Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 18. nóvember 1977 Heybruni á Snæfellsnesi $ \ J1I|É fÉiéhfái E.H.-Dal — Aðfaranótt 10. nóv- ember s.l. varö eldur laus í hey- hlöðu á bænum Syðra-Skógarnesi i Miklaholtsheppi. Er heimilis- fólkið vaknaði um kl. sjö, stóð hlaðan ásamt viðbyggðum fjár- húsum i björtu báli og varö eng- um vörnum við komið Margt manna dreif fljótlega aö með öll tiltæk slökkvitæki, slökkvibil og lausa dælu, og var unnið daglangt að þvi, að slökkva i glóðunum, en vatnsskortur tor- veldaði slökkvistarfið. Að siöustu var gripiðtil þess ráðs, að fá jarð- ýtu til aö ýta jarðvegi yfir brenn- andi heyleyfar og rústir. 1 fjár- húsunum voru hýstir tveir roskn- ir hrútar, þrir lambshrútar og ein ær og fórust þessar kindur i brunanum. Byggingarnar sem þarna urðu eldinum að bráð voru gamlar úr torfi, timbri og járni. I hlöðunni voru um 200 rúmmetrar af heyi og eyðilagðist það allt. Byggingarnar og heyið voru tryggð, en ekki skepnur þær sem þarna fórust. Frá sambandsþingi Bindindisfélags ökumanna áþ-Heykjavik.Fyrir skömmu hélt Bindindisfélag ökumanna tiunda sambandsþing sitt. Þingið álykt- aöi m.a. að Alþingi og rikisstjórn þyrfti aö efla og styrkja starfandi félög bindindismanna og hraöa ákvörðun um lögleiöingu á notkun öryggisbelta. Þingfulltrúar skoruðu á stjórn- völd að standa gegn framleiðslu á áfengum bjór. Þá taldi þingið nauösynlegt, aö löggæzlumenn fengju nauösynleg tæki, sem fáanleg eru, til að halda uppi um- ferðarlöggæzlu. Hvatt var til auk- inna afskipta lögreglu af umferö- inni, t.d. varðandi akstur á ak- reinum. Að lokum varaöi sam- bandsþingiö við einhliða áróðri borgaryfirvalda gegn notkun nagladekkja. Botnssúlur séðar frá Kaldadal. Vatnslitamynd eftir Asgrfm máluö um 1930. Nýtt jólakort frá Ásgrímssafni ITT LITSJÓNVARPSTÆKI ITTsjónvörp eru að sjálfsögðu með köldu kerfi. VIDOM KERFI ITT byggir litsjónvarpstæki sín upp á einingum og við hverja einingu er tengt ljós. Þegar bilun verður í einingu slökknar ljósið. Þetta auðveldar mjög viðgerðir, þannig að 90% viðgerða fer fram í heimahúsum. ITT hefur í sinni þjónustu 25.000 manns sem eingöngu vinna við rannsóknir og tilraunir. Þetta tryggir að nýjasta tækni er ávallt notuð í tækjum frá ITT. ITT hefur á litsjónvarpstækjum sínum sérstakan takka, sem sjálvirkt, samræmir bestan lit og skarpleika myndar. ITT er búið sjálfvirku öryggi, sem virkar þannig að ef rafmagnsspennan fer upp eða niður fyrir æskilega spennu, þá slökknar á tækinu, og fer það ekki í gang aftur fyrr en spenrian er orðin eðlileg. Þetta kemur í veg fyrir að viðkvæmir hlutir skemmist. Jólakort Ásgrimssafns á þessu ári er prentað eftor vatnslitamyndinni Botnssúlur séðar frá Kaldadal. Myndin er máluð um 1930, og hefur hún vakið mikla athygli i Asgrims- safni enda eitt af öndvegis- verkum þess. Kortið er i sömu stærð og hin fyrri listaverkakort safnsins, með islenzkum, dönskum og enskum texta á bakhlið ásamt ljósmynd af Asgrimi sem Ós- valdur Knudsen tók af honum árið 1956. Myndiðn sá um ljós- myndun, Litróf gerði mynda- mót, en Vikingsprent hf. ann- aöist prentun. Eins og undanfarin ár hefst sala jólakortanna snemma til hægöarauka fyrir þá sem iangt þurfa að senda jóla- og nýárskveöju en þessar litlu eftirprentanir af verkum Ás- grims Jónssonar má telja góða iandkynningu. Ennþá eru fáanleg hin ýmsu kort sem safniö hefur látið prenta und- anfarin ár. Agóði af kortasöl- unni er notaður til viðhalds listaverkum safnsins. Listaverkakortin eru aðeins til sölu i Asgrimssafni, Ber- staðastræti 74 á opnunardög- um, og i verzlun Rammagerð- arinnar i Hafnarstræti 17. Ásgrimssafn er opið sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtu- daga frá ki. 1,30-4. Grindavíkurkirkj a fær höfðingj höfðinglega gjöf B.H. Grindavik. — 1 hófi, sem haldið var s.l. laugardagskvöld aðloknum aðalfundi á þrjátiu ára starfsafmæli fyritækisins Fiskimjöls og lýsis, afhenti fram- kvæmdastjórinn, Siguröur Jóns- son, eina milljón króna i bygging- arsjóð Grindavikurkirkju frá fé- laginu. A tuttugu og fimm ára afmæli fyrirtækisins, árið 1972, afhenti þáverandi framkvæmdastjóri þess, Jón Sigurðsson, einnig eina milljón króna I þennan sama sjóð. Safnaðarstjórn og söfnuður þakkar öllum aðilum, sem hlut eiga aö máli, framkvæmdastjóra, félagsstjórn og hluthöfum, hjart- anlega þessa rausnarlegu gjöf. Áður fyrr var Grindavikur- kirkja að Stað i Staðarhverfi, en á sinum tima var hún flutt i Járn- gerðarstaöahverfi. Þetta er göm- ul timburkirkja og hefur lengi verið allt of litil. Nú er i smiðum ný kirkja i Grindavik, og er húsið komið undir þak og komnir I það gluggar, og næsti áfangi er hita- lögn I kirkjuna. Undirbúningur þess er hafinn. Bók um sjónvarps- strákinn Palla Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér nýja barnabók. Það er bókin Páll Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur, höfund bókanna um Jón Odd og Jón Bjarna og Tótu I afahúsi, sem all- ar hafa verið endurprentaðar hvað eftir annað. Fyrsta bókin um Jón Odd og Jón Bjarna kemur út i Kaupmannahöfn þessa dag- ana i þýðingu Helle Degnböl og verið er að undirbúa útgáfu I mörgum öðrum löndum. Páll Vilhjálmsson fjallar um sjónvarpsstrákinn Palla, sem allir kannast við úr Stundinni okkar, en Guðrún samdi þætti Sirrýar og Palla eins og kunnugt er. Hún segir frá Palla eftir að hann hætti i sjónvarpinu, við- skiptum hans við umheiminn og samskiptum hans viö fullorðna og börn. Gunnar Baldursson, starfs- Guðrún Hefgadóttir W—■ Vilhjálmsson Páll Vilhjáimsson maður sjónvarpsins, og sá sem upphaflega „hannaði” Palla hefur gert myndir á myndasiður en Kristin. .,þálsdóttir tók ljós myndirnar i bókinni. Bókin er gefin út með samþykki lista- og skemmtideildar sjón- varpsins. Húner 112bls. aö stærð, litprentuð i Hafnarprenti, en Arnarfell annaðist bókband.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.