Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 18
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 3.4.2006 Imperial 42 cl rauðvínsglös 1.924 kr. 12 stk. Smart og létt á fæti – heilsteypt glös á tilboðsverði Þórunn Kristjánsdóttir Sölumaður hjá RV Maldive 36 cl bjórglös Imperial 31 cl rauðvínsglös Imperial 23 cl hvítvínsglös Imperial 19 cl hvítvínsglös 1.757 kr. 12 stk. 1.579 kr. 12 stk. 1.341 kr. 12 stk. 854 kr. 6 stk. R V 62 07 A Rauð vínsg lös, h vítvín sglös og b jórgl ös á tilbo ðsve rði í jún í 200 6 Ströje-Wilkens var síðast sendi- herra í Argentínu en hún á langan feril að baki í sænsku utanríkis- þjónustunni og hjá Sameinuðu þjóðunum, Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE) og sem sjálfstæður ráðgjafi. „Ég er atvinnudiplómat, gift diplómata,“ segir Ströje-Wilkens, beðin um að segja frá sjálfri sér. „Við hjónin höfum því þurft að una því að vera í fjarbúð - hann er núna sendiherra í Chile en flytur hingað í október. Hann mun vænt- anlega geta unnið héðan fyrir utanríkisþjónustuna unz hann kemst á eftirlaun.“ Hún segist reyndar hafa unnið heilmikið utan utanríkisþjónust- unnar. Þannig starfaði hún fyrir þróunaráætlun SÞ (UNDP), bæði í Santiago í Chile og Nairobi í Kenía. „Svo hef ég starfað sem sjálfstæð- ur ráðgjafi í þróunarverkefnum, meðal annars hjálpað stjórnvöld- um í þróunarlöndum að bera sig eftir þróunaraðstoðarfé,“ segir hún. Svo vann hún við kosninga- eftirlit í hinum ýmsu löndum á vegum bæði SÞ og ÖSE, meðal annars í Namibíu, Níkaragúa, Sambíu og í Suðaustur-Evrópu- löndum á borð við Makedóníu og Króatíu. Á tímabili stýrði hún kosningaeftirliti á vegum ÖSE í Úsbekistan. „Mér finnst það mikilvægt að hafa byggt upp það tengslanet sem fylgir þessari margþættu starfs- reynslu, ekki bara við aðra diplómata og stjórnmálaleiðtoga í höfuðborgunum, heldur einnig að komast í samband við venjulegt fólk utan höfuðborganna, við full- trúa frjálsra félagasamtaka o.s.frv. Ástæðan fyrir því að ég sótti í slík verkefni var auðvitað að geta búið á sama stað og maðurinn minn var staðsettur sem diplómat hverju sinni, en ég verð að segja að ég er mjög ánægð með að hafa haft tæki- færi til að öðlast þessa marghátt- uðu reynslu,“ segir hún. Byltingarsækin „Það má segja að í nærri öllum löndum sem ég hef verið send til á vegum sænsku utanríkisþjónust- unnar hafi verið gerð stjórnar- bylting á meðan ég var þar,“ segir Ströje-Wilkens. „Þannig var Salvador Allende steypt skömmu eftir að ég kom fyrst til Chile haustið 1973, þegar ég var í Kenýa var gerð byltingartilraun þar, í Lesótó var gerð stjórnarbylting. Það var kannski í trausti þess að hér væri friðvænlegra sem yfir- menn mínir ákváðu að senda mig hingað til Íslands,“ segir hún, en bætir við, kímin á svip: „Reyndar hefur það svo gerst síðan ég kom hingað að Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn og áföll skóku fjár- málamarkaðinn. Kannski þora yir- menn mínir í Svíþjóð ekki að fá mig alveg heim!“ Reyndar segir hún að sér finn- ist það að koma hingað til Íslands vera nánast eins og að koma heim. „Ég var í allt ellefu ár í Rómönsku Ameríku, níu ár í Afríku og svo hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Sem Svía finnst mér ég því vera nærri því heima með því að vera hér á Íslandi,“ segir hún. Ástæðuna fyrir því að sér líði nán- ast eins og heima hjá sér í Reykja- vík segir hún ef til vill koma til af því að sjálf sé hún uppalin í hafn- arborginni Landskrona, sem meðal Svía er kölluð Borg vindanna. „Sé maður alinn upp við hafið vill maður vera við hafið. Svo að mér líður mjög vel hér,“ segir hún. Það er mjög ánægjulegt að vera norrænn sendiherra á Íslandi, segir hún. Aðeins eitt hafi valdið sér vonbrigðum, þar er hversu erfitt það sé að læra íslenzku. En það sé mjög auðvelt að vinna hér; „eins og ég segi; við erum mjög skyld þótt þið Íslendingar séuð fiskimenn og við Svíar skógar- fólk.“ Auðvelt sé að komast í sam- band við fólk hér. „Það hafa líka ótrúlega margir Íslendingar verið í Svíþjóð - okkur telst til að minnst 40.000 Íslendingar hafi dvalið í hálft ár eða lengur í Svíþjóð. Um 4.000 Íslendingar búa þar, nema og starfa. Það er líka jákvætt að þessi nánu tengsl eiga sér stað svo að segja af sjálfu sér. 25.000 Svíar koma til Íslands á ári og um 10.000 Íslendingar fara til Svíþjóðar árlega,“ útskýrir sendiherrann. Norrænt samstarf hafi að sjálf- sögðu einnig mikið að segja; það eru stöðugt einhverjir norrænir fundir eða ráðstefnur í gangi sem stefna fólki frá hinum Norður- löndunum hingað, að ógleymdu Norræna húsinu sem gegnir miklu hlutverki við að efla menningar- tengsl landanna. Sendiráðið er lítið (3 sendifull- trúar, 3 staðarráðnir) og einbeitir sér að tilteknum verkefnum. „Nú eru Sameinuðu þjóðirnar í brenni- depli í tilefni af framboði Íslands til setu i öryggisráðinu 2009-2010. Þannig skipulögðum við heimsókn Hans Blix hingað fyrr á árinu, í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri,“ segir sendiherrann. Sænskir dagar á Húsavík Annar hápunktur í starfsemi sendiráðsins í ár segir Ströje- Wilkens að verði Sænskir dagar á Húsavík, sem haldnir verða í tengslum við Mærudaga í síðustu júlívikunni í sumar. Sænsk tengsl Húsavíkur má rekja allt aftur til þess er Svíinn Garðar Svavarsson sigldi í kringum Ísland fyrstur manna svo vitað sé árið 870 og átti vetursetu þar sem Húsavík er núna. Sendiherrann segir hugynd- ir uppi um að koma á fót nýju safni á Húsavík undir nafninu Garðars- hólmi, helguðu landnámi Íslands og siglingum víkinga. Meðal þess sem sendiráðið leggur Sænskum dögum á Húsa- vík verða glerlistaverkin sem Karl XVI Gústaf Svíakonungur færði Íslendingum að gjöf er hann sótti landið heim fyrir tveimur árum. „Svo er það auðvitað þjóðhátíðar- dagskráin,“ segir Ströje-Wilkens, en þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag. „Við ákváðum að efna til dag- skrár með íþróttum og leikjum í stað hefðbundins kokkteilboðs.“ Hátíðin hefst kl. 17 við Norræna húsið. Þar verða ýmsir dæmigerð- ir sænskir leikir, svo sem brenni- bolti og kubb, og reiðtúr og get- raunir með vinningum fyrir börnin. „Þá mun ég mæta íslenzka menningar- og íþróttamálaráð- herranum Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur í borðtennisleik,“ segir sendiherrann og er óhætt að full- yrða að sá „vináttulandsleikur“ verði hápunktur dagskrárinnar. „Á morgun (7. júní) kemur svo Göran Persson forsætisráð- herra á leiðtogafund Eystrasalts- ráðsins. Svíar eru að taka við for- mennskunni í ráðinu af Íslendingum um næstu mánaða- mót og því fer fundurinn fram hér. Persson var síðast hér á ferð í haust sem leið, á leiðtogafundi norrænu ráðherranefndarinnar, sem jafnan fer fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing. „Á fjór- um mánuðum hér hitti ég fleiri ráðherra úr sænsku ríkisstjórn- inni en á ellefu árum í Rómönsku Ameríku. Sem segir sitt um hve náin tengslin eru,“ segir sænski sendiherrann Madeleine Ströje- Wilkens. MADELEINE STRÖJE-WILKENS Sænska landsliðstreyjan sem hangir á gangi sendiráðsins við Lágmúlann í Reykjavík minnir á þema þjóð- hátíðardagskrárinnar sem efnt verður til á vegum sendiráðsins og Sænska félagsins við Norræna húsið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Nánast eins og að koma heim FRÉTTAVIÐTAL AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Madeleine Ströje-Wilkens tók við sem sendiherra Svíþjóð- ar á Íslandi í fyrrahaust. Hún segir það vera til marks um hve tengsl landanna eru náin að á hálfu ári sem sendiherra hér hefur hún hitt fleiri ráðherra úr sænsku ríkisstjórn- inni en hún gerði á ellefu ára ferli sem sendifulltrúi Sví- þjóðar í Rómönsku Ameríku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.