Tíminn - 04.12.1977, Side 16
16
Sunnudagur 4. desember 1977.
\
Land
skóga
Papplrsiftnabur.
Akrar.
lsbrjóturinn Uhro.
% t
• *«
og
vatna
Finnland er land skóga og
vatna, og er þriðjungur þess
norðan heimskautsbaugs.
Landið er rúmlega þrisvar
sinnum stærra en Island og
ibúafjöldinn rúmar fjórar og
hálf milljón manna, en 1970
voru 6,6% þeirra mæltir á
sænska tungu.
Viö landbúnað og skógar-
högg unnu á árinu 1970 rúm
20% þjóðarinnar, viö iðnað og
byggingar rúm 34%, við verzl-
un og samgöngur 26%, en við
þjdnustustörf unnu þá 18%.
Járniðnaðurinn er mikil-
vægasta grein finnsks iðnað-
ar, en við hann vinnur um
þriðjungur iðnverkafólks. 1
öðru sæti er pappirsiðnaður-
inn með um fimmtung iðn-
verkafólksins.
í skipasmiðum hafa Finnar
ma. lagt mikla áherzlu á full-
komna isbrjóta, enda þörf yrir
þá að vetri til. Sú gerð sem
sést á myndinni reyndist við
prófun geta sigrazt á meira en
20 metra is.
Af öðrum iðngreinum Finna
má nefna glervörur og hús-
gögn, en Finnar hafa vakið
mikla athygli viöa um lönd
fyrir smekkvisi þá og þokka
sem einkenna finnskar vörur.
Hafa Finnar sýnt hve langt
má komast, þrátt fyrir erfiöa
stöðu á samkeppnismarkaði,
með listfengi og smekkvisi.
Fjórðungur þjóðarfram-
leiöslu Finna fer til útflutn-
ings. Mikilvægustu útflutn-
ingsvörur þeirra eru pappirs-
vörur, en ýmis hráefni skipta
mestu i innflutningi.
Tveir þriðju hlutar utan-
rikisviðskipta Finna eru við
riki Vestur-Evrópu, og er
Finnland aðili að samstarfi
EFTA-ríkjanna. Rúmlega
fimmtungur utanrikisverzl-
unar Finna er hins vegar við
lönd Austur-Evrópu, og er i
gildi samstarfs- og viðskipta-
samningur við Ráðstjórnar-
rikin.
Félagsleg þróun i Finnlandi
hefur á siðari áratugum verið
svipuð þvi sem Islendingar
þekkja i sinu eigin landi og
annars staðar á Norðurlönd-
um. Andstætt veröbólguvanda
lslendinga hafa Finnar á hinn
bóginn átt við atvinnuleysi að
striða, og stefnir atvinnuleysi
um þessar mundir upp i 10%
að mati embættismanna.
Stj órnvöld hafa hins vegar
oröið aö fylgja aðgát i efna-
hgsstefnu vegna greiöslustöðu
þjóðarbúsins og viðskipta-
kjara.
Um þessar mundir halda Finnar hátiðlegt
sextiu ára sjálfstæðisafmæli sitt, en á þriðju-
daginn verður lýðveldið Finnland sextugt.
Eins og íslendingar voru Finnar meðal
þeirra þjóða sem hlutu fullveldi og sjálfstæði
í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Um aldir
hafði Finnland verið hluti sænska rikisins og
átt samleið með Svium, en árið 1809 varð
landið stórhertogadæmi með sérstökum
landsréttindum innan rússneska keisara-
dæmisins.
Loks, hinn 6. desember 1917, gátu Finnar
lýst yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis i landi
sinu, og féllst hin unga ráðstjórn i Rússlandi
á þá ákvörðun þeirra.
Lýðveldistiminn hefur verið mikið fram-
faratimabil i sögu finnsku þjóðarinnar. Hafa
Finnar oftar en einu sinni orðið að heyja
hetjulega baráttu fyrir sjálfstæði sinu þegar
að þeim hefur verið sótt, og hafa vaxið við
herja raun.
JS
Helsinki erprýdd afar mörgum stókostlegum og fögrum bygging-
um, enda eru Finnar heimsfrægir fyrir afburðaarkítekta sina. Það
var Alvar Aalto sem teiknaöi Finlandia höllina, sem lokið var að
reisa á árinu 1971. Finlandia höllin er hljómleika- og ráöstefnuhöll
og hefur notið mikillar aðdáunar. Alvar Aalto er einnig, sem kunn-
ugt er, höfundur Norræna hússins I Reykjavík. A myndinni sést
þinghúsiö I Helsinki i baksýn til vinstri við Finlandia höllina.
Hofkirkjan, sem Timo og Tuomo Suomalainen teiknuöu og lokið var
að reisa á árinu 1969, er byggð I mjög djörfum nútímalegum stil.
Hún er eiginlega sprengd inn I bergiö og minnir um sumt á kata-
komburnar fornu, enda er bergið veggurinn svo sem sjá má á
myndinni. Eins og I ríki náttúrunnar er hvergi samhverfa I kirkj-
unni, og t.d. eru engar tvær sperrur I þakinu jafnlangar.
Kirkjan er að öllu leyti gerð af finnskum efnum, kopar, gleri,
timbri, granft og vefjarefnum. Hún lætur ekki mikið yfir sér hiö
ytra þar sem hún fellur aö landslagi, en hiö innra er hún eitthvert
áhrifamesta og fegursta guðshús sem reist hefur veriö á sfðustu ár-
um.