Tíminn - 04.12.1977, Page 15

Tíminn - 04.12.1977, Page 15
Sunnudagur 4. desember 1977. 15 Stefán Edelstein skólastjóri. Lena Rist stjórnar barnahljómsveit. Þegarnemendureru farnir að kunna svolitið meira á sin hljóð- færi gefst þeim kostur á að iðka kammermúsik, þ.e. samspil á ýmis hljóðfæri. Allfjölmenn hljómsveit er starfrækt fyrir strengjaleikara og tréblásara auk samspils á málmblásturs- hljóðfæri (lúðrasveit). Auk þess er starfræktur kór. t skólanum eru i vetur rúm- lega 400 nemendur að meðtöldu Breiðholtsútibúinu. Þessir nem- endur eru eins og fyrr segir á aldrinum 6-15 ára. Um það bil 130 börn eru I forskóla en 280 I eldri deildum. Flestir læra á pi- anó eða um 140, en strengja- hljóðfæri eru einnig eftirsótt, 50 nemendur læra á fiðlu og 10 á selló. Blástursnemendur eru alls 60 og gitarnemendur 20. Við skólann starfa alls 22 kennarar i vetur. Lifandi námsefni 1 hópkennslunni i forskólan- um ogiefri deildum skólans er lögð rækt við alhliða tónlistar- þjálfun nemenda. Inntak náms- ins ersöngur, blokkflautuleikur, heyrnarþjálfun, hrynþjálfun og leikni i hlustun. Grundvallar- atriði i nótnalestri og tónfræði eru kennd og þekking og kunn- átta nemenda i þessum efnum byggð upp i stighækkandi röð. Hvað varðar námsefnið fyrir hóptimana bæði i forskóla og eldri deildum höfum við kapp- kostað að hafa það sem fjöl- brey tilegast. Reynt er að forðast þurra tónfræðikennslu og fræðast um tónlist en þess i stað lögð áherzla á að láta nem- endur vera virka inámimeð þvi að flytja tónlist sem hæfir þroska þeirra og færni hlusta á tónlist og greina hana svo og tjá sig um hana og siðast en ekki sizt að skapa tónlist sjálfir, þ.e. semja lög og tónlist fyrir hljóð- færi dramatisera kvæði, sögur og atburði með ýmsum hætti og yfirleitt tjá sig á skapandi hátt. Kennarar þeir sem annast hópkennsluna hafa i mörg ár lagt mikla vinnu i að semja lif- andi námsefni fyrir þessa tima. Námsefnið hefur verið tilrauna- kennt, endurskoðað að loknu námsári, endurbætt og tilrauna- kennt upp á nýtt. Með þvi sifellt að endurskoða og endurbæta námsefnið er komið I veg fyrir að kennslan og námsefnið lendi i föstum farvegi og staðni. Keyndar gerir þetta miklar kröfur til kennarranna en ég hygg að enginn sjái eftir þeirri vinnu sem hefurfarið I þetta. íslenzkur ,,pianó- skóli”. Hljóðfærakennarar hafa ekki heldur látið sitt eftir liggja. Okkur hefurfundizt vera tilfinn- anleg vöntun á aðgengilegu fifrænu kennsluefni i hljóðfæra- námi, sérstaklega fyrir byrj- endur og yngri nemendur. Allir hljóðfærakennararskólans hafa lagt mikla vinnu i að safna að- gengilegum lögum og ýmsu kennsluefni og útbúið bækur sem þeir nota i byrjenda- kennslu. Skólinn hefur sjálfur fjölritað og gefið út þessar bæk- ur. Reynslan hefur sýnt að þetta námsefni höfðar mjög til barn- anna. Þegar nemendur eru komnir yfir fyrstu erfiðleikana minnkar vandinn hvað náms- efnið varðar af nógu er þá að taka. Sem dæmi um nýtt náms- efni má nefna að Jónas Ingi- mundarson pianóleikari hefur safnað og sett út fjölda pfanó- laga sem nú koma út hjá Tón- verkamiðstöðinni. Er það fyrsti islenzki „pianóskólinn” sem á markaðinn kemur. Tveir nemendur æfa samleik á pfanó og hnéfiðlu Það er Hka bókiegt nám I skólanum þótt megin áherzla sé lögð á hljóðfæraieik,söng og að hlusta á tónlist.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.