Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 11
r fij
í» r
Sunnudagur 4. desember 1977.
11
Tíminn heimsækir Djúpavog
Texti og myndir SST
i
en hún er búin öllum fullkomn-
ustu tækjum. Bátarnir hafa
fengið svona 2 tonn yfir daginn.
Framkvæmdir
— Hvað geturðu sagt okkur
um helztu framkvæmdir á veg-
um sveitarfélagsins hérna und-
anfariö?
— Það sem hefur verið efst á
baugi hér siðan ’73 er skóla-
bygging eða öllu heldur viö-
bygging við skólann sem fyrir
er. Þessi bygging er upp á rúma
400 fm, en gamla húsið er um
200 fm. Þessi skóli sem starfar
hér er grunnskóli, þótt 9.bekkinn
vanti en við stefnum að þvi i
framtiðinni að hafa hann hérna.
Þessi framkvæmd er núna kom-
in i 35 miljónir. Þá er einnig á
dagskrá að byggja bókasafn viö
gamla skólahúsið og veröur þaö
um 160 fm bygging.
Þá hefur verið unnið hér að
gatnagerðarframkvæmdum og
höfum við unnið eftir 10 ára
áætlun. Var byrjað á henni 1973
og lagðir þá um 600 metrar. Sið-
astliðið sumar var aftur lagt á
700 metra en I sumar var aöal-
lega unnið við steypu kantsteina
og snyrta við göturnar. Og svo
er ætlunin að halda áfram að
leggja oliumöl á götur næsta
sumar.
Þá hafa verið hér i byggingu á
vegum sveitarfélagsins leigu-
ibúðir, þaö var byrjað á þeim I
fyrra og nú eru tvær íbúöanna
langt komnar.
Eitt af höfuðmálum okkar
hérna er að bæta og laga
hafnaraðstöðuna. Hér er búið að
koma upp 90 metra viðlegukanti
með stálþili sem leysir af gamla
og lélega bryggju. Samkvæmt
nýju hafnaáætluninni er fyrir-
huguð frekari stækkun á nýju
höfninni og er ætlunin að sá hluti
Óli Björgvinsson oddviti á
Djúpavogi.
komi fyrir framan nýja frysti-
húsið. Þar á aö vera viðlegu-
eða löndunaraðstaða fyrir þann
afla sem að landi berst, og von-
um við að hægt verði aö hefja
framkvæmdir við nýju höfnina
strax á næsta ári.
Þá get ég einnig nefnt að mik-
iö hefur verið byggt hérna á sið-
ustu árum eða um 35 Ibúöarhús
á siðustu 10-15 árurn, allt ein-
býlishús.
Rafmagnsmál
— Hvernig eruð þið settir með
rafmagn?
— Við erum á sama báti og
Stöðfirðingar og Breiðdælingar,
Djúpivogur er tengdur inn á
Austurlandslinuna. Það var
ekki fyrr en ’74, að það geröist
og var ekki laust við að sumum
þætti þá ástandið versna. Þá
fyrst urðum við varir við ýmsar
rafmagnstruflanir og
skammtanir, sem við höföum
ekki haft áður. Þar á undan vor-
um við með dísilrafstöð og var
afskaplega litið um bilanir þá.
Versti tlminn er auðvitað há-
veturinn og oft verða bilanir á
loðnuvertið þegar mikilvægast
er að hafa rafmagn.
Allt að þvi bylting að fá
veginn fyrir Hvalnes-
skriður
— Af þessum þremur stöðum,
sem oft eru' nefndir i sömu
andrá, Stöðvarfjöröur, Djúpi-
vogur og Breiðdalsvik erum viö
hér á Djúpavogi einna verst
settir hvað flugsamgöngur
snertir. Héðan eru um 170 km til
Egilsstaða og um 100 km á Höfn,
sem við setjum allt okkar traust
á varðandi flugið. Hér er
maöur, Asgeir Hjálmarsson,
er sér um akstur á Höfn. Hann
fer þrjár ferðir I viku og fer þá
með vörur i flug og sækir einnig
vörur fyrir okkur i flugvélina og
annað á Höfn, sem við fáum
ekki hér. Og hann sér einnig um
akstur farþega héðan sem ætla
með flugvél suður, þannig að
það er ekki litið starf sem einn
maður innir af hendi fyrir svona
pláss, sagði Óli.
Undanfarin ár hefur verið
barizt fyrir þvi að vegur yrði
lagður fyrir Þvottár- og Hval-
nesskriður og i sumar var hann
loksins lagður. Þaö má ségja að
það jafngildi byltingu I sam-
göngum að fá þennan veg, þótt
hann lengi leiðina að visu um
eina 15 km en fólk hérna bindur
miklar vonir við hann. Að
vetrarlagi hefur Lónsheiðin
verið illfær alveg frá enduöum
október og fram I april og þótt
snjólétt sé hér þá er Lónsheiðin
hreinasta snjókista.
Og hvað framtíðina snertir er
það vist að Djúpvægingar verða
að treysta mjög allar sam-
göngur á næstu árum, það er
undirstaðan að þvi að hér veröi
lifvænlegt að búa. Það er ekki
bein ástæða til að óttast svo
mjög um atvinnullfið,við erum
skammt frá gjöfulum fiski-
miðum, skemmra en margir
aörir staðir hér á Austfjörðum,
sagði Óli Björgvinsson að lok-
um.
Þekki leiðina orðið allt
of vel
Asgeir Hjálmarsson sem sér
um póstferðirnar fyrir Djúp-
væginga, gegnir miklu starfi
fyrir plássið. Þrisvar I viku all-
an ársins hring fer hann frá
Djúpavogi til Hafnar meö þær
vörur og varning sem þurfa aö
komast til Hafnar eöa með flug-
vél suður og kemur siðan til
baka meö þann varning sem
Djúpvægingar hafa pantað að
sunnan eða frá Höfn. Blaða-
maður ræddi litillega viö Asgeir
og spurði hann fyrst hvað hann
væri búinn aö stunda aksturinn
lengi.
— Ég er búinn að vera i þessu
I rúm sjö ár og ætli ég sé ekki
búinn að fara um þrjú þúsund
ferðir á þeim tíma, sem mér
þykir alveg sæmilegt, segir hann
og brosir. — Jú ég þekki orðiö
leiðina út og inn og stundum
finnst mér ég þekkja hana orðiö
alltof vel og það getur verið
vont, þaö er alltaf hætta á að
maöur verði kærulaus og gæti
ekki nógu vel að sér.
Þaö er mikill munur að vera
búinn að fá veginn fyrir
skriðurnar og vera laus viö
heiðarfjandann.
Það má heita að hún sé illfær
mestan part vetrar og ákaflega
varasöm. Þó að þokkalegasta
veður sé i byggð, þá er oft eins
og snöggskipti þegar nálgast
heiðina og þar er kannski kaf-
, aldsbylur.
— Ég veit ekki hvað ég verð
lengi I þessu. Ég er að fá nýjan
bil núna á næstunni og býst ekki
við að hætta alveg I bráð þótt þvl
sé ekki að neita að maöur veröi
oft þreyttur á þessu, sagði Ás-
geir aö lokum.
Kirkjan á Djúpavogi. (Jtlitiö ber meö sér aö Djúpvægingar hafa lagt metnaö sinn f aö halda henni vel viö
og hafa hana sem snyrtilegasta.
Sr. Trausti Pétursson prestur á Djúpavogi og prófastur f Austfjaröapófastsdæmi. Trausti hefur veriö
þjónandi prestur á Djúpavogi og i grennd I hart nær 30 ár. Hann eins og margir prestar á álika stööum
hefur sinnt mörgum störfum,hefur stundaö kennslu og vinnur nú viö bókhald hjá Kaupfélaginu. Trausti
er áhugamaöur um skógrækt og hefur unniö ötuliega aö skógrækt á Djúpavogi og myndin af Trausta er
einmitt tekin i reit sem skógræktarmenn þar eiga veg og vanda af.
Hóteliö á Djúpavogi, en þaö gengur ýmist undir nafninu Framtföin og Hótel DFB og gengst viö báöum,
aö því sagt er. Þaö er engin vanþörf á aö hafa hótel á Djúpavogi, þar sem þar dveljast aö jafnaöi margir
aökomumenn þegar mikiö er aö gera t.d. meöan á slldveiöum stendur.