Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. nóvember 1977 3 Vegir óðum að opnast — hálka sunnanlands lJað var hundslappadrifa I Reykjavik i gær, og efiaust hefur slæmt skyggni átt sinn þátt i þeim 22 árekstrum sem urðu í gærdag. Þarna er verið að setja nagiadekk undir bil og skulum við vona að ökumaðurinn hafi komizt klakklaust leiðar sinnar I umferðinni i gær. Timamynd: Gunnar. áþ-Reykjavik. Nokkuð snjóaði á Suður- og Vesturlandi i gær og er yfirleitt um jafnfallinn sjó að ræða. Hryggir hafa viða myndazt á vegum og eru þeir margir vara- samir yfirferðar. Mikil hálka er viða á vegum. teflir blindskák GV-Reykjavik. Helgi ólafsson skákmeistari fer austur á firði um helgina og tefiir þar fjöltefli, m.a. teflir Helgi blindskák við tiu andstæðinga samtímis, en það mun vera islandsmet i blindskák. Fyrsta fjölteflið verður á Eski- firöi i kvöld. Teflt verður i skólan- um og hefst taflið kl. 20.30. A morgun teflir Helgi klukkufjöl- tefli á Norðfiröi, teflt verður i barnaskólanum og hefst tafliö kl. 2. Sunnudaginn 20. nóvember teflir Helgi blindskák viö tiu and- stæöinga samtimis i skólanum á Fáskrúðsfirði og hefst taflið kl. 3. Mánudaginn 21. nóvember teflir Helgi aftur blindandi við tiu and- stæðinga og nú i Eiöaskóla. Þriðjudaginn 22. nóvember teflir Helgi svo að lokum fjöltefli i skól- anum á Egilstööum, taflið hefst kl. 1.30. Helgi teflir fyrir austan á veg- um Skáksambands Austurlands. Verzlunarstjóri Spanmarkaðarins Jóhann Jónsson og starfsmenn I nýja húsnæðinu f Austurveri. Tima- mynd: Róbert. SSopnar Sparímarkað 41q círtirtfTii í otnA A1 (V ólnxnÍM/fn. i Austurveri álagningu i staö 41% álagningar. Sama er að segja um aörar nv- Framhald á bls. 23 Samkvæmt upplýsingum vega- eftirlitsins eru Dynjandis- og Hrafneyrarheiðar ófærar, og sama máli gegnir um Breiðadals- heiði. Færð hefur þyngzt i Húna- vatnssýslum. Vörubilar komust yfir Vatnsskarð, en ófært er frá Sauöárkróki til Siglufjaröar. Ráögert er að ryðja snjó á þeirri leið i dag ef veður. leyfir. sýslu var ófær i gær, en mokaö var úr Reykjadal til Mývatns- sveitar. 1 gær var einnig mokað fyrir Tjörnes. I Kelduhverfi og á Melrakkasléttu voru vegir ruddir i gær. 1 dag á aö vera greiðfært um Hróarstungu og yfir Fjaröar- heiði. Nægur timi enn til að senda flugpóst til út- landa fyrir jól F.I. Reykjavik. — Nú þegar rúm- ur mánuður er til jóla er ekki úr vegi aö fara aö huga að jólapósti til vina og kunningja erlendis og hvetur Póst- og simamálastofn- unin fólk tilþess aö bregðast fljótt við og senda böggla sina og bréf sem allra fyrst. Það er nefniiega talinn óþarfi nú til dags, að ættingjar og vinir fái jólakveðju sina um áramót og áramótaóskir á þrettándanum. Skip eru reyndar lengi á leiðinni en flug- póstur gengurgreitt, enda dýrari. Hvort sem bögglar eru sendir með skipi eða flugvél er fyrsta boöorðið að búa vel um innihaldið þannig að böggullinn þoli högg og hnjask án þess að innihaldiö skemmist. Bezt er að nota sterk- an pappakassa sem yztu um- búöir. Varðandi bréfapóst er vakin at- hygli á að ekki mega vera fleiri en öhandskrifuð orð auk undirskrift- ar á jólakorti ef það á aö sendast sem prentaö mál. Séu hand- skrifuð orð fleiri ber aö greiöa undir sendinguna sem bréf. Nægur timi er enn til þess að senda böggla og bréf i flugpósti fyrir jól. Skilafrestur flugpósts til austurfylkja Bandarikjanna, Noröurlanda og annarra Evrópu- landa ertil 12. desember. En flug- pósti til vesturfylkja Bandarikj- anna og Kanada verður aö skila fyrir 7. desember. Híkisútvarpið: Umsóknir um stöðu fjármála- stjóra Umsóknarfrestur um stöðu fjármálastjóra Rikisútvarps- ins er nú liðinn. Um stöðuna sóttu alls sjö menn: Einar Sverrisson stjórnar- ráðsftr., Elias Gislason viðsk iptafr., Guðmundur Björnsson deildarstj, Gunn- laugur M. Sigmundsson stjórnarráðsftn, Hörður Vil- hjálmsson viöskiptafc, Kjart- an Trausti Sigurösscm skrif- stofustj. og Ragnar ólafsson deildarstj. GV-Reykjavik. 1 dag kl. 2 er opn- aöur Sparimarkaöurinn, sem er sérdeild innan stórvörumarkaðar SS I Austurveri. Þaö má segja, aö opnun markaðarins marki tima- mót i verzlunarháttum I Reykja- vik, þvi gengið er lengra til móts viö þá neytendur, sem vilja kaupa inn til heimila sinna i heilum kössum eða stórum pakkningum, og eiga með því kost á innkaup- um, þar sem vöruálagning er lægri en dæmi eru til áöur á við- skiptamarkaöi i höfuöborginni. SPARIMARKAÐURINN opnar I nýju 500 fermetra húsnæði á jaröhæð hinnar nýju viöbygg- ingar við Austurver. Rúmgóð bílastæöi við SPARIMARKAÐ- INN eru sunnan við nýja háhýsið og inngangur bakatil frá Háa- leitisbraut. Hugmyndin aö baki SPARI- MARKAÐARINS er að opna fyrir neytendur vörulager stórvöru- markaöarSS i Austurveri, einnar stærstu markaðsverzlunar i borg- inni. SPARIMARKAÐURINN er vörulager Austurvers árdegis og fram til kl. 2 sfðdegis. Þá er vöru- lagerinn opnaður almenningi og allar vörurnar fáanlegar i heilum kössum eöa stórum einingum. SS-búöin Austurveri hefur við- skipti við allar heildverzlanir sem með matvörur verzla, birgöastöð SIS og allar þjónustustöðvar mat- vælaiðnaðarins og matvælafram- leiöslunnar, og aö auki ýmsa aðra sem verzla meö nauðsynjavörur til heimilishalds. Sé varan fáan- leg i landinu er hægt að fá hana i Austurveri. Það þýðir aö hún hefur viökomu á vörulager verzl- unarinnar og þar meö er hún fáanleg i SPARIMARKAÐINUM. Þar fæst hún mun ódýrar en i verzluninni sjálfri, en viðskipta- vinurinn veröur aö kaupa inn i Wang tölvur fullnægja þörfum smærri fyrirtækja stærri einingum eða heilum köss- um. Með þessu er SPARIMARK- AÐURINN orðinn eins konar miðstöð allra heildverzlana i Reykjavík sem selja vörur til neyzlu og ýmsar aörar vörur til heimilishalds. SPARIMARKAÐ- URINN er þvi eins konar HEILD- SOLUTORG opið almenningi. Hin almenna álagning i SPARI- MARKAÐINUM er 15% með frá- vikum á báða bóga. Allar niður- suðuvörur fást þar t.d. með 15% SKJ-Reykjavik — Þessa dagana stendur yfir kynning á Wang tölv- um hér á landi. Hér er um að ræða bandariskar smátölvur sem henta vafalaust vel i fyrirtækjum hérlendis. Heimilistæki s.f. hafa umboð fyrir tölvurnar. Blaðamönnum var boðið aö skoða tölvurnar og notagildi þeirra útskýrt og sýnt. 13 tölvur af gerðinni Wang hafa verið flutt- ar til Islands á undanförnum tveimur og hálfu ári, en fyrirtæk- ið var stofnað 1955 af An Wang doktor i eðlisfræði við Harvard háskóla. Wang hefur einbeitt sér aðþvi aö framleiða reiknivélar og tölvur, sem leysa þarfir smærri fyrirtækja. Hægt er að kaupa litla ódýra samstæðu sem hentar fyrirtæki i upphafi, en siðan er hægt að stækka hanaeftir þvisem umsvif vaxa. Margs konar búnað er hægt að tengja viö tölvuna, lykilborö, prentara, skerm og diskettudrif auk annars útbúnaöar I samræmi við þarfir kaupanda. Sem auka- búnað má nefna teiknivélar sem skila teikningum á pappír og skerma sem geta birt teikningar. Að sögn Ray Readpath frá Wang fyrirtækinu hefur litil tölva fjölmarga kosti framyfir stórar. Heppilegt er að fyrirtæki geti haft eigin tölvu i stað þess að margir aöilar þurfi aö vera saman um stóra tölvu. Wang tölvur eru bæði ætlaðar til notkunar viö visinda- störf og i viöskiptum. Nú sem stendur er Wang næststærsta fyrirtækið, sem framleiðir litlar tölvur. Wangtölvur hafa nú verið tekn- ar I notkun hjá tveim bæjarfélög- um, en verkefni, sem þar eru unnin i tölvum, eru: gjaldenda- bókhald, fjárhagsbókhald og launabókhald. Wang rafreiknar eru einnig notaöir við margskon- ar önnur verkefni hjá einkafyrir- tækjum og stofnunum. Wang tölvan sem sýnd var hjá Heimilistækjum s.f. skilar upp- lýsingum á skermi eða prentar þær á pappír allt eftir óskum not- enda, og aðeins tekur örfáar minútur aö fá prentaðar upp- lýsingar um stöðú reikninga eða birgðir hjá fyrirtækinu. Slik sam- stæða kostar aö sögn tæpar fimm milljónir. Jón R. Höskuldsson sýnir notkun tölvu I leit að upplýsingum I sambandi viö viðskipti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.