Tíminn - 04.12.1977, Side 17

Tíminn - 04.12.1977, Side 17
Sunnudagur 4. desember 1977. 17 ÞRÍR ÞJÓÐARLEIÐTOGAR Juho Kusti Paasikivi gegndi forsetaembætti Finn- lands á hinum erfiðu árum eftir lok slðari heims- styrjaldarinnar. Hann var forseti rikisins á árunum 1946-1956. Hann hafði forgöngu um nýja finnska utan- rikisstefnu sem fylgt hefur verið siðan. Eftir þau miklu átök sem urðu milli Finna og Ráð- stjórnarrlkjanna I Vetrarstrlðinu og slðari heims- styrjöldinni var Paasikivi það ljóst að sjálfstæði Finn- lands og öryggi krafðist þess aö friður og samskipti gætu dafnað við hinn volduga nágranna I austri. Eftir- striðsárin urðu Finnum á margan hátt erfiö, og m.a. uröu þeir að gjalda Ráöstjórnarrlkjunum strlðsskaða- bætur. Finnar hafa haldið hlut sinum að fullu I utanrlkis- samskiptum, og á sfðari árum hefur þróunin orðið sú hvað snertir nábýlið við Ráðstjórnarrlkin, aö þeir eru farnir að flytja finnska þekkingu og-verksvit út þang- að. Carl Gustav Mannerheim, marskálkur Finnlands, var fyrsti rikisstjóri lýðveldisins, á árunum 1918-1919. Hann leiddi rlkiö á miklum umbrotatlmum styrjaldar- loka og borgarastrlðs. Slðar var Mannerheim aftur kvaddur til forystu og var forseti landsins við lok siðari heimsstyrjaldarinn- ar, eða 1944-1946, er miklir erfiðleikar blöstu viö vegna átaka Finna við hinn volduga nágranna I austri. Uhro Kaleva Kekkonen varð forseti Finnlands árið 1956, eftir andlát Paasikivis. Kekkonen hefur f störfum sinum byggt á þeim grundvelli sem lagður hafði verið að finnskri utanrlkisstefnu á árunum eftir heims- styrjöldina. Heita má að alger þjóðleg samstaða hafi verið um meginatriði utanrikisstefnunnar á þessu timabili, og er það Finnum ómetanlegur styrkur jafnt innbyrðis sem á alþjóðavettvangi. Kekkonen hefur yfirburöastöðu I finnskum stjórn- málum og þjóðlífi og hefu mjög aukið veg Finna á al- þjóðavettvangi sem óháörar sjálfstæðrar þjóöar. Nýt- ur Kekkonen á þvl sviði mikillar reynslu sinnar og frá- bærra hæfileika. Stjórnarskrá Finnlands hefur verið breytt til þess að Kekkonen geti áfram gegnt forsetaembættinu, og er almennt litið svo á að forsetakosningar þær sem verða innan skamms verði um fram allt traustyfirlýsing til hans. Þrjár svipmyndir frá Helsinki Á Oldungaráðstorginu I Hel- sinki stendur þessi stytta af Alexander II. Rússakeisara, en hann var stórhertogi yfir Finn- landi á sinni tið. í baksýn sést dómkirkjan. Við þetta sama torg er Stjórnarráðshöllin, en e'siti hluti hennar er frá árinu 1822 teiknaður af arkltektinum Carl Ludvig Engel. VIRK FRIÐARSTEFNA Á alþjóðavettvangi hafa Finnar lagt megin- áherzlu á varðveizlu frið- ar og öryggis í heimin- um. Hafa þeir lagt mjög mikið af mörkum til friðargæzfu Sameinuðu þjóðanna, enda skilja þeir hvílík stoð smáþjóðunum er að virkum alþjóða- samtökum. Myndin sýnir finnska f r iðargæzl umenn að störfum í Suez við Mið- jarðarhafsbotn, en Finn- ar hafa átt mikinn hlut að friðargæzlunni þai; sem víðar. Á miðri myndinni sést finnski herforinginn Ensio Siilasvuo, en hann er víðkunnur að störfum sinum á vegum Samein- uðu þjóðanna og var m.a. fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna við samninga í Suez milli herja Egyptalands og ísraels. öryggismálaráðstefna Evrópu, sem hófst í Hel- sinki, er liður í þeirri við- leitni Finna að vinna að minnkun spennu i heim- inum og myndun alþjóð- legsaf Issem komið gæti í stað hernaðarbandalaga. Finnar höfðu sem kunn- ugt er frumkvæði að því að ráðstefnan yrði í verki kvödd saman, og varð því Helsinki fyrir valinu sem fundarstaður fyrsta áfanga ráðstef nunnar. Á myndinni má sjá nokkra af þeim áhrifa- mönnum( sem tóku þátt í störfum öryggismálaráð- stefnunnar í Helsinki. Frá vinstti er að telja Valery Giscard d'Estaing Frakklandsforseta, Ger- ald Ford Bandaríkjafor- seta, Kekkonen forseta Finna og loks Henry Kiss- inger utanríkisráðherra Bandaríkjanna á þeirri tíð. FINNLAND SJÁLFSTÆTT í 60 ÁR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.