Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 1
Fyrir vörubíla Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- - Verk- smiðjan á Skaga- strönd * 1 gagnið eftir þrjátíu ára bið? JH-Reykjavik. — Sterklega kem- ur tilálita aö sildarverksmiðjan á Skagaströnd sem reist var eftir lok heimsstyrjaldarinnarsiðari en aðeins var notuð hluta úr fáum sumrum, þar eð siid var þá aö hverfa af miðunum úti fyrir Norðurlandi verði dubbuð upp og gerð að loðnubræðslu. Þykir það hagkvæmt, þar eð þar eru bæði löndunarskilyrði og verksmiðju- hús með einhverjum búnaði sem nýta má. Eins og stendur er verksmiðjan aðeins notuð til þess að vinna bein er til falla við fiskvinnslu á Skagaströnd, þótt þar sé hlé á nú þar eð togari Skagstrendinga Amar skemmdist fyrir skömmu siðan og verður frá veiðum um sinn af þeim sökum. Hefur þetta áfall leitt i ljós hvaða skarð verður fyrir skildi á vinnu- markaðnum þegar á bjátar ef mestmegnis er á eitt atvinnutæki að treysta. Nú fyrir skömmu var stjórn Sildarverksmiðja rikisins á Skagaströnd til þess að skoða sildarverksmiðjuna og aðstæöur allar til þess að dubba hana upp með loðnubræðslu i huga en slikt fyrirtæki væri líklegt til þess að borga fljótt og skila aröi þegar um mikinn loðnuafla er að tefla. Skagstrendingar hafa af sinni hálfu kosið nefnd til þess að kanna hvernig koma má af stað uppbyggingu og hafa þeir að sjálf- sögðu mikinn hug á þvi að gerðar verði nauðsynlegar endurbætur á verksmiðjunni svo að hún geti loks komið kaupstaðnum og land- inu öllu aö þvi gagni er vonir voru um fyrir þrjátiu árum, en þá brást vegna þverrandi sildveiða. Ræddi stjórn Sildarverksmiðja rikisins við forsvarsmenn heima- manna i þessum efnum einkum Lárus Guðmundsson sveitar- stjóra og Steindór Gislason for- mann uppbyggingarnefndarinn- ar. Mun þeim viðræðum verða haldið áfram unz endanleg niður- staða er fengin um hagkvæmni þess að endurnýja verksmiðjuna og taka hana i gagnið. A Skagaströnd búa sex til sjö , hundruð manns _ og hefur kaupstaðurinn verið i vexti og mikið verið byggt þar af nýjum húsum siðustu árin eftir kyrr- stöðu þá erþar varumlangt skeið og allt fram um 1970. Þrfr norðankópanna I sædýrasafninu I Hafnarfiröi. Þeir eru svo ungir, að þeir eru ekki enn að öllu leyti gengnir úr fæðingarsnoðinu. Tfmamynd: Gunnar Margt útsela kæpir oröiö nyrzt á Skaga — landnám útselsins norðan lands hófst fyrir fimm til sex árum JH-Reykjavik. — Til skamms tima hefur sá stofn útsela, sem við landið er, fyrst og frcmst haldiö sig á svæðinu frá Látra- bjargi og suður um og austur meö suðurströndinni. Nú sið- ustu fimm eða sex árin hefur brugðið svo við, að útselurinn er tekinn að kæpa við Húnafióa og viðar norðanlands, þótt enn sé sem áður mest af honum á Breiöafirði. — Ég álit, að þetta stafi fyrst og fremst af þvi, aö þessum sel- um hafi fjölgað, sagði dr. Björn Dagbjartsson, er Timinn bar þetta undirhann, og þess vegna hafi hann hafið nokkurs konar Landnám á Vestfjörðum og Norðurlandi. 1 fyrra voru fjöru- tiu skinn úr byggðarlögum við Húnaflóa lögð inn i verzlanir, og munu þau einkum hafa komið af Ströndum og Skaga. Dæmi eru þess einnig, að útselir hafi kæpt við Skjálfanda á siðustu árum, ogskammter siðan dauöútsels- urta fannst á Sauðárkróki. Að þvi er Timinn bezt veit er nú talið, að fimm til sex þúsund fullorðnir útselir séu við landið. beirkæpaá haustin, eftirfimm- tiu vikna meðgöngutima, og eru kóparnirfullurmetri á lengd, er þeir fæðast, þaktir snoði, sem oft er gullejtt, og geta ekki i sjó farið fyrstu átta dagana. Helzt vilja þeir liggja i bæli sínu um þrjár vikur, áður en þeir leita i sjöinn. Fullorðnir útselir geta orðið þriggja metra langir og um sex hundruðpund að þyngd. Það er dæmi um, hversu margt útsela er nú fariö að kæpa norður á Skaga að nú fyrir skömmu fékk sædýrasafnið i Hálnarfirði þaðan tuttugu og einn kóp, og á að selja suma þeirra til Hollands og Italiu, þrjá til djóra á hvorn stað. Þess má jafnframt geta, að sædýrasafnið hefur alið upp sex hrafna, sem seldirverða til New Yorkl skiptum fyrir aðra fugla, einkum fasana. Tíminn heimsækir Djúpavog Bls. 10-11 Finnland sjálfstætt í 60 ár bls, 16-17. Pjóðsögur og þjóðtrú VS ræðir við Eirik Ei- riksson frá Dagverð- argerði. Bls. 20-21. Sálarlífið Grein eftir Esra Pét- ursson, lækni. Bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.