Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 18. nóvember 1977
Sama orkuverð um allt land
og raforku-
vinnsla á
einni hendi
A sameinuöu Alþingi I gær
mælti Steingrimur Hermannsson
fyrir þingsályktunartiliögu sem
hann flytur ásamt tólf öörum
þingmönnum Framsóknarfiokks-
ins. Þeir eru: Páli Pétursson,
Ingvar Glslason, Ingi Tryggva-
son, Halldór Asgrlmsson, Jón
Skaftason, Asgeir Bjarnason,
Þórarinn Þórarinsson, Þórarinn
Sigurjónsson, Jón Helgason,
Tómas Arnason, Gunnlaugur
Finnsson og Stefán Valgeirsson.
Tillagan hljóöar svo:
„Alþingi ályktar, aö stefnt skuli
aö jöfnun orkukostnaöar um land
allt. 1 þvi skyni skal lögö áherzla
á aö tengja saman raforkukerfi
einstakra landshluta og tryggja
þannig sem hagkvæmastar fram-
kvæmdir og rekstur meö sam-
keyrslu allra orkuvera og dreifi-
kerfa. í þessum tilgangi skal
stefnt aö eftirgreindu skipulagi
orkumála:
1. Unniö veröi aö þvi aö koma á
fót einu fyrirtæki, sem annist
alla meginraforkuvinnslu og
flutning
raforku á
milli lands-
hluta.
Rikisstjórn-
in taki i
þessu skyni
upp samn-
inga viö
Landsvirkj-
un, Laxárvirkjun, Andakllsár-
virkjun, Rafveitu Vestmanna-
eyja, Rafveitu Siglufjaröar og
aörar rafveitur, sem eiga og
reka orkuver, um sameiningu
sllks rekstrar I einni lands-
veitu. Aöilar aö þessu fyrirtæki
og stjórn þess veröi ríkissjóöur
og landshlutaveitur. Eignar-
hluti rikissjóös skal aldrei vera
minni en 50 af hundraöi. Fyrir-
tækiö undirbýr virkjanir og
lætur virkja.
2. Unniö veröi aö þvi aö koma á
fót landshlutaveitum, sem ann-
ist alla dreifingu og sölu á raf-
orku I viökomandi landshluta.
Landshlutaveitur þessar geti
einnig annast rekstur hita-
veitna. Þær sjái um fram-
kvæmdir, sem nauösynlegar
eru vegna viökomandi rekstr-
ar. Aöilar aö slikum lands-
hlutaveitum og stjórnum
þeirra veröi sveitarfélögin og
landsveitan.
3. Orkustofnun veröi rikisstjórn-
inni til ráöuneytis um orkumál
og annist upplýsingasöfnun
hvers konar um orkulindir
þjóöarinnar, geri áætlanir um
nýtingu þeirra og annist frum-
rannsóknir fyrir virkjanir.
Orkustofnun veiti landsveit-
unni og landshlutaveitum
nauösynlega þjónustu.”
Hag-
kvæmni
og
réttlæti
1 upphafi ræöu sinnar sagöi
Steingrlmur Hermannsson, aö
samhljóöa samþykkt um skipulag
orkumála hafi veriö gerö á aöal-
fundi miöstjórnar Framsóknar-
flokksins voriö 1976, slöan hafi
m.a. veriö fluttar á Alþingi tillög-
ur til þingsályktunar, sem ganga I
sömu átt. Þá skipaöi orkumála-
ráöherra nefnd á siöastliönum
vetri til aö gera tillögur um skipu-
lag orkumála. Þvl starfi er ekki
lokiö og getur dregizt nokkuö,
enda aö verkefninu unniö á mjög
breiöum grundvelli, og telja þing-
menn Framsóknarflokksins aö
ekki veröi lengur beöiö meö aö
marka ákveöna stefnu um skipu-
lag á yfirstjórn orkumála og hafa
þvi ákveöiö aö leggja fram sem
tillögu til þingsályktunar sam-
þykkt þá, sem gerö var á aöal-
fundi miöstjórnar Framsóknar-
flokksins voriö 1976 um skipulag
orkumála.
Slöan fjallaöi Steingrimur um
hagkvæmni virkjunar varmaorjcu
og vatnsorku og sagöi, aö ljóst
væri aö aöeins hafi veriö nýttur
tiltölulega litill hluti af þessari
verömætu auölind landsins. Kom
hann síöán aö orkuspá og aukn-
ingu orkunotkunar og sagöi aö at-
hyglisvert væri, aö aukning ár-
legrar orkunotkunar fari minnk-
andi. Þaö er aöalleg tvennt sem
þessu veldur, þ.e. aö markaöur
fyrir rafhitun húsa sé aö veröa
mettaöur og ekki er gert ráö fyrir
orkufrekum iönaöi aö marki um-
fram þaö sem hafizt er handa um.
Þá sagöi Steingrimur, aö viö
núverandi aöstæöur búi fólk I hin-
um ýmsu landshlutum viö mis-
munandi orkuverö, sem byggist á
misjöfnum fjármagnskostnaöi
viö virkjanir eftir stærö þeirra og
annarri aöstööu. Nú þegar raf-
orkukerfi einstakra landshluta
hafa aö miklu leyti veriö tengd
saman hefur skapazt grundvöllur
til jöfnunar orkuverös. Minnti
Steingrlmur á, aö Landsvirkjun
hefur á slnum snærum 87% raf-
orkuframleiöslunnar I landinu og
ef rlkisstjórnin sér til þess aö
virkjunarréttur veröi framvegis
ekki fenginn öörum aöilum en
Landsvirkjun, sé þegar tryggöur
megintilgangur tillögunnar og
auövelt um vik meö framhaldiö.
Steingrlmur fjallaöi slöan um
landshlutaveiturnar sem tillagan
gerir ráö fyrir aö veröi settar á
fót meö aöild sveitarfélaga og
rikisins. Skal hlutverk þeirra
vera aö dreifa og selja rafmagn I
landshlutunum til neytenda og
mundi sllkt fyrirkomulag tryggja
góöa nýtingu orkunnar frá lands-
veitu.
Ein landsveita mun hins vegar
hafa alla öflun raforku og há-
spennudreifingu á heildsöluveröi
á sinni hendi. Sagöi Steingrimur
aö marg mælti meö þessu, t.d.
hátt fjárfestingarverö sem stærri
markaöur ætti auöveldar meö aö
ráöast I, en stærri virkjanir væru
lika aö jafnaöi hagkvæmari og
ódýrari. Þá, sagöi Steingrlmur,
eykur samræmdur rekstur á
öryggi, og auövelt veröur aö
koma á jöfnuöi milli landsmanna
meö tilliti til verös, sem yröi
meö þessum hætti hiö sama — eöa
mjög svipaö. Ennfremur leiöir
samræmingin til þess aö reynsla
og þekking sameinast á einni
hendi og er slikt mikilvægt, sagöi
Steingrimur, þegar um flóknar og
kostnaöarsamar framkvæmdir er
aö ræöa eins og almennt gildir hér
um.
Verðj öf nuður
Ragnar Arnalds (Abl) sagöist
sammála flutningsmönnum um
nauösyn þess aö taka núverandi
skipulag orkumála til endur-
skoöunar, en
þaö væri allt I
molum sagöi
hann. Höfuö-
galli núverandi
kerfis, sagöi
Ragnar, er aö
orkan er seld á
misjöfnu veröi
til neytenda, og
allt of margir fást viö sjálfstæöar
rannsóknir og virkjanir. Sagöi
hann, aö samtenging raforku-
kerfanna kallaöi á samrekstur
virkjana.
Þá gagnrýndi Ragnar aö nú-
verandi orkumálaráöherra,
Gunnar Thoroddsen, hafi ekki
haft uppi neinar aögeröir til
heildarskipulagningar og lögin
um Orkubú Vestfjaröa séu hin
einu, sem sett hafi veriö um þessi
mál I tiö ráöherrans, en á þeim sé
sá höfuögalli, aö gert er ráö fyrir
aö orkubúiö veröi sjálfstæöur
virkjunaraöili. Fjallaöi Ragnar
siöan um tillögur þingmanna Al-
þýöubandalagsins um þessi efni,
sem efnislega eru mjög sam-
hljóma þingsályktunartillögu
þingmanna Framsóknarflokks-
ins. Kvaöst hann fagna þessari
tillögu, og taldi aö mikill meiri-
hluti væri fyrir henni á Alþingi.
Karvel Pálmason (Sfv) taldi
miöur, aö iönaöarráöherra væri
ekki viöstaddur umræöurnar og
óskaöi þess aö
forseti sliti ekki
þessum umræö-
um án þess aö
iönaöarráö-
herra fengi
tækifæri til aö
leggja orö I
belg.
Þá sagöi Kar-
vel aö sér þætti undarlegt aö hátt-
virtur fyrsti flutningsmaöur,
Steingrimur Hermannsson,
skyldi flytja þetta mál samtimis
þv^aö hann á sæti i stjórnskipaöri
nefnd, sem gera skal tillögur um
skipan þessara mála.
Þegar Karvel haföi lokiö máli
slnu frestaöi Asgeir Bjarnason
forseti sameinaös Alþingis frek-
ari umræöum og tók máliö út af
dagskrá.
Tekin fyrsta skóflustunga félagsmiðstöðvar í
Teikning af félagimiftstöðlnni eins og hún mun lita út fullgerft
GV-Reykjavik 1 gær tók borgar-
stjórinn i Reykjavlk, Birgir
tsleifur Gunnarsson fyrstu
skóflustungu aö nýrri félagsmiö-
stöö sem fyrirhugaö er aö rlsi i
Arbæjarhverfi.
Æskulýðsráö Reykjavikur
samþykkti 19. nóvember tillögu
frá formanni ráösins, Davið Odds-
syni, þar sem lagt er til viö borg-
aryfirvöld aö hafizt veröi handa
um byggingu félagsmiöstöðvar i
Arbæjarhverfi. Var siðan ætlaö
nokkuð fé til hönnunar og fram-
kvæmda á fjárhagsáætlun 1975,
og á miðju ári 1975 var arkitekt-
unum Ormari Þór Guömundssyni
og Omólfi Hall faliö aö hanna
bygginguna, eftir aö borgarstjórn
hafði samþykkt aö félagsmiöstöö-
inni skyldi ætlaöur staöur viö
Rofabæ, næst fyrir vestan Ar-
bæjarskóla.
Félagsmiðstöðin I Arbæ er ætl-
aö aö vera samastaöur fyrir fé-
lagslif i hverfinu. Félög munu fá
þarinni fyrir samkomur, fundi og
fræðslustarf. Borgarstofnanir,
sem þaö hentar, munu geta boöiö
nokkra þjónustu i félagsmiö-
stööinni, svo sem námsflokka,
Árbænum
starf fyrir aldraöa o.fl. Æskulýðs-
ráðReykjavíkur veröur þar siöan
meö eigið starf. Þá er sérstök aö-
staöa fyrir skátastarf I húsinu.
Alls er gólfflötur félagsmiö-
stöövarinnar áætlaöur 788 ferm,
auk 210 ferm óráöstafaös rýmis i
kjallara. Miöja hússins frá austri
til vesturs er umferöarleiö, sem
einkennist af skábrautum I staö
venjulegra stiga. Með brautunum
er tryggt að allir eigi greiöa leiö
um húsiö, hvort sem þeir erú i
hjólastólum, bæklaöir eöa heil-
brigöir. Jafnframt veröa flutn-
ingar á tækjum og búnaöi auö-
veldarien ella. Hiö opna miörými
á einnig aö stuöla aö því, aö auö-
veltséfyrir gesti aö fylgjast meö
þvi sem fram fer I einstökum
vistarverum. Helztu húsnæöis-
einingarnar eru hins vegar af-
markaðará pöllum, og nýtast þvi
hver fyrir sig, eöa I tengslum viö
aörar, ef óskaö er. Lóö hússins
nær aö leiksvæöi skólans, og teng-
ist útivistarsvæöi þvi, er nær niö-
ur aö Elliöaám og austur aö
Iþróttavelli. Verktaki aö bygging-
unni er Hólaberg s.f. Gert er ráð
fyrir aö henni veröi lokiö áriö
1979.