Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 24
'a> •$> Föstudagur 18. nóvcmber 1977 18-300 Auglýsingadeild Tímans. EÍ5HM3MI Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRHATNAÐUR Sýrð eik er sigild eign HU&CiC G H TRÉSMIDJAN MEIÐUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMl: 86822 áþ-Reykjavik. Innanlandsflug hjá Flugfélagi tslands gekk all- vel I gærdag, nema hvaö ófært var til tsafjaröar og Þingeyrar. ;V t gær fór flugvél frá Vængjum til Blönduóss og þaöan átti aö fara til Siglufjaröar. Vélin komst ekki frá Blönduósi i gær, og varö hún aö vera þar i nótt. Myndina tók Gunnar af snjóplóg á Reykjavikurflug velli, en snjó- koma taföi flug nokkuö- Einn á skútu fyrir norðan áþ-Reykjavík. Laust fyrir miðnætti í fyrrakvöid hélt seglskúta frá Síglufirði/ og var ferðinni heitið fyrir Horn. Um borð er einn Þjóðverji, sem sigldi hing- að til lands fyrir skömmu. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði vildi Þjóðverjinn ekki tilkynna sig til strand- stöðva á sama hátt og aðrir bátar. Hins vegar lofaði sá þýzki að hringja strax til Sigluf jarðar og hann kæmi i næstu höfn. Veður var fremur slæmt úti fyrir Noröurlandi i gær, snjó- koma og vestan kaldi. Var þvi bú- izt viö aö Þjóðverjinn hætti viö feröina vestur fyrir og sneri til baka til Siglufjaröar. Þess skal getið að Þjóöverjinn er mjög van- ur siglingarmaður, en sjólag fyrir noröan land á vetrum er sjaldnast neitt barnagaman. Verðlagsnefnd leyfir 10% hækkun álagn- ingar í heildsölu og smásölu SKJ-Reykjavik — Þegar gengið var fellt 1975 var öll álagning lækkuð um 13-14%. Nú hefur kostnaður við verzlun eins og dreifingarkostnaður, kostnaður vegna launa og orku hækkað verulega, þannig að nú er kominn timi til að leiðrétta lækkunina 1975, enda grundvöllurinn fyrir henni brostinn, sagði Stefán Jónsson, sem sæti á i verðlagsnefnd i samtali við Timann. Rikisstjórnin á enn eftir aö taka ákvörðun i þessu máli, en verð- lagsnefnd leyfði almenna 10% hækkun álagningar, en þar að auki hækka ýmsir liðir sem ekki falla undir 10% hækkunina meira eða minna, en ekki yfir það sem var fyrir gengisfellinguna 1975. Hækkunin sem hér um ræðir kemur á allar vöru nema land- búnaðarvörur. Ógæftir hamla veiðum í Grímsey áþ-Reykjavík. t gær varverið aö pakka siöustu birgöunum af saltfiski, sem fara frá Grímsey á þessu ári. Þorsk- veiöareyjaskeggja hafa geng- iö vel þaö sem af er árinu, og eru komin á land vel yfir átta hundruð tonn. Hins vegar eru Grimseyingar ekki hættir veiðum, en ógæftir hafa haml- aö sjósókn aö undanförnu. Samgöngur hafa verið i góðu lagi við eyna i vetur, og er t.d. flogið þangað tvisvar i viku. En vegna dimmviðris hefur flug fallið niður undan- farna daga. A hinn bóginn er flugvöllurinn i Grimsey góður, og að sögn fréttaritara blaðs- ins festir sjaldan eða aldrei snjó á vellinum. I gær var von á Drangi til Grimseyjar, en óvist var hvort hann kæmist inn á höfnina, þar sem vestan- átt var og gaf yfir hafnargarð- inn. 10% hækkun álagningar i heild- sölu og smásölu var samþykkt hjá verðlagsnefnd vegna þess að, ella gæti verzlunin ekki séð um þá þjónustu sem hún annast, að sögn Stefáns. Hækkunin er alveg lág- markshækkun sagði hann, og vafalaust eru margir aðilar sem stunda verzlun sem telja hana of lága. Svipaö magn slátur- afurða flutt út í ár GV-Reykjavik. t ár hefur veriö slátraö svipuöu magni i slátur- húsum og s.l. ár og aö sögn Sveins Tryggvasonar, forstjóra Fram- leiösluráðs rikisins, er ætlunin aö flytja út svipaö magn af sláturaf- uröum og i fyrra. Til Noregs var í fyrra flutt 3000 tonn, en þeir hafa sjálfir aukið framleiðsluna i ár, svo að magnið gæti orðið minna nú. Til Dan- merkur vorui fyrra flutt 650 tonn til Færeyja voru flutt 350 tonn og til Sviþjóðar voru flutt 650 tonn Að sögn Sveins vantar þessi þrjú siðasttöldu lönd þetta kjöt, og er reiknaö með að flytja út það kindakjöt, sem er umfram þörf islenzka markaðarins. Núverandi stjórn LIS. F.v.: Pétur Kristjónsson, Jóhann Sigurösson, Anna Kristmundsdóttir, Siguröur Þórhallsson, formaöur, Ann-Marf Ilansen, Pálmi Glslason, Björk Thomsen, Reynir Ingason og Páll A. Magnússon. Gerist LÍS sjálfstæður samningsaðili? áþ-Reykjavik. — Þaö er óeölilegt aö heildarsamtökum samvinnu- starfsmanna sé ekki ætlaö neitt hlutverk I samningagerö viö Vinnumálasamband samvinnu- félaganna, sagöi Siguröur Þór- hallsson formaöur Landssam- bands islenzkra samvinnustarfs- manna I samtali viö Tfmann I gær, — og I vor veröur haldin ráö- stefna þar sem einmitt þessi mál veröa rædd. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálasambandinu voru samvinnustarfsmenn i lok ársins 1975 taldir alls 6.228 mannár. Mun láta nærri, að þaö séu um það bil Framhald á bls. 19. Fangi kveikti í dýnu áþ-Reykjavik. Um klukkan f jögur i gærdag, kom upp eldur i fanga- húsinu að Skólavörðu- stig 9. Fangi, sem var nýkominn inn, kveikti i rúmdýnu i klefa sinum, og til að varna fanga- vörðum inngöngu, hafði hann raðað ýmsu dóti fyrir dyrnar. Nokkuð mikill reykur barst um bygginguna, og þurfti að flytja fanga i Siðumúla- fangelsið meðan ræst var út. Sá sem kveikti i, og tveir aðrir voru fluttir á slysadeild Borgar- spitalans, þar sem grunur lék á að þeirhefðu fengið snertaf reyk- eitrun. Fimm voru fluttir í Siðu- múlafangelsiö. Litlar skemmdir urðu á fangelsinu. Grundarfoss fékk á sig brotsjó — 2-3 þúsund tunnur i sjóinn áþ-Reykjavik. í fyrri- nótt fékk Grundarfoss á sig brotsjó, þar sem hann var staddur fimm- tiu milur austan við Færeyjar. Skipið var með tunnufarm á dekk- inu og samkvæmt upp- lýsingum frá Eimskipa- félaginu, fóru tvö til þrjú þúsund tunnur i sjóinn. 1 fyrrinótt og I gær var vonzku- veöur á þessum slóðum, en það hafði þó gengið nokkuð niður. Grundarfoss mun vera á leið til Tragilsvag i Færeyjum, en ferð- inni miöar seint. Skipið fór um það bil fimmtán mílur á átján timum, en i góðu veðri fer skip eins og Grundarfoss fimmtiu milur á um fjö.íum timum. MHBnanfl ■HBi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.