Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. nóvember 1977 1] (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaöaprent h.f. Hvað græðist á því að bæta vegina? I umræðum, sem nýlega urðu á Alþingi um vegamál skýrði Ingi Tryggvason frá þviiað hann hefði nýlega aflað sér upplýsinga frá Vegagerð rikisins, um mismunandi rekstrarkostnað bif- reiða eftir þvi eftir hvaða vegum bifreiðunum er ekið. Samkvæmt þessum upplýsingum er rekstrar- kostnaður fólksbifreiðar á þúsund km vegi með bundnu slitlagi 18.775 krónur miðað við verðlag i byrjun ágúst 1977. Hér er tekið eins konar meðal- tal af fólksbifreiðum. Ef umræddri bifreið er ekið eftir vegi, sem Vegagerðin kallar góðan malar- veg, hækkar þessi kostnaður upp i 22.902 kr. á hverja þúsund km. Sé vegurinn aftur á móti það sem Vegagerðin kallar vondan malarveg, verður sambærilegur kostnaður 26.633 kr. Framangreindur kostnaður er reiknaður út, án skatta. Sé sköttunum bætt við , verður niðurstað- an á þann veg, að kostnaðurinn við það að aka 1000 km á vegi með bundnu slitlagi verður 35.214 kr., á góðum malarvegi 43.441 kr. og á vondum malarvegi 51.061 kr. Munurinn er um 16 þúsund kr. á vondum malarvegi með bundnu slitlagi. Þetta þýðir einnig, að á vondum malarvegi greiðir sá, sem bilnum ekur 24.428 kr. i skatt, en aki hann á vegi með bundnu slitlagi, greiðir hann 16.438 kr. Mismunurinn er rétt um 8000 kr., sem sá greiðir meira, sem ekur á slæmum malarvegi, en hinn sem ekur á góðum vegi, þ.e. vegi með bundnu slitlagi. Þetta sýnir ljóst, hve mikill sparnaður fylgir þvi,að bæta vegina bæði að bæta malarvegina og lengja veginn með bundnu slitlagi, en viða má leggja bundið slitlag á végi með tiltölulega litlum kostnaði. Af framangreindu er það ljóst.að vel er varið þvi fé, sem fer til þess að bæta vegina. Það hefur lika ekki litið að segja i þessum efn- um að koma vegunum upp úr snjónum, eins og það er kallað. Árið 1975 kostaði snjómokstur Vegagerðarinnar um 648 millj. króna á verðlagi þessa árs. Slikan kostnað mætti stórlækka með bættum vegum. Callaghan nýtur almennings Rikisstjórn Bretlands hefur sett sér það mark að draga úr verðbólgunni. Þess vegna beitir hún sér nú fyrir þvi, að kaup hækki ekki meira en 10% og að ekki sé samið til skemmri tima en tólf mán- aða. Um þessar mundir á hún i striði við slökkvi- liðsmenn, sem hafa gert verkfall til að knýja fram meiri hækkun. Vafalitið mælir margt með meiri kauphækkun en 10% til slökkviliðsmanna, en stjórnin heldur þvi réttilega fram, að það yrði jafn óheppilegt fyrir slökkviliðsmenn sem aðra að brjóta niður þann varnarvegg gegn verðbólg- unni sem 10% reglan er. Almenningur skilur þetta og styður eindregið. I nýlokinni skoðana- könnun studdu 87% þeirra sem spurðir voru, stefnu stjórnarinnar. Sá skilningur sem hér kem- ur i ljós, gefur vonir um, að Bretar muni sigrast á verðbólgunni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT * Osætt blökkumanna hjálpar lan Smith Sáttasemjari Carvers miðar lítið áleiðis LITLAR líkur virðast til þess, aðsamkomulag náist i Ródes- iudeilunni í náinni framtið. Sérstakur sendimaður Breta Carver lávarður, hefur undan- farið ferðazt milli landa i Afriku og rætt við deiluaðila, en sáttatilraunir hans hafa lit- inn árangur borið. Hann hefur byggt þær á loðnum mála- miðlunartillögum Breta og Bandarikjamanna um, að rik- isstjórn Ian Smiths segi af sér, en Carver taki við lands- stjórninni i nokkra mánuði eða á meðan þingkosningar fara fram og meirihlutastjórn verði komið á laggirnar i framhaldi af þvi. Flestir deiluaðilar hafa ekki tekið þessu óliklega, þvi að þeir hafa heldur kosið að láta stranda á öðrum atriðum. Agreiningur hefur einkum verið látinn snúast um mynd- un þeirrar öryggislögreglu sem á að gæta laga og réttar meðan Carver fer með völdin. Smith leggur áherzlu á, að sú öryggislögregla, sem nú er fyrir hendi, gegni störfum á- fram, og telur að blökkumenn eigi að geta sætt sig við það, þar sem blökkumenn eru um 80% hennar. Tveir leiðtogar blökkumanna, Joshua Nkomo og Robert Mugabe, eru þessu með öllu andvigir, og vilja að sveitum skæruliða verði falin öryggisstörfin. Bretar og Bandarikjamenn vilja fara millileið og mynda nýtt ör- yggislið, sem bæði sé skipað núverandi öryggisvörðum og skæruliðum. Sameinuðu þjóð- irnar hafa þegar boðizt til að tilnefna yfirmann sliks örygg- isliðs, og hafa þegar tilnefnt Indverjann Prem Charud til að gegna slíku starfi, ef fallizt yrði á, að þær tilnefndu yfir- mann öryggisliðsins. Tveir blökkumannaleiðtogar Mus- orewa og Sithole, telja sig geta fallizt á einhverja slika mála- miðlun, en vilja þó hafa hlut- deild skæruliðanna sem minnsta þvi að þeir gruna Nkomo og Mugabe um græsku einkum þó hinn siðarnefnda. HINN mikli ágreiningur, sem er milli fjögurra framan- greindra blökkumannaleið- toga skapar Ian Smith þá tafl- stöðu að hann getur látið málamiðlunarstarfið stranda meira á þessum ágreiningi en andstöðu sinni. Þótt erfitt geti verið að meta það, virðist það yfirleitt álit óháðra frétta- skýrenda að Musarewa biskup Robert Mugabe eigi mest fylgi meðal blökku- manna i Ródesiu og flokkur hans gæti reynzt sigursæll, ef til kosninga kæmi. Næst myndi koma flokkur Sitholes. Hins vegar eigi þeir Nkomo og Mugabe ekki miklu fylgi að fagna og þó siður sá siðar- nefndi. Styrkur þeirra er hins vegar fólginn i þvi að þeir hafa skipulagt skæruliðasveitir, en það hafa þeir Musorewa og Sithole ekki gert. Talið er, að Nkomoráði yfir öllu fjölmenn- a'ra skæruliði en Mugabe, en það dvelur nær allt erlendis og hefur enn haft sig litið i frammi, svo að erfitt er að dæma um hver styrkleiki þess raunverulega er. Hins vegar hafa skæruliðar Mugabes látið taka til sin i Ródesiu þótt þeir dveljistaðallega erlendis eða i Mósambik og Tansaníu likt og skæruliðar Nkomos. Af þess- um ástæðum er yfirleitt litið svo á, að Mugabe sé raunveru- lega eini leiðtoginn sem ráði yfir verulega þjálfuðum og reyndum skæruliðum og þvi kunni honum að reynast auð- veldast að brjótast til valda i Ródesiu, eftir að stjórn hvitra manna lýkur þar. Vist er það lika að hvitir menn óttast hann mest þessara fjögurra for- ingja. Þeir Nkomo og Mugabe hafa siðustu misserin starfað saman i svokallaðri Föður- landsfylkingu, en formlega hafa þeir ekki sameinað hreyfingar sinar, heldur hald- ið þeim aðskildum. Siðustu vikurnar hefur gengið orð- rómur um, að samvinna þeirra fari versnandi, og Mug- abe óttist, að Nkomo sitji á svikráðum við sig. Það getur styrkt þennan grun Mugabes að Nkomo er sá blökkumanna- leiðtoginn, sem fréttaskýrend- ur láta mest af og telja væn- legastan sem stjórnanda, ef blökkumenn fengju völdin i Ródesiu. Gallinn er hins vegar sá, að hann virðist enn ekki hafa náð sömu hylli og Muso- rewa og Sithole. EINS OG AÐUR segir, lætur Ian Smith sér vel lika deil- ur blökkumannaleiðtoganna. Þá telur hann það einnig á- vinning fyrir sig að sambúð Breta og Bandarikjamanna við Suður-Afrikumenn hefur fa'rið versnandi að undan- förnu. Hann geti þvi farið hægara en ella. Margt bendir þó til, að bæði Smith og aðrir leiðtogar hvitra manna i Ródesiu telji daga sina brátt talda þar og þvi þurfi að fara að undirbúa valdatöku blökkumanna, sem gæti farið fram á þann hátt, að hvitir menn þyrftu ekki að hrekjast frá Ródesiu. Hvitir menn eru taldir geta sætt sig við að láta völdin ihendur manna eins og Musorewa biskups og Sitholes og jafnvel Nkomos, ef þessir þrir leiðtogar gætu tekið hönd- um saman. Hins vegar van- treysta þeir Mugabe, Orðróm- ur gengúr þvi um það, að reynt sé að fá Nkomo til sam- starfs við þá Musorewa og Sithole, en hann vantreysti þeim og kjósi þvi að halda á- fram samstarfinu við Mug- abe, a.m.k. enn um hrið. Framvindan i þessum efnum getur ráðizt verulega af þvi, hvort valdhafarnir i ná- grannalöndum Ródesiu sætta sig við slika stjórn, en hingað til hafa valdhafar Mósambik, Tansaniu og Zambiu lýst stuðningi sinum við Föður- landsfylkingu þeirra Nkomos og Mugabes og þess vegna verður ekki gengið framhjá henni. — Þ.Þ. Ian Smith

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.