Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. nóvember 1977 9 Nýr sjúkrabíll í Reykjavík Keykjavikurdeild Rauða kross tslands afhcnti Slökkviliði Reykjavíkur til afnota nýja sjúkrabifreiö af Chevrolet-gerð. Er þetta annar bfllinn á þessu ári sem Reykjavikurdeildin afhend- ir. Bifreiðin er mjög vel tækjum búin. Bilnum, sem var afhentur fyrr á árinu, hefur verið ekið tæpa 75.000 km, en meðaltal útkalla i sjúkraflutninga eru 30 útköll á sólarhring. Slökkvilið Reykjavik- ur hefur nú fjóra bila til afnota. Myndin er tekin er Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir afhendir bflinn Gunnari Sigurðssyni vara- slökkvistjóra. Samtök grásleppu- hrognaframleiðenda Laugardaginn 12. nóvember sl. voru stofnuð i Íteykjavík samtök grásleppuhrognaframleiðenda hér á landi. Samkvæmt lögum samtakanna starfa þau sem almennt hagsmunafélag fram- leiðenda grásleppuhrogna og skulu gæta réttar félagsmanna sinna i hvivetna. Skal félagið beita sér fyrir öflun nýrra mark- aða, vinna að vöruvöndun og stuðla að hverju þvi máli, sem verða má framleiðslu félags- manna til framfara og eflingar. Félagið annast eða semur um sölu á framleiðslu félagsmanna sinna, þeirra er þess óska. Þá mun félagið útvega viðskipta- mönnum sinum umbúðir, salt og aðrar nauðsynjar til framleiðsl- unnar. Ennfremur mun félagið koma fram sem fulltrúi félagsmanna við verðákvarðanir. Félagar geta orðið allir fram- leiðendur grásleppuhrogna og út- gerðarmenn, sem gera út á grá- sleppu, enda ráði hver þessara aðila yfir að minnsta kosti 10 tunnum af grásleppuhrognum. Þeir félagsmenn sem óska eftir sölu i gegnum félagið, skulu til- kynna það magn, sem þeir vilja selja, til félagsstjórnar fyrir 15. febrúar ár hvert. 1 stjórn félagsins voru kosnir: Björn Guðjónsson, Reykjavik, Guðbrandur Kristvinsson, Ströndum, Guðmundur Hólm- geirsson, Húsavik, Henning Hen- riksen, Siglufirði, Karl Agústs- son, Raufarhöfn, Rögnvaldur Einarsson, Akranesi, og Sigur- steinn Húbertsson, Hafnarfirði. 1 varastjórn voru kosnir: Helgi Kristjánsson, Reykjavik, Haf- steinn Guðmundsson, Flatey, Auðunn Benediktsson, Kópaskeri, Skarphéðinn Árnason, Akranesi, Jón Marteinsson, Vogum, Ragnar Hermannsson, Húsavik og Birgir Guðjónsson, Kópavogi. Á stofnfundinum var eftirfar- andi samþykkt gerð með sam- hljóða atkvæðum: „Stofnfundur samtaka grá- sleppuhrognaframleiðenda hald- inn I Reykjavik 12. nóvember 1977, mótmælir harðlega þeirri sérstöku skattlagningu sem framleiðendur grásleppuhrogna hafa orðið að búa við undanfarin fimm ár með töku 6% útflutnings- skatts af framleiðslu þeirra sem látinn hefur verið renna að mestu til óskyldra aðila i þjóðfélaginu. Þess er krafizt að skattlagning þessi verði þegar i stað lögð niður i lok gildistimans, sem upphaf- lega var ákveðinn i árslok 1977. Þá er skorað á hlutaðeigandi stjórnvöld að gera nú þegar sund- urliðaða grein fyrir ráðstöfun þeirra næstum 150 millj. króna, sem framleiðendur grásleppu- hrogna hafa greitt i Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins undanfarin 5 ár, og jafnframt bent á það sann- girnismál að réttum eigendum þessa fjár verði skilað þvi til baka.” Frá heilbrigðis- eftirliti ríkisins Af gefnu tilefni tilkynnist, að símanúmer okkar er 81844 og heimilisfang Síðumúli 13 28*EGjegílJ[jJ Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla ndunnið sett I: fra GLIT GLÆSILEG GJÖF Sparið $ 70.000 á ári við mjölframleiðslu úr 20 tonnum af fiski á klst. Með Rosenblads mótþrýstisoðkjarna- tæki fyrir soðvatnið er unnt að minnka olíukostnaðinn í fiskmjölsverksmiðju yðar allverulega. Við fiskmjölsframleiðsluna eru sjóðarinn og þurrkarinn olíufrekastir. Rosenblads mótþrýstisoðkjarnatækið vinnur við það hátt hitastig, að gufan frá verksmiðjunni hefur nægilega háan þrýsting til að vera nýtanleg sem vinnslugufa. Með því að nýta mótþrýstingsgufuna frá þurrkaranum hverfur þörfin fyrir stöðuga aðfærslu nýrrargufu til sjóðarans. Við vinnslu 20 tonna af fiski á klst. sparast þannig um 700 m3 af brennsluolíu á ári miðað við 2.500 vinnslustundir. Miðað við að olíuverðið sé um $ 100/m3 gerir þetta árlegan sparnað nálægt $70.000. Sendið eftir frekari upplýsingum. Þá fáið þér að vita meira um það. hvernig mótþrýstisoðkjarnatækið getur hjálpað yður að spara orku, á sama hátt og viðskiptavinir okkar gera nú þegar í ca 40 verksmiðjum. OC ROSENBLADS ALFA-LAVAL GROUP Fack, S-10052 STOCKHOLM, Sverige. Umboð á Islandi: Landssmiðjan Sölvhólsgötu 101 Reykjavík Sími: (91)20680(10 línur) Telex: 2207 GWORKS IS | □ Vinsamlegast sendið oss eintak af upp- lýsingabæklingi yðar um soðkjarnaaðferðina ásamt tilvísunarlista yðar. J □ Vinsamlegast hafið samband við oss. | Nafn_______________________________________ r i | Heimilisfang j^Simi________ Fyrirtæki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.