Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 33 Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíð- um kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatím- ans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningar- degi um það sem kallað er úthell- ing heilags anda. Faðirinn, sonurinn og heilagur andi Heilagur andi er ein af þremur per- sónum hins þríeina Guðs sem kristnir menn trúa á. Hinar persón- urnar tvær eru Guð faðir og Jesús Kristur. Hlutverk föðurins felst í sköpuninni, en hlutverk sonarins í endurlausninni undan veldi syndar- innar. Hlutverk heilags anda er aftur á móti að upplýsa sérhvern mann og endurnýja gjörvalla sköp- un Guðs. Hann er því sagður vera sá umskapandi kraftur sem kemur öllu góðu til leiðar í mannlífi og náttúru. Meðal annars af þessum ástæðum er litið á hvítasunnudag- inn sem stofndag kirkjunnar. „Andi sannleikans“ Í 14. kapítula Jóhannesarguð- spjalls segir frá því að Kristur sem þá var upprisinn, hafi heitið læri- sveinum sínum að þeim mundi gef- ast „annar hjálpari“ sem öfugt við hann sjálfan mundi vera hjá þeim að eilífu. Þessi „hjálpari“ var „andi sannleikans“ eða heilagur andi. Frá uppfyllingu þessa fyrirheitis er síðan skýrt í 2. kapítula Postula- sögunnar, en þar segir að læri- sveinahópurinn hafi verið saman kominn og hafi þá heyrst gnýr af himni eins og óveður væri í nánd, eldtungur hafi birst og sest á þá og þeir tekið að tala framandi tungu- mál sem þeir ekki kunnu. Töldu þeir sem vitni urðu að atburðinum að lærisveinarnir væru drukknir. Tákn andans var hinn hreinsandi eldur og tungutalið, en sumar kirkjudeildir, þar á meðal Hvíta- sunnumenn, leggja mikið upp úr því. Aðrar kirkjudeildir telja að andinn starfi með leyndari hætti í innsta hugskoti manns og komi þar trú og góðum verkum til leiðar. Hvítasunnan tengist fornri upp- skeruhátíð Eins og páskarnir tengist hvíta- sunnan fornri ísraelskri og síðar gyðinglegri hátíð. Hátíðin var upp- haflega uppskeruhátíð sen haldin var á fimmtugasta degi eftir páska, en var síðar haldin til minningar um sáttmála Drottins við Ísraels- þjóðina á fjallinu Sínaí þegar boð- orðin 10 voru sett (2. Mósesbók, 19. kapítuli og áfram). Hátíðin vitnar því um samhengi í trúar- bragðasögunni þrátt fyrir að inn- tak hennar hafi breyst mikið í tím- ans rás. Fimmtugasti dagurinn Upphaflegt heiti hátíðarinnar, pentekosté heméra eða fimmtug- asti dagurinn, var tekið í arf frá grískumælandi gyðingum. Af því nafni er heiti hvítasunnunnar í ýmsum erlendum málum dregið, til dæmis pentecost á ensku og pinse á dönsku. Íslenska heitið hvítasunna á sér einnig hliðstæðu í ýmsum málum, til dæmis Whit- sunday á ensku. Algengt að skíra fólk á aðfaranótt hvítasunnu Til forna var heitið hvítadagur venjulega notað. Var nafnið dreg- ið af því að algengt var að skíra fólk á aðfaranótt hvítasunnu, en hún var haldin hátíðleg eins og ýmsar aðrar aðfaranætur stór- hátíða. Jólanóttin er dæmi um slíka aðfaranótt sem enn er haldin hátíðleg. Eftir skírnina voru þeir sem skírst höfðu færðir í hvít klæði eða hvítavoðir sem skírnar- kjólar nútímans eiga rætur að rekja til. Hinir hvítklæddu skírn- þegar settu því mikinn svip á hátíðarhald dagsins og raunar alls páskatímans. Hvítasunnan hefur misst heilag- leika sinn Nú á dögum hefur hvítasunnan misst mikið af heilagleika sínum í huga fólks og er orðin að langri helgi og fyrstu ferðahelgi ársins ef vel viðrar. Sums staðar er hún þó enn notuð til ferminga. Ástæð- ur þess að hvítasunnan hefur gleymst á þennan hátt eru ugg- laust þær að tilefni hennar er hug- lægara og afstæðara en tilefni jóla og páska. Þá hafa færri trúarlegir og félagslegir siðir og venjur tengst hvítasunnunni en hinum hátíðunum tveimur, en slíkar venj- ur festa hátíðir gjarnan í sessi langt umfram það sem hið trúf- ræðilega inntak þeirra megnar að gera. Fyrir fáeinum árum urðu deil- ur um lög sem heimila opnun verslana á hvítasunnunni til þess að reglur um afgreiðslutíma versl- ana sem selja dagvöru og skylda þjónustu voru rýmkaðar til muna. Eðlilegt er að aukin trúarleg fjöl- breytni í samfélaginu leiði til þró- unar í þessa átt. Það væri þó skaði ef kirkjan glataði þessari fornu höfuðhátíð og þeim gleðilega boð- skap um „anda sannleikans“ sem hún boðar. Um hvítasunnuna og aðrar hátíðir kirkjunnar má meðal ann- ars lesa í riti Árna Björnssonar þjóðháttafræðings Saga daganna. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við HÍ Af hverju er hvíta- sunnan hátíðleg? FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Áður var algengt að skíra fólk á aðfaranótt hvítasunnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ������������� ��������������� Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, af hverju nennir fólk að læra svona mikið, hver er uppruni orðanna hjóna- band og hjón, hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni, hvað er berkjubólga, hvernig er Reynisvatn myndað og hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjöl- mörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. R ey kj av ík ur tjö rn RÆKTAÐU VINA- OG FJÖLSKYLDUBÖNDIN Pantaðu fermingarskeyti í síma 1446 eða á netfanginu www.postur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.