiópiu hófst. C#° ■ og hádegis á morgun ODYR SVIÐ Aðeins kr. 390 kg ÓDÝRAR UIMGHÆNUR Aðeins kr. 750 kg. MJÓLK & BRAUÐ Fjölbreytt úrval af nýjum fiski Grensáskjör Grensásvegi 46 ■ 3-67-40 •••*•• •♦♦♦♦• •♦♦••* •♦•♦♦* ♦♦♦♦•• •••♦♦♦ •*♦♦•* •♦*♦♦• .-♦••♦••• ♦•••••♦•• ..♦»•••♦♦ íítítíi;:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.