Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. nóvember 1977 5 á víðavangi Allsherjarvísitölu- binding Félag viöskiptafræðinema i Háskóla tslands gefur út tfma- rit um hagfræðileg málefni og nefnist það Hagmál. Þetta timarit flytur einatt athygiis- verðar greinar sem vert er aö tekiö sé eftir. Siðasta hefti Hagmála flytur m.a. grein eftir Ásmund Stefánsson hag- fræðing Alþýðusambandsins, og fjallar hann þar um verð- bólgu, ástæður hennar, afleið- ingar og hugsanleg úrræði. t grein sinni fjaliar Asmundur m.a. um þær tillögur sem fram hafa komiö um það að allsherjarvisitölubinding allra fjárgerninga, kaups, verölags, vaxta o.s.frv. sé sú aöferö sem einna áhrifarikust sé og fljót- virkust tii þess að vinna bug á óðaverðbólgunni. Braskið heldur áfram Um þetta segir Asmundur Stefánsson: „Verðtrygging alls er lausn, sem margir haida á lofti i dag. Allt skal visitölubundið: laun, fjármangsskuldbindingar o.s.frv. Mikið hefur verið rætt um hvernig verðtrygging skuli framkvæmd, og það eina sem þær umræöur hafa leitt i ljós er að framkvæmdin er erfið- leikum bundin. óhjákvæmi- legt er að notast við samsettar verðvisitölur og frá einu tima- bili til annars hlýtur verð- hækkun hinna ýmsu vara að vera mjög mismunandi. Vísi- tölubinding á vörum i verzlun- Asmundur Stefánsson um útheimtir daglega skrán- ingu á öllu i búðunum. Slik visitölubinding er ófram- kvæmanleg. Þá hlýtur mis- munandi vöruúrval að valda vandræðum, þvi lánin sem birgöirnar eru fjármagnaöar með hljóta óhjákvæmilega að vera tengd ákveðinni sam- settri visitölu og fáir hafa til- svarandi birgðasamsetningu og viðmiðunarvisitalan. Verð- hækkun einstakra vara á sér stað I stökkum. Verðhlutföll eru stöðugt að breytast. Þeir sem hafa fest fé 1 hlutum, sem hafa hækað meira en meðal- talið, ættu að fá verðbólgu- gróða. Þeir sem hafa fest fé I hlutum, sem hafa hækkað minna en meðaltalið, tapa. Þetta gildir auðvitað ekki bara um fjárfestingu I birgð- um, heldur alla fjárfestingu. Verðbólgubrask verður áfram arðvænlegur rekstur. Sumir munu græða, aðrir tapa á veröbólgunni”. Aðeins sem liður í sókninni Þessi orð Ásmundar Stefánssonar eru mjög at- hyglisverð, enda þótt segja megi að hann geri nokkuð mikið úr vandanum. Hitt er staðreynd, að allsherjarvisi- tölubinding mun ekki koma i veg fyrir verðbólgubrask, og hún mun leggja mjög mikinn þunga á stjórnvöld og banka- kerfi aö þvi er varðar gengis- skráningu og aukningu seöla- og myntmagns i umferð. Reynsla Brasiliumanna af allsherjarvisitölubindingu var sú, að allt komst á hverfanda hvel I efnahagsmálum, en þeim tókst að draga mjög úr félagslegum óæskilegum af- leiðingum verðbólgunnar með þessari aðferð. Astæða er til að leggja áherzlu á það, að allsherjar- visitölubinding er þannig alls ekki sókn gegn veröbólgu, heldur aðeins aðferð til að draga úr verstu afleiðingum hennar i samfélaginu. Þannig séð mætti jafnvei segja, að allsherjarvisitölubindingin færi það I sér að veröbólgan verði endanlega innlimuð opinberlega i efnahagskerfið. Hinu er aftur á móti ekki að leyna, að allsherjarvisitölu- binding getur verið liöur I sókn gegn verðbólgunni ef hún er timabundin og gerð samtimis þvi að gripiö er til annarra sóknaraðgerða. JS Nýjar kvikmyndir til Præðslumyndasafnsins Hjá Fræðslumyndasafni rikis- ins er nú komin út viðaukaskrá yfir þær kvikmyndir, sem borizt hafa til safnsins frá siðastliðnu hausti. I skránni er sagt frá kvik- myndum um fjölbreytilegt efni, sem gagnlegar eru við kennslu og skólar geta fengið lánaðar. Auk þeirra kvikmynda, sem taldar eru upp i viðaukaskránni, hefur safnið gert leigusamning um kvikmynd þá, er Sjónvarpið sýndi nýverið um ólympluleik- ana i Montreal. Mun safniö hafa mynd þessa, sem er I litum, til út- lána fram til 1980. Þau félaga- samtök er áhuga hafa á að sýna myndina, eru beðin að hafa sam- band við afgreiðslu safnsins. Klukkur fyrir Háteigskirkj u Arlegur basar Kvenfélags Há- teigssóknar verður haldinn að Hallveigarstöðum sunnudaginn 20. nóvember og hefst hann kl. 2 e. h. Ég leyfi mér að benda velunn- urum Háteigskirkju á þennan basar. Er óhætt að fullyrða aö þar standa til boöa margir mjög fall- egir, nytsamir, og eigulegir munir eins og verið hefir á undan- förnum árum, bæöi munir sem konurnar hafa unnið og gjört sjálfar og sömuleiðis aðrir munir, sem þær hafa aflað og gefið til basarsins. Einnig verður úrval af kökum á boðstólum. Andvirði þessara muna rennur allt til kaupa á kirkjuklukkum til Háteigskirkju. Höfuðáhugamál Kvenfélags Háteigssóknar er nú, aö kleift verði að kaupa þessar klukkur sem allra fyrst. Er fyrsti undirbúningur hafinn til að festa kaup á klukkunum. Vonandi liður ekki langur timi þar til þær geta hljómað i turnum Háteigskirkju. Kvenfélag Háteigssóknar hefir allt frá stofnun þess lagt mikið af mörkum til kirkjunnar, svo að hún gæti talizt sem bezt búin og ber kónunum alúðarþakkir alls safnaðarins. Aö baki framtaki þeirra liggur mikið starf og fórn- fýsi. A þessu ári hyggst félagið leggja riflegan skerf til kaupa á klukkunum, en þær eru mjög dýr- ar og er þvi mikils um vert að vel takist til með basarinn. Auk þess erhér kjörið tækifæri til að kaupa nytsama muni til gjafa á jólum. Er nú heitiö á velunnara Há- teigskirkju að bregðast vel við með þvi aö gera sér ferð aö Hall- veigarstööum á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h. til að gjöra góö kaup og til að styðja þetta áhuga- mál Kvenfélags Háteigssóknar og flýta þannig, svo sem auöiö verö- ur, fyrir þvi að kirkjuklukkurnar hljómi á sinum stað I Háteigs- sókn. Ég óska Kvenfélagi Háteigs- sóknar velfarnaðar i fórnfúsu starfi. Arngrimur Jónsson. Leiðrétting: Orð Magnúsar Torfa úr lagi færð Þau leiðu mistök urðu á forsiðu Timans i gær er sagt var frá viö- tali við Magnús Torfa Ólafsson alþingismann um framboö Kar- vels Pálmasonar á Vestfjörðum, að haft var eftir honum aö sam- þykkt hefði verið á kjördæmis- þingi vestra að boöiö skyldi fram i öllum kjördæmum á vegum Sam- taka frjálslyndra og vinstri- manna. Hið rétta er, að kjör- dæmisþing sem haldið var á Núpi i Dýrafirði, samþykkti að efna til óháðs framboðs á Vestfjörðum. Flokksstjórnarfundur Samtak- anna sem haldinn var I Reykjavik tók hins vegar þá ákvöröun, aö Samtökin skyldu stefna aö fram- boði i öllum kjördæmum landsins við næstu alþingiskosningar. Hið siðasta sem siðan hefur gerzt er aö fundur sem haldinn var nýlega i Bolungarvik tók ákvöröun um framboð Karvels vestra. Landsfundur Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna stendur fyrir dyrum innan skamms og mun hann taka ákvarðanir um framboð þeirra um land allt. Er Magnús Torfi ólafsson beöinn velvirðingar á missögn blaösins um mál þetta i gær. ^í desember þjóðum við sérstök ^lafargjöld frá Norðurlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld sem eru um 30% lægri en venju- lega, gera fleirum kleift að komast heim til fslands um jólin. Ef þú átt ættingja eða vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum við þér á að farseðill heim til íslands er kærkomin gjöf. Slíkur farseðili vekur sannarlega fögnuð erlendis. ISLAMDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.