Tíminn - 18.11.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. nóvember 1977
15
Föstudagur
18. nóvember
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Ve&urfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna.
14.30 Miödegissagan:
„Skakkt númer — rétt
númer” eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur Höfundur les
(10)
15.00 Miödegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.20 Popp
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Útilegubörnin I Fannadal”
eftir Guömund G. Hagalfn
Sigriöur Hagalín les (6).
17.50 Tónleikar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35
20.00 Sinfóniuhljómsveit ts-
lands leikur i útvarpssal
Stjórnandi: Páll P. Pálsson
Einleikarar: Guðný Guö-
m undsdóttir, Mark
Reedman og Nina Flyer. a.
Forleikur að „Töfraflaut-
unni” eftir Mozart. b.
Conserto grosso op. 6 nr. 5
eftir Handel. c. „Fanfare
for a Coming of Age” fyrir
málmblásturshljóðfæri og
slagverk eftir Arthur Bliss.
d. Hugleiðing um sálmalag-
ið „Ó, þú Guðs lamb Krist-
ur” fyrir málmblásturs-
hljóðfæri og pákur eftir
Bach / Barber e. „Kveöja til
Bandarikjanna” fyrir
málmblásturshljóðfæri og
slagverk eftir Gordon
Jacob. f. Konserto grosso
op. 6 nr. 12 eftir Handel.
20.50 Gestagluggi Hulda Val-
týsdóttir stjórnar þætti um
listir og menningarmál.
21.40 Létt tónlist Stanley
Black stjórnar hljómsveit-
inni, sem leikur.
22.50 Kvöldsagan: „Fóst-
bræöra saga” Dr. Jónas
Kristjánsson les (3).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir
22.45 Frá Sameinuðu þjóöun-
um Hjördis Hjörleifsdóttir
flytur pistil frá allsherjar-
þinginu (í New York.)
23.00 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
v •
Föstudagur
18. nóvember
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Prúöu leikararnir (L)
Skemmtiþáttur með leik-
brúðunum. Gestur þáttarins
er gamanleikarinn Milton
Berle. Þýöandi Þrándur
Thoroddsen.
21.00 Kastljós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður Guöjón Einarsson.
22.00 Hinar bersyndugu
(Hustling) Bandarisk sjón-
varpsmynd frá árinu 1975,
byggö á sögu eftir Gail
Sheehy. Aðalhlutverk Lee
Remick. Blaðakona hyggst
skrifa greinaflokk um vændi
í New York. A lögreglustöð
kemst hún i kynni við
nokkrar vændiskonur og
ætlar að nota frásagnir
þeirra sem uppistööu i
greinarnar. Myndin er ekki
við hæfibarna. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
23.30 Dagskrárlok
SUSANNA LENOX
Ján Helgason \g0
,ði
„ Jæja ég verð að fara", sagði hún. Svo gekk hún út, og
hann fylgdi henni eftir.
,,Ef þér ætlið heim til yðar, þá eigum við samleið",
sagði hann.
„Nei, ég ætla þessa leið" sagði hún og leit upp Álm-
strætið. Hann sá að hún vildi helzt vera ein. Hann endur-
tók því loforð sitt um að koma til Burlinghams og láta
hana vita um líðan hans. Síðan hélt hann austur í borgina
hún norður eftir. Hún nam staðar við fyrsta götuhornið,
sem hún kom að, og leit til baka til þess að sannfæra sig
um, að hann væri ekki á hnotskóg á eftir henni. Síðan
seildist hún í barm sér og dró upp f jögur nafnspjöld ein-
hverra stofnana. Hún hafði tekið það, sem var í vösum
og borðskúffum Burlinghams, í sína umsjá. Þá hafði
hún fundið þessi spjöld — nafnspjöld fjögurra leikhús-
stjóra eða leikhúsmiðlara. Þegar hún hafði velt þeim
fyrir sér flaug henni í hug, að Burlingham hafði sagt
að Blynn — AAaurice Blynn á horninu á Níundu-götu —
gæti kannski, ef allt annað brygðist, tekið haná-í söng-
f lokkinn í,, Rínarl jómanum". Hún setti á sig, hvar hann
var að f inna, léf svo spjöldin aftur í barm sinn og hélt á-
f ram ferðinni. Hana bar brátt að brú sem lá yf ir grugg-
ugt siki. Hún hélt fyrst að þetta væri minna fljótið, en
áttaði sig því að handan við það bjó þýzkt fólk, sem enn
hélt f ast við siði og tungu feðra sinna. Hún nam staðar á
brúnni og horfði um stund niður í daunillt og viðbjóðslegt
vatnið. Lögregluþjónn, stórvaxinn Þjóðverji með ein-
feldnislegan heiðarleikasvip,, ruddalegur, en þó vin-
gjarnlegur, kom kjagandi í áttina til hennar.
„Afsakið", sagði Súsanna. „Vilduð þér gera svo vel að
segja mér, hvar...." Hún hafði gleymt verustað manns-
ins seildist því inn í barm sér og rétti lögregluþjóninum
spjald Blynns. „Segja mér, hvar þennan mann er að
finna".
Lögregluþjónninn rýndi á spjaldið og kinkaði kolli.
„Þér farið þessa götu" — hann benti henni suður eftir
með kylf u sinni — „þar til þér haf ið farið f ramhjá f jór-
um götum. Svo beygið þér austur í þá f immtu. Bíðið við
— ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm. Þér gangið austur eftir
— framhjá fimm götum. Skiljið þér það?"
„Jú, þakka yður fyrir", sagði hún og kunni honum
beztu þakkir fyrir leiðsögnina.
„Þá komið þér að Vínarstræti. Þér sjáið nafnið á Ijós-
kersstólpanum. Þessi Blynn mun vera þar við gatnamót-
in að suðvestan. Haldið þér, að þér komizt þetta klakk-
laust?"
„Alveg áreiðanlega".
,, Ég fer í þessa átt", hélt lögregluþjónninn áf ram. „ En
þér ættuð að ganga spölkorn á undan mér. Ef við yrðum
samferða héldi fólkkannskiaðég væri að taka yður fasta
— og þá væri strax kominn hersing után um okkur".
Hann hló svo innilega að holdugur líkaminn hristist, enda
þótt beltið væri reyrt utan um hann.
Súsönnu tókst að brosa, þótt hana hryllti við tilhugsun-
inni um æpandi múginn.,, Ég kann yður beztu þakkir. Ég
er viss um, að ég rata þetta af sjálfsdáðum". Og hún
flýtti sér af stað.
„Ekki neittað þakka", hrópaði lögregluþjónninn á ett-
ir henni og veifaði kylfu sinni í skugganum af hjálmin-
um í kveðjuskyni.
Eftir talsverða leit rak hún loks augun í fyrirferðar-
mikla áletrun á vegg þriggja hæða múrsteinsbyggingar:
AAAURICE BLYNN, LEIKHÚSAAIÐLARI. Útvegar og
ræður alls konar leik- og söngfólk.
Þegar hún hafði virt húsið betur fyrir sér, kom hún
auga á slitin og óhrein þrep. Þar var sýnilega gengið upp
á ef ri hæðirnar. Á miðhæðinni rakst hún á hurð sem þessi
sama áletrun var á. Hún drap gætilega á dyr, síðan aftur
dálítið f astara. Þá kvað við skræk rödd inni f yrir:
„Hurðin er ólæst. Kom inn".
Hún tók í hurðarhúninn,opnaði og gekk inn. Herbergið
var lítið og lágt undir loft og veggirnir óhreinir. Þarna
var borð, og við það sat freknóttur drengur. Kona sat á
bekk, sýnilega leikkona. Hún var í hvítri, óhreinni jússu,
og á höf ði hennar sat stór hattur of an á ótrúlega miklu og
þykku, Ijósuhári. í hattinn var stungið skitnum, hringuð-
um strútsfjöðrum sem fóru illa. Neðan undir pilsinu
komu í Ijós stórir og luralegir fætur, sem troðið var í
agnarlitla skó, er eitt sinn höf ðu verið með háum hælum,
en voru nú hælalausir með öllu. Andlit hennar var ung-
legt og að vissu leyti f rítt, en þreytulegt, of-málað og of-
púðrað, en vanþvegið. Hún virti Susönnu fyrir sér með
storkandi augnaráði.
,,Viljið þér tala við forstöðumanninn?" sagði drengur-
inn
„Já, þökk" tautaði Súsanna.
„Viðskiptamál?"
Drengurinn virti hana vandlega f yrir sér. „Á hann von
á yður?"
„Nei", svaraði hún.
„ Jæja — þér fáið samt áreiðanlega að tala við hann",
sagði drengurinn og stóð upp.
Það kom mikil hreyf ing á strútsf jaðrirnar og gula hár-
ið á bekknum.,, Ég er á undan", hrópaði konan.
„O-o, sitjið þér bara kyrrar", saqði drengurinn
hæðnislega. Hann opnaði sterklega hurð sem var fyrir
aftan sæti hans. Gegnum gættina sá Súsanna sköllóttan
feitan mann, sem sat við borð og var niðursokkinn í
skriftir. Hann var fölur í andliti og nefið geysistórt og
æðabert.
„Hér er stúlka, sem vill fá að tala við yður", sagði
Drengurinn, nógu hátt til þess, að Súsanna og hin konan
heyrðu það báðar.
„Hver? Hvað heitir hún?" sagði maðurinn stuttur i
spuna og leit ekki upp.
„ Hún er ung og falleg eins og drottning", sagði dreng-
urinn. „Á ég að láta hana koma inn?"
„ Já".
„Leikkonan spratt á fætur. „Herra Blynn....", sagði
hún hárri og ógnandi röddu, eins og hún væri að hefja
langan fyrirlestur.
„Nei-nei", sagði Blynn og hélt áfram skriftum sínum.
„AAá ekki vera að því að tala við yður. Ekkert að gera.
Sælar".
„En herra Blynn.....".
„Samtalinu er lokið, frú min góð", sagði drengurinn
valdsmannlega. „Gerið þér svo vel, ungfrú".
Súsanna roðnaði af meðaumkun með vesalings kon-
unni og kveið því, sem biði hennar. Samt gekk hún inn.
Drengurinn lokaði dyrunum á eftir henni. Penninn hélt
áfram að urga. Allt í einu sagði maðurinn:
„Hveð heitið þér?"
Um leiðog hann sagði þessi orð leit hann upp. Súsanna
sá örótt og skrámað andlit, blekblá augú stóran munn,
stóra höku og þykkar varir. Neðri vörin skagaði f ram, og
á henni var blásvartur blettur, er minnti á blóðkýli, þar
sem vindillinn var vanur að vera. Þegar hann sá, hve
ung og lagleg Súsanna var, tók líf að færast í augun.
Hann gaf vaxtarlagi hennar auðsjáanlega nánar gætur.
„Setjizt þér, góðin", sagði hann, ruddalega og smeðju-